Morgunblaðið - 12.01.2009, Qupperneq 22
22 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009
AnnarhfRekstrarverkfræðistofan
Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is
a Eignaskiptayfirlýsingar
atvinnu- og íbúðahúsnæði
fyrir
Í MOLDVIÐRINU
sem geisað hefur að
undanförnu vegna
bankahruns hefur
verið tiltölulega hljótt
um tvö mikilsverð mál
sem tengjast íslenskri
tungu. En eins og í
efnahagsmálunum
skiptast hér á góð og
vond tíðindi.
Íslensk málstefna
Hin góðu tíðindin eru að fyrir Al-
þingi liggur tillaga til þingsálykt-
unar um íslenska málstefnu. Það er
afar jákvætt, og ber að þakka Ís-
lenskri málnefnd fyrir það þarfa
framtak og menntamálaráðherra,
Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur,
fyrir stuðning og skörulega fram-
sögu á þingi.
Íslensk tunga og bókmenning
hafa löngum verið talin meðal
hornsteina íslensks þjóðlífs. En
þótt flestir hafi verið sammála því
að leggja rækt við tunguna hefur
umræðan um málefni hennar oft
verið tiltölulega yfirborðskennd og
skilningur á vandamálum í ís-
lenskri málpólitík of þröngur. Um-
ræðan snýst oft upp í umvandanir
um einstök málfarsatriði og stund-
um er talað eins og vernda þurfi
málið gegn misnotkun, líkt og nátt-
úruna. En þessi samlíking milli
málræktar og náttúruverndar á
alls ekki við. Notkun náttúrunnar
er oftast eyðandi, en notkun tung-
unnar auðgar hana og eflir ef vel
tekst til. Það er því við hæfi að yf-
irskrift þeirra draga að málstefnu
sem liggja fyrir Alþingi er „Ís-
lenska til alls“; vísað er til þess
áhyggjuefnis sem nefnt er „um-
dæmisvandi“ tungunnar og felst í
því ef íslenska er ekki notuð á til-
teknum sviðum mannlífsins. Ís-
lenskri tungu er margvíslegur sómi
sýndur og vissulega felst við-
urkenning í þeirri staðreynd að
gera einn dag á ári að fánadegi
henni til heiðurs. En nauðsynlegt
er að dýpka almennan skilning á
gildi tungunnar. Íslendingar verða
sjálfir að hafa forystu í rann-
sóknum og þróun þekkingar á
menningu sinni og máli, gildi þess í
fortíð, nútíð, og ekki síst framtíð.
Íslenska í Evrópusamstarfi
Mikið er nú rætt um hugsanlega
aðild að Evrópusambandi, íslensk
króna sé ekki lengur nothæfur
gjaldmiðill, og nauðsynlegt sé að
treysta frekar erlent samstarf á
efnahagssviðinu. En þótt krónu
yrði kastað kemur ekki til greina
að kasta tungunni. Vilji okkar er
skýr hvað það varðar, og dæmin
sanna að aðild að Evrópusambandi
ógnar ekki þjóðtungum. En eigi að
síður er að mörgu að hyggja varð-
andi íslenskt mál ef gengið yrði til
samninga við Evrópusambandið.
Hvernig yrði staða íslenskrar
tungu skilgreind innan sambands-
ins? Hvaða sýn höfum við á gildi
hennar sem menningarverðmætis?
Á fyrri hluta tutt-
ugustu aldar, þegar Ís-
land nútímans var að
móta sér menning-
arlega sjálfsmynd,
varð til hinn „íslenski
skóli“ í túlkun á forn-
bókmenntum okkar.
Þessi skóli, þar sem í
forsvari voru menn á
borð við Sigurð Nordal
og Einar Ólaf Sveins-
son, dýpkaði skilning á
eðli íslenskrar tungu
og bókmennta. Án
verka þessara manna og eldri
brautryðjenda eins og Snorra
Sturlusonar og Arngríms lærða
hefði þekking umheimsins á nor-
rænni og íslenskri menningu á
hverjum tíma verið afskræming á
fáránlegum víkingafrásögnum, of-
urmennskudýrkun og eldgos-
afréttum.
Skilningurinn á íslenskri menn-
ingu og sögu kemur ekki utan frá;
hann kemur frá okkur sjálfum.
