Morgunblaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 35
fyrsta sinn, þegar ég kom fyrst í réttir 1960 og gleymi því aldrei hversu vel hún tók á móti mér og virti gamla vináttu okkar Steina. Smám saman urðu vináttuböndin sterkari, þegar þau hjón tóku með vissu árabili við sonum okkar tveim til sumardvalar og til hjálpar við sumarverkin. Tel ég reyndar, að þeir hafi þroskast til hins betra þessi sumur, sem þeir dvöldu hjá þeim hjónum. Steini bóndi var fremur fá- máll, en ábyrgur og lét verkin tala. Dísa, þessi gestrisna húsmóðir, naut þess að taka á móti fólki, sem að- allega kom við hjá þeim yfir sum- arímann, en oft á veturna lifði þetta fólk við talsverða einangrun frá um- heiminum. Dísa var afskaplega vel af Guði gerð. Hún var í reynd náttúrubarn, bar virðingu fyrir öllu sem íslenskt var, svo ekki sé talað um „okkar yl- hýra mál“. Hún hafði einstakan orðaforða og var hafsjór af fróðleik í sambandi við gömul orð og orðatil- tæki, enda talaði hún einfaldlega betra mál en flestir aðrir. Það kom t.d. oft fyrir þegar málfarsþættir voru í Ríkisútvarpinu, að Dísa hringdi inn og hafði sitthvað að segja við viðkomandi þáttastjóra í sam- bandi við málvenjur og ýmis orð, sem notuð voru hér fyrr á árum, en tilheyra nú fortíðinni og myndi unga fólkinu í dag ef til vill finnast þau fremur forneskjuleg. Ég mun seint gleyma þeim fjöl- mörgu ánægjustundum sem ég átti með þeim hjónum, þegar við sátum í eldhúsinu í Búðardal, gesti bar óvænt að garði, nefna má Begga á Tindum, Lalla frá Tjaldanesi, fjöl- skylduna og frændfólk í Búðardal 1 og ótaldir eru fleiri góðir sveitungar, þar sem hlegið var dátt og spjallað fram á nótt. Sú ómælda gleði og ánægja sem Dísa hefur veitt mér og mínum verð- ur ekki frá okkur tekin. Blessuð sé minning þessarar frá- bæru konu. Reynir Jónasson. Nú er hún Dísa okkar dáin. Og við sem áttum eftir að spjalla svo margt. Þegar við hittumst þá fórum við oft til baka í Miðdalinn og rifjuðum upp gamla tíma, gamla vini og atburði sem hún mundi svo vel, oft betur en nokkur annar. Alltaf voru þetta svo góðar og skemmtilegar minningar, hún tók eftir öllu því smáa og kóm- íska sem svo oft fer fram hjá manni. Og lék sum atriði svo vel að maður sá þau lifandi fyrir sér. Fáir voru betur að sér í ættfræði. Hún var oft beðin um að rekja saman ættir manna. Hún þurfti enga Íslendinga- bók til þess enda var þetta fyrir tíma hennar. Þetta var allt í kollinum á henni og svo í nokkrum bókum sem hún hafði handhægar. Tröllatungu- ættin var orðin svolítið laus í band- inu undir það síðasta. Fyrstu árin eftir að ég fæddist voru Dísa og Sigga oft hjá okkur á Klúku. Svo kom að því hún flytti í burtu. Ég man eftir mér sitjandi á koffortinu hennar áður en hún fór. Svo var það komið út á hlað. Mér leist satt að segja ekkert á þetta. Kannski sat ég líka ofan á koffortinu til að hún færi ekki. En hann Steini var að koma að sækja hana. Hún sagði mér seinna að hún hefði fengið formlegt leyfi hjá mér til að fara. Ég var víst tregur til en lét þó undan og ekki fór hún fyrr en leyfið var fengið. Það var ekki alltaf verið að fara á milli en þær eru minnisstæðar ferð- irnar sem fjölskyldan fór að sumri til í heimsókn til Dísu og Siggu í Búð- ardal. Þar var