Morgunblaðið - 06.01.2009, Síða 44

Morgunblaðið - 06.01.2009, Síða 44
ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 6. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SKOÐANIR» Staksteinar: Uppbyggilegar endurminningar Forystugreinar: Óhæfuverk á Gaza | Hverjir eiga fyrirtækin? Pistill: Íslensk forréttindi Ljósvaki: Ómissandi fjölskyldudrama &&4& 4 &4&  4  4 4' 5  $6"( / ", $ 7  "" %"#" 4& &4&  4 &4 .8 2 ( 4  &4 ' 4&& 4 &4  4& 4& &4 9:;;<=> (?@=;>A7(BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA(8"8=EA< A:=(8"8=EA< (FA(8"8=EA< (3>((A%"G=<A8> H<B<A(8?"H@A (9= @3=< 7@A7>(3,(>?<;< Heitast 4°C | Kaldast -1°C Hæg suðaustan- og austanátt. Slydda eða rigning austan til. Úrkomuminna og létt- skýjað norðan til. »10 Bara tvisvar í röð, það er reglan. Mug- ison undirbýr Aldrei fór ég suður en held- ur að hann megi ekki koma fram. »36 TÓNLIST» Má Mugison ekki spila? FÓLK» Eigur „bangsapabba“ seldar á uppboði. »41 Í glugga stendur nafnlaust verk eftir Sólveigu Aðalsteins- dóttur. List hennar er sögð „fátæk“ og „nýtin“. »35 MYNDVERKIл Leifar alls- nægtaborðs TÓNLIST» Ekki eins súr tónlist og hann hélt. »36 TÓNLIST» Lék fyrir Eista á jóladagskvöld. »34 Menning VEÐUR» 1. Banaslys á Suðurlandsvegi 2. Bjarni Ármanns: Endurgreiddi … 3. Travolta tjáir sig um sonarmissinn 4. Alvarlega slasaður Íslenska krónan stóð í stað »MEST LESIÐ Á mbl.is Þjóðleikhúsinu Sumarljós Eftir Andra Karl andri@mbl.is SEXTÁN ára pilturinn sem var með hlaðna skammbyssu í fórum sínum á föstudagskvöld hitti vin sin á lóð leikskólans Jörfa í Hæðargarði. Óljóst er hvað þeim fór á milli en níu millimetra byssukúla fannst í leikfangakassa inni í leikherbergi leikskól- ans í gærmorgun. Staðfest er að pilturinn hafi hleypt af byssunni. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær- morgun tilkynning frá leikskólastjóra Jörfa. Þar uppgötvaðist gat í vegg í leikherbergi barnanna auk þess sem tveir leikfangakassar og hillusamstæða urðu fyrir skemmdum. Lögreglumenn leituðu í leik- skólanum og fundu níu millimetra byssukúlu í öðr- um kassanum. Sæunn Elfa Pedersen leikskólastjóri segir að starfsfólki hafi verið brugðið, og hún þakkar ein- faldlega fyrir að þetta hafi gerst á föstudagskvöldi. „Okkur var brugðið, sérstaklega að sjá skotgat í gegnum vegginn á leikskólanum. En við erum einn- ig mjög þakklát fyrir tímasetninguna því þetta er þar sem börnin hefðu leikið sér annars.“ Pilturinn var handtekinn í Breiðholti skömmu fyrir miðnætti á föstudagskvöld en þá hafði hans verið leitað frá því um kvöldmatarleytið sama dag. Fjölmennt lið lögreglu leitaði piltsins og voru lang- flestir vopnaðir kylfum og piparúðum. Óánægju- raddir hafa heyrst meðal lögreglumanna vegna þessa, þ.e. þeir hafa talið sig í hættu vegna vanbún- aðar. Snorri Magnússon, formaður Landssamtaka lögreglumanna, sagðist aðspurður kannast við þær raddir en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.  Byssan var í ólæstri hirslu | 4 Gat á vegg leikskólans Pilturinn sem handtekinn var í Fellahverfi á föstudag með hlaðna skammbyssu hafði áður hitt vin sinn á leikskólalóð í Hæðargarði og hleypt þar af skoti Morgunblaðið/Júlíus Varin? Lögregla klæddist skotheldum vestum. Í HNOTSKURN »Samkvæmt upplýsingum lögreglu ógn-aði pilturinn aldrei neinum með vopn- inu. »Hann hefur verið vistaður á viðeigandistofnun og óvíst er hver eftirmál máls- ins verða. »Skammbyssan var skráð á föður piltsinsen hún var geymd í ólæstri hirslu. RAGNHILDUR Sigurðardóttir, kylfingur úr GR, hætti við að taka þátt í úrtökumót- unum fyrir Evr- ópumótaröð kvenna í golfi, en keppnin hefst þar í fyrramálið. „Ég er að reyna að vera skynsöm. Það hefði ekki verið gaman að fara á úrtökumótin, ganga vel þar og