Morgunblaðið - 12.01.2009, Side 27

Morgunblaðið - 12.01.2009, Side 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009 ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MUNDA KRISTBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Sunnuvegi 7, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 13. janúar kl. 13.00. Helgi Ólafsson, Guðmundur Óli Helgason, Guðrún Lára Helgadóttir, Christer Allanson, Þórólfur Örn Helgason, Hulda Hrönn M. Helgadóttir, Kjartan Orri Helgason, Guðlaug Erla Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR MAREL ÓLAFSSON útgerðarmaður, Brekkuvegi 7, Seyðisfirði, sem andaðist sunnudaginn 4. janúar, verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju miðvikudaginn 14. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Theodóra Ólafsdóttir, Adolf Guðmundsson, María Vigdís Ólafsdóttir, Hrönn Ólafsdóttir, Guðjón Harðarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTBJÖRG JAKOBSDÓTTIR, Sunnuvegi 9, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 14. janúar kl. 15.00. Jón Finnsson, Kristín Jónsdóttir, Ásbjörn Snorrason, Kristbjörg Tinna, Jón, Tindur Orri, Ylfa Hrönn, Styrmir Ási Kaiser. ljúka einu samtalinu og hún sagði mér að hún væri svo ánægð að ég skyldi hafa hringt. Hún sagði að það lengdi lífið hjá henni og hún myndi lifa lengi á þessu. Það er varla hægt að fá hlýlegri orð frá ömmu sinni. Hún sagði einnig í gamansömum tón að heilinn í sér væri voðalega frískur en útlimirnir virkuðu ekki lengur en sem betur fer væri nú töluverð seigla í henni. Henni fannst alveg óþarfi að verða svona gömul. Það er einmitt þessi gamansama hlið sem mér þótti svo vænt um hjá henni. Hún sagði að allir væru svo góðir við hana og að allir hugsuðu svo vel um hana. Amma var mikil listakona og hún málaði mikið á meðan heilsan leyfði. Hún gaf mér mynd sem hún málaði af Þingvöllum, en henni þótti hún svo falleg sjálfri að hún fékk hana lánaða hjá mér til að hafa á Hrafnistu. Hún hló mikið þegar hún minnti mig á það þegar ég kom í heimsókn. Ég kem til með að hengja myndina upp á góðum stað heima hjá mér, til minningar um hana. Þegar við systkinin vorum yngri heimsóttum við ömmu oft inn á Dal- brautina og mér er svo minnisstætt hversu fallegt heimili hún átti. Allt í röð og reglu. Þar að auki bauð hún okkur alltaf upp á kökur og kók. Heimilið hennar á Kleppsveginum var ekki síðra, enda hafði hún mörg af sínum fallegu málverkum á veggj- unum, sem prýddu heimilið. Í gegnum tíðina ferðaðist hún mikið og fór hún einmitt sína síðustu ferð utan í heimsókn til okkar í Sví- þjóð. Þar héldum við upp á 80 ára af- mælið hennar með því að fara saman út að borða. Amma sagði mér oft frá því þegar hún passaði mig pínulítinn. Henni var mjög minnisstætt eitt skipti þar sem hún brá sér frá og allt í einu heyrði hún einhvern rosalegan hvell. Hún sagði að hún hefði orðið skít- hrædd, hljóp til baka og létti mikið þegar hún uppgvötaði að ég hafði bara hent niður spilabunka á gólfið. Hún hélt að ég hefði dottið á höfuðið eða eitthvað álíka. Hún gleymdi þessu aldrei. Núna veit ég að amma hefur feng- ið þá hvíld sem hún þurfti á að halda. Ég kem alltaf til með að minnast þeirrar hlýju og velvildar sem hún sýndi í garð barna minna og að hún lét mig alltaf vita að sér þætti svo vænt um okkur. Okkur þótti líka voðalega vænt um ömmu. Haukur Skarphéðinn Ingason, Svíþjóð. Ljúfar minningar um einstaka konu koma auðveldlega upp í hugann þegar við systkinin setjumst niður og minnumst þín, elsku amma. Þú sem með þinni einstöku glaðværð og kæti settir svip þinn á allt sem þú gerðir og hvar sem þú komst. Svo sannarlega hrókur alls fagnaðar enda mikil félagsvera sem helst máttir ekki af neinni gleði missa. Með bros á vör minnumst við sam- eiginlegra æskuminninga um ótrú- lega kakóið þitt sem þú reyndar sagðir okkur síðar að væri ósköp ein- falt í gerð en enginn hefur fyrr né síðar getað leikið eftir. Fransk- brauðið frá