Morgunblaðið - 12.01.2009, Page 29

Morgunblaðið - 12.01.2009, Page 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald TÝND KISA Snælda Norskur skógarköttur týndist frá Krókabyggð í Mosfellsbæ fyrir nokkrum dögum.Þeir sem geta gefið upplýsingar um hana hringi í 691 2110 eða 557 6841 Dorothea Heilsa Léttist um 22 kg á aðeins 6 mánuðum Aldrei verið auðveldara að losna við aukakílóin. Aukin orka, vellíðan og betri svefn. Engin örvandi efni. Uppl. Dóra 869-2024. www.dietkur.is 25 kíló á 5 mánuðum með LR og losnaðu við þunglyndi. Viltu líka léttast og bæta heilsuna og fjárhaginn. Þrjú einföld og létt skref. www.3skref.net Hafðu samband í síma 445-0812. Húsnæði í boði Íbúð til leigu Góð 3 herb., 94 fm íbúð til leigu í Grafarholti. Einstaklega flott og glæsileg íbúð í nýlegu lyftuhúsi. Eingöngu reyklaust og reglusamt fólk kemur til greina. Uppl. í síma 848-0231. 3JA HERBERGJA ÍBÚÐ í rólegri götu í 101. Björt 75fm íbúð á 2. hæð í fallegu 3ja hæða húsi í Þingholtunum. Sérinngangur og góður garður. Verð 150 þús. Nánari uppl. veitir Helga í síma 863 4743. Til 1. okt Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Viltu læra undirstöðuatriði förðunar á 1 til 2 kvöldstundum? Sólveig Birna Þóra Ólafs Bestu kveðjur, Sólveig Birna Gísladóttir og Þóra Ólafsdóttir förðunarmeistarar/ kennarar. Í boði eru stutt kvöldnám- skeið fyrir allt að 12 manna hóp þar sem hver og ein lærir undirstöðuatriðin í dag- og kvöldförðun. Jafnframt er hægt að óska eftir tilboðum í lengri og ýtarlegri námskeið. Námskeiðin eru á fimmtu- dagskvöldum í ca 2½ klst. og hefjast 15. janúar kl. 19.30–22.00. Verð kr. 6.900 á mann. Innifalið í námskeiðum: Námsgögn, penslar og förðunarvörur, hreinsikrem til afnota og einnig fær hver kona gjöf, auk þess 20% afslátt af vörum. Námskeiðin eru haldin á Köllunarklettsvegi 4, 2. hæð, rétt við Olísstöðina hjá Sæbraut. Skráning í símum: 896-3362 (Þóra Ólafs) og 863-3476 (Sólveig Birna) Microsoft kerfisstjóranám Bættu Microsoft í ferilskrána. Nýtt kerfisstjóranám Rafiðnaðarskólans hefst 2. feb. Skráning hafin. Upplýs. á www.raf.is, hjá jonbg@raf.is og í síma 863-2186. Frábært, rafrænt námskeið í netviðskiptum. Notaðu áhugamál þitt, kunnáttu og sérþekkingu til að skapa þér góðar og vaxandi tekjur á netinu. Við kennum þér hvernig! Skoðaðu málið á http://www.menntun.com Dönsum frá okkur kreppuna! Lindy Hop námskeið hefst 13. jan. Verð aðeins 3.500 kr. Sjá nánar á www.lindyravers.com. Skráning á lindyravers@gmail.com og í síma 868-2859. Til sölu Útsala - Útsala - Útsala Kristal ljósakrónur, vandaðar postu- líns-, kristal- og trévörur. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Viðskipti GRÆDDU PENING FLJÓTT og auðveldlega Mack Michaels þénaði á 10 mán $2,633,095 fyrir aðeins 4klst vinnu daglega heiman frá sér. Kíktu á www.easymoneyma- kin.com og vertu líka fjárhagslega sjálfstæð/ur. Þjónusta Iðnaðarvélar Heimilistæki Dyrasimaþjónusta Kirkjulundi 19 Sími 565 9393 www.rokras.is ÞJÓNUSTA Plexiform og bólstrun Dugguvogi 11, 104 Fjöldaframleiðsla úr plexigleri og áli. Sjá heimasíðu plexiform.is Leðurbólstrun, sætaviðgerðir og aukahlutir farartækja, skiltagerð. Sími 555-3344, opið frá 9 til 17. Iceland VIDEOS Var tekið mikið video um hátíðirnar sem væri fínt að fá sett á DVD-disk svo það glatist ekki? Tek að mér að setja heimilismyndbönd yfir á DVD- disk, einnig get ég tekið, sem dæmi hátíðir síðustu ára og áratuga og komið fyrir á DVD-disk, fljót og góð þjónusta. Iceland VIDEOS, sími: 772 - 4111 og netfang: icelandvideos@simnet.is Málarar Málningarvinna Þaulvanur málari ætlar að bæta við sig verkefnum. Inni og úti. Vönduð og öguð vinnubrögð. Sanngjarnt verð. Uppl. í síma 897 2318. Ýmislegt NÝTT LÍF - HREYFUM OKKUR Á NÝJU ÁRI Teg. Freya Active - spangarlausi íþróttahaldarinn í D,DD,E,F,FF,G,GG,H skálum á kr. 6.990,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Gæða skór fyrir góða menn. Úrval af herramokkasíum úr leðri, skinnfóðraðir og á vönduðum sóla. Verð: 10.850.