Morgunblaðið - 12.01.2009, Page 21

Morgunblaðið - 12.01.2009, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009 Andlit Sagt er að sumir mótmælendur hylji andlit sín svo persóna þeirra skyggi ekki á byltinguna. En er bylting án leiðtoga ekki dæmd til að mistakast? Íris Kristins Gísli Freyr Valdórsson | 11. janúar 2009 Einhliða umræða Alveg frábært val viðmælanda hjá Agli Helgasyni í dag. Að vanda er vel valinn hópur vinstri manna, hópur sem er á móti ríkisstjórninni, við- skiptalífinu, seðla- bankastjóra, FME og fleiru. Það er hreint frá- bært að RÚV skuli hafa einn umræðu- þátt um þjóðfélagsmál í sjónvarpi þar sem umræðan er öll með sama hætti – nánast alltaf... Af hverju eru hægri menn ekki velkomnir í eina umræðuþáttinn um þjóðfélagsmál í Ríkissjónvarpinu? Meira: gislifreyr.blog.is Friðrik Þór Guðmundsson | 11. janúar Breiðfylkingar beðið Margir bíða fullir vonar eftir nýrri pólitískri breið- fylkingu. Kosningar mega ekki koma til of snemma, því gefa verður mögulegri breiðfylkingu færi á að fæðast og skipuleggja sig og koma verð- ur í veg fyrir að gömlu flokkarnir fái skjól og frið til þess að stilla upp kosningalista (í stað þess að viðhafa prófkjör). Ef ekki fæðist ný breiðfylking þá verður að gefa fólki færi á að fara inn í gömlu flokkana til að hreinsa þar til. Meira: lillo.blog.is RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram endur- skoðað fjárlaga- frumvarp fyrir árið 2009 þar sem mikill niðurskurður er boð- aður í heilbrigðiskerf- inu. Það er vert að skoða þau lang- tímaáhrif sem skerð- ingin getur haft á heilsu og heilbrigði landsmanna og hvort hún skili hagn- aði í raun. Fljótt á litið virðist þetta eingöngu tilfærsla á fjármunum og verkefnum en ekki sparnaður. Heil- brigðisstofnun Suðurlands fer ekki varhluta af þessum sparnaði frekar en aðrar stofnanir í landinu. Heil- brigðisráðherra leggur til að bakvakt skurðlæknis, fæðingarlæknis og svæfingalæknis á HSu verði lögð nið- ur og skurðstofu lokað á kvöldin á virkum dögum og um helgar. Þetta leiðir til mikillar skerðingar á þjón- ustu, m.a. við fæðandi konur á Suður- landi. Þrátt fyrir allan niðurskurð í heilbrigðiskerfinu halda konur áfram að ganga með og fæða börn. Þær þurfa þjónustu. Ljósmæður hafa séð um allt barneignaferlið ásamt fæð- ingarlæknum og heilsugæslulækn- um. Starfsemi fæðingardeildar á HSu er mjög fjölþætt og snýst ekki eingöngu um fæðinguna sjálfa. Þung- aðar konur hafa ýmiss konar sam- skipti við deildina fyrir og eftir fæð- ingu bæði símleiðis og með heimsóknum. Mæðravernd sem starfrækt er vítt og breitt um Suður- land er í nánu samstarfi við starfsfólk deildarinnar. Einnig hefur öll sæng- urlega verið í höndum deildarinnar eða ljósmæðra í heimaþjónustu. Reikna má með að ljósmæður sem og annað starfsfólk þessarar deildar hverfi til annarra starfa ef af lokun deildarinnar verður og hver á þá að sinna þessari þjónustu? Heilsugæslan á svæðinu hefur af þessu þungar áhyggjur. Hver á að taka við öllum þeim símtölum sem koma á degi hverjum frá þunguðum konum eða foreldrum með nýfædd börn sín? Hvert á mæðraverndin að leita þegar vandamál koma upp? Hver á að sinna sængurlegunni? Síð- ast en ekki síst, er fæðingardeild Landspítalans tilbúin til þess að taka við öllum fæðandi konum á Suður- landi og sinna þeim? Þegar kona fæð- ir barn og fer heim á fyrsta sólar- hring á hún rétt á átta heimavitjunum ljósmóður og eftir það tekur