bakaranum á neðri hæð- inni sem hann skutlaði upp á svalir í morgunsárið og var borðað ristað með kakóinu. Meistaraverkin þín í kjólasaum þar sem þú gerðir hvert listaverkið á fætur öðru. Við vorum alvön að tipla á tánum á eldhúsgólfinu til að forðast títuprjónana þegar þú sast við sauma og töfraðir fram þvílík meist- arastykki. Það var sama hver fór í kjólana þína, allar urðu þær drottn- ingar. En þú varst ekki bara kjóla- meistari heldur líka listmálari. Síðar breyttir þú einfaldlega eldhúshurð- inni á Dalbrautinni í trönur og mál- aðir fjölda listaverka þar sem næmi þitt fyrir fegurð náttúrunnar naut sín svo sannarlega. Svo var það sjónvarpið í svefnher- berginu en slíkt var ekki alvanalegt á heimilum fyrir rúmum 30 árum. En sá lúxus að kúra í rúminu á Dal- brautinni og horfa á sjónvarpið. Að líta til baka yfir æskuárin og rifja upp þessar minningar yljar okkur meira en orð fá lýst. Þegar við urðum eldri var alltaf gott að eiga þig að. Hvergi var betra að geyma leyndarmál en hjá þér. Þú kunnir sannarlega að fara með svo vandmeðfarna hluti. Öll sögðum við þér eitt og annað sem þú geymdir vel og vandlega um leið og þú gafst okkur góð ráð en á því sviðinu varstu einskær snillingur. Oft sagðir þú okkur ljóslifandi sögur frá æsku þinni og lífshlaupi. Sumt var sveipað gleði og annað raunum en eftir stendur í okkar huga hversu ómet- anlegt það er að hafa fengið að deila þessu með þér. Við og fjölskyldur okkar nutum þess að eiga einstakt jóladagskvöld með þér örfáum dögum fyrir andlát- ið. Þrátt fyrir lasburða líkamann hafðir þú ekki tapað húmornum og engu gleymt í þeim efnum. Þú naust þess að láta okkur gantast í þér og gantaðist óspart á móti enda þeim eiginleika gædd að taka sjálfa þig ekki of hátíðlega. Að hafa kynnst þér svo vel er okkur ótrúlega dýrmætt. Þú varst okkur meira en bara amma, þú varst líka einstakur vinur sem við nú kveðjum með söknuði en um leið gleði og þakklæti fyrir allt sem þú gafst okkur.Guð geymi þig, elsku amma, og blessi minningu þína. Örn Steinar, Þórhallur og Svanhildur. Hún amma Jóhanna okkar, fal- lega og fína, er látin rúmlega 97 ára. Þrátt fyrir háan aldur var mjög erf- itt að fá þessar fréttir því hún var svo stór þáttur í okkar fjölskyldulífi og í svo langan tíma. Eins og einn góðvinur sagði við andlátsfregnina, þá er það bara þannig að öll góð partí verða að taka enda, það er ekki endalaust hægt að halda áfram. Hún amma Jóhanna var þessi týpa sem allir tóku eftir og höfðu þá á orði hve glæsileg hún væri. Henni sjálfri þótti það ekki leiðinlegt enda var hún hér áður fyrr alltaf kölluð „Hanna fína“. Í seinni tíð kölluðum við hana drottningarmóðurina, alltaf óaðfinnanlega klædd með sitt silf- urgráa fallega lagða hár. Hún var kjólameistari, listmálari og lífskúnstner. Heimilið hennar á Dalbraut var ekki stórt en alveg ein- staklega fallegt. Manni leið alltaf eins og maður mætti varla anda því þar var svo mikið af fallegum hlutum og allt alltaf svo fínt. Þótt við krakk- arnir upplifðum heimsóknir til henn- ar þannig var hún sjálf ósköp róleg gagnvart okkur og við gátum alveg verið eins og við vildum. Stelpurnar máttu leika sér tímunum saman í skartgripaskríninu hennar við að skoða og máta allt fína gullið hennar óáreittar. Það hversu slök hún var sýndi sig kannski einnig í því að þeg- ar hún saumaði og málaði þá var eld- húsið hennar vinnustofa og allt var út um allt. Hún var manneskja sem alltaf þurfti að vera að framkvæma eða að ferðast. Hún endurnýjaði gamalt rykfallið bílpróf þegar hún var kom- in á sjötugsaldur og keyrði eftir það í ein tuttugu ár. Að sitja með henni í bíl var sérlega skemmtilegt því hún keyrði litla Fíatinn sinn alltaf frekar hratt og hafði músíkina hátt stillta. Hún tók upp á því að læra að mála á svipuðum tíma og gerði það alveg sérstaklega vel, hvort sem voru landslagsmyndir eða aðrar myndir. Það fengu allir fjölskyldumeðlimir mynd að gjöf frá henni og þykir