Morgunblaðið - 12.01.2009, Side 26

Morgunblaðið - 12.01.2009, Side 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009 ✝ Jóhanna Ingv-arsdóttir Norð- fjörð fæddist í Reykjavík hinn 10. júní 1911. Hún and- aðist á Hrafnistu í Reykjavík hinn 30. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðbjörg Þorsteinsdóttir hús- freyja, f. á Ragnheið- arstöðum í Gaulverja- bæjarhreppi 22.10. 1882, d. 18.4. 1947, og Ingvar Þorsteinsson bókbindari, f. á Reykjum á Skeiðum 26.5. 1882, d. 26.11. 1918. Bróðir Jó- hönnu var Þorsteinn bakarameist- ari í Reykjavík, f. 12.3. 1908, d. 11.3. 1974, kvæntur Bergljótu Helgadótt- ur húsmóður, f. 17.7. 1906, d. 14.11. 1963. Hálfsystir Jóhönnu, samfeðra, var Helga Rósa húsmóðir, f. 2.6. 1915, d. 3.2. 1996, gift Oliver Krist- jánssyni bifreiðastjóra, f. 10.6. 1913, d. 17.3. 2005. Jóhanna giftist 7.6. 1930 Skarp- héðni Jónssyni bifreiðastjóra, f. á Þingvöllum 16.2. 1907, d. 18.2. 1990. Foreldrar hans voru Steinunn Jóns- dóttir húsfreyja, f. 3.4. 1886, d. 15.7. 1942, og Jón Guðmundsson ökumað- ur, f. 10.10. 1867, d. 21.2. 1952. Jó- hanna og Skarphéðinn bjuggu sín hjúskaparár á Njálsgötu 29b í Reykjavík en þau skildu árið 1942. Þau eignuðust tvö börn sem eru: A) Ingibjörg, fv. gjaldkeri hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar, f. 30.10. 1931, gift Inga Sigurjóni Guð- mundssyni, fv. verkstjóra, f. 15.1. 1933. Þau eiga saman fjögur börn sem eru: 1) Haukur Skarphéðinn, f. 10.7. 1960, maki Marian Ingason Carlén, f. 9.10. 1951. Börn Hauks eru Páll Ingi, f. 1978, móðir Sig- urlaug B. Pálsdóttir Gröndal, og Linda Rún, f. 1992, móðir Gunn- hildur Gyða Friðgeirsdóttir. 2) Guð- mundur Birgir, f. 16.1. 1962, maki Ingunn Ólafsdóttir, f. 10.7. 1963. Börn þeirra eru Ólafur Ingi, f. 1986, Árni Birgir, f. 1989, og Guðrún Anna, f. 1996. 3) Ásgeir Þór, f. 8.5. 1965, börn hans og fv. maka, Mar- grétar Elínar Þórðardóttur, f. 8.2. 1967, eru Halla Margrét, f. 1990, d. 2006, og Unnar Freyr, f. 1994. 4) Linda Björk, f. 26.5. 1967, maki Ólafur Björn Björnsson, f. 2.9. 1971. Börn þeirra eru Ásbjörn, f. 1996, Benedikta Ýr, f. 2001, Friðrik Ingi, f. 2001, og Margrét Birna, f. 2002. Fyrir átti Ingibjörg dótturina Jó- hönnu Jóhannsdóttur, f. 6.7. 1951, faðir Jóhann Helgi Ísfjörð. Maki hennar er Guðmundur Óli Krist- insson, f. 2.10. 1952. Börn þeirra eru a) Ingibjörg Sólveig, f. 1971, maki Gísli Elís Úlfarsson, f. 1969, og eiga þau þrjú börn, Jóhönnu Ósk, Ínu Guðrúnu og Gaut Óla. b) Heiðrún, f. 1973, maki Rúnar Már Jónsson, f. 1973, og eiga þau þrjú börn, Ólaf Má, Maríu Katrínu og Harald Má. c) maka, Sólveigu Ingólfsdóttur. Sambýlismaður Heiðdísar er Krist- ján Helgi Benjamínsson, f. 1983, og eiga þau soninn Jón Gunnar Norð- fjörð. Fyrir átti Gréta dótturina Birtu Brynjarsdóttur. 2) Jón Norð- fjörð, f. 19.3. 