Morgunblaðið - 06.01.2009, Síða 31
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009
Atvinnuauglýsingar
Hótel í miðborginni
Óskum eftir að ráða starfsfólk í gestamóttöku,
annars vegar á næturvaktir og hins vegar á
síðdegisvaktir þar sem unnið er aðra hverja
helgi.
Leitum að fólki með góða tungumálakunnáttu,
hæfni í mannlegum samskiptum, góða
tölvuþekkingu og skilning á markaðsmálum.
Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu
okkar, www.centerhotels.is
Umsóknir óskast sendar á job@centerhotels.is
Viðkomandi aðilar þurfa að geta hafið störf
fljótlega.
Fundir/Mannfagnaðir
Aukaaðalfundur
Aukaaðalfundur Lögmannafélags Íslands
verður haldinn miðvikudaginn 21. janúar 2009,
kl. 16:30 í húsnæði félagsins að Álftamýri 9.
Dagskrá:
1. Kjör fulltrúa félagsins í úrskurðarnefnd
lögmanna og varamanns hans, samkvæmt
3. gr. lögmannalaga nr. 77/1998, sbr. 3. gr.
laga nr. 93/2004.
Stjórn Lögmannafélags Íslands.
Nauðungarsala
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnar-
stræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Hafnarbraut 14, verslun, iðnaður, (215-4889) Dalvíkurbyggð, þingl.
eig. SS eignarhaldsfélag ehf., gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf.,
föstudaginn 9. janúar 2009 kl. 10:00.
Munkaþverárstræti 11, íb. 01-0101 (214-9304) Akureyri, þingl. eig.
Selló ehf., gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 9.
janúar 2009 kl. 10:00.
Möðruvellir, jörð (lnr.152731) (fnr. 215-9327) Eyjafjarðarsveit, þingl.
eig. Hlín Steinarsdóttir og Jósef Guðbjartur Kristjánsson,
gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf., föstudaginn 9. janúar 2009 kl.
10:00.
Möðruvellir, jörð, útih. (lnr. 152731) (fnr. 215-9325) Eyjafjarðarsveit,
þingl. eig. Hlín Steinarsdóttir og Jósef Guðbjartur Kristjánsson,
gerðarbeiðendur NBI hf. og Vörður tryggingar hf., föstudaginn 9.
janúar 2009 kl. 10:00.
Sólvellir íb. 01-0301 (215-6726) Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Ingibjörg
Þórl. Þorsteinsdóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóður Svarfdæla,
föstudaginn 9. janúar 2009 kl. 10:00.
Strandgata 49, geymsla 02-0104 (225-4640) Akureyri, þingl. eig.
Björgvin Ólafsson, gerðarbeiðandi Avant hf., föstudaginn 9. janúar
2009 kl. 10:00.
Tjarnarlundur 18 E íb. 03-0301 (215-1296) Akureyri, þingl. eig. Fanney
Dóra Sigurjónsdóttir, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður, Lostæti
ehf. og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., föstudaginn 9. janúar 2009 kl.
10:00.
Tryggvabraut 22, 01-0101 (215-1339) Akureyri, þingl. eig. Brauðgerð
Axels ehf., gerðarbeiðendur Íslensk-ameríska verslfél. ehf. og
Sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 9. janúar 2009 kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
5. janúar 2009.
Halla Einarsdóttir, ftr.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Hlíðarhjalli 64, 0202, ásamt bílskúr (206-1993), þingl. eig. Guðlaugur
Leósson, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., Frjálsi
lífeyrissjóðurinn og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, föstudaginn 9.
janúar 2009 kl. 11:00.
Nýbýlavegur 10, 0101 (206-4399), þingl. eig. Nýbýlavegur 10 ehf.,
gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Kópavogi, föstudaginn 9. janúar
2009 kl. 11:30.
Sýslumaðurinn í Kópavogi,
5. janúar 2009.
Tilkynningar
TAG PÅ
HØJSKOLE I
DANMARK
Mediehøjskole
Offshore Højskolen
Højskolen for Politik
Højskolen for Internationalt Arbejde
Prisen dækker:
• fuld pension
• enkeltværelse med bad og toilet
• undervisning
• materialer
• og et meget højt serviceniveau
kr. 15
.000
+stu
diere
jse
kr. 3.
000
Få tilsendt
vores brochure!
Esbjerg Højskole
Stormgade 200 • 6700 Esbjerg • Tlf. 79 13 74 00 • www.eh.dk • eh@eh.dk
13 ugers højskolekursus
1. marts - 2. juni 2009
Efnistaka af hafsbotni
í sunnanverðum Faxaflóa
Mat á umhverfisáhrifum - athugun
Skipulagsstofnunar
Mannvit hf. hefur, fyrir hönd Björgunar ehf.,
tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar um
frummatsskýrslu efnistöku af hafsbotni í
sunnanverðum Faxaflóa.
Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla
um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur
frammi til kynningar frá 6. janúar til 18.
febrúar 2009 á eftirtöldum stöðum:
Í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun.
Frummatsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu
Mannvits: www.mannvit.is.
Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina
og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir
skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en
18. febrúar 2009 til Skipulagsstofnunar,
Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um
mat á umhverfisáhrifum.
Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis-
áhrifum, nr. 106/2000 m.s.b.
Skipulagsstofnun.
HLÍN 6009010619 VI
Raðauglýsingar 569 1100
Félagslíf
Þjónustuauglýsingar 5691100
✝ Sverrir Guð-jónsson fæddist í
Reykjavík 6. janúar
1942. Hann lést í New
York 1. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Jónína Vil-
borg Ólafsdóttir, f.