ungbarnavernd hjúkr- unarfræðinga við. Hver á að sinna vitjunum ljósmæðra ef þær hafa horfið til annarra starfa? Ætlar Landspítali að leyfa konum af Suður- landi að liggja lengri sængurlegu svo þörf fyrir heimaþjónustu ljósmæðra skapist ekki? Stór hluti þessara verk- efna færist án efa til heilsugæslunnar án þess að nægjanlegur fjöldi starfs- fólks sé til að sinna því og einhverjum verður sinnt í Reykjavík. Heilsu- gæslan hefur ekki farið varhluta af þeim sparnaðaraðgerðum sem rík- isstjórnin hefur boðað. Það er úti- lokað að heilsugæslan geti tekið við fleiri verkefnum án þess að fjármagn fylgi frá ríkinu og starfsfólk sé fyrir hendi til að sinna þeim. Það er því spurning hvort ekki sé skynsamlegra að halda úti þeirri þjónustu sem fyrir hendi er á fæðingardeild HSu. Við leyfum okkur því að fullyrða að eng- inn raunverulegur sparnaður verði, hvorki fyrir ríkið né þjóðfélagið í heild. Kostnaður íbúa svæðisins mun aukast við að þurfa að sækja alla þjónustu til Reykjavíkur. Viljum við hvetja ráðherra til að endurskoða ákvörðun sína um að leggja niður vaktþjónustu skurðdeildar HSu, íbú- um svæðisins til heilla. Eftir Unni Þor- móðsdóttur og Guðrúnu Kor- máksdóttur » Þrátt fyrir allan nið- urskurð í heilbrigð- iskerfinu halda konur áfram að ganga með og fæða börn. Þær þurfa þjónustu. Unnur Þormóðsdóttir Unnur Þormóðsdóttir, hjúkr- unarstjóri heilsusæslunnar á Selfossi, og Guðrún Kormáksdóttir, ljósmóðir og hjúkrunardeildarstjóri heilsugæsl- unnar á Selfossi Verða engar fæðingar á Suðurlandi? Guðrún Kormáksdóttir Á ÍSLANDI fara nú fram mik- ilvægar umræður um framtíð- arskipan gjaldeyrismála. Ég hef fengið tækifæri til að fylgjast lít- illega með því sem rætt hefur ver- ið og ritað. Nýlega barst mér þýð- ing greinar sem 32 íslenskir hagfræðingar birtu í Morg- unblaðinu, þar sem þeir vöruðu við því að evra yrði tekin upp ein- hliða. Mér finnst ástæða til að koma á framfæri nokkrum at- hugasemdum vegna þess sem fram kemur í greininni: 1. Það er rétt að einliða upptaka evru er kostnaðarsamari aðgerð en upptaka evru með aðild að Evrópusambandinu og Mynt- bandalagi Evrópu, þegar litið er til gjaldeyr- isforðans. Í einhliða upptöku felst að nota þarf í einni aðgerð gjaldeyrisforða Seðlabanka Ís- lands (á viðeigandi skiptigengi sem leyfir stjórnvöldum að skipta út öllum krónum í um- ferð). En aðild að myntbandalaginu krefst að sjálfsögðu þess að fyrst þarf að ganga inn í Evrópusambandið (ESB), sem mun taka nokk- ur ár, og síðan uppfylla hin svokölluðu Maast- richt-skilyrði fyrir aðild að myntbandalaginu, sem tekur að minnsta kosti 2 ár. Sá kostur er því aðeins mögulegur eftir nokkur ár. 2. Það er rétt að með einhliða upptöku evru er myntsláttuhagnaði (seigniorage) fórnað. Um er að ræða óverulegar tekjur (ef verðbólga helst lág), sem gætu numið 0,5-1% af landsframleiðslu. 3. Röksemdafærslan í grein- inni um missi bankakerfisins á lánveitanda til þrautavara er ekki jafn svart-hvít og höfund- arnir láta líta út fyrir. Innan evrusvæðisins fást lánveitingar til þrautavara en ríkisstjórn verður fyrst að skuldbinda sig til að taka á sig kostnaðinn sem af hlýst ef til lánveitinga kemur (ex post). Með einhliða upptöku verða stjórnvöld að standa undir kostnaðinum fyrirfram (ex ante). Á þessu er ekki mikill munur, þó ekki óveru- legur, en alls ekki eins afgerandi og höfund- arnir halda fram. Við núverandi kring- umstæður eru miklar lánveitingar til þrautavara einungis til þess fallnar að valda gjaldeyriskreppu. 