Morgunblaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
ÞÓ að minna verði um framkvæmdir
á vegum opinberra aðila á þessu ári
en því síðasta er útlit fyrir að sitt-
hvað verði á prjónunum víða um land
í miðri kreppunni, eins og meðfylgj-
andi kort ber með sér, sem er þó
langt frá því að vera tæmandi yfirlit
um allar framkvæmdir.
Þar er stiklað á stóru og að mestu
byggt á því sem fram kom á útboðs-
þingi Samtaka iðnaðarins í síðustu
viku. Þar kynntu stærstu verk-
kaupar ríkis og sveitarfélaga áætl-
anir sínar um útboð og fram-
kvæmdir á árinu. Þegar allt er
saman tekið má ætla að þessir aðilar
muni framkvæma fyrir um 65 millj-
arða króna. Þar af eru reyndar 14,5
milljarðar króna vegna fram-
kvæmda sem eru í gangi á vegum
Vegagerðarinnar.
Aðrir aðilar sem kynntu áætlanir
sínar voru Reykjavíkurborg, Orku-
veita Reykjavíkur, Landsvirkjun,
Landsnet, Framkvæmdasýsla rík-
isins, Siglingastofnun og Kópavogs-
bær. Taka ber þeim tölum sem
kynntar voru með fyrirvara, þar sem
um áætlanir er að ræða og ekki í öll-
um tilvikum búið að tryggja lánsfé til
framkvæmda. Sum verk hafa einnig
verið inni í áætlunum fyrri ára og því
um tvítekningu að ræða. Tölurnar
gefa þó ákveðna vísbendingu.
Þegar bætt er við tónlistarhúsinu,
áformum um samgöngumiðstöð við
Reykjavíkurflugvöll, framkvæmdum
Faxaflóahafna, Flugstoða og nokk-
urra stórra sveitarfélaga þá er sam-
anlögð fjárhæð í framkvæmdir og
útboð komin í rúma 84 milljarða
króna á þessu ári.
Í svörum frá þessum aðilum kem-
ur skýrt fram að um áætlanir sé að
ræða. Framkvæmdahraðinn muni
ráðast af því hvernig gengur að afla
lánsfjár og tekna.
Síðan stækkar heildarmyndin enn
frekar þegar framkvæmdum ann-
arra sveitarfélaga í landinu er bætt
við og áformum einkaaðila. Inni í
fyrrnefndum tölum er t.d. ekki álver
Norðuráls í Helguvík.
„Menn eru fljótir að gleyma“
Árni Jóhannsson hjá Samtökum
iðnaðarins, sem um árabil hefur ver-
ið með puttann á púlsi verktakanna í
landinu, segir það vel skiljanlegt að
verktökum finnist mörgum hverjum
áætlanir þessa árs vera rýrar í roð-
inu, sé tekið mið af síðasta ári. Þá
voru í upphafi ársins gríðarstór
áform. Á útboðsþinginu í fyrra var
talið að framkvæmt yrði fyrir um
130 milljarða króna það ár, m.a. var
þá gert ráð fyrir álveri á Bakka.
Ekki rættist það allt saman en engu
að síður var framkvæmdagleði og
metnaður ríkjandi, eins og hjá Orku-
veitunni og Vegagerðinni.
Árni bendir á að þrátt fyrir minni
fjárhæðir nú þá stefni t.d. í að 2009
verði annað mesta framkvæmdaár
Vegagerðarinnar frá upphafi.
„Menn geta verið fastir í núinu og
fljótir að gleyma,“ segir Árni en töl-
urnar sem gefnar voru upp á útboðs-
þinginu á dögunum eru mjög sam-
bærilegar því sem tíðkaðist árin
2002-2007.
„Á þessum árum var staðan þann-
ig að það var viðtekin venja að vegna
verkefnaskorts sögðu verktakar upp
mannskap í nóvember og réðu hann
ekki aftur fyrr en í mars. Und-
anfarin ár hefur þetta ekki verið
gert.“
Áður fengu menn tækin lánuð
Áður en mestu þenslutímarnir
gengu í garð, og aðgangur að lánsfé
var takmarkaður, þá var algengt að
verktakar fengju tæki og tól leigð
hjá starfsbræðrum sínum ef þeir
áttu þau ekki í einstaka verkþætti.
Þegar allar dyr stóðu opnar í bönk-
um og fjármögnunarfyrirtækjum þá
tóku verktakar lán fyrir nýjum tækj-
um.
Alls störfuðu um 16 þúsund manns
hjá verktaka- og byggingafyr-
irtækjum á síðasta ári, í venjulegu
árferði störfuðu lengst af 10-12 þús-
und í greininni.
„Miðað við þær fréttir sem á okk-
ur hafa dunið síðan í október þá er
verkefnaframboðið alls ekki eins
rýrt og maður hefði getað ætlað. Til
að staðan batni verulega þarf heldur
ekki mikið að breytast. Ef ráðist
verður í Búðarhálsvirkjun og eitt-
hvað verður af þessum stóriðju-
áformum þá snarbreytist heild-
armyndin. Bara með Búðarháls-
virkjun bætast við 15 milljarðar
króna til framkvæmda,“ segir Árni.
!"
#
$
# %&
'())*
+
,
$"%
!
,
, #
%
,
- $%'
,
.
' /%'0
%& $"%
% %& 1
&
2% %&
%& 3 %& 4
!
"#$%
"
&
5
#
0
%+
,
$
/
, % 6
%'()*+)
,-& !-.%/.
0
1
#
&)/ 2
3
4%
5
2
# $ 6 #
7
!
$ #
! #-
7
/ %
8 .
/- - 8 .
!/& 8 .
/
5 ,
.
&
/
- /$
-
9-
:;-
,7
%
&
8 / /- -
2.
7
/ 7/
5
2 #
< #
)/&/
=/&& "
"# / 7
/ : > /- -
/ 0/-
2 "#/ / #5
7& /
!/
! /
? /
"#$
!
%
14%
!
4% :/ "# 4% ! /
14%@$A
"#) -
14%6! . / %/ !
$ #
7
/ !/- 2#.
. . $ #
7
/ !
$ #
!
.5
9:
1# > BCC3
,89'
6 :
())*
00+
7&
5- # 3%
.
&
D.
&
! -
#
E 0
BCCB$BCC3
'
%& '
())*
%
<
=
<
>' =
?$"% $"%
!
%
>
!
20
.!!' :
>& 0
9
'< +
+=
&
&<+=
,
%
."
@
A
%
.9.!
, - GHACC
ICCC
GBJCC
GGCCC
K3CC
HG@C
@@CC
BACC
BGCC
IAG@C
IACC
HCCC
BKCC
BACC
GBHJ
KKC
JCC
H3C
@K@
KHI@C
BK
HC
AH
HK
JK JI
G@C
B)( B)C B)D B)E B)F B)G B)H LC3
,
,
7
/ M
7
.
"#$/
/- - 7
/ ) I) () C) D) E)
!
!
$ #
"
$
7
/ = 2/ ) 5
/- -
7.# # 7# -
#
!&.
=/- . & #
'
7
-
;
#
2 -
Milljarðaverk í kreppunni
Ætla má að ríki, sveitarfélög og stofnanir framkvæmi á þessu ári fyrir um 84 milljarða króna
Svipaðar fjárhæðir og á árunum 2002-2007 Ennþá óvissa um lánsfjármögnun og verktíma
Í HNOTSKURN
»Þegar mest lét störfuðuum 16 þúsund manns hjá
verktökum og byggingarfyr-
irtækjum í fyrra.
»Nú er sá fjöldi kominnniður í um 10 þúsund
manns, sem Samtök iðnaðar-
ins telja „náttúrulega stærð“.
»Nú liggur fyrir að haldiðverður áfram með tón-
listarhúsið og ráðstefnu-
miðstöðina við Austurhöfn.
»Fleiri slík stórverkefnigætu breytt heild-
armyndinni með skjótum
hætti, eins og ný samgöngu-
miðstöð eða álver.
Morgunblaðið/Júlíus
Framkvæmdir Þrátt fyrir kreppuna eru töluverðar framkvæmdir fram-
undan á árinu. Senn fara hamarshöggin að dynja á ný við tónlistarhúsið.