Morgunblaðið - 12.01.2009, Side 18
Morgunblaðið/Ómar
Uppalendur Katrín Jakobsdóttir og Gunnar Sigvaldason ásamt yngri syni sínum, Illuga. Þau hjónin þýddu uppeldisbók sl. sumar.
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
B
ÓKIN snýst um ákveðna hugsun sem
fólk getur tileinkað sér upp að vissu
marki. Við erum sjálf alls ekki heilög í
umhverfismálum, bókin snýst ekki
um það heldur um þau nokkru litlu
skref sem fólk getur tekið,“ segir Katrín. Undir
þetta tekur Gunnar: „Þetta er meira hvatning en
nokkuð annað,“ en í bókinni má finna hagnýtar
uppástungur um hvernig hægt er að ala upp barn á
umhverfisvænan hátt.
Katrín og Gunnar eiga tvo syni, þá Jakob, 3 ára,
og Illuga sem er nýorðinn eins árs. Þau segja að
það hafi verið skemmtilegt að lesa bókina því þó
þau byggju yfir ákveðinni reynslu eftir að hafa
eignast Jakob rákust þau á ýmsan fróðleik í bókinni
sem þau gátu nýtt sér með Illuga. „Það eru fyrst og
fremst þessi hagnýtu ráð sem eru það skemmtileg-
asta og mikilvægasta við bókina,“ segir Gunnar.
Hægt að velja um ólíkar leiðir
Katrín og Gunnar segjast hafa verið meðvituð áð-
ur um ýmislegt sem fjallað er um í bókinni, líkt og að
forðast ýmis gerviefni, kaupa ekki of mörg leikföng
og reyna að fá sem mest notað, líkt og barnaföt,
kerrur og leikgrindur. Fyrir öðru hafi bókin opnað
augun þeirra, líkt og að edik virkar ekki síður í hrein-
gerningum en sápa og að kjötneysla skapar mikla
kolefnislosun. „Við höfum áhrif á náttúruna, sam-
félagið og börnin okkar, beint eða óbeint, oft án þess
að við gerum okkur grein fyrir því. Þarna getum við
lagt okkar af mörkum til að vernda náttúruna og
bæta samfélagið,“ segir Gunnar.
Katrín segir það skemmtilegt við bókina að hægt
sé að velja um mismunandi leiðir eftir því hversu
langt maður vill ganga í að tileinka sér umhverf-
isvænan lífsstíl. „Þú getur valið ljósgrænan mögu-
leika ef þú vilt bara gera smávegis, svo geturðu val-
ið grænan möguleika og loks dökkgrænan ef þú vilt
t.d. bara nota taubleiur og heimatilbúinn hreinsi-
vökva.“ Gunnar segir bókina eiga sérstaklega vel
við núna í kreppunni þar sem mörg ráð feli í sér
sparnað, líkt og að nota frekar taubleiur en einnota
pappírsbleiur. „Ég held að fólk hafi oft misskilið
þetta og haldið að það að vera umhverfisvænn sé
lúxus. Ég held að umhverfisvænt og kreppa fari
mjög vel saman.“ Katrín segir bókina veita fólki
ákveðna heildarmynd, hafi fólk ekki velt umhverf-
ismálum mikið fyrir sér og hvaða áhrif daglegar at-
hafnir hafa. „Svo skiptir máli að fólk lesi bókina á
sínum forsendum og fari ekki í mínus þó að ekki sé
allt fullkomið. Bara að það velti vöngum yfir því
hvað það getur gert ef það hefur áhuga á að skoða
þessi mál.“
Ljós- og dökkgrænt barnauppeldi
Hjónin Katrín Jak-
obsdóttir og Gunnar Sig-
valdason ákváðu að
fórna öllum ferðalögum
síðasta sumar og eyða
þess í stað flestum kvöld-
um við að þýða bók sem
nú hefur komið út undir
nafninu Uppeldi fyrir
umhverfið. Þau kunna
sjónvarpi sínu bestu
þakkir fyrir að hafa bilað
í upphafi sumars og segja
að þýðingarstarfið hefði
annars gengið mun hæg-
ar fyrir sig.