okk- ur alveg sérstaklega vænt um þær. Þessi glæsilega kona var líka al- veg einstaklega hlý við barnabörnin og barnabarnabörnin, vildi alltaf knúsa okkur og kyssa þegar við heilsuðumst og kvöddumst. Hún vildi vita allt um okkur og fylgdist vel með öllum hópnum í gegnum ár- in. Það var sárt að sjá þessa glæsi- legu konu sem alltaf var á fullu verða ellinni og gigtinni að bráð og vita hvað þau höft sem henni fylgdu fóru illa í hana. Hún var alltaf mikill gleðigjafi og húmoristi, og sem betur fer yfirgaf húmorinn hana aldrei. Oft sagði hún við mann: Veistu að þessi kona þarna í speglinum sem ég sé á hverjum degi, ég þekki hana ekki. Lengi vel var amma mjög líf- hrædd og var ekki tilbúin að fara þótt aldurinn væri orðinn hár. Síð- asta árið mátti þó alveg finna að sátt- in var að hellast yfir hana, það var að koma að henni. Hún náði að lifa jólin og fara í eitt jólaboð hjá Sverri frænda en stuttu síðar kom kallið. Við kveðjum ömmu Jóhönnu með ljúfsárum söknuði og vonum að henni líði vel á nýjum stað. Guðmundur, Ásgeir, Linda og fjölskyldur. Kristur Jesú afmáði dauðann, en leiddi í ljós líf og óforgengileika með fagnaðarerindinu. Þessi orð úr 2. Tímóteusarbréfi voru mér gefin af Guði, þar sem ég sat að morgni hinn 30. desember sl. og hugsaði til ömmu minnar Jóhönnu og bað Guð að taka frá henni allar þrautir og umvefja hana kærleika sínum. Ég vissi ekki þá að á sama tíma var hún að skilja við þennan heim. Hálfri klukkustundu síðar hringdi pabbi í mig og sagði „Hanna mín, hún mamma er dáin.“ Það virð- ist ekki skipta máli hve langan tíma við fáum með ástvinum okkar, við er- um aldrei tilbúin að kveðja, en nú hefur hún amma gengið inn um hinar síðustu dyr sem frelsarinn Jesús Kristur hefur látið standa opnar fyrir sál hennar. Jóhanna amma var ekki bara amma mín, hún var líka vinkona mín alla tíð. Hún setti sig inn í allar að- stæður og ræddi hlutina án fordóma og í fullum trúnaði. Er hægt að fara fram á meira? Nei, það er mikil náð og Guðs gjöf inn í líf okkar allra ást- vina hennar að hafa fengið að eiga hana svona lengi og er ég þakklát fyrir það hve nánar við vorum allt til síðasta dags. Þegar ég var lítil stelpa í Sand- gerði gisti ég oft hjá ömmu og á ung- lingsárum mínum tók amma upp á því að endurnýja bílprófið sitt og kaupa sér bíl. Ég gleymi því ekki hve stolt ég var að rúnta með henni um borgina. Það var yndislegt að vakna hjá henni og finna ilminn af kakóinu, heyra dynkinn þegar bakarinn á neðri hæðinni henti nýbökuðu brauð- inu á svalirnar og vita af ömmu í eld- húsinu. Það lék um hana glaðværð og alltaf var hún tilbúin að gera með mér það sem mig langaði, í það og það skiptið. En á hverjum degi átti hún alveg heilaga stund eftir hádeg- ið, þá varð hún að leggja sig í klukku- tíma. Ég mátti gera hvað sem ég vildi á meðan, nema það að ég mátti alls ekki trufla hana. Hún sagði að allar konur ættu að fá sér lúr í klukkutíma á dag svo þær litu vel út og ég er ekki frá því að þetta hafi virkað, því hún amma mín leit alltaf vel út. Hún var mikil dama, eins og hún hefði sjálf sagt. Hún fór aldrei út fyrir dyr öðru- vísi en vel til höfð, klæddist fínum fötum og bar alltaf hatt á höfði. Amma þurfti alltaf að fylgjast vel með öllum sínum nánustu og spurði oft margra spurninga. Eins og hún sagði sjálf, þá var hún alls ekki for- vitin, heldur mjög fróðleiksfús. Að því gátum við oft hlegið. „Ef Guð lofar“ voru orð sem ég heyrði oft frá ömmu. Við áttum það sameiginlegt, að trúa á Guð og kenndi hún mér margar bænir og miðlaði af kærleika sínum, sem gef- inn var af Guði. Það er yndislegt að eiga þá trúarvissu að Jesú Kristur sonur Guðs hafi komið í þennan heim til að frelsa mennina og gefa þeim ei- líft líf. Já, hún amma var orðin þreytt og vissi hvert hún var að fara. Við megum treysta því, að það er einka- vinur við dyrnar í hverri þraut, sem segir við hin þreyttu og lúnu: „Komið til mín, þér sem erfiði hafið og þung- ar byrðar og ég mun veita yður hvíld.