Morgunblaðið - 12.01.2009, Qupperneq 24
24 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009
KOSNING nýs formanns Fram-
sóknarflokksins er framundan. Við
kjósum nú nýja forystu við upphaf
nýrra tíma í ís-
lensku samfélagi,
en ekki síður er
kosningin til þess
fallin að marka
upphaf end-
urreisnar Fram-
sóknarflokksins
ef vel tekst til. Í
þessum efnum
treysti ég unga
alþingismann-
inum og lög-
manninum Höskuldi Þórhallssyni
best til þess að taka við kyndlinum
enda hefur hann þegar getið sér
gott orð á vettvangi þjóðmálanna
sökum drengskapar, atorkusemi og
sáttfýsi. Höskuldur er ekki bundinn
á klafa fortíðar.
Ég hef þekkt Höskuld nokkuð
lengi og sá hann snemma, sökum
atorkusamra starfa á sviði félags-
mála, sem gott leiðtogaefni fyrir
Framsóknarflokkinn. Hann er mik-
ill félagsmaður og er samvinnu-
hugsjónin í sannri merkingu þess
orðs í blóð borin. Hann hefur ríkan
skilning á hagsmunum fjölskyldu
og atvinnulífs og hefur sýnt með
málflutningi sínum á Alþingi að
hann nær vel til pólitískra andstæð-
inga sinna úr ræðustól þingsins.
Það er besta leiðin til árangurs í
sérhverju máli. Ég tel Höskuld tví-
mælalaust besta kostinn sem leið-
toga þeirrar uppbyggingar sem
framundan er í Framsókn-
arflokknum. Nú er lag. Kjósum
Höskuld Þórhallsson formann
Framsóknarflokksins á komandi
flokksþingi.
BJÖRN SNÆBJÖRNSSON.
Höfundur er formaður
fulltrúaráðs
framsóknarfélaganna á Akureyri.
Höskuldur leiði upp-
stokkun í Framsókn
Frá Birni Snæbjörnssyni
Björn
Snæbjörnsson
BRÉF TIL BLAÐSINS
Í 79 ÁR hafa efstu
menn á lista Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík
verið í svonefndum
„öruggum sætum“ í
kosningum. Þannig er
þetta hjá stóru flokk-
unum í hverjum kosn-
ingum. Nú er svo kom-
ið að meirihluti
þingmanna er í þessum
„öruggu sætum“ við hverjar kosn-
ingar og í raun geta kjósendur engu
breytt um það. Útstrikanir kjósenda
hafa í mesta lagi fært menn til án
þess að fella þá af þingi. Á kosn-
inganótt hefur yfirleitt aðeins verið
spenna varðandi frambjóðendur neð-
ar á listunum, t.d. hvort Mörður
Árnason eða Ellert Schram eru inni
eða úti. Flokkarnir ráða sjálfir hvaða
aðferð þeir nota til að velja í þessi
„öruggu sæti.“ Afleiðingarnar blasa
við í flokksveldi og ofríki fram-
kvæmdavaldsins, sem hefur áratug-
um saman lýst sér í því sem kallað
hefur verið að „handjárna“ þingmenn
fyrir flokkana og ríkisstjórnina í at-
kvæðagreiðslum á Alþingi.
Þingið er viljalaus afgreiðslu-
stofnun ríkisstjórnar sem er rúin
trausti kjósenda. Prófkjör eru galla-
gripir og flótti frá eina raunverulega
lýðræðinu sem aðeins getur farið
fram í einrúmi kjósandans í kjörklef-
anum. Það er í valdi þingmanna
sjálfra að hefja breytingar á þessu
með sáraeinföldum breytingum á
kosningalögum sem gætu tekið gildi
strax í næstu kosningum. Sem dæmi
má nefna þá einföldu lausn að flokk-
arnir stilltu að vísu upp listum sínum
sem lið í kynningu stefnu sinnar og
mannvals, en að öðru leyti hefði þessi
uppröðun ekkert vægi eða í mesta
lagi mjðg lítið, heldur gilti um það
vilji kjósendanna sjálfra sem hefðu
úrslitavald um röðun þingmanna með
því að raða sjálfir á listann í kjörklef-
anum. Þar með gæti enginn fram-
bjóðandi verið „öruggur“ heldur yrði
að hafa beint traust þeirra sem kjósa
hann.
