Morgunblaðið - 12.01.2009, Síða 14

Morgunblaðið - 12.01.2009, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009 Evrópusambandið | Umhverfismál LOFTSLAGSMÁL Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri hjá umhverfis- ráðuneytinu. H ugi Ólafsson, skrifstofustjóri hjá umhverfisráðuneytinu, lítur svo á að Evrópusam- bandið hafi verið leiðandi í loftslagsmálunum. „Evrópusambandið hefur öðrum fremur haft pólitískt frumkvæði á al- þjóðavísu í loftslagsmálum á undan- förnum árum, sem hefur meðal ann- ars komið fram í baráttu á sínum tíma við að tryggja að Kýótó- bókunin gengi í gildi og síðan í því að koma á fót nýjum viðræðum um al- þjóðlegt samkomulag, sem taki við að loknum gildistíma Kýótó- bókunarinnar árið 2012. Þær við- ræður hófust árið 2006, komust á fullt skrið í kjölfar Balí-fundarins í desember 2007 og á að ljúka með al- þjóðlegu samkomulagi í Kaup- mannahöfn í lok árs 2009,“ segir Hugi, sem telur ESB hafa sent skýr skilaboð um að stefna beri að sam- drætti í losun gróðurhúsagasa. Sambandið hefur gefið tóninn „Evrópusambandið hefur unnið mikið að því að fá Bandaríkin og stór þróunarríki eins og Kína og Indland að samningaborðinu og hefur gefið tóninn um minnkun losunar á vænt- anlegu nýju skuldbindingartímabili með því að segjast vera tilbúið að minnka losun um 20% árið 2020 mið- að við 1990 og um 30% ef önnur ríki taka þátt í bindandi alþjóðlegu sam- komulagi eftir 2012.“ – Hver er reynslan af viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir? „Meginhugmyndin að baki Kýótó- bókuninni er kerfi framseljanlegra kvóta, ekki ósvipað íslenska fiskveiðistjórn- unarkerfinu. Sett er þak á losun einstakra ríkja og viðskipti með kvóta leyfð í því skyni að nýta markaðinn til að leita hagkvæmustu lausna og hvetja til loftslagsvænnar tækniþróunar. Slíkur alþjóðlegur markaður milli ríkja er í gangi á grunni Kýótó- bókunarinnar, en langstærsti ein- staki losunarmarkaðurinn er hins vegar innri markaður ESB (ETS), sem var settur á fót 2005, áður en Kýótó-bókunin gekk í gildi. Nú eru yfir 10.000 fyrirtæki skyldug til að taka þátt í ETS – einkum á sviði orkuframleiðslu með kolum og öðru jarðefnaeldsneyti, en einnig í ýms- um framleiðsluiðnaði – sem nær yfir nær helming losunar ESB-ríkja. Svipaðir markaðir hafa verið sett- ir upp eða eru í mótun m.a. í Ástr- alíu, Nýja-Sjálandi og í sumum ríkj- um Bandaríkjanna og hafa menn horft til kerfis ESB og þeirrar reynslu sem fengin er af því. ESB sér fyrir sér að ETS geti í framtíð- inni orðið kjarninn í alþjóðlegu kerfi kolefnisviðskipta. Hvernig sem þró- unin verður í því er ljóst að menn munu horfa grannt til reynslu ESB af viðskiptakerfinu og hvernig það virkar til að draga úr losun og að ná markmiðum á hagkvæman hátt. Ísland aðili að ETS – Hver er staða Ís- lands með tilliti til ETS og stefnu ESB í loftslagsmálum? „Ísland er nú form- lega aðili að ETS- kerfinu ásamt Noregi og Liechtenstein, en í raun fellur ekkert fyrirtæki hér á landi undir skilgreiningar ETS eins og er. Þetta breytist þegar losun frá flugi kemur inn í viðskipta- kerfið innan nokkurra ára. Íslensk stjórnvöld eru nú að skoða hvaða áhrif nýsamþykktar tillögur ESB um loftslagsmál og orkunýtingu eft- ir árið 2012 munu hafa á Íslandi. Þá kemur ýmis ný starfsemi inn í kerfið, þar á meðal áliðnaður og járnblendi og því ljóst að stór hluti losunar Íslands verður í framtíðinni innan ETS. Evrópusambandið hyggst skoða hvort hætta sé á því að áliðnaður og skyld starfsemi flytjist frá Evrópu til annarra ríkja þar sem ekki eru viðlíka kvaðir á losun gróðurhúsa- lofttegunda og haga reglum þannig að ekki séu líkur á því. Sambandið telur að slíkur „leki“ sé ekki ein- ungis bagalegur fyrir iðnað í Evrópu heldur muni beinlínis hafa neikvæð áhrif á losun á heimsvísu.  