vel tekið á móti okkur og miklir fagnaðarfundir. Á tíunda áratugnum var ég ásamt nokkrum félögum að vinna á Skarðs- ströndinni og þá skutu Dísa og Steini yfir okkur skjólshúsi. Það var góður tími og margt spjallað. Ég kom síðast til hennar í janúar og þá sagði hún mér að hana hefði dreymt Steina oft undanfarið og það væri eins og hann vildi láta vita af sér. Nú er hún komin til hans. Mig langar til að þakka Dísu fyrir samveruna og allar góðu minning- arnar. Þær munu hlýja okkur öllum um hjartaræturnar um ókomna tíð. Aðalbjörn Guðmundur Sverrisson. Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 ✝ Snæbjörn ÁrmannBjörnsson fæddist á Nolli í Grýtubakka- hreppi 14. maí 1917. Hann lést á Grenilundi á Grenivík 12. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Björn Jóhannesson bóndi á Nolli, f. 1. febrúar 1877, d. 10. des. 1951, og Anna Pálsdóttir, f. 14. mars 1883, d. 13. feb. 1958. Systkini Snæbjörns eru Sigríð- ur Þóra, f. 2. nóv. 1903, d. 24. nóv. 1984, Kristín, f. 6. okt. 1905, d. 21. okt. 2000, Jóhannes Kristján, f. 14. des. 1907, d. 9. des. 1994, Guð- björg, f. 18. feb. 1910, d. 25. júní 2002, Hólmfríður Halldóra, f. 8. apríl 1912, d. 22. júlí 2004, og Ingibjörg Birna, f. 27. ágúst 1924. Hinn 5. desember 1954 kvæntist Snæbjörn Unni Stefánsdóttur, f. í Uppsölum í Svarfaðardal 7. feb. 1934. Foreldrar hennar voru Stefán Svein- björnsson, f. 19. mars 1897, d. 12. sept. 1980, og Sigurlína Snjólaug Kristjáns- dóttir, f. 9. okt. 1902, d. 14. júní 1967. Snæbjörn og Unnur slitu samvistum. Börn þeirra eru: 1) Björn, f. 29. jan. 1953. Kona hans er Magga Kristín Björnsdóttir, þau eiga þrjú börn, Unni Ósk, Guðbjörgu Önnu og Snæbjörn Ármann. 2) Sigurbjörg, f. 16. apríl 1955. Maður hennar var Ragnar Þrúðmarsson, þau skildu, börn þeirra eru þrjú, Snæbjörn Sölvi, Þrúðmar Kári og Hildur Björg. 3) Stefán Sigurður, f. 20. nóv. 1962. Kona hans er Súsanna Poulsen, þau eiga þrjú börn, Heiðrúnu Töru, Absalon og Unni Lilju, fyrir átti Súsanna eina dóttur, Ingibjörgu Ósk. 4) Kristinn, f. 20. feb. 1964. Kona hans er Kristín Sigurbjörg Jóhannsdóttir, þau eiga þrjú börn, Egil Ármann, Jóhann Má og Fjólu Björk. Barna- barnabörnin eru sjö. Snæbjörn ólst upp á Nolli og bjó þar alla sína búskapartíð. Tók við búi af foreldrum sínum, byggði þar upp allan húsakost ásamt Unni konu sinni. Í nokkur ár bjó hann einn á Nolli en síðar með Stefáni syni sínum og fjölskyldu hans. Árið 1999 flutti Snæbjörn til Akureyrar og dvaldi hjá Birni syni sínum, síðar það sama ár flutti hann á Grenilund, sambýli aldr- aðra á Grenivík þar sem hann dvaldi síðustu æviárin. Snæbjörn undi hag sínum best heima á Nolli við bústörf- in, og hafði hann yndi af bóklestri. Snæbjörn var ekki mikið fyrir fé- lagsmálastúss, en þó var hann lengi í sóknarnefnd Laufáskirkju, söng í kirkjukórnum og var hringjari þar í áratugi. Útför Snæbjörns fer fram frá Lauf- áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þannig virðist það vera að þegar dauðsfall ber að fer hugurinn á flug og allar minningar sem maður á um viðkomandi birtast manni svo ljóslif- andi. Ég á margar minningar um þig, sem er sennilega ekki skrýtið því meira en hálfa mína ævi áttum við sameiginlegt heimili. Þú varst mikið hörkutól