Morgunblaðið - 12.01.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.01.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009 Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is GREINILEGT er að St. Jósefsspít- ali skipar stóran sess í hugum Hafn- firðinga en um 2.000 manns mættu á borgarafund til stuðnings spít- alanum á laugardag. „Hafnfirð- ingum finnst eins og verið sé að rífa úr þeim hjartað,“ segir Gunnhildur Sigurðardóttir, fyrrverandi hjúkr- unarforstjóri spítalans og einn skipuleggjenda. Ljóst er að fundurinn er einhver fjölmennasti borgarafundur sem hefur verið haldinn í bænum. „Það var með ólíkindum hvað þetta gekk vel og þátttakan fór fram úr björt- ustu vonum okkar,“ segir Gunn- hildur og bætir við að fundurinn hafi verið málefnalegur. „Ráðherra voru send skýr skilaboð um að hann endurskoði afstöðu sína,“ segir hún en í ályktun fundarins, sem fram fór í Íþróttahúsinu við Strandgötu, er skorað á ráðherra að gera það og því mótmælt að leggja niður spítalann í núverandi mynd. Þar segir ennfremur að spítalinn hafi „nú og í framtíð stóru hlutverki að gegna í okkar samfélagi“ og að leita verði „allra leiða í viðræðum við starfsmenn og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði til að tryggja áfram- haldandi starf og þjónustu St. Jós- efsspítala“. Á fundinum kom fram að öll póli- tísku félögin í Hafnarfirði hafi ályktað um stuðning við spítalann og einnig Verkalýðsfélagið Hlíf og Starfsmannafélag Hafnarfjarðar og safnaðarnefndir. Í stuðningshópnum er líka Félag sérfræðinga í meltingarsjúkdómum en í nýrri yfirlýsingu félagsins seg- ir m.a. að á spítalanum hafi verið byggð upp sterk meltingarlækna- deild með sérþekkingu, sem ekki sé til annars staðar á landinu. Gunnhildur segir góð viðbrögð hafa verið við undirskiftasöfnun til stuðnings spítalanum og ennfremur hafa tæplega 4.000 manns skráð sig í stuðningshóp á Facebook. Ráð- herra verður afhentur undir- skriftalistinn í vikulok. Verið að rífa hjartað úr Hafnfirðingum Morgunblaðið/Kristinn Fyrir svörum Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra var á meðal frummælenda fundarins. Skipuleggjandi fundarins segir fundinn hafa verið málefnalegan, framsögur hafi verið góðar og fyrirspurnir sömuleiðis. Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is MIKILL halli hefur myndast á vetrarþjónustu Vegagerðarinnar eða 700 milljónir króna. Hallinn fékkst ekki bættur á fjáraukalögum og hefur Vegagerðin ákveðið að beita ýtrustu reglum og aðhaldi og útilokar ekki að þjónustuna þurfi að skerða. Hætt er við að landsmönnum bregði í brún ef þjónustan verður skert enda orðnir góðu vanir á síðustu árum. Aukin þjónusta Vegagerðarinnar samfara hagstæðu tíðarfari hefur orðið þess valdandi að helstu fjallvegir á þjóðveg- unum verða sjaldan ófærir og þá aðeins í verstu veðrum og oftast hluta úr degi. Á árum áður var ekki óalgengt að fjall- vegir væru ófærir í lengri og skemmri tíma með öllum þeim óþægindum sem slíku fylgir. Björn Ólafsson, for- stöðumaður þjónustudeildar Vegagerðarinnar, fjallaði um stöðu vetrarþjón- ustu og framtíðina í erindi sem hann flutti á vetr- arráðstefnu stofnunarinnar. Hlutfall ökumanna á þjóðvegunum, sem eru óvanir vetrarakstri, hækkar stöðugt Í erindi sagði Björn m.a: „Með bættum efnahag þjóðarinnar og betri vegum hefur almenn umferð stóraukist, umferð- arhraði aukist og á sama tíma hefur hlutfall þungra ökutækja á vegakerfinu farið ört vaxandi eftir að reglubundnar strandsiglingar lögðust af. Ferðavenjur einstaklinga hafa einnig breyst á þann veg að akstur á þjóðvegum að vetrarlagi þykir ekki lengur tiltökumál og hlutfall öku- manna, sem óvanir eru vetrarakstri, hækkar stöðugt. Með breyttum atvinnuháttum, þ.e. með samþjöppun atvinnutækifæra, samþjöppun skóla- halds o.s.frv., sækir fólk úr dreifbýlinu í auknum mæli vinnu sína eða nám til þéttbýliskjarnanna. Allt þetta þýðir auknar kröfur um betra ástand á vegum sem fram til þessa hafa haft takmarkaða þjónustu að vetrarlagi. Samfara kröfum um aukna þjónustu er krafa samfélagsins og hins op- inbera um að umferðaröryggi skuli vera eins og best verður á kosið.“ Björn Ólafsson segir að í hnotskurn þýði þetta að á næstu árum blasi við eftirfarandi staða í vegakerfinu:  Gera verður ráð fyrir því að allir vegir sem falla undir núverandi reglur njóti fullrar þjónustu alla daga og í flestum tilfellum allan sólarhring- inn og við bætist að veita þarf fullnægjandi þjón- ustu alla daga eða alla vinnudaga á þeim leiðum sem á einhvern hátt tengjast atvinnulífi landsins.  Stytta þarf viðbragðs- og aðgerðatíma sem þýðir að gera verður auknar kröfur um markvisst skipulag og meiri afköst.  