Morgunblaðið - 06.01.2009, Qupperneq 34
34 Menning
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009
DANSKA skáld-
konan Inger
Christensen, sem
lést sl. föstudag
73 ára að aldri,
var margorðuð
við nób-
elsverðlaun án
þess þó að hljóta
þau. Hún var eitt
þekktasta skáld
sinnar kynslóðar
í Danmörku, þekkt fyrir form-
tilraunir sínar og frumleika.
Christensen, sem fæddist í bæn-
um Vejle árið 1935, fékk fyrsta
ljóðasafn sitt, Lys [Ljós], gefið út ár-
ið 1969. Ári síðar kom út bókin Græs
[Gras]. Það var þó ekki fyrr en með
ljóðasafninu Det [Það], sem hún
vakti verulega athygli, og var verkið
álitið skipta sköpum í ferli hennar.
Illskilgreinanleg skáldverk
Eftir að þessar bækur komu út
sneri Christensen sér að greina-
skrifum, skáldsögum og barnabók-
um í rúman áratug áður en hún
sendi frá sér ljóðabók. Það var árið
1981 að bókin Alfabet [Stafrófið]
kom út og síðan Sommerfugledalen
[Fiðrildadalurinn] árið 1991, sem
gagnrýnendur telja hennar helsta
meistaraverk.
Sagt hefur verið um skáldskap
Christensen að erfitt sé að skil-
greina hann. Erik Nielsen, prófessor
í bókmenntum við Kaupmannahafn-
arháskóla, lýsti þó verkum hennar á
þann veg að henni hefði tekist að
„nota ópersónulegt kerfi til að skapa
einkar persónulegan skáldskap“.
Christensen var sæmd mörgum
merkilegum bókmenntaverðlaunum
á lífsleiðinni þótt henni féllu ekki
nóbelsverðlaun í skaut og naut mik-
illar virðingar meðal kollega sinna.
Ítrekað
orðuð við
Nóbelinn
Skáldið Inger
Christensen látin
Inger Christensen
EITT umtal-
aðasta málið í
ensku menning-
arlífi snýst um ör-
lög meist-
araverks frá 16.
öld eftir Titian,
„Diana og Acta-
eon“, sem er í
eigu hertogans af
Sutherland en
hefur alla síðustu
öld verið til sýnis í Þjóðarlistasafni
Skotlands. Hertoginn ákvað á liðnu
ári að selja verkið en var reiðubúinn
að selja það ríkinu fyrir 50 milljónir
punda, þrátt fyrir að hærra verð
fengist fyrir það á frjálsum markaði.
Fyrir tæpri öld stóð síðast til að
selja verkið og þá tókust iðnjöfurinn
Frick í New York og National Gall-
ery í London á um það, og voru verk-
ið og systurverkið „Diana og Castill-
io“ talin verðmætustu myndverk
sem til væru.
Breskir fjölmiðlar greindu frá því
í gær, að svo virtist sem verkið yrði
áfram í safninu, því hið opinbera í
Skotlandi hygðist leggja fram 17,5
milljónir. Listasafnið leggur fram
aðrar 12,5. Listasjóður Englands
hafði áður lofað einni milljón og Nat-
ional Heritage Memorial Fund tíu
milljónum punda. Hermt er að her-
toginn sætti sig nú við þessar 41
milljónir, um 7,2 milljarða króna.
Titianverk-
ið kyrrt?
Hluti verksins
Diana og Actaeon.
Í TILEFNI af sjötugsafmæli
Böðvars Guðmundssonar rit-
höfundar verður efnt til lista-
vöku í Íslensku óperunni við
Ingólfsstræti sunnudaginn 11.
janúar.
Flutt verða brot úr leikritum
Böðvars, lesið úr skáldsögum
hans og ljóðum og sungnir
textar af ýmsu tagi frá ólíkum
tímum á ferli hans. Hefst vak-
an kl. 17:00.
Böðvar hefur samið mörg vinsæl verk gegnum
tíðina en hvað mestri hylli náðu Vesturfarasögur
hans, Lífsins tré og Híbýli vindanna.
Miðar á Böðvarsvöku 2009 eru seldir á miði.is
og við innganginn. Miðaverð er 1.500 krónur.
Bókmenntir
Böðvarsvaka í Óp-
erunni á sunnudag
Böðvar
Guðmundsson
HELENA Guðlaug Bjarna-
dóttir sópransöngkona, Una
Björg Hjartardóttir þver-
flautuleikari, Ásdís Arn-
ardóttir sellóleikari og Guðný
Erla Guðmundsdóttir semb-
alleikari koma fram á fyrstu
hádegistónleikum Tónlistar-
félags Akureyrar á þessu ári.