1966. Synir hans eru Jón Heiðar Norðfjörð, f. 1991, móðir Margrét Kjartansdóttir, og Svavar Árni Norðfjörð, f. 2005, móðir Ragnheiður Björg Svav- arsdóttir. 3) Jóhann Valdemar Norðfjörð, f. 18.8. 1971. Sonur hans er Gunnar Ögri Norðfjörð, f. 2000, móðir Auður Úa Sveins- dóttir. Eiginkona Jóns Halldórs er Ólafía Kristín Guðjónsdóttir hús- móðir, f. 23.1. 1945. Börn þeirra eru: 1) Jóhanna Sólrún Norðfjörð, f. 18.9. 1964, maki Haraldur Páls- son, f. 23.12. 1962. Sonur þeirra er Jón Páll, f. 1999. Börn Jóhönnu með fv. maka, Jóni Þorvaldi Ey- steinssyni, f. 1.2. 1960, eru: Ingi- mundur Norðfjörð, f. 1984, Ólafía Kristín Norðfjörð, f. 1989, og Alda María Norðfjörð, f. 1993. Börn Haraldar eru: Viðar, f. 1981, og Katrín Mist, f. 1989. 2) Guðjón Norðfjörð, f. 22.1. 1970, maki Arna Hansen, f. 19.1. 1970. Börn þeirra eru Ísold Norðfjörð, f. 1996, Nökkvi Norðfjörð, f. 2000, og Ísak Norðfjörð, f. 2004. 3) Jón Að- alsteinn Norðfjörð, f. 27.11. 1980. Sonur hans er Aron Breki Norð- fjörð, f. 2005, móðir Hugrún Birna Bjarnadóttir. Jóhanna missti föður sinn ung og ólst upp við Njálsgötuna í Reykja- vík með móður sinni og Þorsteini bróður sínum sem var henni mjög kær og alla tíð var samband þeirra og fjölskyldna þeirra mikið og ná- ið. Hugur hennar hneigðist snemma að hannyrðum og sauma- skap og innan við tvítugt var hún farin að sníða og sauma fatnað. Til fjölda ára hannaði hún föt og kjóla fyrir fólk og hún lauk meist- araprófi í kjólasaum árið 1951. Hún var heiðursfélagi í Klæðskera- og kjólameistarafélaginu. Árin á Akureyri urðu aðeins tólf en Jón maður hennar lést árið 1957 og þá flutti hún til Reykjavíkur. Árin á Akureyri voru henni alltaf hug- leikin en þar var hún m.a. dugleg við að rækta garðinn sinn og fengu þau hjónin verðlaun fyrir falleg- asta garðinn árið 1955. Eftir að Jó- hanna flutti til Reykjavíkur 1957 stundaði hún ýmis störf meðfram saumaskapnum. Lengst af vann hún við verslunarstörf, m.a. í Guð- rúnarbúð á Klapparstíg, og einnig vann hún á skrifstofu Orlofs- nefndar húsmæðra til fjölda ára. Árið 1975 ákvað Jóhanna að fara á námskeið í listmálun og á 16 til 17 ára tímabili málaði hún um 200 ol- íumálverk sem mörg hver prýða heimili afkomenda hennar, ætt- ingja og vina. Hún var virkur fé- lagi í Sam-Frímúrarareglunni um árabil. Jóhanna bjó í íbúð sinni á Kleppsvegi 62 til ársins 2004 en þá, 93 ára að aldri, flutti hún á Hrafn- istu í Reykjavík þar sem hún bjó síðustu æviárin. Jóhanna verður jarðsungin frá Laugarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jón Steinar, f. 1977, maki Pálína Jóhanns- dóttir f. 1981 og er sonur þeirra Kristinn Hallur. Fyrir átti Jón Steinar dótturina Hildi Bryn- dísi, móðir Ólöf Dröfn Matthíasdóttir. d) Atli Freyr, f. 1985. Fyrir átti Ingi Sigurjón son- inn Hilmar, f. 1954. B) Sverrir Steinar, fv. forstöðumaður hjá Pósti og síma, f. 7.8. 1935, kvæntur Hólm- fríði Þórhallsdóttur ritara, f. 10.4. 