Forseti landsins kallaði eftir auknu
lýðræði í nýársávarpi sínu. Forsætis-
ráðherra talaði í ávarpi sínu um að
stjórnmál snerust um traust kjós-
enda á fulltrúum sínum á þingi. Samt
er hér við lýði kosingafyrirkomulag
þar sem kjósendur fá í
raun ekki tækifæri til að
láta traust sitt eða
vantrú í ljós á þeim sem
eru í framboði heldur
aðeins að krossa við
flokkana. Flokksveldi
stóru flokkanna hefur
auk þess fengið það í
gegn að flokkur fái ekki
þingfylgi í samræmi við
kjörfylgi, fái jafnvel
engan þingmann þótt
hann hafi kjörfylgi til
allt að þriggja þingmanna. Um þess-
ar mundir mælast Frjálslyndir og Ís-
landshreyfingin með 4% fylgi hvor
flokkur. Þetta samsvarar 16 þúsund
kjósendum, næstum því jafnmörgum
kjósendum og kusu samtals í Norð-
vesturkjördæmi 2007. En 5% reglan
svonefnda myndi svipta þessa 16 þús-
und kjósendur þingfylgi nema flokk-
arnir fengju kjördæmakjörna þing-
menn. Til þess þarf hins vegar miklu
hærri prósenttölu í hverju kjördæmi.
Myndu kjósendur í Norðvest-
urkjördæmi una því að fá engan
mann kjörinn á þing? Svona hár
þröskuldur er aðeins í Tyrklandi,
Rússlandi og Þýskalandi. Íslenski
þröskuldurinn er tvöfalt hærri en í
flestum nágrannalöndum okkar þar
sem þingmenn eru miklu fleiri og því
miklu meiri „hætta“ á að framboð
með innan við 1% fylgi fengju þing-
menn.
Ráðamenn guma mikið af lýðræð-
inu sem hér ríki þótt við blasi stór-
kostlegur lýðræðishalli, sem Bjarni
Harðarson lýsti vel í grein hér í
blaðinu. Persónukjör og afnám ólýð-
ræðislegs þröskuldar á fylgi væri ein-
föld aðgerð til að hefja sókn til aukins
lýðræðis, svo einföld og auðveld að-
gerð, að þeir, sem vilja standa gegn
slíku sýna að þeir meina ekkert með
lýðræðishjali sínu.
Burt með „öruggu
sætin“ strax í
næstu kosningum
Ómar Ragnarsson
fjallar um kosn-
ingar og lýðræði
Ómar Ragnarsson
» Það er auðvelt að
byrja á upptöku per-
sónukjörs og virks lýð-
ræðis strax í næstu
kosningum. Aðeins þarf
sáraeinfaldar breyt-
ingar á kosningalögum.
Höfundur er formaður Íslands-
hreyfingarinnar – lifandi lands.