Þetta á ekki síður við um íslenskt
mál í samtímanum, einkenni þess,
eðli og gildi fyrir þjóðlífið. Tungan
lifir í samfélaginu; ekki dugir að
fara með hana sem ósnertanlegan
dýrgrip og setja hana á safn. Það er
hlutverk Stofnunar Árna Magn-
ússonar í íslenskum fræðum og Há-
skóla Íslands að hafa forystu um
rannsóknir á íslenskri tungu og
bókmenningu, og ber þá ekki síður
að hyggja til framtíðar, rannsaka
aðstæður tungunnar og þróun sem
haft getur áhrif á viðgang hennar.
Árnastofnun hefur það hlutverk
meðal annarra að vera skrifstofa
Íslenskrar málnefndar og veita
fræðilega ráðgjöf um þessi málefni.
Hús íslenskra fræða
Og þá er komið að sorgarfrétt-
inni: byggingu húss íslenskra
fræða hefur verið slegið á frest, en
til hafði staðið að verja einum millj-
arði króna af söluandvirði Símans
til að reisa myndarlega byggingu
utan um Stofnun Árna Magn-
ússonar og starfsemi Háskóla Ís-
lands á sama sviði. Skyldi húsið
vera eins konar gjöf til Háskólans í
tilefni af hundrað ára afmæli hans
2011. Húsið átti að skapa verðugar
aðstæður til rannsókna á íslenskri
málmenningu fyrr og síðar, en hin
nýja Stofnun Árna Magnússonar í
íslenskum fræðum varð til við sam-
einingu fimm stofnana sem áður
störfuðu hver á sínum stað. Til þess
að nýta að fullu þau samlegðaráhrif
sem sameiningunni fylgja hefur
verið talið nauðsynlegt að starf-
semin verði undir einu þaki. Miklar
vonir voru bundnar við þetta hús,
og í samkeppni komu fram margar
góðar tillögur. Sú tillaga sem hlut-
skörpust varð er glæsileg bygging,
hönnuð af Hornsteinum arkitekt-
um.
Því miður mun frestun bygging-
arinnar um hríð gera starf á þessu
sviði erfiðara en vonir höfðu staðið
til. En það verður á næstu miss-
erum sérstakt verkefni forsvars-
manna Stofnunar Árna Magn-
ússonar og Háskóla Íslands að
berjast fyrir því að þetta mynd-
arlega hús rísi sem fyrst, þótt ein-
hver frestun verði vegna erfiðs ár-
ferðis.
Íslensk tunga
á nýjum tímum
Kristján Árnason
skrifar um stöðu ís-
lenskunnar í al-
þjóðasamfélagi
Kristján Árnason
»Huga þarf að stöðu
íslensku í Evrópu-
samstarfi og móta
stefnu.
Höfundur er prófessor í íslenskri
málfræði við Háskóla Íslands.
ÞAÐ er almenn og
góð regla í viðskiptum
að lán vegna einstakra
fjárfestinga séu í sömu
mynt og reiknað er
með að gefi tekjur af
fjárfestingunni í fram-
tíðinni. Þetta er gert
til að minnka áhættu.
Þannig er skynsamlegt að lán af
húsinu þínu á Íslandi séu í íslensk-
um krónum. Ef þú átt íslensk hluta-
bréf er einnig skynsamlegt að lán
vegna þeirra séu í íslenskum krón-
um, því þú munt væntanlega selja
bréfin fyrir íslenskar krónur í fram-
tíðinni. Sama má segja um lán vegna
bifreiðakaupa á Íslandi. Það er
öruggara að hafa þau í íslenskum
krónum þó kannski megi með góð-
um vilja réttlæta að hafa þau í er-
lendri mynt að einhverju leyti, því
þú getur jú flutt bílinn úr landi og
selt hann þar fyrir erlendan gjald-
eyri.
Á undanförnum árum hafa fjöl-
margir freistast til að brjóta þessa
reglu. Freistingin hefur verið mikil
því vextir á íslenskum krónum hafa
verið mjög háir en vextir af erlendri
myntkörfu mun lægri. Einnig þóttu
lengi vel góðar líkur á að krónan
héldist sterk vegna viðvarandi
áhuga útlendinga að nýta sér þessa
háu íslensku vexti í ljósi mikilla
framkvæmda á Íslandi og góðs hag-
vaxtar. Margir féllu fyrir freisting-
unni. Almenningur tók myntkörful-
án fyrir húsinu og bílnum og
fjárfestar keyptu íslensk hlutabréf
og heilu fyrirtækin með erlendum
lánum.