Meira á mbl.is/esb Óumdeilt forystuafl í loftslagsmálunum Hugi Ólafsson  Stór hluti losunar Íslands verður innan kvótakerfisins SAGAN Albert S. Sigurðsson, umhverf- islandfræðingur. F járframlög voru ekkert í sam- ræmi við þær kvaðir sem hrundu inn til okkar. Þetta byrjaði árið 1996, þegar Hollustuvernd ríkisins (nú undir Um- hverfisstofnun) fékk til sín mörg hundruð reglugerðir um eitur- efna-, matvæla- og um- hverfismál fyrir til- stuðlan EES-samningsins. Stofnunin gat varla sinnt þessu vel, með 30 til 40 manns í vinnu,“ segir Albert S. Sig- urðsson, umhverfislandfræðingur, sem starfaði hjá Hollustuvernd og síðar Umhverfisstofnun til margra ára, um álagið eftir samþykkt EES- samningsins 1994. „Tilskipanir ESB fóru að hafa gífurleg áhrif á málaflokka sem tengdust hollustuvernd og á reglu- gerðir á Íslandi sem umhverfisráðu- neytið þurfti að aðlaga að kröfum ESB. Við þurftum að taka á okkur margvíslegar kvaðir ESB án þess að geta sagt til um eðli og innihald.“ Hefðu meiri áhrif innan ESB Albert, sem starfar nú í Finnlandi, telur Íslendinga munu hafa meiri áhrif á reglugerðir ESB með því að gerast aðilar að sambandinu. „Það sem mun líklega gerast ef Ís- lendingar ganga í ESB er að við mun- um hafa meira að segja um þá stefnu í hollustu- háttamálum sem við er- um nú þegar að vinna eftir. Við inngöngu ætt- um við ekki að fá á okk- ur auknar kvaðir í þeim málaflokki. Þó þyrftum við að taka okkur á í öðr- um umhverfismálum s.s. kortagerð, náttúruvernd og skipulagsmálum, sem hingað til hafa ekki verið beintengd stefnu ESB.“ Hann telur líklegt að Ísland gæti í samvinnu við norrænu ríkin haft áhrif á reglugerðir ESB. „Við gætum einnig tekið þátt í því með hinum Norðurlöndunum innan ESB að standa saman í vissum mál- um. Þá á ég við að Norðurlandaþjóð- irnar geti talað einni röddu, sem er rökrétt, enda umhverfisvandamálin sem við er að etja oft svipuð í köldu loftslagi norðurhjarans.“ Hefðu meiri áhrif innan ESB  Norðurlöndin ættu að vinna saman Albert S. Sigurðsson NÁTTÚRUVERND Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. U mhverfislöggjöf Evrópusam- bandsins hefur mikil áhrif á Íslandi. Í því sambandi má nefna Vatnatilskipun ESB, tilskipun ESB um viðskiptakerfi með losunarheimildir, sem líklega er besta stjórntækið sem Alþingi hefur samþykkt til að koma megi böndum á losun gróðurhúsalofttegunda frá áliðnaði hér á landi,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruvernd- arsamtaka Íslands, þegar hann er beðinn um að draga saman framlag sambandsins í umhverfismálum. Hann setur kröfur sambandsins í loftslagsmálum í samhengi við sam- þykktir Alþingis á síðustu árum. „Sú spurning vaknar hvers vegna þurfi lagasetningu frá Brussel til að tryggja fullveldi Íslands gagnvart al- þjóðlegum álfyrirtækjum, löggjöf sem ekki næst fram á Alþingi eða fyrir atbeina ríkis- stjórnar Íslands.