Morgunblaðið - 12.01.2009, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 12.01.2009, Qupperneq 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009 ✝ Fjóla Helgadóttirfæddist á Brúna- völlum á Skeiðum 4. janúar 1920. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Bolungarvíkur 4. jan- úar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Helga Jónssonar og Vilborgar Jónsdóttur. Fjóla átti tvö alsystk- ini og þrjú hálfsystk- ini, alsystkinin voru Kristinn og Helga og hálfsystkinin voru Þuríður, Sigrún og Hálfdán. Fjóla giftist 27. júlí 1959 Jóni Þ. Haralds- syni. Þau eignuðust einn son, Helga, f. 10. desember 1961. Helgi kvæntist 9. ágúst 1986 Ásdísi Valdi- marsdóttur og eiga þau þrjá syni þá Kristin, Hafstein og Jón Bergþór. Útför Fjólu fer fram frá Langholts- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Þá er hún farin hún mamma. Hún var frelsinu fegin þegar hún lést á af- mælisdaginn sinn, 89 ára að aldri. Fjóla Helgadóttir fæddist hinn 4. janúar 1920 á Brúnavöllum á Skeið- um en fluttist að Halakoti í Hraun- gerðishreppi þriggja ára gömul og ólst þar upp þar til hún fór til systr- anna á Húsatóftum til að nema saumaskap rétt tvítug að aldri. Hún fór fljótlega til Reykjavíkur til að vinna að iðn sinni og hóf vinnu hjá Saumastofu Magnúsar Víglundsson- ar þar sem hún vann þar til hún gekk að eiga föður minn Jón Þorberg Haraldsson árið 1959. Þeirra eina barn fæddist seint á árinu 1961, þá var móðir mín rétt að verða 42 ára gömul. Minningar mínar sem barn um foreldra mína voru þær að pabbi var í kjallaranum að renna aska og skera þá út ellegar hann var að mála eitthvert málverkið sem alltaf voru náttúruverk eða álfamyndir. Mamma sat við sauma uppi í íbúð- inni litlu á Unnarstíg 2 í Reykjavík og skóp kjóla og dragtir á fólk sem leitaði til hennar þar sem orðstír hennar fór á undan henni sem mann- eskju sem gerði vel það sem hún gerði og var fljót að því. Hún var sér- staklega lagin við brúðarkjóla og saumaði þá marga í gegnum tíðina. Mamma var heimavinnandi húsmóð- ir og kjólasaumari þar til ég var um 10 ára gamall, en þá hóf hún að vinna við ræstingar á Landakotsspítala. Hún vann við þetta í fjölda ára en skipti svo um starfsvettvang og hóf störf á saumastofu Landakotsspít- ala. Ásamt þeirri vinnu vann hún líka við búningasaum hjá Íslensku óper- unni, þar sem hún starfaði þar til starfsorkan hvarf. Hún fluttist til Bolungarvíkur til okkar, þar sem ég starfaði um árabil en varð eftir í Víkinni þegar við, fjöl- skyldan hennar, fluttumst til Reykjanesbæjar árið 2005. Hvarf okkar frá henni á suðvesturhornið varð henni fyrst þungt í skauti en fljótlega jafnaði hún sig fyrir til- stuðlan þess frábæra starfsfólks sem annaðist hana á Heilbrigðisstofnun Bolungarvíkur. Í Bolungarvík býr frábært fólk og allir vissu hver Fjóla var. Hún gerði ekkert skemmtilegra en að hlusta á fallegan söng og oft tók hún sporið sem kætti hana mjög og dansaði bæði við vistmenn og hjúkrunarfólk. Það var mikil heppni að hún skyldi komast inn á Skýlið eins og það er kallað í víkinni. Frá- bært starfsfólk og einstök natni þeirra sem önnuðust hana er til eft- irbreytni annarra hjúkrunarstofn- ana. Mig langar til