Morgunblaðið - 12.01.2009, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009
Sími 564 0000
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Smárabíó
HÖRKUSPENNANDI MYND
ÚR SMIÐJU LUC BESSON
Bráðskemmtileg mynd þar sem
heimur galdra og ævintýra lifnar við
„..BESTA DISNEY-TEIKNIMYNDIN
Í ÁRARAÐIR“
L.I.B. – FRÉTTABLAÐIÐ
,,ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND”
-VJV -TOPP5.IS/FBL
-S.V. - MBL
-bara lúxus
Sími 553 2075
BYGGT Á SÖNNUMATBURÐUM
Frá Clint Eastwood, óskarsverðlaunaleikstjóra
Mystic River, Million Dollar Baby og Unforgiven.
„HEILLANDI, FULLORÐINS
ÞRILLER, MEÐ ÓTVÍRÆÐRI
ÓSKARSFRAMMISTÖÐU
FRÁANGELINU JOLIE.“
- EMPIRE
„CHANGELING ER ÓGNVEKJANDI MYND
UMALVARLEGT MÁL, EN HEILDARUPPLIFUNIN
ER SPENNUÞRUNGIN FREMUR EN SORGLEG.
ÞAÐ ER FULLNÆGJANDI AÐ SJÁ SVONA
VELGERÐAKVIKMYND.“
- MICK LASELLE - SAN FRANCISCO CHRONICLE
„Í HÖNDUMANNARS, HEFÐI ÞESSI
BARÁTTAGÓÐS OG ILLS GETAÐ ORÐIÐ
HVERSDAGSLEG, EN EASTWOODGERIR
CHANGELINGAÐ EFTIRMINNILEGRI
UPPLIFUN.“
- KENNETH TURAN - LA TIMES
Ótrúleg saga byggð á sönnum atburðum um
baráttu einstæðrar móður við spillingu,
morð,mannshvörf og lögregluyfirvöld.
Tilnefnd til 2 Golden
Globe verðlauna.
Seven Pounds kl. 5:30 - 8 - 10:30 DIGITAL LEYFÐ
Seven Pounds kl. 5:30 - 8 - 10:30 DIGITAL LÚXUS
Transporter 3 kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára
Australia kl. 4:30 - 8 B.i. 12
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
,,ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND”
-VJV -TOPP5.IS/FBL
-S.V. - MBL
SÝND Í SMÁRABÍÓI
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
Sýnd kl. 4, 6 og 10
Sýnd kl. 6, 8 og 10
Sýnd kl. 6 og 9
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is
Sýnd kl. 4 ísl. tal
Sýnd kl. 4 ísl. tal
- S.V., MBL
Sólskinsdrengurinn kl. 5:30 - 8 LEYFÐ
Skoppa og Skrýtla í bíó kl. 4 DIGITAL LEYFÐ
Inkheart kl. 3:45 B.i. 10 ára
The day the earth ... kl. 10:20 B.i. 12 ára
BRETAR hafa ráðið bandaríska
laga- og textahöfundinn Diane
Warren til þess að semja texta við
Eurovisionlag Andrew Lloyd Web-
ber. Eins og flestir vita er Webber
þekktastur fyrir að semja söngleiki
og lög í kvikmyndir en á meðal hans
þekktustu verka eru Jesus Christ
Superstar, Cats, Evita og lög Disn-
eymynda á borð við Aladdin og The
Beauty and the Beast. Warren er
svo þekktust fyrir að hafa samið lög-
in How Do I Live er LeAnn Rimes
gerði frægt, I Dońt Wanna Miss A
Thing er rokkararnir í Aerosmith
gerðu að sínu, If I Could Turn Back
Time með Cher og Un-Break My
Heart er Toni Braxton söng. Það er
því um mjög afar sterkt tvíeyki að
ræða.
Sex ungir flytjendur keppast nú
um að fá að flytja lag þeirra í Rúss-
landi í maí í raunveruleikaþættinum
Your Country Needs You. Nú þegar
er einn keppandinn dottinn út, en
það var söngvari að nafni Damien
Flood. Keppnislagið hefur ekki verið
kynnt til sögunnar ennþá, en búist
er við því að lagasmíðar þeirra Web-
ber og Warren hefjist í næstu viku.
Síðustu ár hafa framlög Breta til
Eurovision gengið herfilega sem
kristallaðist í fyrra þegar lag þjóð-
arinnar endaði á botninum.
Andrew Lloyd Webber Mun leyni-
vopn Breta tryggja þeim sigur?
Bretar auka
metnað í
Eurovision
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@mbl.is
ÍSLENSKI söngleikurinn um
Harry Potter, sem leikfélag
Menntaskólans við Sund er að setja
upp, verður frumsýndur í Loftkast-
alanum þann 17. febrúar næstkom-
andi. Það vekur athygli að engin
tónlist úr kvikmyndunum verður
notuð, heldur verða íslenskuð lög
listamanna á borð við Muse, Hole,
Editors, Lykke Li og Band of Hor-
ses notuð í staðinn. Stutt er í að
fyrsta laginu úr söngleiknum verði
sleppt lausu en það er íslenskuð út-
gáfa af laginu Be Mine eftir
sænsku poppdívuna Robyn sem
persóna Hermione mun syngja en
hún verður leikin af Þórdísi Jens-
dóttur.
„Við vorum að
gera tónlistar-
myndband yfir
jólahátíðarnar
við lagið sem er
tregablandið
popp,“ segir Er-
lingur Grétar
Einarsson er
leikstýrir ásamt
eiginkonu sinni
Kolbrúnu Björt
Sigfúsdóttur er samdi handritið að
mestu. „Við erum að búa til annan
hljóðheim en er í myndunum. Þar
er mjög mikið af strengjum og svo-
leiðis þar en við notum meira af
trommum, gíturum og hljóð-
gervlum. Á milli sönglaganna er
mikið af stemningstónlist líka.“
Undirbúningurinn gengur vel og
hefjast sviðsæfingar í næstu viku,
mánuði fyrir frumsýningu en sýn-
ingin verður sú fyrsta í endurnýj-
uðum Loftkastala er opnar þá aftur
eftir eigandaskipti. Með önnur
hlutverk í söngleiknum fara Albert
Hauksson sem leikur Harry, Þor-
björn Árnason er leikur Ron, Atli
Egilsson er leikur Dumbledore og
Ásgrímur Hermannsson er leikur
Voldemort sem fær töluvert meira
rými í söngleiknum en hann gerir í
bíómyndunum.
„Þetta er náttúrulega Harry Pot-
ter og þar af leiðandi búumst við
áhuga frá fjölskyldufólki en það
verður samt þannig að það er ansi
margt dökkt í þessari sýningu. Hún
er því ekki fyrir allra yngstu börn-
in, bara svo að við höfum það á
hreinu,“ segir Erlingur að lokum.
Indí-rokkið allsráðandi í
hinum íslenska Hogwarts
Harry Potter og félagar munu syngja lög Muse, Hole og
fleiri rokksveita í íslenskum söngleik um galdrastrákinn.
Erlingur Grétar
Einarsson
Harry Potter Mun hann syngja lög Muse í sýningunni? „My time is ruuuuuning ouuuut... my time is ruuuning out.“
LEIKARINN John Travolta, er
syrgir nú 16 ára son sinn, mætti ekki
á Golden Globe verðlaunahátíðina í
gærkvöldi. Hann átti að syngja lag á
hátíðinni með Miley Cyrus er þau
voru tilnefnd til verðlaunanna fyrir
en það er úr í teiknimyndinni Bolt.
Minningarathöfn fyrir Jett Tra-
volta var haldin á fimmtudaginn á
heimili þeirra hjóna John Travolta
og Kelly Preston. Þangað mættu
nánustu vinir þeirra og fjölskylda, en
þeirra á meðal eru Lisa Marie Pres-
ley, Garth Brooks og Trisha Year-
wood.
Sonur Travolta dó 2. janúar síð-
astliðinn eftir kast. Þerna þeirra
hjóna fann hann meðvitundarlausan
á gólfi hótelherbergis fjölskyldunnar
á Bahamas-eyjum.
Svo einkennilega vildi einnig til að
Miley Cyrus skar raddbönd sín á
kjúklingabeini fyrir helgi, og missti
röddina. Það er því greinilegt að
þeim var ekki ætlað að syngja lagið
saman á hátíðinni.
Reuters
John Travolta Ekki ætlað að syngja
með Miley Cyrus á Golden Globe.
Mætti ekki
á Golden
Globe