Morgunblaðið - 06.01.2009, Page 41
@
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009
FILMCRITIC.COM
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
/ AKUREYRI/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA / KEFLAVÍK / SELFOSSI
YES MAN B.i. 12 ára
kl. 4D - 6:10D - 8:20D - 10:40D
THE SPIRIT kl. 6 - 8:20 - 10:40 B.i. 12 ára
BOLT m/ísl. tali kl. 43D DIGITAL LEYFÐ
BOLT m/ensku tali kl. 6:103D DIGITAL LEYFÐ
MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ
TWILIGHT kl. 8:20 - 10:40 B.i. 12 ára
YES MAN kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára
THE DAY THE EARTH ... kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára
BOLT m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
SKOPPA OG SKRÝTLA m/ísl. tali kl. 6 (700 kr.) LEYFÐ
YES MAN kl. 8 - 10 B.i. 12 ára
BOLT m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
THE SPIRIT kl. 8 - 10 B.i. 12 ára
MADAGA. 2 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
YES MAN B.i. 12 ára
kl. 5:50 - 8 - 10:20
BOLT kl. 6 LEYFÐ
FOURCHRISTMASES kl. 8 LEYFÐ
PRIDE&GLORY kl. 10 LEYFÐ
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
V.J.V TOPP5.IS
YESMAN B.i. 7 ára DIGITAL
kl. 3:40 - 6 - 8D - 8:20 - 10:20D - 10:40
YES MAN kl. 3:40-5:50-8-10:20 LÚXUSVIP
THE SPIRIT kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára
BOLT kl. 3:403D - 5:503D B.i. 7 ára 3D DIGITAL
CITY OF EMBER kl. 3:40 - 5:50 - 8 B.i. 7 ára
TWILIGHT kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i. 12 ára
MADAGA. 2 m/ísl. tali. kl. 3:50 LEYFÐ DIGITAL
BODY OF LIES kl. 10:30 B.i. 16 ára
GEIMAPARNIR ísl. tal kl. 3:50 LEYFÐ
ÞRÍVÍDD HEFUR EINFALDLEGA NÁÐ NÝJUM HÆÐUM
Í ÞESSARI MYND – SJÓN ER SÖGU RÍKARI.
„..BESTA DISNEY-TEIKNIMYNDIN
Í ÁRARAÐIR“
L.I.B. – FRÉTTABLAÐIÐ
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI,
SÝND MEÐ Í
SLENSKU
OG ENSKU
TALI
SÝND Á SELFOSSI SÝND Í KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Á SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA
ÍSLENSKT TAL
SÝND Í KEFLAVÍK
SÝND Í ÁLFABAKKA,
KRINGLUNNI OG AKUREYRI
FRANK MILLER KEMUR HÉR MEÐ OFUR-SVALA SPENNUMYND BYGGÐA Á
„HASARBLAÐA”SÖGU WILL EISNER. DÚNDUR MYND Í ANDA „SIN CITY”.
“JIM CARREY KEMUR LOKS INN Í
GRÍNIÐ AFTUR EFTIR FULLLANGA
FJARVERU, OG HANN VELDUR ALLS
EKKI VONBRIGÐUM!”
TOMMI - KVIKMYNDIR.IS
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI,
AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
Að vaxa og dafna
TÓNLIST
Geisladiskur
Ragnar Sólberg – The Circle bbnn
RAGNAR Sólberg,
sem nú er 22 ára,
var bráðþroska
tónlistarmaður, en
núna, ellefu árum
eftir útgáfu hans
fyrstu sólóplötu,
tekur hann sér tíma frá Sign til að
senda frá sér aðra slíka sem ber
nafnið The Circle. Plötuna vinnur
hann mest einn síns liðs, leikur á öll
hljóðfæri sjálfur nema kontrabassa,
sem Helgi Egilsson handleikur.
The Circle er á margan hátt
heillandi plata þar sem skært skín á
hæfileika Ragnars sem tónlistar-
manns og söngvara, tónlistarmanns
sem hefur óbilandi trú á rokki og
róli. Skífan er heillandi fyrir fum-
lausan stíl og einlægni en á móti
kemur að frumleg er hún ekki né
mjög eftirminnileg fyrir fjölbreyttar
lagasmíðar. Það sem er á boðstólum
er það sem það er, dramatískt og
oft drungalegt ballöðurokk sem er á
köflum blandað saman við ágætis
proggrokkpælingar líkt og í loka-
laginu. Dimmir og dapurlegir tónar
sem og angurværð hjálpa til við að
skapa heildstætt rými fyrir lögin
ellefu sem fela í sér ákveðið upp-
gjör, fjalla að mestu um ástir og
sorgir. „Fairy Tale“ er upphafs-
lagið, saklaust og rislágt en und-
irbýr jarðveginn fyrir lagið sem
fylgir, „The Beat“, sem er trúlega
það besta sem platan geymir, trega-
fullt og kröftugt. Þar syngur Ragn-
ar vafalaust til föður síns, Rafns R.
Jónssonar heitins, og þá erfiðu lífs-
reynslu að horfa á eftir honum og
þann söknuð sem bærist í brjósti
hans. Lagið „Soul Mates“ er hins
vegar samið af feðgunum og sýnir
það vel æðruleysi Rabba og hlýju,
styrk hans og sonar og þann mik-
ilvæga þátt að skapa eitthvað nýtt
og gefast aldrei upp. Önnur lög
fjalla um ástina og hvað það er gott
að eiga góða að, misgóð en öll vel
stílfærð. Eitt tökulag er að finna á
skífunni, „Fantastic Piece of Archi-
tecture“, og þar tekst Ragnari alveg
frábærlega til við flutning á þessu
gamla lagi Bloodrock og bætir jafn-
vel um betur.