1938. Þau eiga þrjú börn sem eru: 1) Örn Steinar, f. 16.9. 1958. Börn Arnar og fv. maka, Sigrúnar Höllu Gísladóttur, f. 30.7. 1958, eru a) Sverrir Örn, f. 1980, maki Catrine D. Hansen, f. 1982, b) Sólveig, f. 1983, maki Agnar Þór Guðmunds- son, f. 1982. Þau eiga soninn Arnar. Fósturdóttir Arnar Steinars, dóttir Sigrúnar Höllu, er Sigurlaug Björg Stefánsdóttir, f. 1975, maki Eiríkur Gunnsteinsson, f. 1973. Dætur þeirra eru Sólveig Halla og Sigrún Emilía. Örn Steinar á dótturina Steinunni Söru, f. 2001, móðir Jóna Guðrún Gísladóttir. 2) Þórhallur, f. 13.5. 1964, maki Jóhanna Lind Jónsdóttir, f. 11.7 1967. Sonur þeirra er Ingi Þór, f. 1998. 3) Svan- hildur, f. 19.9. 1970, maki Dieu- donné Gerritsen, f. 28.8. 1962. Börn þeirra eru Frank, f. 2003, og Erik, f. 2005. Svanhildur átti fyrir dótt- urina Elísu Eir, f. 1997, faðir Hákon Einar Birgisson, og Dieudonné átti dótturina Monique, f. 1985. Árið 1945 kynntist Jóhanna seinni manni sínum, Jóni Aðalsteini Norðfjörð leikara, leikstjóra og bæjargjaldkera á Akureyri, f. þar 30.10. 1904, d. 22.3. 1957. Foreldrar hans voru Álfheiður Einarsdóttir húsmóðir og leikkona, f. 16.6. 1878, d. 4.4. 1950, og Snæbjörn Benedikt Norðfjörð verslunarmaður, f. 27.11. 1878, d. 14.8. 1934. Fósturfaðir Jóns var Halldór Friðjónsson frá Sandi í Aðaldal, f. 7.6. 1882, d. 24.5. 1959. Jóhanna og Jón Aðalsteinn giftu sig hinn 6. október 1945 og hófu búskap í húsi sínu á Ægisgötu 25 á Akureyri. Jóhanna og Jón eignuðust tvo syni, Jón Halldór, fv. framkvæmdastjóra Skipaafgreiðslu Suðurnesja, f. 9.6. 1947, og dreng sem nefndur var Ásgeir Heiðar, f. 6.2. 1951, d. á fæðingardegi. Fyrir átti Jón dótturina Heiðdísi, rithöf- und og fv. læknaritara, f. 21.12. 1940, sem Jóhanna ættleiddi og ól upp frá fjögurra ára aldri. Eig- inmaður Heiðdísar er Gunnar Jó- hannsson bifvélavirkjameistari, f. 20.4. 1935. Synir þeirra eru: 1) Gunnar, f. 26.7. 1961, maki Gréta Matthíasdóttir, f. 15.4. 1964. Þau eiga dótturina Katrínu Sól, f. 2001. Fyrir átti Gunnar dótturina Heið- dísi Norðfjörð, f. 1983, með fv. Elskulega mamma mín mjúk er alltaf höndin þín tárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. Þegar stór ég orðinn er allt það skal ég launa þér. (Sig. Júl. Jóhannesson) Já, þessi orð eiga vel við mömmu- na mína góðu, Jóhönnu Ingvarsdótt- ur, sem ég fékk þegar ég var á 5. ári forðum daga, en þá kom hún inn í líf mitt er hún giftist pabba mínum Jóni Norðfjörð. Hún fór mjög varfærn- islega að mér í upphafi og var ynd- isleg og hlý. Hún sagði mér að ef ég vildi skyldi ég bara kalla sig Hönnu frænku. En áður en leið á löngu spurði ég hana hvort ég mætti ekki frekar kalla hana mömmu, því að all- ar vinkonur mínar ættu sko mömmu. Hún varð glöð við og sagði að sér myndi svo sannarlega þykja vænt um það, og þannig varð hún þessi elskulega mamma sem ég sakna nú og kveð með þakklæti. Hún var alltaf til staðar fyrir mig