Morgunblaðið/Ómar
Áhrif, Gunnar: „Við höfum áhrif á náttúruna,
samfélagið og börnin okkar, beint eða óbeint.“
18 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009
Komin er út yfirlitsgrein umstöðu rannsókna á sum-arexemi í hrossum í vís-indaritinu Veterinary
Immunology and Immunopathology.
Í greininni eru teknar saman nið-
urstöður sem kynntar voru á vinnu-
fundi sem haldinn var á Hólum í
Hjaltadal sumarið 2007 en þar komu
saman fulltrúar frá flestum rann-
sóknahópum sem starfa á þessu sviði
í Evrópu og Bandaríkjunum.
Sumarexem er alvarlegur ofnæm-
issjúkdómur sem leggst þungt á ís-
lensk hross sem flutt hafa verið úr
landi. Dýraheilbrigðissvið Mat-
vælastofnunar, ásamt Tilraunastöð-
inni á Keldum, Félagi hrossabænda
og erlendum samstarfsaðilum, stend-
ur að stóru rannsóknaverkefni þar
sem leitað er leiða til að meðhöndla
eða fyrirbyggja sjúkdóminn.
Helstu ofnæmisvakarnir eru pró-
tein í munnvatni mýflugna af tegund-
inni Culicoides (smámý) en flókið
samspil erfða- og umhverfisþátta
hefur áhrif á sjúkdómsferilinn. Þessi
mýflugnategund þrífst ekki á Íslandi
og það skýrir hvers vegna sjúkdóm-
urinn er óþekktur hér á landi. Far-
aldsfræðilegar rannsóknir hafa leitt í
ljós að tveimur árum eftir útflutning
hefur um helmingur íslenskra hesta
fengið sumarexem ef ekkert er gert
til varnar. Til samanburðar er tíðni
sjúkdómsins í íslenskum hestum
fæddum í Þýskalandi um 5%.
Nýir möguleikar á meðhöndlun
Einangrun ofnæmisvaka í munn-
vatni smámýs er forsenda hnitmið-
aðra ónæmisaðgerða til að fyr-
irbyggja eða lækna sumarexem. Eitt
slíkt prótein er nú þekkt og fleiri í
skoðun. Fljótlega verður hægt að
prófa afnæmingu íslenskra hesta er-
lendis með þessum próteinum. Það er
aðferð sem lengi hefur verið notuð til
lækninga á ákveðnum tegundum of-
næmis í fólki en lítið verið reynd í
hrossum. Samtímis verða þróaðar að-
ferðir til að kynna ofnæmisvakana
fyrir ónæmiskerfinu með bólusetn-
ingu. Þátttakendur voru sammála um
að bólusetning með erfðaefni eða
próteinum skilgreindra ofnæmisvaka
væri varanlegasta leiðin til að fyr-
irbyggja sumarexem í útfluttum
hrossum. Vonir standa til að innan
fárra ára verði bólusettir hestar flutt-
ir út til að sannreyna að sú aðferð
veiti þeim vörn gegn sumarexemi.
heilbrigði og velferð dýra
Rannsóknir á sumarexemi í hrossum
Vörn Exemteppi er öflugasta vörnin gegn sumarexemi í hrossum.
Dr. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir
hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun
TENGLAR
.....................................................
Nánari upplýsingar má finna á vef
Matvælastofnunar www.mast.is.
Bókin kom upphaflega út í Bretlandi í fyrra und-
ir nafninu „Green babycare“. Að sögn Katrínar
ber bókin þess dálítið merki að vera bresk en í
henni segir m.a. að þar sé 45 milljónum leik-
fanga hent á ruslahaugana á ári hverju. Sam-
bærilegar tölur fundust ekki fyrir Ísland.
Í bókinni er einnig talað um tilhneigingu
fólks til að keyra bæjarenda á milli bara til að
fara í búðir og hvaða áhrif það hefur, ekki ein-
ungis á umhverfið heldur einnig á nærsam-
félagið. Ekki aðeins sé umhverfisvænna að
ganga í hverfisverslunina heldur styrki það
þessa sömu verslun og efli ákveðna hverf-
ishugsun.
Verslun í nágrenninu