komast inn á mótaröðina, og geta síðan ekki fylgt því eftir vegna efnahagsástandsins,“ segir Ragn- hildur. | Íþróttir Reyni að vera skynsöm Ragnhildur Sigurðardóttir „Í DESEMBER er það skata og í janúar eru það hrognin,“ segir Geir Vilhjálmsson, annar eigenda fiskverslunarinnar Hafbergs. Hrognatímabilið stendur yfirleitt frá miðjum janúar og fram í miðj- an febrúar en viðskiptavinir Geirs eru farnir að taka forskot á sæluna því þar er hrognasala hafin og fer í fullan gang í næstu viku. „Þetta er nú mest fólk yfir fer- tugu sem sækir í hrognin þó að yngra fólkið slæðist vissulega með,“ segir Geir. Hann segir fáa vilja lifrina með hrognunum nú- orðið, meirihlutinn taki aðeins hrognin því fólki þyki lifrin vond. „Við erum líka með súr hrogn fyrir þorrann sem þykja mjög góð en annars sýður fólk þau á hefð- bundinn máta,“ segir Geir um helstu framreiðsluhætti. Geir segir að Hafberg hafi lækk- að verð á óroðflettri ýsu og hrogn- um og verðið sé nú um 200 krónum lægra en í fyrra. „Við tókum þá ákvörðun fyrir nokkrum mánuðum að lækka verðið á óroðflettri ýsu til þess að mæta ástandinu í þjóð- félaginu,“ segir Geir. jmv@mbl.isMorgunblaðið/Árni Sæberg Hrognin ódýrari en í fyrra Hrognasala er að komast í fullan gang hjá fisksölum Skoðanir fólksins ’Það er vert að staldra við og spyrjasig hvert samfélag okkar er komið,þegar stórfyrirtæki fær aðstoð lögregluvið að keyra auglýsingar sínar út um all-an bæ og þegar sá sem á nóga peninga getur gert nákvæmlega það sem hon- um sýnist fyrir peningana og í nafni þeirra. » 22 SNORRI PÁLL JÓNSSON ’Svo slæm var staðan að heima-menn erlendis sem báru hlýhug tilíslensku þjóðarinnar tóku einhverja ís-lenska námsmenn upp á sína arma aukþess sem erlendir samnemar lánuðu þessum ólánsömu námsmönnum fyrir mat. » 22 GEORG BRYNJARSSON ’Víða í Evrópu fer nú fram mikiðendurmat á þeim kröfum sem rétter að gera til þeirra sem sækjast eftirþví að búa í nýju landi. Flestir virðast áþví að eðlilegt sé að gera þátttöku í tungumálanámskeiðum að forsendu fyrir búsetuleyfi eða ríkisborgararétti en skiptari skoðanir eru um hvort rétt sé að gera prófkröfur. » 22 BALDUR KRISTJÁNSSON ’Engin afsökun er lengur til fyrirstríði. Verði ríki eða landsvæði fyrirofbeldi ber umsvifalaust að leita leiða tilað vinna bug á því en þó aldrei með að-ferð haturs og hefndar. Stríð leysir mannlega galla úr læðingi. » 23 GUNNAR HERSVEINN ’ Við erum of fá fyrir ríki í ríkinu ogeigum skilyrðislaust að halda íokkar hefðir. Ég vil múslimum og öðruminnflytjendum allt hið besta og vona aðþeim sé eins til okkar og skilji sem fyrst þörf svo fámennrar þjóðar fyrir að við- halda kristinni trú, hefðum og einingu. Vera ein þjóð. » 23 ALBERT JENSEN ’Fyrir tiltölulega skömmu var þaðgrunnregla í fréttamennsku aðleita frumheimilda ef þess var kostur,og önnur grunnregla var að leyfa þeimsem getsökum var borinn að svara þeim. En náttúrlega hefði það skemmt góða hasarfrétt, og skotleyfin ódýr á stjórnmálamenn þessa dagana. » 22 ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON „ÉG hef bara gaman af þessu og við komum að öllum fjáröflunum sem tengjast meistaraflokki karla með einum eða öðrum hætti,“ segir Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði meist- araflokks Grindavíkur í körfuknatt- leik karla. Meistaraflokkar karla og kvenna hjá körfuknattleiksdeild Grindavíkur hafa undanfarna daga gengið í hús í bænum og safnað dós- um og flöskum til að standa straum af kostnaði við rekstur deildarinnar. „Bæjarbúar taka alltaf vel á móti okkur og þessi söfnun er fínt hópefli fyrir okkur í deildinni,“ segir Páll Axel og kveður söfnunina hafa gengið vel. | Íþróttir Grindvíkingar safna dósum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.