- 11.500.- 12.450.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Bátar Réttindanám fyrir skemmtibáta Réttindanám fyrir báta undir 12 metrum og skemmtibáta. Fjarnám við Framhaldsskólann í Austur- Skaftafellssýslu. Skráning á vefnum: www.fas.is og í síma 470-8070. Umsóknarfrestur til 14. janúar 2009. Bílar Glæsilegur Volvo S40 ‘02 Sjálfsk. 16’’ álf., metal litur, skrið- vörn, leðursæti, cruise, ek. aðeins 76 þ. km, bensíneyðsla 9 l. Ný tímareim, smur- og þjónustubók, v. 1450 þ. S. 699-3181 / 588-8181. Bílaþjónusta Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Öruggur í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Húsviðhald Stigahúsateppi Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík. Sími 533-5800. www.strond.is Eruð þið leið á baðherberginu? Breytum, bætum og flísaleggjum. Upplýsingar í síma 899 9825. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Þessar línur úr Hávamálum komu upp í hug mér þegar ég heyrði and- látsfregn skólasystur okkar úr B- bekknum í Kennaraskóla Íslands ár- in 1967-1971. Mér er það í fersku minni er ég mætti í fyrsta sinn í Kennaraskólann haustið 1967, 16 ára og hélt mig færa í flestan sjó. Á aldr- inum 16-20 vorum við flest, en er sest var í fyrstu kennslustund sá ég að það sat kona fremst. Dökkhærð, svip- mikil og ábúðarfull. Þessi kona var Þórunn Magnúsdóttir, sem ætlunin er að minnast hér með virðingu og þökk fyrir að hafa verið samviska B- bekkjarins, sómi hans, sverð og skjöldur, eins og stendur í Ynglinga- Þórunn Magnúsdóttir ✝ Þórunn Magn-úsdóttir sagn- fræðingur fæddist í Vestmannaeyjum 12. desember 1920. Hún lést 24. desember síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Foss- vogskirkju 7. janúar. tali 1971, en ekki síður fyrir að hafa verið ómetanlegur félagi okkar unglinganna á skólaárunum og æ síð- an. Unglingsárin og skólaárin eru án efa mestu mótunarár í lífi hvers og eins. Hún Þórunn mótaði okkur mörg án þess að það væri sýnilegt eða skipulagt á nokkurn hátt. Hún var bara þannig persóna að hún setti mark á umhverfi sitt óafvitandi með sínum sterku skoðunum og góð- látlegu gríni, en umfram allt virti hún ætíð rétt hvers og eins til að koma skoðunum sínum á framfæri þótt hún væri ekki á sama máli. Án efa hafði hún mikil áhrif á að „andinn“ í B- bekknum varð eins góður og raun ber vitni. Setningar eins og: „Ætliði aldr- ei að verða fullorðin,“ gleymast seint, en í raun finnst mér ótrúlegt hve sjaldan hún vandaði um við okkur, hve vel hún umbar okkar ungæðis- hátt og reynsluleysi. Hún sjálf, sem bjó yfir hafsjó af reynslu, var óhemju fróð og víðlesin og hafði marga fjör- una sopið á lífsleiðinni. Alltaf var hún þó ein af okkur, ómissandi, sívakandi og frjó í hugsun, svo heil og sam- kvæm sjálfri sér. Hún kveikti áhuga okkar á svo mörgu og víkkaði sjón- arhornið, svo sem á bókmenntum, sögu, listum og pólitík. Oft urðu kennslustundir fjörugar þegar hún rökræddi við kennarana og hafði oft betur í þeim