Í STAKSTEINUM
Morgunblaðsins á
gamlársdag var það
gagnrýnt að undirrituð
hefði ekki greitt at-
kvæði með orkusölu-
samningi til álvers í
Helguvík og var látið að
því liggja að um póli-
tískan vindhanagang
væri að ræða í afstöðu
Samfylkingar. Afstaða mín til orku-
sölu til álvers í Helguvík hefur ekkert
breyst. Í júní árið 2006 var ég vara-
formaður stjórnar Orkuveitunnar
þegar viljayfirlýsing um raforkusölu
til álvers í Helguvík kom til afgreiðslu
stjórnar. Þá eins og nú voru það
fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks sem einir samþykktu
viljayfirlýsinguna. Þrátt fyrir að
Reykjavíkurlistinn væri á þessum
tíma í meirihluta. Meðal annars kem-
ur fram í bókun sem ég lagði þá fram:
„Óskað er eftir upplýsingum um áhrif
hugsanlegra virkjanaframkvæmda á
efnahag Orkuveitu Reykjavíkur, sér-
staklega eiginfjárhlutfall fyrirtæk-
isins til lengri tíma og meðan á fram-
kvæmdum stendur. Þessi áhrif verði
skoðuð í samhengi við önnur fjárfest-
ingaráform fyrirtækisins svo sem
lagningu ljósleiðara. Hvar liggja þol-
mörk fyrirtækisins í fjárfestingu?“
Fjárfestingaþol
Segja má að þessari spurningu hafi
nú verið sjálfsvarað og að fyrirtækið
sé eins og staðan er í dag nálægt sín-
um þolmörkum í fjárfestingum.
Gengisvísitalan í lok árs endaði í 217,
það þýðir að eiginfjárhlutfall OR við
lok árs er 16-17%. Það er því ljóst að
við þessar aðstæður geta verulegar
lántökur verið fyrirtækinu hættu-
legar og því mikilvægt að fara var-
lega í sakirnar. Einnig er nauðsyn-
legt að hafa í huga að vegna ábyrgðar
sveitafélaganna sem eiga OR getur
fjárhagsstaða OR haft
áhrif á þau lánskjör sem
Reykjavíkurborg bjóð-
ast.
Áhættudreifing
Gangi samningurinn
um raforkusölu til ál-
vers í Helguvík eftir
hefur OR bundið alla
orku sem hugsanlega
fæst við 5. og 6. áfanga á
Hellisheiði, auk virkj-
ana í Hverahlíð og Grá-
hnjúkum til álfram-
leiðslu. Auk þess sem
samningurinn felur í sér viljayfirlýs-
ingu um 75 MW til viðbótar sem óvíst
er hvaðan eiga að koma. Samn-
ingnum fylgir því binding á nánast
allri fyrirsjáanlegri orku næstu ára-
tugi til eins álvers. Stjórn OR hefur
lýst vilja sínum til að dreifa áhættu
með því að huga að sölu til fjölbreytt-
ari orkukaupanda en álframleiðanda.
Orkusölu sem sveiflaðist þá ekki með
heimsmarkaðsverði á áli, sem nú er
raunar í sögulegu lámarki. Meirihluti
stjórnar Orkuveitunnar bókaði meðal
annars á stjórnarfundi 13.mars 2008:
„Meirihluti stjórnar OR telur tíma-
bært að huga að fjölbreyttari kostum
í heildsölu á raforku til stórkaupenda,
ekki síst á grundvelli áhættudreif-
ingar í rekstri og með tilliti til um-
hverfissjónarmiða“ Rétt er að taka
fram bæði Kjartan Magnússon og
Júlíus Vífill Ingvarsson stóðu að
þessari bókun en báðir sitja enn í
stjórn OR sem fulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins og greiddu því atkvæði
sitt á síðasta fundi stjórnar OR að
binda alla fyrirsjáalega orkuöflun
Orkuveitunnar í sölusamningi til eins
álvers. Áhættudreifing í rekstri og
umhverfissjónarmið virðast þannig
ekki vera þeim félögum eins hug-
leikin og áður. Kannski er skýringin
sú að framsóknarmaður gegnir nú
stjórnarformennsku í OR en það virð-
ist hafa mjög örvandi áhrif á álvers-
hneigð sjálfstæðismanna.