Áhættan ekki lengur
réttlætanleg
Kjalar hf á eingöngu hlutabréf í
íslenskum fyrirtækjum. Á árinu
2007 tók Kjalar þá áhættu að fjár-
magna þessi íslensku hlutabréf að
stórum hluta með lánum í erlendri
mynt. Segja má að
þarna hafi Kjalar tekið
þá áhættu að veðja á
sterka krónu. Í árs-
byrjun 2008 ákvað Kjal-
ar svo að of mikil
áhætta væri tekin með
því að hafa lánin í er-
lendri mynt og var lán-
unum breytt að mestu í
íslenskar krónur með
umræddum gjaldmiðla-
skiptasamningum. Við
óttuðumst að íslenskt
hagkerfi fengi harða
lendingu með tilheyrandi gengisfalli
krónunnar. Slíkt hefði eyðilagt efna-
hag Kjalars og því var ekki réttlæt-
anlegt að taka slíka áhættu lengur.
Því miður höfðum við rétt fyrir okk-
ur. Í þessari ákvörðun fólst engin
spákaupmennska eða stöðutaka
gegn íslensku krónunni. Þvert á móti
töldum við einfaldlega ekki verjandi
að taka þessa áhættu lengur. Við
vorum því reiðubúnir að greiða háa
íslenska vexti til að losna við þá
áhættu að eigið fé Kjalars þurrkaðist
út ef krónan veiktist verulega.
Því skal svo haldið til haga að
krónan veiktist ekki vegna gjaldeyr-
isskiptasamninga sem gerðir voru í
upphafi árs 2008. Krónan veiktist
vegna veikingar efnahagslífsins, sem
átti sér fjölþættar forsendur, og
áhuga útlendinga á að komast út úr
íslensku hagkerfi. Krónan hrundi
svo endanlega við fall íslensku bank-
anna.
Unnið af heilindum
Allar varnir Kjalars voru unnar af
heilindum með Kaupþingi og Glitni.
Forsvarsmenn Kjalars fagna því að
tilurð samninganna við þessi fjár-
málafyrirtæki verði rannsökuð enda
leikur enginn vafi á að til þeirra var
stofnað á eðlilegum forsendum.
Það er misskilningur að lífeyr-
issjóðir sitji nú eftir með sárt ennið
vegna veikingar krónunnar. Á sama
hátt og Kjalar var að verja sitt eigið
fé, vörðu lífeyrissjóðirnir erlendar
eignir fyrir rýrnun í íslenskum krón-
um. Þeir eiga áfram sínar erlendu
eignir og hafa engu tapað vegna
fallsins því erlendu eignirnar hafa
hækkað í krónum. Þeir hefðu vissu-
lega hagnast meira ef þeir hefðu
ekki gert viðkomandi samninga, en
þá hefðu þeir reyndar verið að taka
áhættu því endanleg skuldbinding
þeirra er við íslenska lífeyrisþega í
íslenskum krónum. Það er jafn-
framt ekki rétt að sjávarútvegurinn
sé almennt að tapa á þessarri veik-
ingu. Þegar krónan veiktist á vor-
mánuðum 2008, ákváðu mörg sjáv-
arútvegsfyrirtæki að gera
gjaldmiðlaskiptasamninga til að
tryggja sér sölu sinna afurða á góðu
gengi eitthvað fram í tímann, því
gengið þótti sjávarútveginum hag-
stætt. Sumir tóku meiri áhættu en
aðrir í þeim efnum og þurfa nú að
búa við vorgengið í sínum rekstri
eitthvað fram í tímann. Þeir njóta
þess ekki strax að krónan er orðinn
enn hagstæðari fyrir sjávarútveginn
en þegar samningarnir voru gerðir.
Lendir ekki á íslensku þjóðinni
Kjalar telur sig hafa orðið fyrir
skaða vegna vanefnda gamla Kaup-
þings á umræddum gjaldmiðla-
skiptasamningum, eins og víða hef-
ur komið fram. Kjalar mun krefjast
þess að gamla Kaupþing bæti þetta
tjón. Þær bætur munu aldrei lenda
á íslensku þjóðinni enda er íslenska
ríkið ekki ábyrgt fyrir gamla Kaup-
þingi. Þessi kröfugerð mun líklega
enda fyrir íslenskum dómstólum. Í
réttarríki er það eðli dómstóla að
meta réttmæti kröfu óháð upphæð
hennar.
Lán og varnir – Agnesi svarað
Hjörleifur Jak-
obsson skrifar í til-
efni greinar
Agnesar Bragadótt-
ur í Mbl. í gær
» Við óttuðumst að ís-
lenskt hagkerfi fengi
harða lendingu með til-
heyrandi gengisfalli
krónunnar. Slíkt hefði
eyðilagt efnahag Kjal-
ars og því var ekki rétt-
lætanlegt að taka slíka
áhættu lengur.