að þakka þeim sem komu að aðhlynningu hennar, það er óeigingjarnt starf sem hjúkr- unarfólkið á Skýlinu vinnur með ein- stakri hlýju og velvilja. Mamma er farin og eftir situr minningin um dugnaðarfork sem lét ekkert stoppa sig þegar hún ætlaði sér eitthvað. Minningin lifir og það er gott að vita til þess að hún er kom- in í fangið á föður mínum þar sem hún þráði að vera frá því hann dó fyrir 10 árum. Ég vona að Guð geymi þau hjónin um ókominn tíma og með þeim orðum kveð ég hana fyrir fullt og allt. Helgi Jónsson. Þá hefur forkurinn hún Fjóla, frænka mín, kvatt. Fyrsta minningin um frænku mína er að hún kom allt- af heim í Halakot á aðfangadag. Ár- um saman voru Fjóla og jólin óað- skiljanleg í mínum huga og þannig var það þar til að þau Jón rugluðu saman reytum sínum og fóru að búa sjálf. Eftir það fækkaði komum hennar í Halakot á aðfangadag. En heimsóknum Fjólu fylgdi alltaf ferskur blær og ekki hvað síst í svartasta skammdeginu. Nei, það var aldrei nein lognmolla í kringum hana Fjólu frænku. Um tvítugt lærði Fjóla að vera saumakona en það átti eftir að verða hennar ævistarf. Fæstir stóðust henni snúning á þeim vettvangi og með vandvirkni, útsjónarsemi og ótrúlegum afköstum skapaði hún sér fljótt nafn sem afburða saumakona. Sem dæmi um afköst hennar réð hún sig á saumastofu sem sérhæfði sig í framleiðslu á vinnuvettlingum. Við framleiðsluna var viðhaft afkasta- hvetjandi kerfi sem saumakonur fengu greitt eftir. Eftir ótrúlega stuttan tíma tókst Fjólu að sprengja kerfið, þ.e. hún saumaði miklu meira en þetta margreynda kerfi gerði ráð fyrir! Síðustu árin vann Fjóla á saumastofu Landakotsspítala og jafnframt því saumaði hún búninga fyrir Íslensku óperuna, þá komin á áttræðisaldur. Það var Fjólu mikið áfall þegar hún missti Jón sinn í febrúar 1999 en þau höfðu þá verið gift í 40 ár. Þótt þau hjónin væru afar ólíkir einstak- lingar voru þau einkar samheldin. Hann svo hægur og hlédrægur en hún opin og hreinskiptin, stundum svo að sumum þótti nóg um! Það gat nefnilega gustað af henni frænku minn ef svo bar við. Fjóla og Jón skópu í sameiningu heimili sem var fagurlega skreytt munum sem þau höfðu skapað með sínum listrænu hæfileikum, hvort á sinn hátt. Gestrisni þeirra var ein- stök og til dæmis var undirritaður ósjaldan næturgestur á Unnarstígn- um þar sem þau bjuggu um árabil. Sjaldnast var haft fyrir því að gera boð á undan sér en móttökurnar voru alltaf þær sömu: „Fáðu þér að borða, Helgi minn, á meðan ég bý um þig,“ var viðkvæðið þegar þau voru vakin upp, oft um miðja nótt. Fyrir þeim var hugtakið unglinga- vandamál ekki til en hjálpsemin og velvildin virtist óþrjótandi. Nú þegar þessi sómahjón hafa bæði kvatt vil ég fullyrða að heim- urinn hefði orðið fátækari án þeirra. Við Lydía sendum Helga, Ásdísi og strákunum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Helgi Kristinsson. Eitt af því sem ekki virðist tím- anum háð er vináttan. Þau kynni sem á annað borð ná að skjóta rótum hafa ráð með að endurnýjast, eins þótt vega- og tímalengdir skilji að. Fjólu Helgadóttur kynntist ég fyrir hálfri öld þegar ég var sum- arstrákur í Halakoti í Flóa, en þaðan var hún ættuð. Síðar urðum við ná- grannar