viðskiptum. Að leiðarlokum er okkur í B- bekknum efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Þórunni. Þótt tími og fjarlægðir skilji að þá verður hún alltaf „Þórunn okk- ar“. Að lokum sendum við fjölskyldu Þórunnar innilegar samúðarkveðjur. Minning hennar mun lifa í hjörtum okkar. Fyrir hönd B-bekkjarins 1967-1971 í KÍ, Sigurjóna Björgvinsdóttir. Þórunn Magnúsdóttir sagnfræð- ingur er látin. Við kynntumst fyrir fjórum ára- tugum, þegar við sátum saman í fyrsta bekk Kennaraskólans. Hún hafði tekið að sér farkennslu árið áð- ur til þess að ganga úr skugga um að námsvalið væri rétt. Við bjuggum báðar í Vesturbæn- um og urðum því samferða til og frá skóla. Kynntumst við vel þennan vet- ur. Undraðist ég oft hversu víðlesin hún var. Ég gerði hlé á námi eftir vet- urinn en Þórunn hélt sínu striki. Lauk hún kennaraprófi og síðar stúd- entsprófi frá sama skóla og hóf svo nám við Háskóla Íslands og lauk kandidatsprófi í sagnfræði 1982. Þórunn er afar eftirminnileg kona. Ég held að hún hafi ekki þekkt hug- takið „að gefast upp“. Hún hafði búið við erfiðar aðstæður þegar hún var að koma eldri börnunum sínum til manns. Húsnæðisekla var mikil á þeim árum og fáir sem vildu leigja barnafólki húsnæði. Bjó hún um tíma með börnum sínum í Camp Knox vestur á Melum. Baráttukona var hún alla tíð og var ein af stofnendum Félags her- skálabúa, sem barðist fyrir úrbótum í húsnæðismálum herskálabúa. Sat hún á þessum tíma í bæjarstjórn Reykjavíkur. Þegar fyrstu íbúðirnar voru reistar í stað herskálanna var einhver sem benti henni á að nú væri tækifæri fyrir hana að komast í betra húsnæði, en Þórunn hélt nú ekki, hún ætlaði að fara með þeim síðustu svo aðrir yrðu ekki skildir eftir. Þórunn var róttæk í skoðunum og mikill verkalýðs- og friðarsinni. Lengi hafði hún lagt lið Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna. Leiðir okkar lágu aftur sam- an í starfi friðarhreyfinga og í Kvennalistanum. Hún ferðaðist mik- ið. Hafði þá meðal annars verið að kynna sér framkvæmd sósíalismans í Austur-Evrópuríkjum. Fyrir að- eins fáeinum árum lagði hún leið sína til Kúbu, ekki í tvær eða þrjár vikur eins og flestir landar hennar sem þangað fara heldur dvaldi hún þar í nokkra mánuði. Sagnfræðirannsóknir hennar sner- ust mikið um líf og störf íslenskra kvenna. Rannsakaði hún þátttöku kvenna í sjósókn og skrifaði bókina Sjókonur á Íslandi 1891-1981. Var hún óþreytandi í leit sinni að skips- hafnaskrám, sem víða um land höfðu lent í geymslum ofan í kjöllurum eða á öðrum stöðum sem henni fannst ekki samboðnir slíkum gersemum. Þegar hún kom að máli við mig og bað mig að tölvuskrá þessa rannsókn hennar þá datt mér í hug að hún hefði fundið fáein hundruð nöfn sjókvenna. Reyndin varð á áttunda þúsund. Hún var afar nákvæm í allri skráningu. Áttum við ánægjulegt samstarf. Fyrir fáum árum rakst ég á bók eftir Einar Má Guðmundsson á bóka- safni. Þar sem Einar Már er einn af eftirlætishöfundum mínum las ég bókina, sem ég man því miður ekki lengur hvað hét. Ekki hafði ég lesið lengi um hetjuna Helgu þegar rann upp fyrir mér að þarna var á ferðinni saga Þórunnar og henni gerð falleg skil. Síðustu árin bjó Þórunn á Sauð- árkróki. Kom hún stundum við hjá okkur þegar hún var í bæjarferð og einhvern tímann gisti hún hjá okkur svo við gætum talað lengi saman. Ég minnist Þórunnar með aðdáun og virðingu og votta fjölskyldu henn- ar samúð vegna fráfalls hennar. Hólmfríður R. Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.