Morgunblaðið - 12.01.2009, Side 11

Morgunblaðið - 12.01.2009, Side 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009 Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins Nánari upplýsingar um fundina og félagsstarf Sjálfstæðisflokksins má finna á heimasíðum flokksins, xd.is og evropunefnd.is, eða í síma 515 1700. Næstu fundir: Mánudagur 12. janúar Vík í Mýrdal | Ströndinni, Víkurskála kl. 12:00 Hella | Árhúsum kl. 17:30 Selfoss | Félagsheimili sjálfstæðismanna, Austurvegi 38 kl. 20:00 Þriðjudagur 13. janúar Ólafsfjörður | Félagsheimilinu Tjarnarborg kl. 12:00 Seltjarnarnes | Félagsheimili sjálfstæðismanna, Austurströnd 3 kl. 17:00 Reykjanesbær | Félagsheimili sjálfstæðismanna, Njarðvík kl. 20:00 Miðvikudagur 14. janúar Þorlákshöfn | Ráðhúskaffi kl. 12:00 Vestmannaeyjar | Félagsheimili sjálfstæðismanna, Ásgarði kl. 20:00 Fimmtudagur 15. janúar Húsavík | Veitingastaðnum Sölku kl. 12:00 Akureyri | Kaupangi við Mýrarveg kl. 20:00 Föstudagur 16. janúar Hornafjörður | Kaffi Horninu kl. 12:00 Fjarðarbyggð | Hótel Capitano á Neskaupsstað kl. 12:00 Fjarðarbyggð | Fjarðahótel á Reyðarfirði kl. 17:00 Fljótsdalshérað | Hótel Héraði á Egilsstöðum kl. 20:00 Laugardagur 17. janúar Reykjavík | Valhöll, Háaleitisbraut 1 kl. 12:00 Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins heldur í fundaherferð dagana 8. - 17. janúar. Haldnir verða 28 opnir fundir víðs vegar um landið þar sem Evrópumálin verða rædd. Á fundunum munu Kristján Þór Júlíusson, formaður nefndarinnar, og Árni Sigfússon, varaformaður, kynna starf Evrópunefndar og leita eftir sjónarmiðum fólks um land allt. Taktu þátt í að móta framtíðina Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „VIÐ stefnum á alþjóðamarkað en kynnum þetta sem íslenskt hugvit,“ segir Hákon Skúla- son, framkvæmdastjóri Kaldara Green Energy ehf, sem hefur hafið framleiðslu á nýrri gerð varmavirkjana með breyttri nálgun. Hugmyndin byggist í stuttu máli á virkj- unum í smáum einingum, sem eru aft- urkræfar, hentugri og betur fallnar að um- hverfinu en þær sem tíðkast hafa. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki framleiðir virkjanir. „Í rauninni erum við ekki að gera neitt nýtt, við erum bara að gera það á annan hátt,“ segir Hákon en með honum að hug- myndaþróuninni standa þeir Skúli Jóhanns- son, Guðmundur Þór Þormóðsson og Valdimar K. Jónsson. Öll hugmyndavinnan er því íslensk en fyr- irtækið er að hálfu í eigu Norðmanna og fjár- magnað af norskum fjárfestum. Framleiðslan á fyrstu virkjuninni hófst á Indlandi þann 1. maí síðastliðinn og verður hún sett í gang í Karíbahafi næsta sumar. Stefnan var að setja fyrstu virkjunina upp á Íslandi en vegna efna- hagsástandsins verður það látið bíða um sinn, að sögn Hákonar. Umhverfisvænni og meðfærilegri Nýnæmið í framleiðslu Kaldara ehf. er fyrst og fremst meðfærilegri og umhverfisvænni virkjunarmöguleikar. „Í staðinn fyrir að setja upp eina risastóra virkjun, þá erum við með litlar KAPS (Kaldara Power System) virkj- anir, 5 MW hverja, sem tengja má saman. Þannig að byrjað er á því að setja upp eina virkjun og ef vill má stækka hana og bæta annarri KAPS við. Þá eru komin 10 MW og þannig koll af kolli í hvaða virkjunarstærð sem verkast vill.