og heimilið okkar var yndislega fal- legt og hlýtt. Við vorum sannarlega hamingjusöm í Ægisgötunni góðu. Mamma átti tvö börn af fyrra hjónabandi, Ingu og Sverri, og þegar þau komu norður varð ég mjög ánægð með að eignast þessi góðu systkin. Svo eignuðust þau mamma og pabbi hann Nonna litla bróður minn þegar ég var á 7. ári. Nú vorum við orðin stór fjölskylda og lífið var yndislegt. Svo stækkaði fjölskyldan meira þegar Inga eignaðist Jóhönnu og oft var mjög líflegt á heimilinu. En þegar pabbi féll frá í mars 1957, aðeins 52 ára að aldri, breyttist margt. Inga og Sverrir voru þá farin suður til náms og vinnu, við Gunnar trúlofuðum okkur og fórum að búa í Hamarstígnum og mamma og Nonni bróðir fluttu til Reykjavíkur. Samband okkar mömmu var ynd- islegt og mjög náið alla tíð. Hún fylgdist vel með okkur Gunnari og strákunum okkar. Hún kom í heim- sókn til okkar á hverju ári í fjölda- mörg ár og alltaf var það mikið til- hlökkunarefni þegar von var á mömmu og ömmu. Það var líka svo notalegt að koma suður og gista hjá henni sem alltaf tók okkur opnum örmum. Mamma var yndislegur félagi og sannur vinur og við fjölskyldan minnumst hennar með mikilli hlýju og söknuði. Við sendum öllum við- komandi innilegar samúðarkveðjur á sorgar- og saknaðarstundu. Heiðdís og Gunnar á Akureyri. Það er góð tilfinning, nú þegar öldruð móðir mín er fallin frá, að eiga aðeins góðar minningar um hana og öll árin okkar saman. Minningar- brotin frá árunum á Akureyri eru ótrúlega mörg þó að ég hafi verið að- eins 9 ára þegar faðir minn lést árið 1957. Sama ár fluttum við til Reykja- víkur og nýr lífskafli hófst. Fyrir hana var lífið ekki auðvelt á þessum tíma, en hún var ákveðin í að láta hlutina ganga vel. Ég hef oft hugsað til þess hvað hún var drífandi og dug- leg að finna sér verkefni og vinnu. Þannig var hún alla tíð. Það sem ávallt var þó númer eitt var fjöl- skyldan og Þorsteinn bróðir hennar, sem var henni mikil stoð og hans fjöl- skylda. Hún var mjög félagslynd og frændrækin og átti mikið af góðu vinafólki. Ferðalög voru henni mjög hugleikin og var hún víðförul bæði innan lands og utan. Heimsóknir til vina í Ameríku urðu nokkrar. Bal- tika-ferðin með Þorsteini bróður sín- um, sigling hennar og Clöru til Norð- urlanda með Heklunni, ferðin með Gullfossi og fleiri voru henni mjög eftirminnilegar. Árið 1961 réð hún sig á olíuskipið Hamrafell, þá stærsta skip Íslendinga. Ég fór með sem messagutti og við sigldum m.a. til Batumi við Svartahafið og til Aruba í Karíbahafinu. Þetta var mik- ið ævintýri og við rifjuðum þetta oft upp og það var mikið hlegið því margt skemmtilegt gerðist. Árið 1959 keypti mamma íbúð í nýju húsi við Dalbraut og bróðir hennar keypti íbúð í sama húsi eftir að hann varð ekkjumaður 1963. Þau undu hag sín- um vel þarna í nágrenni hvort við annað í nokkur ár, en hann lést árið 1974. Það var henni mikið