í Vesturbænum og ungling- ur var ég tíður gestur á heimili þeirra hjóna, Jóns og Fjólu, og fylgdist með ævintýrinu þegar þau gengu í hjónaband komin á fimm- tugsaldur og einkasonurinn Helgi fæddist. Þær stundir standa með einhverj- um hætti kjurar í minningunni, við- ræðurnar við þau hjón á heimavelli, en þess utan kom ég gjarnan við á verkstæðinu sem Jón rak í Grjóta- þorpi þar sem hann sandblés gler. Jón Haraldsson er ógleymanlegur öllum sem honum kynntust, skoð- anafastur hagleiksmaður og listmál- ari að auki. Fjóla var ekki síður myndarleg og hafði iðulega viðurværi af sauma- skap, meðal annars um árabil við Ís- lensku óperuna. Annars voru þau um margt ólík hjón, Jón íhugull og al- varlegur og gaf sér góðan tíma áður en hann orðaði hugsun sína. Fjóla fljóthuga og glaðbeitt og stundum hárbeitt. Oft voru samtölin á tveimur plönum, Fjóla kannski komin yfir í aðra sálma en Jón enn staddur í um- ræðuefni frá því fyrr um kvöldið. En alltaf var unglingnum tekið opnum örmum og dýrmætt að eiga þau að vinum á þessum árum þegar flest var í þoku og deiglu. Auðvitað rek ég hér aðeins einn þráð, því tryggð og vinátta Fjólu og Jóns við móður mína sem og aðra meðlimi fjölskyldunnar var ekki síðri. Samfundir við þau góðu hjón strjáluðust með árunum vegna fjar- vista í útlöndum og svo það uppátæki þeirra að flytja út í ysta jaðar borg- arlandsins, við Vatnsenda. Og enn jukust fjarlægðir þegar Fjóla – að Jóni gengnum – flutti alla leið til Bol- ungarvíkur þar sem einkasonurinn átti fjölskyldu og starfaði um hríð. Við Hrafnhildur náðum aðeins einu sinni að heimsækja Fjólu á þær slóðir og hittum fyrir okkar trygg- lyndu vinkonu, glaðsinna og afdrátt- arlausa í svörum, en íbúðina prýddu smíðamunir Jóns og veggina mál- verkin hans. Og eins og fyrr segir – vináttan varir óháð stað og stund. Pétur Gunnarsson. Fjóla Helgadóttir fyrir. Við spiluðum mikið og hún leyfði mér að mála og reyndi að kenna mér eitthvað af því sem hún kunni á því sviði. Mér er líka ofar- lega í huga skátakakóið hennar og brauðið sem sennilega allir sem hana þekktu muna eftir. Þegar hún bjó á Dalbrautinni var bakarí beint fyrir neðan íbúðina hennar og bak- arinn sá alltaf um það að henda nýju brauði upp á svalirnar hjá henni. Það var svo margt sem við gerðum og svo margt sem hún kenndi mér sem mun aldrei gleymast. Hún var svo trú og trygg öllu sínu fólki og sýndi öllum mikinn áhuga. Hún vildi vita allt um alla og spurði alltaf frétta af sínum nánustu. Amma kom oft til okkar í Sandgerði og voru það góðar stundir og nærvera hennar var alltaf svo góð. Mamma eldaði gjarnan læri sem var í miklu uppá- haldi hjá okkur ömmu. Hún var mjög dugleg að dekra við mig, t.a.m. skar hún alltaf fyrir mig kjötið í litla bita svo þeir færu nú örugglega vel ofan í mig. Amma var mér mjög kær og mikil vinkona mín. Eftir að ég flutti norð- ur á Akureyri gat ég sjaldnar hitt hana en við töluðum oft saman í síma. Ég eignaðist Aron Breka eftir að ég flutti norður og ég er þakk- látur fyrir þau skipti sem ég gat far- ið með hann suður til hennar því hún naut þess svo vel að hitta afkomend- ur sína. Þrátt fyrir mikinn söknuð og tómarúm í hjarta er hægt að vera þakklátur fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og alla þá væntumþykju og hlýju sem amma Jóhanna sýndi. Hún gaf svo mikið af sér og vildi öllum allt það besta. Ég verð ævinlega þakklátur fyrir að hafa átt hana að sem frábæra ömmu og yndislegan vin. Ég get stoltur tekið hana mér til fyrirmyndar og nýtt mér allt það góða og allan þann kærleik sem hún sýndi mér af svo mikilli einlægni. Ég mun eftir bestu getu reyna að líkjast henni og gefa af mér eins og hún kenndi mér. Það er svo gott að minnast þín, í hjarta mínu margt ég geymi. Elsku Jóhanna amma mín, ég kærleik þínum aldrei gleymi. Vináttu þína og hlýju ég finn, og hjarta mitt slær þá heitar. Mér mikið þú gefur í hvert eitt sinn, er hugur minn til þín leitar. Jón Aðalsteinn. Elsku Jóhanna Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Hinsta kveðja. Langömmustrák- urinn Ingi Þór og Jóhanna Lind. Nú hefur langamma okkar kvatt eftir nærri aldar veru hér. Hún kvaddi hljóðlega og er nú far- in á þann stað sem hún hafði þráð lengi. Við vitum að nú líður þér vel. Allt fram á síðasta dag fylgdist hún með lífi og starfi afkomenda sinna. Afkomendur sem voru margir og búsettir víða. Tengsl okkar við langömmu voru alltaf sterk og Þegar við systurnar vorum ungar státuðum við af því að eiga langömmu sem keyrði bíl, ekk- ert lítið montnar þar. Okkur fannst þú alltaf fínasta frú- in í bænum en um leið varstu alltaf svo góð og elskuleg, sem endur- speglaðist þegar við fengum að gista hjá þér. Já, þú útbjóst fleti fyrir okk- ur á gólfinu hjá þér með mjúku lúru- teppunum þínum, og síðan dekraðir þú við okkur til hægri og vinstri og allt í hring. Þetta voru heimsóknir sem ávallt munu verða í huga okkar. Þegar hún var upp á sitt besta ferð- aðist hún mikið erlendis, og í einni ferðinni keypti hún til að mynda rauða kjóla á okkur systurnar, sem við geymum enn í dag og alla tíð. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Sum ykkar segja: „Í heimi hér er meira ef gleði en sorg, og aðrir segja: „Nei, sorgirnar eru fleiri.“ En ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu, og þegar önnur situr við borð þitt, sefur hin í rúmi þínu. Þú vegur salt milli gleði og sorgar. Jafnvægi nærð þú aðeins á þínum dauðu stundum. Þegar sál þín vegur gull sitt og silfur á metaskálum, hlýtur gleðin og sorgin að koma og fara. (Úr Spámanninum.) Elsku langamma. Það er með mik- illi virðingu og sorg í hjarta sem við kveðjum þig. Við munum ávallt geta glaðst yfir því að hafa átt þig sem langömmu okkar. Hvíl nú í friði okkar, elsku langamma, frú Jóhanna Ingv- arsdóttir Norðfjörð. Þínar langömmustelpur, Ingibjörg Sólveig og Heiðrún Guðmundsdætur og fjölskyldur. Við munum alltaf minnast Jó- hönnu langömmu okkar með gleði. Langamma varð í raun aldrei gömul. Þó að líkamlegri heilsu hennar hafi hrakað hin síðari ár var hún alltaf ung í anda. Hún var alltaf mjög áhugasöm um unga fólkið og fylgdist vel með og þá sérstaklega ástarmál- unum. Hún spurði okkur alltaf hvort við hefðum það gott og henni var um- hugað um að okkur liði vel og gengi vel í lífinu. Hún var óspör á hrós og hneykslaðist ekki, heldur var alltaf mjög opin fyrir nýjungum og því sem var í gangi í tísku og tíðaranda. Það