Ekki fæst séð að mikið hafi legið á
að loka þessum samningi um aukna
raforkusölu til álvers í Helguvík,
enda allar framkvæmdir OR að frest-
ast. Ekki er nóg með að gengisfall ís-
lensku krónunnar hafi leikið fyr-
irtækið grátt heldur hafa öll erlend
framkvæmdalán fyrirtækisins verið
fryst í kjölfar hruns bankanna. Rétt
er að taka fram að ástæða þess að lán
til OR fást ekki afgreidd er fyrst og
fremst sögð ótti við efnahags-
umhverfið á Íslandi, en ekki vantrú á
verkefnum OR, arðsemi þeirra eða
mati á möguleikum fyrirtækisins til
að greiða lánin aftur. Erlendir lán-
veitendur vilja sjá hvernig íslenskum
stjórnvöldum gengur að vinna sig út
úr þeirri fjármála- og efnahags-
kreppu sem hér hefur knúið dyra áð-
ur en frekari lán fást afgreidd til fyr-
irtækisins. Vegna þessa ástands í
efnahagsmálum hafa lánveitendur
OR meðal annars sett fram áður
óþekktar kröfur um ríkisábyrgð á
lánum til Orkuveitunnar. Þessi krafa
hefur verið rædd við ríkisstjórnina og
Orkuveitan fengið afsvar um að slík
ábyrgð komi til greina. Samfylkingin
hefur árum saman fylgt sömu ábyrgu
orkunýtingarstefnunni, þar sem um-
hverfissjónarmið, eðlileg áhættu-
dreifing og metnaður til að styðja við
fjölbreyttan iðnað hafa varðað leiðina.
Þegar kemur að málefnum Orkuveit-
unnar blakta hinsvegar pólitískir
vindhanar frjálslega í Sjálfstæð-
isflokknum þar sem afstaða þeirra
hringsnýst á öllum lykilsviðum í
rekstri og stefnu fyrirtækisins.
Pólitískir vindhanar
Sigrún Elsa
Smáradóttir skrifar
um rekstur og
stefnu OR
» Skýrir það sinna-
skiptin að framsókn-
armaður gegnir nú
stjórnarformennsku í
OR en það virðist hafa
mjög örvandi áhrif á ál-
vershneigð sjálfstæð-
ismanna
Sigrún Elsa
Smáradóttir
Höfundur er borgarfulltrúi og situr í
stjórn Orkuveitunnar.
NÚ ER árið 2009
gengið í garð, og að
baki er eitt viðburðarík-
asta ár sem við mörg
okkar höfum upplifað.
Hrun efnahagslífsins
með tilheyrandi usla og
komandi niðursveiflu.
Án þess að vilja vera of
svartsýnn er það nokk-
uð ljóst að árið 2009
verður erfitt ár og á margt eftir að
koma í ljós og róðurinn eftir að þyngj-
ast. Hátt í 7% niðurskurður blasir við
á Landspítalanum einum sem mun
falla þungt á starfsfólk og sjúklinga.
Til þess að fá smáinnsýn í tölurnar
má segja að um 7% niðurskurður
jafnist á við að allt bráðasvið spítalans
yrði lagt niður eins og það leggur sig.
Nú mæðir mikið á starfsfólki og í
vændum er gífurlegt álag sem fylgir
þeirri „hagræðingu“ sem stjórn-
endum spítalans er gert að fara í. Yf-
irvinnubann er í gildi og ljóst að eðli-
leg starfsmannavelta verður að öllum
líkindum stöðvuð og ekki ráðið í þær
stöður sem kunna að losna. Jafnframt
má búast við að slíkum niðurskurði
fylgi á endanum uppsagnir og ekkert
vitað um hvaða starfsstétt gæti orðið
harðast úti.
Í árferði sem þessu er mikilvægt að
hafa gott bakland. Bakland sem styð-
ur við bakið á sínu fólki og berst með
því. Við sjúkraliðar eigum bakland
sem dáðst er að, félagið okkar,
Sjúkraliðafélag Íslands. Nú reynir á
okkur að standa saman, vinna okkur
saman út úr þeim hremmingum sem
ríða yfir þjóðina, ekki síst í þeim at-
vinnugeira sem við flestöll tilheyrum.