Þær flytja aríur eftir Luigi
Cherubini, Georg Friedrich
Händel og Sir Henry Bishop –
skemmtilega og forvitnilega blöndu tónlistar
þriggja merkra tónskálda.
Tónleikarnir verða í Ketilhúsinu á föstudaginn
kl. 12.15, og verður hægt að fá dýrindis súpu í
upphafi þeirra.
Tónlist
Tónlist Cherubini,
Händel og Bishop
Beethoven
STEVE Christer
frá Studíó Granda
og Helena Jóns-
dóttir dansari og
myndlistarmaður
eru meðal þátttak-
enda á alþjóðlegu
listsýningunni
Freeze sem verður opnuð í Anchorage í Kanada í
vikunni. Verkin á sýningunni eru unnin í sam-
vinnu reyndra arkitekta og myndlistarmanna.
Þátttakendur skapa innsetningar sem byggja
á ljósi og snjó – efnisþáttum sem eru einkenn-
andi fyrir norræna veturinn. Sex „lið“, skipuð
myndlistarmanni og arkitekt, taka þátt í sýning-
unni. Sýningin er skipulögð af Alaska Design
Forum.
Myndlist og hönnun
Verk úr snjó og
ljósi í Alaska
Tillaga Studíó Granda og Helenu
Jónsdóttur að verkinu Crate.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
BRESKIR listamenn stofnuðu á
síðasta ári vettvang fyrir nýútskrif-
aða óperusöngvara og aðra unga
listamenn sem hyggja á störf í óp-
eruheiminum. The Co-Operative
Opera Company brúar bilið milli
náms og starfs, hjálpar ungu fólki
að laga sig að aðstæðum alvörunnar,
kennir því að takast á við prufu-
söngva og klífa þá hjalla sem klífa
þarf til að geta starfað við óperu.
Fjölmargir þekktir óperulista-
menn, söngvarar, hljómsveit-
arstjórar, leikstjórar, leikarar og
dansarar starfa við Co-Opera-Co, en
meðal þeirra er Sigríður Ella Magn-
úsdóttir mezzósópran, sem hefur átt
farsælan feril í óperuhúsum erlend-
is og búið í London um árabil.
„Það er hópur af fólki sem tók sig
saman um að gera þetta; aðallega
söngvarar, en líka hljómsveit-
arstjórar, leikstjórar og fleiri. Eitt
helgarnámskeið er haldið í hverjum
mánuði fram að sumri og síðan er
tveggja vikna í sumarskóli, sem
undirbýr, sviðsetur og sýnir tvær
óperur. Þetta fólk er allt mjög þekkt
í Bretlandi og víðar. Ég var valin í
þennan hóp sem raddþjálfari vegna
þess að ég hef getið mér orð sem
söngkennari og fyrir að geta leyst
ýmis raddvandamál.“
Í endalausum prufusöng
Þeir sem skara fram úr í skóla
eiga auðveldast með að fá vinnu og
umboðsmenn, en Sigríður Ella segir
að það sé þó ekki sjálfgefið. „Í skóla
er fólki yfirleitt lítið kennt um það
hvernig það á að koma sér áfram.
Óperuhúsin í Bretlandi ráða ekki
marga í fast starf og fólk fær ekki
samninga til lengri tíma. Þess vegna
þarf fólk stöðugt að fara í prufusöng
upp á nýtt. Flestir fara til Þýska-
lands þar sem flest tækifærin eru
og óperuhús mun fleiri en í Bret-
landi. Þeir sem standa að Co-Opera-
Co vildu koma til móts við þennan
hóp og sinna honum. Þetta er ekki
hugsað sem gróðastarfsemi heldur
fyrst og fremst stuðningur við þá
sem eru búnir að læra en eru á ýms-
um stöðum í ferlinu að koma sér í
vinnu. Þátttökugjaldi er haldið í lág-
marki og allir kennararnir fá sömu
laun.“
Sigríður Ella segir að erfitt sé að
koma sér á framfæri. Í prufu-
söngvum óperuhúsanna séu jafnvel
80 manns að reyna sig við hvert
hlutverk. Samkeppnin sé því mikil.
Hvernig á að fara í prufusöng
„Námskeiðin sem við höldum
verða mjög fjölbreytt, allt frá því að
taka fyrir atriði eins og resitatív –
söngles, til þess að kenna fólki
hvernig það á að fara í prufusöng.
Hver vinnuhelgi verður um 17 tímar
og fólk fær mikið fyrir það sem það
borgar. Margt af því fólki sem kenn-
ir í Co-Opera-Co gefur annars ekki
kost á sér í kennslu fyrir utan örfáa
sem starfa gagngert við það. Verk-
efnið er spennandi og ég vona að
það gagnist fólki.“
Stofnandi og stjórnandi Co-
Opera-Co heitir Kate Flowers, og
að sögn Sigríðar Ellu velur hún sjálf
þá leiðbeinendur sem hún vill vinna
með og telur henta til að kenna
unga fólkinu. Fyrsta námskeiðið
hefst um næstu helgi en undirbún-
ingur hefur staðið síðan í sumar.