“ Hákon bendir á að þetta sé í samræmi við ábendingar margra umhverfisverndarsinna, þ. á m. Bjarkar Guðmundsdóttur sem fyrir skömmu velti upp þeirri spurningu á ráðstefnu um umhverfismál í New York hvers vegna ekki mætti virkja smærra og hanna virkjanir þannig að þær féllu betur að náttúrunni. „Kosturinn við þessa lausn er að hún er færanleg. Ef borholan klikkar eða ef sam- félagið krefst þess, þá er hægt að taka virkj- unina upp og færa hana á næstu holu á tveim- ur vikum. Nesjavallavirkjun er t.d. þannig að það þurfti að bora tilraunaholur út um allt til að finna besta svæðið. Þegar búið var að rann- saka það fram og til baka var hafist handa við að bora margar vinnsluholur og síðan byggð stór virkjun ofan á. Þannig virkjun verður ekki færð úr stað og ef ein hola klikkar, þarf að nota pípur ofanjarðar til að leiða jarðgufuna frá öðrum holum en það er mikil sjón- mengun.“ Með lausn Kaldara eru pípurnar fyrirferð- armiklu úr sögunni. Virkjunin er færð nær borholum og rafmagnslínur notaðar til að flytja orkuna en þær má grafa niður og fela. Hákon nefnir þekkt dæmi af Geysis-svæðinu í Kaliforníu. Þar var virkjað fyrir um 1.400 MW framleiðslu en í dag stendur svæðið aðeins undir um 700 MW. Virkjanirnar standa því margar ónýttar. Mennirnir að baki Kaldara ehf. höfðu áður unnið talsvert með vatnsfallsvirkjanir fyrir Landsvirkjun og Rarik og höfðu því reynslu á því sviði. En hvernig kom það til að þeir ákváðu að ráðast í eigin hönnun fyrir jarð- varmavirkjanir? „Við ætluðum upphaflega ekki að fara í vélaframleiðslu, við ætluðum að framleiða rafmagn en svo þegar við báðum um tilboð frá japönskum framleiðendum þá var 30 mánaða afhendingartími á vélunum og gríð- arleg eftirspurn, þannig að við sáum ekki fram á að geta byrjað að framleiða rafmagn fyrr en eftir kannski 5 ár. Þá sáum við möguleika á að fara þeim megin inn á markaðinn,“ segir Há- kon. Þeir stofnuðu því Kaldara ehf. til að mæta eftirspurninni. „Með þessari lausn er unnt að fara að framleiða rafmagn eftir 5-7 mánuði í stað 30 mánaða, þannig að innkoman hefst miklu fyrr.“ Stefnt á alþjóðamarkað Kaldara stefnir á framleiðslu fyrir al- þjóðamarkað undir merkjum íslensks hugvits og segir Hákon í raun furðulegt að Íslend- ingar kaupi alla hönnun erlendis í stað þess að vera löngu byrjaðir að gera þetta sjálfir til að nýta þá kunnáttu sem hér er til staðar og Kaldara hefur notið m.a. í samvinnu við Ís- lenskar orkurannsóknir, þar sem Hákon segir mikla hæfileika liggja. „Við höfum komist að því að það er alveg ótrúleg vitneskja sem Ís- lendingar búa yfir í jarðgufumálum. Maður getur í raun fundið þetta allt hér.“ Framleiða virkjanir fyrstir Íslendinga Samvinna Hákon Skúlason með fulltrúum indversku framleiðendanna, þeim B. Srinivasadesikan framkvæmdastjóra og S. Parthaasarathy, fjármálastjóra Hindustrian Turbomachinery Limited. Í HNOTSKURN »Móðurfyrirtæki Kaldara ehf. ernorska fyrirtækið Green Energy Group (GEG). »Virkjanir Kaldara gætu hugsanlegakomið til móts við kröfu Umhverf- isstofnunar um mat á umhverfisáhrifum við Bitruvirkjun. »Framleiðslutími á 5 MW KAPS virkj-un er 6-7 mánuðir. Samningur ligg- ur fyrir um sölu á fjölda slíkra virkjana til eyju í Karíbahafi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.