Með því að standa sam-
an þéttum við og styrkj-
um baklandið. Með öfl-
ugri samstöðu höfum
við í höndunum afl sem
ekkert fær staðist. Með
þrautseigju og sam-
vinnu getum við komist
í gegnum þessa tíma og
takmarkað þann skaða
sem hlýst af því stjórn-
leysi sem ríkt hefur í
landinu og fjármálalífi
þess síðustu ár.
Við, heilbrigðisstarfs-
menn, þekkjum ekki góðærið. Við er-
um vön kreppu og kunnum, betur en
margir aðrir, að vinna við aðstæður
þar sem alltaf er skorið við nögl. Við
fengum aldrei að upplifa þessa tíma
sem menn hafa talað um sem gullald-
arárin í þessu litla samfélagi okkar.
Við þekkjum orðið „niðurskurður“.
Það hefur alla tíð verið okkar vinnu-
árferði þótt nú sé það þurrara og mol-
dugra en áður.
Þeir sjúkraliðanemar sem nú eru
við nám og eiga jafnvel stutt eftir í út-
skrift útskrifast að öllum líkindum
inn í umhverfi sem enginn vill sjá í ís-
lensku heilbrigðiskerfi. Umhverfi
sem undirritaður blessunarlega
komst hjá að útskrifast inn í. Um-
hverfi þar sem ekki er lengur sjálf-
sagt að fá vinnu hvar sem maður vill
og hefur áhuga á. Umhverfi þar sem
erfiðara er að fá vinnutíma sem hent-
ar og möguleikarnir á aukavinnu fara
minnkandi með degi hverjum. Því er
brýnt að baklandið taki vel utan um
þessa nema og berjist af krafti fyrir
tilvist þeirra inni í íslenska heilbrigð-
iskerfinu.
Við þurfum, saman, að vinna með
breyttum áherslum. Nú verða kjara-
samningar brátt lausir og alls óvíst
hvað verður. Nú verður að halda rétt
á spöðunum, eins og reyndar félagið
hefur alltaf gert, en nú þarf að bæta í
kraftinn, spýta í lófana og blása í segl-
in. Ég vil því hvetja ykkur öll til þess
að taka þátt í baráttunni, láta í ykkur
heyra og standa þétt við bak hvert
annars. Sjúkraliðafélag Íslands er
kjörinn vettvangur fyrir okkur að
bera saman bækur okkar, krækja
saman höndum og ganga fylktu liði í
gegnum þessa erfiðleika. Jafnvel þótt
ganga þurfi á móti straumnum og
vaða svaðið upp í mitti.
Stofnun ungliðadeildar Sjúkraliða-
félags Íslands er ráðgerð 22. janúar
næstkomandi og tel ég að það hafi
aldrei átt meiri rétt á sér en nú. Þar
skapast kjörið tækifæri til þess að
styrkja grunnstoðir baklandsins. Ég
hvet alla unga sjúkraliða og sjúkra-
liðanema til þess að vera með frá upp-
hafi. Það er ykkar hagur og stétt-
arinnar í heild. Nánar má sjá
kynningu á deildinni á bloggsíðunni
http://www.unglidadeild.blogcent-
ral.is.
Samstaða er afl sem ekkert fær
staðist. Tökum höndum saman,
stöndum vörð um heilbrigðiskerfið og
tilvist okkar innan þess.
Til sjúkraliða
Birkir Egilsson
skrifar um kjara-
baráttu sjúkraliða
»Nú verður að halda
rétt á spöðunum,
eins og reyndar félagið
hefur alltaf gert, en nú
þarf að bæta í kraftinn,
spýta í lófana og blása í
seglin.
Birkir Egilsson
Höfundur er sjúkraliði.