var í raun ótrúlegt hversu vel hún var með á nótunum og þrátt fyrir há- an aldur og mikinn fjölda afkomenda náði hún að fylgjast með öllu og öll- um. Hún var einstök félagsvera og naut sín best í hópi fólks. Langamma var glæsileg kona, hún var alltaf fín og vel til höfð, enda mik- ill fagurkeri og listakona. Hún sagði nokkrum sinnum á síðustu árum að sig langaði sko ekki að verða 100 ára. Henni varð að ósk sinni og við vonum að hún hafi það gott „þarna hinum megin“ eins og hún kallaði það. Hvíl í friði, elsku langamma. Sigurlaug Björg, Sverrir Örn, Sólveig og Steinunn Sara. Í dag kveðjum við föðursystur okkar, Jóhönnu Ingvarsdóttur Norð- fjörð, sem lést á næstsíðasta degi ný- liðins árs, 97 ára að aldri. Faðir okk- ar, Þorsteinn Ingvarsson og Jóhanna voru afar samrýnd systkin og heim- sóknir voru tíðar milli fjölskyldn- anna. Jóhanna var mikill höfðingi heim að sækja og frá uppvaxtarár- unum eigum við margar góðar minn- ingar um skemmtilegar heimsóknir á heimili hennar með foreldrum okkar. Það breyttist ekki við lát föður okkar árið 1974, nema þá helst það að allur samgangur varð mun meiri en áður og Hanna frænka hélt miklum og góðum tengslum við fjölskyldur okk- ar bræðra alla tíð enda litum við á hana sem höfuð ættarinnar. Í minningunni lifir glaðlynd og lífsglöð frænka okkar. Henni var lag- ið að bera höfuðið hátt, njóta lífsins gæða og tileinka sér lífsviðhorf sem skapar innihaldsríkt líf. Hún var mjög skilningsrík, hafði ákveðnar skoðanir og vissi alltaf nákvæmlega hvað hún vildi og hún reyndi að láta drauma sína rætast eftir því sem efni og aðstæður leyfðu. Hanna var stór- glæsileg kona og hafði næmt auga fyrir fegurð. Hún stundaði kjóla- saum um margra ára skeið og var meistari í þeirri grein. Á síðari árum tók hún að mála myndir sem lýstu listfengi og næmu auga fyrir falleg- um mótífum enda myndir hennar all- ar mjög glæsilegar og prýða nú heimili flestra ættingja hennar. Hún tileinkaði sér ýmsar nýjungar, fór í ökutíma á sjötugsaldri, keypti sér bíl og fór allra sinna ferða til ættingja og vina. Allt var þetta lýsandi fyrir viðhorf hennar til lífsins og þess að vera virkur þátttakandi. Jóhanna var gædd þeim eiginleika að skynja hve hugur manna er marg- slunginn og hversu misjafnt er eðli einstaklinganna, aðstæður og ýmiss konar kjör. Hún gladdist yfir vel- gengni hinna fjölmörgu ættingja og vina og fylgdist vel með unga fólk- inu. Hún var jafnframt viðkvæm og tók mjög nærri sér þau áföll sem urðu í fjölskyldunni. Jóhanna kunni vel samræðulistina, listina að kunna að tala og hlýða á, hvort sem um var að ræða alvarleg efni eða gamanmál. Kímnigáfan var í góðu lagi og hún sagði okkur margar fróðlegar og skemmtilegar sögur frá fyrri árum. Það var henni eðlislægt að lífga upp á tilveruna. Þegar þessi einstaklega góða frænka okkar er gengin standa eftir margar minningar um ánægju- legar samverustundir. Við sendum börnum Jóhönnu og öðrum nánum ættingjum hennar innilegar samúðarkveðjur frá fjöl- skyldum okkar. Blessuð sé minning Jóhönnu Norðfjörð. Ingvar, Viðar, Kristinn Björg- vin og Þorsteinn Þorsteinssynir. Jóhanna Ingvarsdóttir Norðfjörð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.