Sigríður Ella hefur þegar sett sig
í samband við Söngskólann í
Reykjavík og íslenska söngvara til
að láta vita af starfsemi Co-Opera-
Co, og einnig beint þangað eigin
nemendum. „Ég vona að íslenskir
söngvarar geti nýtt sér þetta tæki-
færi. Þarna er góður hópur sem
kennir, og í söngkennslu er orð-
sporið það eina sem gildir.“
Fáir læra að koma sér áfram
Co-Operative Opera Company kennir ungum óperulistamönnum að spjara sig
Sigríður Ella Magnúsdóttir kennir ásamt mörgum mestu listamönnum Breta
Morgunblaðið/Golli
Sigríður Ella „Ég var valin í hópinn sem raddþjálfari vegna þess að ég hef
getið mér orð sem söngkennari og fyrir að geta leyst ýmis raddvandamál.“
Co-Opera-Co-co.org
Í JÓLADAGSKRÁ eistneska ríkissjónvarpsins
kom Páll Ragnar Pálsson tónskáld fram ásamt
unnustu sinni, Tui Hirv, á jóladagskvöld og fluttu
þau Vísur Vatnsenda-Rósu, eftir Jón Ásgeirsson.
„Við vorum búin að æfa þetta ágætlega,“ segir
Páll Ragnar. „Við erum bæði í framhaldsnámi hér
í Tallinn, ég í tónsmíðum en Tui í tónlistarfræðum,
en hún er menntuð söngkona og syngur með Fíl-
harmóníukammerkór Eistlands.
Tui var boðið að syngja í þættinum og spurði
hvort það mætti ekki vera eitthvað íslenskt. Mér
fannst liggja beint við að flytja þetta lag. Það er
gaman að breiða út þjóðararfinn.“
Þetta var í fyrsta sinn sem Páll treður upp í
Eistlandi, eftir að hann hóf framhaldsnám þar
haustið 2007, en nokkur tónverka hans hafa verið
flutt á tónleikum þar í landi.
Arvo Pärt er þekktasta tónskáld Eista en Páll
segir að tónlistarlífið sé mjög blómlegt og margt
að læra á því sviði. „Hér er mikið af tónleikum og
mörg önnur góð tónskáld. Tónlistin er svo rík í
þjóðarsálinni, og sérstaklega söngurinn.“
Á heimasíðu Páls kemur fram að hann hafi sótt
tíma hjá Pärt. „Hann fékkst til að taka nokkra
nemendur úr tónsmíðadeildinni í stutta einkatíma
og alla í hóptíma. Það er magnað að hlusta á Pärt
tala um tónlist á heimspekilegum nótum. Ég hef
lengi verið mikill aðdáandi hans,“ segir hann.
Páll Ragnar var gítarleikari Maus. Er hann
hættur að rokka? „Það hefur ekki verið mikið
rokkað upp á síðkastið.“ Hann hlær. „Ég er ekk-
ert hættur, þetta er eðlileg þróun; ég er alveg til í
að klæðast rokkskónum ef landið liggur þannig.
En nú er ég að fást við tónsmíðarnar.“ efi@mbl.is
Breiða út þjóðararfinn
Tónskáldið „Það er magnað að hlusta á Pärt tala
um tónlist á heimspekilegum nótum,“ segir Páll.
Páll Ragnar Pálsson lék á gítar í eistneskum jólaþætti
Markmið Co-Opera-Co er að gefa
ungum listamönnum tækifæri til
að vinna með og læra af bestu
listamönnum sem völ er á í dag.
Á lista yfir þá sem kenna á nám-
skeiðum Co-Opera-Co eru heims-
frægir listamenn og margir virt-
ustu tónlistarmenn Breta. Dame
Felicity Lott sópransöngkona hef-
ur verið í fremstu röð um árabil, og
sama má segja um baritonsöngv-
arann sir Thomas Allen. Tónleikar
hans í Gamla bíói fyrir nokkrum ár-
um eru mörgum ógleymanlegir.
Tenorsöngvarinn Philip Langridge
og mezzósópransöngkonan Sarah
Connolly sem einnig eru afburða-
listamenn, eru líka á kennaralist-
anum. Hljómsveitarstjórarnir, leik-
stjórarnir og dansararnir hafa allir
langa reynslu af störfum við bresk
og alþjóðleg óperuhús.
Heimsfrægir reynsluboltar kenna
Þeir voru reyndar
misgóðir. Einar
Kárason klikkaði til dæmis
alveg. 36
»