Hjörleifur Jakobsson
Höfundur er forstjóri Kjalars hf.
FRAMSÓKN-
ARFLOKKURINN
sprettur úr sam-
vinnuhreyfingu sem
beitti sér fyrir því að
efla samtakamátt
þjóðarinnar. Skýtur
því skökku við að
hann virðist oft loga í flokkadrátt-
um og skæruhernaði. En ekki er
allt sem sýnist. Ég hef ekki orðið
var við annað en eindrægni og
samstöðu um að efla Framsókn-
arflokkinn á fundum mínum með
flokksmönnum vegna framboðs
míns til formanns flokksins.
Ég hef kosið að haga framboði
mínu í samræmi við það. Ég hef
kynnt mín baráttumál, mína per-
sónu og reynslu, ekki síst úr
stjórnmálum, bæði á fundum, í
viðtölum og á heimasíðu minni, og
lýst því yfir að ég sé fús til sam-
starfs við aðra frambjóðendur sem
sækjast eftir sæti í forystu flokks-
ins; einhverjir hafa talað um sögu-
legar sættir þó að ég kannist ekki
við að nokkur sá ágreiningur hafi
verið uppi sem þurfti að sætta.
Með samvinnu og samstöðu eru
okkur framsóknarmönnum allir
vegir færir.
Málsvari breytinga
Ég býð mig fram til formanns
Framsóknarflokksins sem mál-
svari breytinga og endurnýjunar í
krafti skýrrar stefnu.
Ég hef fylgt flokknum
að málum í tvo ára-
tugi og á þeim tíma
unnið með flestum
sem framsóknarmenn
og flokksforystan
hafa valið til trún-
aðarstarfa og æðstu
embætta. Án þess
lærdómsríka en
stundum harða skóla
vildi ég ekki vera nú
þegar ég sækist eftir
formannsembættinu í
flokknum því að þannig hef ég
kynnst sigrum og ósigrum, fram-
förum og afturförum, samstöðu og
ágreiningi, og lært bæði af því
sem hefur heppnast vel og heppn-
ast miður. Enginn einn maður
sameinar stjórnmálaflokk. Flokks-
menn sameinast um málefni og
þeir sameinast um formann sem
þeir treysta til að framfylgja
stefnunni. Formaður á að vera
kjölfesta á markvissri siglingu,
ekki stafnskraut á stjórnlausu
reki.
Sögulegt tækifæri
Persónulegar væringar og átök
um völd, þar sem enginn raun-
verulegur málefnaágreiningur er
fyrir hendi, veikja aðeins innviði
flokksins. Framsóknarflokkurinn
hefur tækifæri á flokksþingi sínu
nú í janúar til að taka forystu í ís-
lenskum stjórnmálum, verða fyrsti
flokkurinn sem svarar kallinu um
nýjar og lýðræðislegar aðferðir,
fagleg vinnubrögð framar flokks-
pólitískum og varðstöðu um hags-
muni heimilanna í landinu. Þetta
tækifæri okkar framsóknarmanna
er sögulegt. Mætum því til flokks-
þingsins með opnum huga. Látum
málefnin ráða ákvörðunum okkar
á þinginu svo að hagur flokksins
og hagur almennings fari saman. Í
því efnahagsöngþveiti sem ríkir er
krafist trúverðugrar stefnu,
lausna sem duga og traustra for-
ystumanna.
Opin stjórnsýsla
Að þessu mæltu lýsi ég mig
reiðubúinn, hvar og hvenær sem
er, til að standa skil á þeim upp-
lýsingum sem krafist er af þing-
mönnum Framsóknarflokksins um
hagsmuni og eignir í fyrirtækjum,
sjóðum og fasteignum. Það er eðli-
legt að formannsframbjóðendur
uppfylli sömu skilyrði. Krafan um
gegnsæja, heiðarlega og opna
stjórnsýslu er sjálfsögð. Best fer á
því að þeir sem gera tilkall til
æðstu metorða í stjórnmálaflokk-
um hafi þá kröfu að leiðarljósi. Ég
geri það.
Samvinna og samstaða
Páll Magnússon
skrifar um Fram-
sóknarflokkinn og
framboð sitt til for-
ystu
»Enginn einn maður
sameinar stjórn-
málaflokk. Flokksmenn
sameinast um málefni
og þeir sameinast um
formann sem þeir
treysta til að framfylgja
stefnunni.
Páll Magnússon
Höfundur er bæjarritari í Kópavogi
og býður sig fram til formanns Fram-
sóknarflokksins
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni