Morgunblaðið - 12.01.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.01.2009, Blaðsíða 33
Hjörvar Öllu betri ásýndum sem maður í íslenska kuldanum en sem föl geimvera framan á plötukápu. HÉR er um að ræða aðra sólóplötu Hjörvars Hjörleifssonar er mannaði áður hina lítt þekktu sveit Los. Fyrstu sólóplötu sína gaf hann þó út undir lista- mannanafninu Stranger en hér er hann með úr- vals lið með sér í undirleiknum. Þar ber helst að nefna þrjá fimmtu úr rokksveitinni Ensími. Hrynjandi-par Íslands, þá Adda og Guðna (einnig úr Mugison og Dr. Spock) og Hrafn Thoroddsen á hljómborðum. Það er skemmst frá því að segja að A Copy of Me er mjög frambærileg plata. Innihaldið hvergi jafn tilgerð- arlegt og mislukkað og undarlegt um- slag plötunnar þar sem má sjá Hjörv- ar í hlutverki David Bowie-legrar geimveru umvafða photo-shop- skrílsháttum. Skrítið að listamað- urinn skuli fara þá leið að fela sig í búningum á sama tíma og hann ákveður að gefa loksins út undir sínu eigin nafni. Eins og hann sé ófær um að stíga skrefið inn í sviðsljósið til fulls. En þegar minnst er á David Bowie: Hjörvar hefur auðheyranlega orðið fyrir töluverðum áhrifum frá honum. Það skilar sér hér helst í vel smíð- uðum lögum með aragrúa af fallegum sjöunda- og níundahljómum. Það sem slær mann strax við fyrstu hlustun er lifandi og afar eft- irtektarverð söngrödd Hjörvars. Djúp, og letileg, er hittir ekkert alltaf endilega beint á tóninn, en er alveg merkilega flott og persónuleg. Það er líka sterkur höfundarblær yfir lögum hans er gefur heildinni nokkuð eins- leitan lit, sem er ekki slæmur hlutur í þessu tilviki, því formúlan gengur sæmilega vel upp. Skemmtilegar skreytingar gæða lögunum svo meiri galdri. Hvort sem það eru járnlungun í She Ticks, mjög smekklegar bak- raddir Láru Rúnarsdóttur í nokkrum lögunum eða vel lukkaðar strengjaút- setningar í See the Sea. Tónlistarlega séð er ekki mikið hægt að setja út þessa plötu. Hæstu tindar hennar er svo lögin News for Everyone og Ne- ver Enough er gætu hæglega orðið sterkir útvarpsslagarar á þessu ári. Til þess að svo verði þarf þó Hjörvar að vinna sér inn meiri fylgni og virð- ingu á meðal íslenskra tónleikagesta en fram til þessa hefur hann verið gjörsamlega ósýnilegur. Til þess þarf hann að sætta sig við að þurfa að vera aðeins sýnilegri en hann hefur leyft sér hingað til. Það dregur þó plötuna örlítið niður að tilgerð umslagsins endurspeglast í arfa-þunnum enskum textum laga á borð við New York New York New York og Golden Hearts. En nú er ég bara óþarflega smámunasamur. A Copy of Me er gæðagripur, sama hvernig á það er litið. Plata sem á án efa eftir að koma þeim er leggja við hlustir þægilega á óvart. Birgir Örn Steinarsson Gæðagripur TÓNLIST Geisladiskur Hjörvar – A Copy of Me bbbmn Menning 33 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009 Þjóðleikhúsið Af öllum sviðum lífsins 551 1200 | midasala@leikhusid.is Miðasalan er opin alla daga frá kl. 12:30 til 18:00 og öll sýningarkvöld til kl. 20. Miðapantanir teknar í síma alla virka daga frá kl. 10:00. Stóra sviðið Hart í bak Sun 18/1 kl. 20:00 Ö Lau 24/1 kl. 20:00 Ö Sun 25/1 kl. 20:00 Ö Fim 29/1 kl. 20:00 Sun 1/2 kl. 20:00 Fös 6/2 kl. 20:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Lau 14/2 kl. 20:00 Sun 15/2 kl. 20:00 Fim 19/2 kl. 20:00 Fim 26/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 síðasta sýn. Ath. aukasýningar í sölu Kardemommubærinn Lau 21/2 frums. kl. 14:00 U Lau 21/2 kl. 17:00 U Sun 22/2 kl. 14:00 U Sun 22/2 kl. 17:00 U Lau 28/2 kl. 14:00 U Lau 28/2 kl. 17:00 Ö Sun 1/3 kl. 14:00 Ö Sun 1/3 kl. 17:00 Ö Lau 7/3 kl. 14:00 Ö Lau 7/3 kl. 17:00 Ö Sun 8/3 kl. 14:00 Ö Sun 8/3 kl. 17:00 Ö Sumarljós Fös 16/1 8. sýn. kl. 20:00 Ö Lau 17/1 kl. 20:00 Ö Fim 22/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Fös 30/1 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Fös 13/2 kl. 20:00 Verk byggt á skáldsögunni Sumarljós, og svo kemur nóttin Kassinn Heiður Þri 20/1 fors. kl. 20:00 Ö Mið 21/1 fors. kl. 20:00 Ö Fim 22/1 fors. kl. 20:00 Ö Lau 24/1 frums. kl. 20:00 U Sun 25/1 kl. 20:00 Fös 30/1 kl. 20:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Lau 14/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Athugið snarpt sýningatímabil Kúlan Klókur ertu - Einar Áskell Sun 18/1 kl. 13:30 Sun 18/1 kl. 15:00 Örfáar aukasýningar í janúar Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 10:00-18:00, miðvikudaga til föstudaga kl. 10:00-20:00, og laugardaga og sunnudaga kl. 12:00-20:00 Fólkið í blokkinni (Stóra sviðið) Lau 17/1 kl. 19:00 U Sun 18/1 aukas kl. 19:00 Ö Sun 25/1 kl. 16:00 Ö Sun 25/1 kl. 19:00 U Lau 31/1 kl. 19:00 U Sun 1/2 kl. 19:00 Ö Lau 7/2 kl. 19:00 Ö Fös 13/2 kl. 19:00 U Lau 21/2 kl. 19:00 Yfir 50 uppseldar sýningar! Ekki missa af vinsælasta söngleik leikársins. Fló á skinni (Stóra sviðið) Fös 16/1 kl. 19:00 U Fim 22/1 ný aukskl. 20:00 Ö Fös 23/1 kl. 19:00 U Fös 30/1 kl. 19:00 U Fös 30/1 ný aukas kl. 22:00 Fös 6/2 kl. 19:00 Ö Fim 12/2 aukas kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 19:00 Yfir 130 Uppseldar sýningar. Áhorfendasýning ársins! Rústað, eftir Söru Kane (Nýja sviðið) Mið 28/1 fors kl. 20:00 U Fim 29/1 fors kl. 20:00 U Fös 30/1 frums kl. 20:00 U Lau 31/1 2. kort kl. 20:00 U Sun 1/2 3. kort kl. 20:00 U Fim 5/2 4. kort kl. 20:00 Ö Fös 6/2 5. kort kl. 20:00 Ö Lau 7/2 6. kort kl. 20:00 Ö Miðasala hefst 12.janúar. Ath! bannað börnum og alls ekki fyrir viðkvæma. Laddi (Stóra svið) Þri 20/1 kl. 20:00 Ö ný aukas Lau 24/1 ný aukas kl. 20:00 Fim 29/1 ný aukas kl. 20:00 Sannleikurinn, einleikur Péturs Jóhanns (Litla svið) Fös 6/2 frums kl. 20:00 U Lau 7/2 2kortas kl. 19:00 U Lau 7/2 aukas kl. 22:00 Ö Sun 8/2 3kortas kl. 20:00 U Mið 11/2 4kortas kl. 20:00 U Fim 12/2 5kortaskl. 20:00 U Fös 13/2 6kortaskl. 19:00 U Fös 13/2 aukas kl. 22:00 Lau 14/2 aukas kl. 19:00 Ö Lau 14/2 aukas kl. 22:00 Fös 20/2 7kortas kl. 19:00 Fös 20/2 kl. 22:00 Lau 21/2 8kortas kl. 19:00 Lau 21/2 aukas kl. 22:00 Sun 22/2 9kortas kl. 20:00 Miðasala í fullum gangi Leikfélag Akureyrar 460 0200 | midasala@leikfelag.is Falið fylgi (Rýmið) Fös 16/1 frums. kl. 20:00 U Lau 17/1 2. kort kl. 19:00 U Lau 17/1 hátíðar kl. 22:00 U Fim 22/1 3. kort kl. 20:00 U Fös 23/1 4. kort kl. 19:00 U Lau 24/1 5. kort kl. 19:00 U Lau 24/1 aukas kl. 22:00 Sun 25/1 6. kort kl. 20:00 U Fim 29/1 7. kort kl. 20:00 U Fös 30/1 8. kort kl. 19:00 U Lau 31/1 9. kort kl. 19:00 U Sun 1/2 10. kortkl. 20:00 U Fim 5/2 11. kortkl. 20:00 U Fös 6/2 12. kortkl. 19:00 U Lau 7/2 13. kortkl. 19:00 U Sun 8/2 14. kortkl. 20:00 U Forsala hefst 5. janúar 2009 Systur (Samkomuhúsið) Fös 23/1 1. sýn. kl. 20:00 Ö Lau 24/1 2. sýn. kl. 20:00 Ö Danssýning Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Fös 16/1 kl. 20:00 Þri 20/1 aukas. kl. 20:00 Ö Lau 24/1 kl. 17:00 U þorrablót eftir sýn.una Fös 30/1 kl. 20:00 Ö Lau 31/1 kl. 17:00 U Lau 14/2 kl. 17:00 Ö ath sýn.atíma Fös 20/2 kl. 20:00 U næst síðasta sýn. í vetur Lau 28/2 kl. 17:00 Ö síðasta sýn. í vetur - ath sýningatíma Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Lau 17/1 kl. 20:00 U Fös 23/1 kl. 20:00 U Sun 1/2 kl. 20:00 Fös 13/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 17:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Tvær Grímur 2007 - Besti leikari - Besta handritið Draumasmiðjan 8242525 | elsa@draumasmidjan.is Ég á mig sjálf (farandsýning) Lau 17/1 kl. 15:00 F Fim 29/1 kl. 00:00 F Fim 29/1 kl. 00:00 F Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Janis 27 Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 20:00 Iðnó 562 9700 | idno@xnet.is Kaupmannahöfn Leiklestur Vonarstrætisleikhúsið Þri 13/1 kl. 20:00 Mið 14/1 kl. 20:00 Systur Lau 31/1 frums. kl. 20:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Fös 13/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Dómur Morgunblaðsins útgáfutónleikar Hjörvar Hjörleifsson A Copy of Me Fös 16/1 kl. 20:00 Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Dubbeldusch (Hafnarfjarðarleikhúsið) Fös 16/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 Fös 30/1 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 20:00 Steinar í djúpinu (Hafnarfjarðarleikhúsið) Sun 18/1 aukas. kl. 20:00 Sun 25/1 aukas. kl. 20:00 Takmarkaður sýningarfjöldi Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Febrúarsýning2009 (Stóra sviðið) Fim 5/2 frums. kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Sun 15/2 kl. 20:00 Sun 22/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Sun 8/3 kl. 20:00 GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið 4201190 | grindviska.gral@gmail.com 21 MANNS SAKNAÐ (Grindavík) Sun 18/1 aukas. kl. 20:00 Sun 25/1 aukas. kl. 20:00 Sun 1/2 aukas. kl. 20:00 SÍÐUSTU SÝNINGAR!!! Möguleikhúsið 5622669 / 8971813 | moguleikhusid@moguleikhusid.is Langafi prakkari (ferðasýning) Þri 24/2 kl. 12:40 F ísaksskóli Þri 24/2 kl. 13:50 F ísaksskóli Sæmundur fróði (ferðasýning) Fös 16/1 kl. 10:00 F ártúnsskóli ÞAÐ er nokkurn veginn gulltryggt að næsta tölu- blað af myndasöguseríunni The Amazing Spider- Man verði safnaragripur. Ástæðan er sú að verð- andi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, er framan á kápunni ásamt ofurhetjunni vinsælu. Í blaðinu er svo að finna sex blaðsíðna sögu þar sem Köngulóarmaðurinn bjargar málunum þegar ofur-bófi reynir að sölsa undir sig forsetaemb- ættið með því að þykjast vera Obama daginn er hann er innvígður í embættið. Köngulóarmað- urinn áttar sig auðvitað á því að þarna er Kam- elljónið á ferð og í samvinnu við hinn eina rétta Obama ná þeir að koma bófanum bak við lás og slá og ryðja þar með veg hins réttláta verðandi forseta að Hvíta húsinu. Forstjóri Marvel Comics, Joe Quesada, segir hugmyndina hafi kviknað eftir að Obama við- urkenndi í viðtali að vera mikill aðdáandi Köngulóarmannsins og að hann safnaði enn blöð- unum um ofurhetjuna. Obama í Spid- er-Man blaði Obama Ætti að verða ánægður með að sjá ásjónu sína á kápu uppáhalds-myndasög- unnar sinnar er hann hefur safnað lengi. Mikill hasar Ein blaðsíða næsta heftis af The Amazing Spider-Man þar sem Obama og Köngulóarmaðurinn snúa bökum saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.