1903, d. 1970, og Guð-
jón Jónsson hús-
gagnasmiður, f. 1994,
d. 1952.
Systkini Sverris eru
sjö: 1) Jón Vilberg, 2)
Sigurjón, 3) Ólafur, 4)
Brynhildur, 5) Vil-
borg, 6) Gyða, og 7)
Guðrún.
Sverrir gekk í
Laugarnesskóla og
hann lauk landsprófi.
Hann fluttist til New
York 1964, þar sem
hann bjó þar til hann
lést.
Útför Sverris fer
fram frá Laugarnes-
kirkju í dag ogg
hefst athöfnin klukk-
an 11.
Vinur minn Sverrir Guðjónsson er
látinn. Hann andaðist í New York,
þar sem hann hafði búið stærstan
hluta ævi sinnar, í þann mund sem
bankakreppan var að læsa klóm sín-
um í okkur af fullum krafti. Ættjarð-
arástin brann alla tíð í brjósti Sverr-
is eins og hjá svo mörgum sem
dvelja langtímum í útlegð, jafnvel
þegar hún er sjálfskipuð. Víðförlir
landar gátu þekkt hann á götum
New York-borgar, því hann klædd-
ist íslenskum fatnaði hvenær sem
því varð við komið. Lopapeysa og
ullarvettlingar, ásamt hnéháum
Nokia-stígvélum voru vetrarklæðn-
aður, litríkir bolir með áletruninni
„Reykjavík“ eða „Iceland“ voru til
sumarbrúks. Allir sem hann hitti
fengu að vita að hann væri Íslend-
ingur og íslenskt vatn keypti hann í
Whole Food-búðinni handan við
hornið.
Sverrir var sérstakur; einlægur
og trúr öllum sem hann þekkti. Okk-
ar vinskapur hófst á unglingsárum
og var ekki bara bundinn mér heldur
allri fjölskyldu minni. Hjá okkur
gekk hann ævinlega undir nafninu
„Sverrir vinskapur“. Sverrir átti sér
þann draum að komast til Banda-
ríkjanna, sá draumur rættist en svo
var ekki um alla hans drauma.
Nokkrum mánuðum eftir að hann
steig á land í New York var hann
kvaddur í herinn. Þetta var á árum
Víetnamstríðsins og þangað lá leið
hans. Það var erfið lífsreynsla en eft-
ir að hann sneri aftur eyddi hann frí-
tímum sínum í að hjálpa þeim sem
verst höfðu orðið úti eftir dvölinni
þar. Dvölin í hernum veitti honum þó
rétt til námsstyrkja, sem hann nýtti
til að læra leiklist. Það var stóri
draumurinn. Þar á eftir fór hann í
söng- og dansnám. Þegar hann sagði
mér frá því minnti ég hann á að ég
hefði kennt honum að tjútta. Það
fannst Sverri lúmskt fyndið. En þótt
Sverrir helgað allt sitt líf leitinni að
frægð í heimi listarinnar náði hann
aldrei að höndla hana. Ekki frekar
en svo margir aðrir á sömu braut.
Þrátt fyrir fjarlægðina héldum við
alltaf sambandi. Nokkrum sinnum
heimsótti ég hann. Eitt sinn kom
hann upp á hótelherbergi og spilaði
og söng klukkutímaprógramm fyrir
mig. Ég var dauðhrædd um að vera
vísað af hótelinu vegna hávaða. Þá
var hann byrjaður að læra klassísk-
an söng hjá gamalli prímadonnu á
5th Avenue. Hann var henni afar
góður enda minnti hún hann á móður
hans. Síðast heimsótti ég hann fyrir
tveimur árum. Þá hafði hann fengið
íbúð í húsi leikarafélagsins. Þar naut
hann sín. Hann bauð mér í leikhús
og á sýningu New York-ballettsins
og á tónleika í Carnegie Hall, sem
var bara steinsnar frá heimili hans.
Eitt kvöldið eldaði hann fyrir mig
Pollo alla limone, en það var einn af
sérréttum hans þegar hann starfaði
sem ítalskur kokkur á Sal Antony’s
og eldaði ofan í stórstjörnurnar.
Maður þarf ekki að vera stórstjarna
til að fá að njóta þess besta. Í þessari
ferð áttaði ég mig á að aðlögun hans
að stórborgalífinu var slík að hann
gæti aldrei snúið aftur til Íslands til
að setjast að. Sverrir missti mikið
þegar móðir hans dó og þrátt fyrir
stóran og samheldinn systkinahóp
fækkaði ferðum hans hingað heim
eftir það. Ég veit að þau munu sakna
hans og það geri ég líka.
Ragnhildur Kolka.
Elsku frændi! Takk fyrir þær fáu
en góðu stundir sem við höfum átt
saman.
Þegar við hugsum til þín sprettur
alltaf á okkur bros því þú gafst okk-
ur svo miklar minningar, hvort sem
það var þegar við heimsóttum þig til
New York og þú þeyttist með okkur
um alla Manhattan eða þegar þú
komst heim til Íslands og við sátum
saman hérna heima í stofu eða á
kaffihúsi og töluðum saman um
heima og geima.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Kær kveðja.
Oddur Ólafsson,
Elsa Sigtryggsdóttir,
Elísabet Kristín Oddsdóttir,
Oddur Bjarki Hafstein og
Nína Björk Oddsdóttir.
Sverrir Guðjónsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum.
Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að
senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minning-
argreina vita.
Minningargreinar