Morgunblaðið - 12.01.2009, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Umræður umefnahags-og stjórn-
málaástandið eru
að einhverju leyti
lentar í heldur
ógeðfelldum farvegi.
Lítill hópur meðal þeirra,
sem taka þátt í opinberum
mótmælum, kýs að hylja andlit
sitt. Hvers vegna? Til þess að
þurfa ekki að bera ábyrgð á
gerðum sínum?
Þessi hópur er jafnframt sá,
sem virðist oftast reiðubúinn
til að grípa til ofbeldis og
skemmdarverka, eins og síð-
ast gerðist við utanríkisráðu-
neytið á föstudag. Hvern sann-
færðu þeir, sem ollu þar
skemmdum á eigum skatt-
greiðenda?
Á Netinu eru furðumargir
sömuleiðis grímuklæddir;
skrifa ekki undir nafni og
demba fúkyrðum og svívirð-
ingum yfir náungann í skjóli
nafnleyndarinnar.
Árni Matthíasson, blaða-
maður á Morgunblaðinu, benti
á það í grein í Lesbók síðast-
liðinn laugardag, að Netið
hefði stóraukið upplýs-
ingaflæði. Aldrei hefði verið
auðveldara að kveðja sér
hljóðs, hrinda af stað eigin vef-
miðli eða bloggsíðu, stofna
samtök og safna undir-
skriftum.
Árni bendir hins vegar líka á
meginókost Netsins: „Það að
ekki sé hægt að
vita við hvern mað-
ur er að tala skipt-
ir eðlilega máli í
lýðræðislegri um-
ræðu, enda er eng-
in leið að gera sér grein fyrir
af hvaða hvötum eða í hvaða
tilgangi viðkomandi heldur
fram tiltekinni skoðun ef mað-
ur veit ekki hver hann er,“
skrifar hann.
Þannig spilla margir ein-
stöku tækifæri til að nota nýj-
an miðil í þágu umræðu, þar
sem allir eiga aðgang.
Gauti Kristmannsson þýð-
andi ræðir einnig umræðu-
hættina á Netinu í viðtali við
Kolbrúnu Bergþórsdóttur í
Morgunblaðinu á laugardag.
Hann bendir á að á skömmum
tíma hafi orðanotkun fólks í
texta gjörbreytzt: „Fólk er
orðið miklu óheflaðra og hikar
ekki lengur við að segja hluti
með öðrum orðum en vani hef-
ur verið að nota. Fólk er orð-
ljótast þar sem það getur kom-
ið fram undir nafnleynd.“
Í íslenzku samfélagi er mik-
ið uppbyggingarstarf fram-
undan. Við þurfum að end-
urreisa efnahagslífið og
stjórnmálin sömuleiðis; skapa
traust og eignast nýja framtíð-
arsýn. Eru tækin í því starfi
skemmdir, niðurrif og niðr-
andi ummæli?
Krefst uppbyggingarstarfið
ekki uppbyggilegrar umræðu?
Á Netinu eru sömu-
leiðis furðumargir
grímuklæddir}
Uppbyggileg umræða?
Heiðursmorðeru hroll-
vekjandi birting-
armynd á kúgun
kvenna í aldanna
rás. Slíkir glæpir
þekkjast í ýmsum menningar-
heimum, en eru algengastir í
samfélögum múslíma. Það er
enginn heiður að heiðursmorði.
Orðið er notað um glæpi gegn
konum sem réttlættir eru með
því að verið sé að vernda heiður
fjölskyldunnar. Þessir glæpir
hafa fylgt innflytjenda-
samfélögum í Evrópu og dæmi
eru um að hrottaleg morð hafi
verið framin í nágrannalönd-
unum.
Steingrímur J. Sigfússon,
formaður Vinstri grænna, hef-
ur átt sæti í jafnréttisnefnd
Evrópusambandsins og þar
hafa þessi mál verið til umfjöll-
unar. Hann skrifar grein um
heiðursglæpi í Lesbók Morg-
unblaðsins á laugardag. Grein-
in er skrifuð af mikilli skyn-
semi og yfirsýn á vandamálið.
Eins og Steingrímur segir
má umræðan um heiðursmorð
ekki lokast inni í prísund for-
dóma. Hann bendir á að fyrr á
tímum hafi konur búið við
ófrelsi á Vesturlöndum og með-
al annars ekki ráð-
ið makavali.
Tregðu til að kæra
nauðganir á Íslandi
megi jafnvel rekja
til sama hugarfars
og býr að baki heiðursmorðum.
Konur sem neita að beygja
sig undir siðaboð fjölskyldu
sinnar og menningarsamfélags
leggja líf sitt að veði. Til að eiga
undankomu auðið geta þær
þurft að fara huldu höfði, jafn-
vel slíta öllum samskiptum við
fjölskyldur sínar það sem eftir
er ævinnar.
Heiðursmorð hafa ekki verið
framin á Íslandi, en að því get-
ur komið. Steingrímur segir í
greininni að eigi að reyna að
fyrirbyggja heiðursglæpi þurfi
að byggja upp stoðkerfi eða
móttökustöð til bæði undirbún-
ings og fræðslu þannig að þol-
endur yrðu teknir alvarlega.