Það má glöggt heyra að þetta er
einlægt verk, melódískt og vel út-
pælt en það þarf sérstakan smekk
til að njóta út í gegn og fara á flug.
Þetta er plata fyrir alla sanna aðdá-
endur Ragnars Sólbergs og fyrir þá
sem fíla ballöðuskotið og tilfinn-
ingaþrungið rokk. Aðrir ættu að
láta sér nægja að hlusta á áð-
urnefnd lög, að minnsta kosti einu
sinni.
Jóhann Ágúst Jóhannsson
Vel farið með forna galdra
TÓNLIST
Geisladiskur
Pikknikk – Galdurbbbmn
Það er músíkalskt
par sem myndar
dúettinn Pikknikk.
Þorsteinn Ein-
arsson er lands-
mönnum vel kunn-
ur sem gítarleikari
og forsöngvari Hjálma, en Sigríður
Eyþórsdóttir var lengi vel söngkona
hljómsveitarinnar Santiago. Galdur
kallast fyrsta plata parsins og inni-
heldur níu lög. Þetta er þekkileg
sveitatónlist með blágresisblæ og
kannski ekkert óskaplega ólík sumu
af því sem Sigga og félagar fengust
við, en hefðbundinn reggí-taktur að
hætti Hjálma er hér víðs fjarri.
Lögin eru öll skráð á þau Siggu og
Steina, þótt æði mörg hljómi kunn-
uglega og á stundum meira en góðu
hófi gegnir. Þannig er „Nóttin tekur
við“ nauðalíkt bandaríska þjóðlaginu
„Farewell Song“ sem flestir þekkja
þó betur undir nafninu „Man of Con-
stant Sorrow“. Fleiri dæmi mætti
taka um skyldleika við þekkt erlend
lög, en ósanngjarnt er að elta of mik-
ið ólar við slíkt. Sveitatónlistin er
auðvitað fornt og fullveðja form,
þaulreynt og nokkuð þröngt. Og allt
byggir þar á sama galdrinum, rétt
eins og í blúsnum. Mest um vert er
að Sigga og Steini flytja tónlistina af
tilgerðarleysi og einlægni, þar sem
viðkvæmnisleg raddbeiting beggja
kemur afskaplega vel út. Steini er
líka lunkinn gítarleikari, þótt fráleitt
sé hann fullnuma í pikk-tækninni
sem gjörla heyrist í fyrrnefndum
slagara.
Textarnir eru á íslensku og all-
flestir eftir Steina. Það er ávallt
fagnaðarefni þegar söngvaskáld af
yngri kynslóðinni leggja rækt við
móðurmál sitt, með tilheyrandi brag-
fræðiæfingum. Þau mættu að ósekju
vera fleiri. Steini er vaxandi texta-
höfundur og yrkir víða vel, þótt ann-
að veifið bregðist honum bogalistin
með hálfrími og lítilsháttar leið-
indavillum. Innihaldið er þó forminu
æðra og hér er kærleikur góðu heilli
í hávegum hafður. Ekki veitir af.
Þessi fyrsta plata Pikknikks er
prýðilega heppnuð. „Ég á mér fjár-
sjóð“, „Hörpu mína“ og „Aðeins eitt
kyn“ eru til að mynda ljómandi fínir
söngvar og annað er velflest nokkuð
gott. Galdur er látlaus og falleg plata
sem engan meiðir og margur getur
eflaust ornað sér við.
Orri Harðarson
THOMAS Doerflein var starfsmaður
dýragarðsins í Berlín og komst í
heimsfréttirnar, er hann gekk ís-
bjarnarunganum Knúti í móður stað
síðla árs 2006 eftir að móðirin hafði
hafnað honum. Milljónir gesta komu
að sjá björninn og augu fjölmiðla
fylgdust með hverri hans hreyfingu.
Doerflein dvaldi með unganum all-
an sólarhringinn, gaf honum fyrst í
stað mjólk úr pela og síðar hafra-
graut að éta, og gældi við hann. Hann
forðaðist fjölmiðlana sem dáðust að
elju hans og góðmennsku við uppeld-
ið. Hinn þriggja barna fráskildi faðir
fékk viðurnefnið „bangsapabbi“.
Þegar Knútur stækkaði bönnuðu
yfirmenn dýragarðsins Doerflein að
vera í svo nánu samneyti við björn-
inn, þeir óttuðust að það gæti endað
með ósköpum. Hvorugur var sáttur
við aðskilnaðinn; Doerflein fannst
ráðskast með sig og Knútur saknaði
hans.
Í september lést Doerflein úr
hjartaslagi, 44 ára gamall. Í gær
reyndi 18 sonur hans síðan að hagn-
ast á frægð föður síns með því að
selja eigur hans á uppboðsvefnum
eBay. Í fjölmiðlum sagðist hann
þurfa peninga til að kaupa legstein á
gröfina, en fyrrverandi unnusta
Dorfleins sagði söluna „smekklausa“,
og einungis til að afla syninum skot-
silfurs.
Eigur Doerfleins seldust fyrir
tæplega 10.000 dali – um 1,2 milljónir
króna. 84 boð bárust í svefnpokann
sem hann notaði við uppeldi bjarn-
arins og seldist hann fyrir um
260.000 krónur. Tíu ára gamall bíll
hans seldist á hálfa milljón. Meðal
annarra hluta sem sonurinn seldi
voru vasahnífur, bók um Presley og
belti.
Seldi eigur „bangsapabba“ á eBay
Reuters
„Feðgarnir“ Thomas Doerflein, þáverandi starfsmaður dýragarðsins í Berlín, með ísbjarnarungann Knút.