4. Greinin villir sýn með alvarlegum hætti þar sem blandað er saman bankakreppu og gjaldeyriskreppu. Með evru hefðu þessir tveir atburðir verið að fullu aðskildir. Bankakreppa hefði áreiðanlega ekki framkallað gjaldeyris- kreppu, sem er einmitt það sem gerðist. Með evru er fjármagnsflótti ekki útilokaður en þó verulega dregið úr líkum á honum. Það er meginástæða þess að Ísland ætti að skoða ein- hliða upptöku á evru og nákvæmlega þessi kostur aðgerðarinnar er gríðarlega mik- ilvægur. 5. Einhliða upptaka evru er engin töfra- lausn, eins og segir í greininni, en hún hefur mikilvæga kosti (minni líkur á fjármagnsflótta og leysir gjaldeyriskreppu). Henni fylgir að sjálfsögðu kostnaður, þess vegna er hún ekki töfralausn. Meginkostnaðurinn, eins og vísað er til í greininni, er að fjárhagur ríkisins verð- ur eina uppspretta fjármagns til að styðja við bankakerfið komi til þess (ex ante). En á end- anum eru það alltaf skattgreiðendur sem bera kostnaðinn, annaðhvort í gegnum ríkið eða með verðbólguskatti, sem er fallega útlítandi bakhliðin á myntsláttuhagnaðar-peningnum. Ókosturinn er því, í mínum huga, ekki afger- andi. 6. Það sem ég ekki skil er hvers vegna grein- in einblínir á gagnsemi gjaldmiðils þegar stað- ið er andspænis bankakreppu. Minn takmark- aði skilningur á stöðu mála er sá að það atriði heyri sögunni til. Spurningin sem Ísland stendur frammi fyrir er hvernig á að komast út úr kreppunni nú þegar hún hefur orðið að veruleika. Með því að taka upp evru nú væri hægt að festa lágt skiptigengi og skapa sam- keppnishæfni til lengri tíma (sem á endanum mun reyndar hverfa, með hærri verðbólgu en ríkir á evrusvæðinu). Aðgerðin myndi líklega leiða til lágra vaxta sem aftur styddi frekar viðsnúning efnahagslífsins. 7. Við stjórn peninga- og efnahagsmála skipta gæði stjórnsýslustofnananna miklu máli. Við fyrstu sýn virðist sem íslenskar stofnanir hafi verið veikburða og að mikil mis- tök hafi verið gerð. Upptaka evru – einhliða eður ei – myndi þýða að fyrsta flokks seðla- banki (Seðlabanka Evrópu) stýrði peninga- málum og knýja innlend stjórnvöld til að beita aga við efnahagsstjórnina. Þetta eru umtals- verðir kostir fyrir borgarana, en hugnast stjórnvöldum líklega síður. Raunverulega spurningin er hvort fólk vilji þessa kosti strax, með einhverjum tilkostnaði, eða eftir ótiltek- inn tíma í framtíðinni. Eftir Charles Wyplosz » Greinin villir sýn með alvar- legum hætti þar sem blandað er saman banka- kreppu og gjaldeyriskreppu. Með evru hefðu þessir tveir at- burðir verið að fullu aðskildir. Charles Wyplosz Athugasemdir við grein 32 hagfræðinga Höfundur er prófessor við The Graduate Insti- tute í Genf og einn af leiðandi hagfræðingum í Evrópu á sviði þjóðhagfræði og peningamála. Gegnir ýmsum trúnaðar- og ráðgjafarstörfum og situr m.a. í Ráðgjafanefnd forseta Framkvæmda- stjórnar ESB í efnahagsmálum (GEPA), Nefnd Evrópuþingsins um efnahags- og peningamál og Bellagio hópnum, Efnahagslegu ráðgjafaráði for- seta Frakklands. Ráðgjafi m.a. fyrir Alþjóða gjaldeyrisjóðinn, Al- þjóðabankann, Sameinuðu þjóðirnar og Asíska þróunarbankann. Wyplosz hefur skrifað fjölmargar kennslu- og fræðibækur á sviði peningamála og þjóð- hagfræði. Macroeconomics – A European Text er mörgum Íslendingum að góðu kunn. www.wyplosz.eu BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.