áfall enda voru þau miklir vinir. Árið 1974 end- urnýjaði hún bílprófið og keypti sér bíl. Hún hafði þá ekki keyrt frá því hún flutti frá Akureyri 17 árum áður. Þarna var hún orðin 63 ára og keyrði eins og herforingi um allt. Hún var mjög ánægð þegar hún kom á nýja bílnum í fyrsta skipti til okkar í Sandgerði. Nokkru síðar fór hún að læra að mála olíumyndir og það var hennar dægradvöl þar til hún var um áttrætt en þá var liðagigt farin að gera henni erfitt fyrir. Hún ákvað að hætta að keyra 83 ára og fór þá að huga að íbúðarskiptum. Hún flutti í nýja íbúð á Kleppsvegi 62 snemma árs 1996 og bjó þar næstu 8 árin eða þar til hún flutti á Hrafnistu í Reykjavík árið 2004. Ævin hennar mömmu var sannar- lega viðburðarík og meðan heilsan leyfði fann hún sér alltaf verkefni. Hún var listakona af Guðs náð. Um það bera verkin hennar glöggt vitni. Hún átti gott skap og góða kímni- gáfu og auðvelt var að ná fram bros- inu hennar. Hún var stálminnug og kunni mikið af ljóðum og vísum sem alltaf var gaman að heyra hana flytja. Guðstrúin var henni mikils virði og hún ræktaði hana vel. Hún tók áföllum af æðruleysi og trúin var henni styrkur. Hún þakkaði Guði fyrir sitt góða líf og í seinni tíð sagði hún oft að hún mætti ekki kvarta því margir ættu erfiðari daga. Hún var ekkja í yfir hálfa öld og var sátt við það því fjölskyldan hennar sem hún unni svo mjög var henni allt. Við er- um mjög þakklát fyrir þann tíma sem við höfðum hana hjá okkur. Guð blessi elskulega móður mína, Jón Norðfjörð. Guð faðir, himnum hærri ert hjarta mínu nærri með ljós á lífs míns vegi og líkn á nótt sem degi. Þú mætir mér að nýju í morgunskini hlýju og heilsar huga mínum með helgum anda þínum. Þetta brot úr ljóði biskupsins, séra Sigurbjörns Einarssonar, finnst mér eiga vel við nú þegar hjartkær tengdamóðir mín og vinkona, Jó- hanna Norðfjörð, er fallin frá. Ég minnist hennar með miklum kærleik og hlýhug. Frá því fyrst ég kynntist henni árið 1963 tókst með okkur mikil og góð vinátta. Hún var alla tíð mjög umhyggjusöm fyrir fólkinu sínu og miðlaði óspart af kærleika sínum og visku. Ég geymi góðar minningar um samverustundir okk- ar og mun njóta þess að segja barna- börnunum mínum frá henni, en þau nutu þeirrar blessunar að fá að kynnast henni og sakna hennar nú sárt. Með orðum í ljóði eftir kæra vin- konu mína, Ingibjörgu Sigurðardótt- ur skáldkonu, vil ég kveðja mína hjartkæru tengdamóður, sem nú hvílir í náðarfaðmi Drottins vors. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. Ólafía Kristín. Með örfáum orðum langar mig að minnast elsku ömmu minnar. Amma var alla tíð mjög glæsileg, húmoristi og mjög skemmtileg. Ég fékk að njóta þeirra forréttinda að alast upp að hluta til hjá ömmu og afa fyrstu árin. Þá bjuggum við á Ak- ureyri. Hjá þeim átti ég öruggt skjól og einnig bjuggu þar yngri systkini mömmu sem öll tóku sér það hlut- verk að gæta mín hvert á sinn hátt. Á þessum árum var mikið atvinnuleysi og mamma fór suður að vinna en kom alltaf norður í öllum sínum frí- um og alltaf þegar hún gat. Mamma er ömmu alltaf þakklát. Seinna þeg- ar við vorum komin suður fórum við amma víða og voru heimsóknir okk- ar á Langholtsveg 152 ljúfar og ynd- islegar. Það var sannkallað fjöl- skylduhús. Þar bjó Steini, bróðir ömmu, og Begga, kona hans, með sinn yngsta son. Í kjallara og í risi bjuggu synir þeirra með sínar fjöl- skyldur. Innangengt var á milli hæða og alltaf var mikið ævintýri að koma í þetta hús þar sem jafnaldrar mínir voru á báðum hæðum. Ég hef stundum sagt að ég hafi verið alin upp hinum megin við saumavélina því amma hafði atvinnu af því að sauma heima þegar ég var lítil. Þær voru ófáar ferðirnar sem ég fór niður í Vogue fyrir hana að láta yfirdekkja tölur og belti. Hún var einstök listakona hvað sem hún tók sér fyrir hendur. Amma ferðaðist mikið, fór í Bal- tika-ferðina frægu með bróður sín- um. Ferðaðist einnig með Gullfossi og Heklunni, í þessum ferðum keypti hún föt á alla sem heima biðu. Mikil hátíð var þegar amma kom aftur og opnaði töskur og allir fengu eitthvað. Sumarið sem amma var fimmtug fór hún sem þerna á Hamrafellið og tók son sinn sem var þá 13 ára með og var hann messagutti. Síðasta ferða- lagið var er hún var níræð og kom vestur í skírn þar sem tvíburasyst- urnar Ína og Jóhanna voru skírðar. Þá voru þar samankomnir fimm ætt- liðir í beinan kvenlegg. Á langri ævi upplifði amma bæði sorgir og sigra, bognaði en brotnaði aldrei. Í eðli sínu var amma mjög lífsglöð. Hún fylgdist með öllum sín- um afkomendum fram á sinn síðasta dag. Það var gott að geta hlúð að ömmu síðustu árin. Ég mun sakna þess að heyra ömmu segja: „Æ, ertu komin, Hanna mín, ó, það er svo gott að sjá þig.“ Að leiðarlokum langar mig að þakka öllum sem að ömmu komu síð- ustu æviárin. Börnunum hennar svo einstökum sem þau voru henni, og langar mig líka að nefna Björgvin, bróðurson hennar, og hans konu Huldu, enda sagði amma oft: „Hann er mér eins og besti sonur.“ Ég vil kveðja elsku nöfnu mína og ömmu með þessum línum og þakka henni af alhug öll þau ár sem við átt- um saman. Svo góðhjörtuð og sanngjörn alltaf sást svo vel um mig ég hugsað ekki get mér nokkra ömmu betri en þig. (JA) Þín dótturdóttir Jóhanna. Amma var góð, glaðvær og gam- ansöm kona enda var alltaf gaman að tala við hana. Þrátt fyrir háan aldur þegar hún dó var hún lengst af ótrú- lega klár í kollinum. Ég talaði reglu- lega við hana á síðasta ári og hún sagði mér ýmislegt skemmtilegt sem var einkennandi fyrir hana. Minnis- stæðast er samt þegar við vorum að Jóhanna Ingvarsdóttir Norðfjörð frá Klæðskera- og kjólameist- arafélaginu: Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson) Selma Gísladóttir, formaður. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.