Það þarf að tryggja að slíkir
glæpir verði rannsakaðir og að
þeir, sem leita ásjár, njóti
verndar.
Steingrímur J. Sigfússon
hefur vakið máls á mjög þörfu
málefni og það á að taka ábend-
ingar hans alvarlega. Vandinn
gæti verið kominn hingað nú
þegar.
Vandinn gæti
verið kominn
hingað nú þegar }
Glæpir án heiðurs
A
thyglisvert var að lesa nið-
urstöður skoðanakönnunar í
gær um að tveir þriðju Breta
vilji minnka tengsl við Evrópu-
sambandið eða segja sig úr því.
Einhverra hluta vegna er það dæmigert fyrir
afstöðu nágrannaþjóða Íslands; þar er að
finna helstu efasemdamenn í Evrópusam-
bandinu.
Norðmenn felldu tvisvar aðildarsamning,
Danir felldu Maastrichtsáttmálann og hvorki
þeir né Bretar tóku upp evruna, Írar felldu
Nicesáttmálann og nú Lissabonsáttmálann,
Færeyjar standa fyrir utan og Grænlend-
ingar eru eina þjóðin sem hefur sagt sig úr
Evrópusambandinu.
„Það er eitt vandamál við Evrópusam-
bandið,“ sagði Alyn Smith, Evrópuþingmaður
Skoska þjóðernisflokksins, í samtali okkar í liðinni viku.
„Það er ekki vinsælt.“
Stundum heyri ég sagt að Íslendingar eigi ekki að
sækja um núna vegna efnahagsþrenginganna. Þá værum
við að fara „inn um hundalúguna“ sagði Kristján Loftsson
á fundi auðlindanefndar í Valhöll og Pétur H. Blöndal
spurði hvort Íslendingar þyrftu þá ekki að leggjast yfir
bænaskjöl á 17. öld.
Í þessu samhengi er talað um að Ísland eigi heldur að
sækja um „af styrkleika“.
Þegar litið er til þess að í Evrópusambandinu búa 500
milljónir eða hálfur milljarður manna, en 300 þúsund á Ís-
landi, þá hlýtur maður að spyrja sig við hvað sé
átt með „styrkleika“.
Ég hef einnig heyrt þær raddir að Íslend-
ingar þurfi að vera búnir að gera upp hug sinn
um að vilja ganga í Evrópusambandið til þess að
aðildarviðræður gangi vel. Ekki megi líta út fyr-
ir að við séum bara að láta á það reyna hvaða
samningum við náum. Ef við sækjum um með
hálfum huga, þá verði það gagnkvæmt af hálfu
Evrópusambandsins, og það muni ekki teygja
sig eins langt í viðræðunum fyrir vikið.
Ég hefði haldið að því væri öfugt farið. Er
ekki einmitt gott fyrir samningsstöðu Íslend-
inga að við séum gagnrýnin þegar sótt er um,
þannig að þeir sem sitja gegnt okkur við samn-
ingaborðið viti að íslenska þjóðin sættir sig ekki
við hvað sem er. Styrkurinn liggur í hug-
arfarinu.
Er ekki einmitt æskilegt að sendinefnd Íslands viti að
þjóðin lítur ekki á Evrópusambandið sem sinn eina valkost
í þeirri erfiðu stöðu sem uppi er og muni „stráfella“ óhag-
stæða samninga sem fela í sér eftirgjöf á öllum sviðum.
Það er ekkert að því að athuga hvaða samningum við
náum, enda kom fram í samtali sem ég átti nýverið við Olli
Rehn, sem fer með stækkunarmál Evrópusambandsins,
að í verkfærakistunni væru ýmsar sérútfærslur og aðlög-
unarákvæði, sem aðeins yrðu dregin upp bærist umsókn
frá eyjarskeggjum í norðri.
Skyldi það falla í kramið hjá íslenskri þjóð?
pebl@mbl.is
Pétur
Blöndal
Pistill
Vinsældir Evrópusambandsins
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
M
arkverðar breytingar
eiga sér stað á íbúa-
fjölda og bú-
setuþróun víða á
landinu og bendir
margt til þess að umtalsverður við-
snúningur sé að verða á þrálátum bú-
ferlaflutningum af landsbyggðinni til
höfuðborgarsvæðisins. Hagstofan
birti nýlega yfirlit yfir mannfjölda á
Íslandi 1. desember sl. sem sýnir
svart á hvítu að á nýliðnu ári fjölgaði
fólki í öllum landshlutum utan Aust-
urlands þar sem fækkun varð fyrst
og fremst vegna brotthvarfs útlend-
inga sem hér voru við stórfram-
kvæmdir.