“ Hefur þæfst fyrir þingmönnum Árni rifjar upp áhrif EES-samningsins á umhverfið á Íslandi. „EES-samningurinn færði okkur lög um mat á umhverfisáhrifum. Alþingi yrði að fullgilda Árósasamninginn ef Ís- land fengi aðild að ESB en sá samningur hefur þæfst fyrir alþingis- mönnum í rúm 7 ár. Þar með tryggði aðild þátttökurétt almennings í ákvarð- anatöku um umhverfismál og að- gengi almennings að réttarúrræðum væri tryggt. Loftslagsstefna Íslands væri mun skýrari og samvinna við almannasamtök í Evrópu miklu meiri ef Ísland ætti aðild að ESB,“ segir Árni, sem þó telur margt ámælisvert í loftslagsstefnu ESB. „Stefna ESB í lofts- lagsmálum nær ekki máli. Samþykkt ráð- herranefndarinnar um miðjan síðasta mánuð um aðgerðir í loftslags- málum stenst ekki þær kröfur sem vísindin gera til stjórnmála- manna sem segjast taka loftslagsvána al- varlega. Hún er enn langt utan þess ramma sem vísindin marka. Á hinn bóginn er lofts- lagsstefna ESB það skásta sem í boði er. ESB hefur gengið lengst og haft forustu í samninga- viðræðum á alþjóðavettvangi. Önnur iðnríki, Ástralía, Bandaríkin, Japan eða Kanada eru enn langt á eftir ESB hvað stefnumótun og aðgerðir varðar. Það kann þó að breytast þeg- ar Barack Obama tekur við völdum enda var stjórn George W. Bush dragbítur í samningaviðræðum.“ Árni segir mörg samtök hafa gagnrýnt Evrópusambandið fyrir skort á aðgerðum í loftslagsmálum. „Umhverfis- og mannúðarsamtök, Greenpeace, Friends of the Earth Europe, Climate Action Network, Oxfam og WWF hafa gagnrýnt Evr- ópusambandið harðlega fyrir að standa ekki við gefin fyrirheit um aðgerðir í loftslagsmálum. Brugðist forustuhlutverkinu? Beinist gagnrýni þessara samtaka að Evrópusambandinu fyrir að bregðast forustuhlutverki sínu í loftslagsmálum og fyrir að standa ekki við gefin fyrirheit þegar lofts- lagsmarkmið þess (20-20-20) voru upphaflega kynnt í mars 2007. Gagn- rýni þessara samtaka er nauðsyn- legt aðhald eigi árangur að nást í Kaupmannahöfn; aðhald sem íslensk stjórnvöld hefur skort,“ segir Árni og vísar til alþjóðlegra samninga- viðræðna um næstu skref í loftslags- málum í Kaupmannahöfn í desem- ber næstkomandi. Hann segir sænska umhverfis- verndarsinna telja evrópskt sam- starf í umhverfismálum mikils virði. „Í september samþykkti sænski Umhverfisflokkurinn í almennri at- kvæðagreiðslu flokksfélaga að leggja af andstöðu sína við aðild Sví- þjóðar að Evrópusambandinu. Meginrök flokksforustunnar fyrir þeirri stefnubreytingu voru að helsti vettvangur umræðu og ákvarð- anatöku í umhverfismálum væri í Brussel, á vettvangi sambandsins. Til að ná árangri, var röksemd flokksforustunnar, þyrftu Svíar að beita sér fyrir öflugri loftslags- stefnu, umhverfislöggjöf í Brussel. Hið sama gæti gilt hér á landi. Svíar verða í forsæti fyrir Evrópu- sambandið frá lok júní í ár og munu þá samhæfa stefnu sambandsins fyr- ir fundinn í Kaupmannahöfn. Það mál verður því efst í forgangs- röð ríkisstjórnar Fredriks Rein- feldts í ár, sem leggur mikinn metn- að í að ná árangri.“  Meira á mbl.is/esb Loftslagsstefnan yrði mun skýrari  Formaður NSÍ telur að ESB-aðild myndi tryggja meira gagnsæi í ákvörðunartöku í umhverfismálum  Sænski Umhverfisflokkurinn lítur svo á að í Brussel sé að finna helsta vettvang umhverfisumræðunnar Árni Finnsson Meira á mbl.is/esb Verslunarkerfi með kolefnis- kvóta mun hafa áhrif á Íslandi jafnt á flugið sem og áliðnaðinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.