Ná þarf fram háu gæðastigi hvað varðar hve slétt yfirborð er og viðnám til að tryggja sem best umferðaröryggi og akstursþægindi við vetr- arakstur.  Með tilliti til umferðaröryggis þarf að búa sig undir stórauknar kröfur vegfarenda um gott að- gengi að fjölþættum ferðaupplýsingum, bæði hvað varðar veður, veðurspár, færðarástand, ferðaleiðsögu, umferðarástand, viðvaranir o.fl. Á sviði vetrarþjónustunnar hafa verkefnin auk- ist hröðum skrefum. Frá árinu 1977 til 2007 hefur vinnuumfang vetrarþjónustu Vegagerðarinnar u.þ.b. sjöfaldast á meðan kostnaður og fjárveit- ingar hafa um tvöfaldast, samkvæmt upplýs- ingum Björns. Það þýðir að nýtingarhlutfall vinnuframlagsins hefur skilað sér betur til vegfarandans sem þessu nemur sem verður að telja mjög góðan árangur. Hann skýrist m.a. af betri vegum, betri tækja- kosti, endurbættri tækni og síðast og ekki síst öflugu starfsliði sem byggt hefur á þekkingu og reynslu til margra ára. Lengst af var það hlutverk starfsmanna Vega- gerðarinnar að annast vetrarþjónustuna. Hlutfall þeirra verkefna sem boðin er út fór fyrst að aukast að einhverju marki frá árinu 1995 og á árinu 2007 voru um 35% af heildarfjárveitingum vetrarþjónustunnar greidd til verktaka. Með auknum útboðum hafi þessi vinna færst yfir í samkeppnisumhverfi og um leið verði til meiri starfsmannavelta þar sem verkefnin eru boðin út með reglulegu árabili. Það þýði að á hverju ári komi inn í starfsgreinina aðilar sem ekki hafa þá reynslu sem nauðsynleg er til að geta unnið þessi störf svo að vel sé, segir í erindi Björns. Það er niðurstaða Björns að á næstu 10 árum megi búast við því að kröfur um snjó- og hálku- laust vegakerfi, sem opið sé allan sólarhringinn, muni aukast hröðum skrefum og gerir hann ráð fyrir því að umfang þessara verkefna muni rúm- lega þrefaldast frá því sem nú er. Ökumenn góðu vanir  Auknar kröfur gerðar til Vegagerðarinnar um góða vetrarþjónustu Björn Ólafsson SLYSATÍÐNI á vegum landsins hefur lækkað verulega hér á landi undanfarin ár og er sá ár- angur að þakka margvíslegum aðgerðum sem gripið hefur verið til á öllum þeim sviðum er snerta umferðaröryggi á einn eða annan hátt, segir Björn Ólafsson. Björn telur að bæta megi þennan árangur enn frekar með betri vetrarþjónustu. Hver prósenta í lægri slysatíðni skili þjóðfélaginu til baka um 150-200 milljónum króna. Hann bendir á að reynslan annars staðar sýni að slysatalan 2,5 á hálum vegi lækkar í 0,6 eftir að sami vegur hef- ur verið hálkuvarinn. Á Íslandi séu þessar reynslutölur sambærilegar. Á þjóðvegum í dreifbýli verði um þriðjungur allra slysa við aðstæður þegar hálka eða ísing er á vegyfirborði og á umferðarþyngri vegum í ná- grenni höfuðborgarinnar sé þessi tala 40-50%. Hafa skal í huga að hér er aðeins átt við þá daga að vetrarlagi sem hálkuaðstæður eru fyrir hendi. Fjöldi slysa verður þegar ísing og hálka eru á vegunum KENNSLA hefst í lok mánaðarins í tæknifræði við Háskóla Íslands í fyrsta sinn og er námið samstarfs- verkefni HÍ og Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs. Nemendur verða skráðir við HÍ og munu útskrifast þaðan en námið fer fram hjá Keili á gamla varn- arsvæðinu. Fyrst um sinn verður boðið upp á tvær brautir: orkutæknifræði og mekatróník. Sérstök áhersla verð- ur lögð á námsgæði með takmark- aðri inntöku, persónulegri kennslu og verklegu námi í vel búnum til- raunastofum. Umsóknarfrestur er til 20. janúar og nánari upplýsingar er að finna á www.keilir.net. Nám í orkutækni- fræði og mekatróník JAPÖNSK stjórnvöld styrkja ungt fólk í japönskunámi sem hyggst nema japönsku eða japönsk fræði við háskóla í Japan. Er styrkurinn í allt að eitt ár, frá október 2009. Greidd eru flugfar- gjöld, skólagjöld og mánaðarleg upphæð. Styrkurinn stendur þeim til boða sem fæddir eru eftir 2. apríl 1979 og fyrir 1. apríl 1991. Sjá http://www.studyjapan.go.jp/en. Nám í japönsku ÚT er að koma bókin „Hvað er Íslandi fyrir bestu?“ eftir Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra en hún hef- ur að geyma rit- gerðir og pistla úr bókum og blöðum og af net- inu. Á vefsíðu sinni segir Björn, að með bókinni vilji hann efla umræð- ur um Evrópumálin en það er Bóka- félagið Ugla, sem gefur hana út. Verður bókin kynnt og til sölu í bókaverslunum eftir helgi. Ný bók innlegg í Evrópuumræðuna Björn Bjarnason STUTT Morgunblaðið/Júlíus Snjómokstur Akstur á þjóðvegunum að vetri til hefur verið að aukast hröðum skrefum og landsmenn gera sífellt meiri kröfur um að vegirnir séu færir á öllum tímum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.