Byggðastofnun hefur birt yfirlit yf-
ir mannafjöldaþróunina 2008 skv. töl-
um Hagstofunnar eftir byggð-
arlögum. Í ljós kemur m.a. að á
Vesturlandi fjölgaði íbúum um 1,7%
og á Vestfjörðum fjölgaði um 65 eða
0,9% og er það í fyrsta skipti síðan
1981 sem að fólki fjölgar í fjórð-
ungnum. Á Norðurlandi vestra fjölg-
aði um 36 eða 0,5% og er það í fyrsta
skipti frá 1993 sem fjölgun verður á
Norðurlandi vestra.
Fjölgun íbúa segir þó ekki nema
hálfa söguna þegar litið er til búferla-
flutninga. Í rannsókn Vífils Karls-
sonar, ráðgjafa Samtaka sveitarfé-
laga á Vesturlandi og lektors við
Háskólann á Akureyri, á búferla-
flutningum og mannfjöldaþróun er
þeirri spurningu velt upp hvort hinir
miklu búferlaflutningar af lands-
byggðinni til höfuðborgarsvæðisins
séu í rénun. „Svarið við því er já,“
segir hann. „Þrálátir búferlaflutn-
ingar af landsbyggðinni til höf-
uðborgarsvæðisins eru í rénun í öll-
um kjördæmum. Í kjördæmunum
þremur næst höfuðborgarsvæðinu
hafa þeir snúist við. Í tveimur þeirra,
Suðurlandi og Reykjanesi, átti það
sér stað fyrir fjórum árum,“ segir í
niðurstöðum rannsóknar Vífils sem
birt er í Hagvísi Vesturlands.
Vífill skoðar þróunina yfir lengra
tímabil og þar sést m.a. að frá 1998 til
2007 hafa fámennir þéttbýliskjarnar
á Vesturlandi sem liggja nærri höf-
uðborgarsvæðinu, vaxið hratt. Þetta
eru Bifröst, Hvanneyri, Reykholt og
Kleppjárnsreykir. Þar að auki eru
Akranes, Borgarnes, Grundarfjörður
og Ólafsvík að vaxa. Á öðrum stöðum
fækkaði fólki nokkuð á þessu tímabili.
Niðurstöður rannsókna hans styðja
ekki þá fullyrðingu að mannfjöldi vaxi
frekar í stærri þéttbýlum en smáum.
„Ef eitthvað er virðist það vinna gegn
þeim. Hins vegar virðist nálægð við
höfuðborgina leggja mannfjölgun
þéttbýla lið,“ segir hann. Kemur sér-
staklega á óvart hvað margir litlir
staðir dafna vel.
Niðurstöður rannsókna Vífils og
fleiri rannsókna virðast benda til þess
að þeir byggðakjarnar hafi vaxið
hraðast sem ná að sameina sem best
eiginleika borgar og sveitar. Vífill
bendir á að stór hluti þeirra íbúa sem
hafa verið á faraldsfæti undanfarinn
áratug hafa sóst eftir búsetu í dreif-
býli með góðu aðgengi að borg. Því
má segja að smæð þéttbýla virðist
geta unnið með þeim byggðarlögum
sem liggja nærri stórum þjón-
ustukjarna, einkum Reykjavík en á
móti þeim sem gera það ekki. Byggð-
arlög í syðri hluta Vesturlands hafa
einkum haft hag af þessu. Þar má
nefna Bifröst, Hvanneyri, Klepp-
járnsreyki, Reykholt. ,,Það er aug-
ljóst að svæðin sem eru í nokkurri ná-
lægð við höfuðborgarsvæðið og við
Eyjafjörð eru að styrkjast,“ segir
hann í samtali við Morgunblaðið.
Sækja í dreifbýli með
góðu aðgengi að borg
Morgunblaðið/Kristinn
Viðsnúningur? Nokkrir fámennir þéttbýliskjarnar nærri höfuðborg-
arsvæðinu vaxa hratt. Fólki fjölgaði í öllum landshlutum
BÚAST má við umtalsverðum
breytingum á búsetumynstri á
landinu vegna efnahagskrepp-
unnar. ,,Þegar fasteignamark-
aðurinn fer aftur í gang munu
þeir sem fluttu vegna efnahags-
aðstæðna frá höfuðborg-
arsvæðinu og út á jaðrana,
hugsanlega sjá tækifæri til að
kaupa aftur eignir á höfuðborg-
arsvæðinu og snúa til baka,“
segir Vífill Karlsson. Sú þróun
gæti bitnað á nálægum byggð-
arlögum s.s. á Selfossi, Reykja-
nesbæ, Akranesi og Borgarfirði.
Kreppan og aukið atvinnu-
leysi gæti þó einnig haft nei-
kvæð áhrif á búsetu í höf-
uðborginni. Vífill bendir á að
fjölda ófaglærðra starfsmanna
hafi flutt af landsbyggðinni til
höfuðborgarsvæðisins á upp-
gangsárunum. „Þetta fólk gæti
lent í því að missa vinnuna en
störfin eru hins vegar ennþá til
staðar á landsbyggðinni fjær,
því farandverkamenn af erlend-
um uppruna hafa snúið heim. Ég
sé því fyrir mér að landsbyggðin
nær höfuðborginni gæti lent í
að missa fólk en landsbyggðin
fjær gæti sótt í sig veðrið.“
Breytist í kreppunni