“ – „ég lifi og þér munuð lifa“. Góðum Guði þakka ég fyrir allan tímann sem við amma vorum sam- ferða og fel hana náð hans og kær- leika um alla eilífð. Jóhanna Sólrún. Mér brá þegar pabbi hringdi í mig og sagði mér að amma Jóhanna væri dáin. Það er kannski svolítið skrýtið að segja það, en ég átti bara ekki von á þessu, þrátt fyrir að hún væri á 98. aldursári. Ég hélt einhvern veginn að hún yrði eilíf, en auðvitað kemur að þessu hjá okkur öllum fyrr eða síðar. Fyrst eftir að ég fékk fréttirnar varð ég sorgmæddur og fann fyrir sökn- uði. Síðan fann ég hvað ég var þakk- látur, því það eru ekki allir svo heppnir að eiga ömmu sem lifði í næstum heila öld. Amma í Reykjó, eins og við systk- inin kölluðum hana oft, var með lífs- glaðari manneskjum sem ég hef kynnst um ævina. Það var ævinlega gaman að koma til hennar og eins að fá hana í heimsókn. Hún hafði yndi af því að segja manni sögur og brand- ara. Ekki síður naut hún þess að hlusta þegar aðrir voru að segja frá. Hún var alltaf svo glöð og kát, hlát- urmild og með einstaklega góða nærveru. Hún var mikil félagsvera, af lífi og sál. Ég á hlýjar minningar frá æskuárum mínum þegar amma var að koma til okkar fjölskyldunnar á Vallargötuna í Sandgerði. Amma var oft hjá okkur um jólin, en sá háttur var hafður á að hún skiptist á að vera hjá börnunum sín- um. Ég man að ég saknaði ömmu alltaf þegar frændsystkini mín fengu að hafa hana hjá sér á jólunum. Eftir að ég fór að búa, gifti mig og eign- aðist börn höfum við fjölskyldan á Bollagörðum oft verið svo lánsöm að fá ömmu í heimsókn, meira að segja á jólunum. Jólin 2006 var amma hjá okkur fjölskyldunni, ásamt mömmu og pabba, og var það ákaflega ánægjuleg stund sem við áttum sam- an. Amma vildi alltaf fylgjast vel með öllu og spurði mann spjörunum úr. Þá vildi hún oft fá að leggja á ráð- in, kom með ábendingar sem stund- um fólust í dæmisögum eða jafnvel ljóðum sem maður átti að lesa eitt- hvað út úr. Hún státaði sig oft af því hvað hún myndi vel sum ljóðin og einna montnust var hún af því að kunna faðirvorið á latínu. Hún náði líka að fanga huga margra með öll- um fallegu myndunum sem hún mál- aði og er ég svo lánsamur að eiga myndir eftir hana sem prýða heimili mitt. Ég man hvað ég var glaður þegar ég kynnti hana ömmu fyrir henni Örnu minni, því hún varð alveg him- inlifandi yfir lánseminni. Þær urðu góðar vinkonur. Börnin okkar, þau Ísold, Nökkvi og Ísak, voru afar hænd að ömmu og þótti þeim alltaf gaman að hitta hana. Sjötti fjöl- skyldumeðlimurinn, hann Goði, komst þó ekki á vinsældalistann hjá ömmu, því hunda mátti hún helst ekki sjá án þess að nærstaddir sæju undir iljarnar á henni. Við fjölskyldan á Bollagörðum kveðjum ömmu Jóhönnu með sökn- uði, en jafnframt þakklæti fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og góðar minningar. Guð geymi elsku ömmu. Guðjón. Þær eru margar minningarnar sem koma í hugann og söknuðurinn verður mikill þegar ástvinur fellur frá. Amma Jóhanna var orðin öldruð og því gat maður verið búinn undir það að hennar tími gæti komið á hverri stundu. Þrátt fyrir það var maður ekki eins undirbúinn og mað- ur hélt, tómarúmið í hjartanu er mikið. Þegar ég var að alast upp í Sandgerði var alltaf svo spennandi að fara til Reykjavíkur og heim- sækja ömmu Jóhönnu. Hún var orð- in 69 ára þegar ég fæddist 1980 og þegar ég var orðinn 5 ára fór ég að fara til hennar stundum um helgar til þess að hafa félagsskap af henni og hún af mér. Það hélt áfram þar til ég var orðinn 12 til 13 ára og farinn að nálgast unglingsárin. Við náðum ótrúlega vel saman, hún var alltaf svo viljug að gera margt með mér. Hún þvældist stundum með mér í strætó sem ég hafði mjög gaman af og einu sinni vorum við svo lengi að ég varð bílveikur. Hún vildi aldrei keyra sjálf með mig í bílnum sínum af ótta við að eitthvað gæti komið SJÁ SÍÐU 28

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.