sem lét lít- ið fyrir sér fara, ekki varstu mikið hrifinn af því að þiggja ölmusur af öðrum, eða að láta stjana við þig að óþörfu, slíkt forðaðistu sem heitan eldinn. Þú varst bóndi af lífi og sál, og fátt fannst þér betra en vera úti að huga að skepnunum og rúnta um sveitina. Man ég vel hvað ég fékk oft að brasa með þér sem krakki, og mér fannst mjög gaman að sniglast í kringum þig. Oft fórum við saman á rúntinn, þá fannst þér nú ekki leið- inlegt að geta frætt mig um hvern einasta stein eða hverja stiku sveit- arinnar og þá sérstaklega á okkar landareign og veit ég nákvæmlega hvar landamæri Nollarjarðarinnar liggja. Það er erfitt að hugsa til baka án þess að vallas, bolsíur og súkkulaði komi upp í huga manns, af því áttirðu oftast nóg, og varst duglegur að bjóða okkur systkinunum slíkt, hús- móðurinni á heimilinu til mikillar ánægju, þar sem litlu grísirnir komu iðulega upp með fullan munn af súkkulaði og jafnvel vel súkku- laðibrúnar ermar í kaupbæti. Minningarnar sem ég á um þig varðveiti ég vel í hjarta mínu, og það verður skrítið að fara til Grenivíkur og koma ekki við hjá þér. Vænst þyk- ir mér um það að þú skyldir taka mér sem einu þínu barnabarni og eins börnunum mínum sem þínum eigin barnabarnabörnum, slíkt er ekkert endilega sjálfgefið. Takk fyrir allt, elsku afi minn. Ingibjörg og fjölskylda. Elsku afi, í hjörtum okkar verður þín ávallt sárt saknað. Auk söknuðar sitja eftir ótal minningar sem inni- halda bros, hlátur og gleði. Við þökk- um þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, við þökkum fyrir góðu stundirnar sem við áttum á Nolli og einnig á Grenilundi. Það verður að segjast að þú varst sannkallaður gleðigjafi og var ekki langt í húmorinn þegar við heimsótt- um þig á Grenilund. Við munum ávallt minnast þín sem afa okkar, við munum geyma minningarnar um þig í hjörtum okkar alla ævi. Við áttum hér saman yndisleg ár af þeim geislarnir skína. Nú falla að lokum fjölmörg tár á fallegu kistuna þína. (Dísa Þórðard.) Guð blessi þig, elsku afi. Egill Ármann, Jóhann Már og Fjóla Björk. Elsku afi, í dag kveðjum við þig og leiðir okkar skilur um tíma. Þrátt fyr- ir háan aldur þinn finnst okkur þú hafa farið ansi snöggt, því þó líkam- inn hafi verið farinn að gefa sig að einhverju leyti er ekki hægt að segja það sama um hugann og sálina. Það eru margar minningarnar sem koma upp í kollinn þegar við hugsum til baka. Alltaf var gott að koma í Noll og dvelja þar í lengri eða skemmri tíma, hjálpa til við búskapinn og fá laun fyrir kartöflutínsluna, 5 krónur á fötuna sem náði manni þá langleið- Snæbjörn Ármann Björnsson SJÁ SÍÐU 36 ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, VALGERÐAR SIGFÚSDÓTTUR, Sólbrekku 26, Húsavík. Sérstakar þakkir sendum við læknum og hjúkrunarfólki á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Stefán Haraldsson, Guðmundur Óskar Haraldsson, Gísli Haraldsson, Sigfús Haraldsson, Jón Kristinn Haraldsson, Haraldur Haraldsson og fjölskyldur. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför elsku mömmu, dóttur, systur, mágkonu og frænku okkar, VALGERÐAR ÁRNÝJAR EINARSDÓTTUR, Vallýjar, Hvassaleiti 24, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar í Kópa- vogi og deildar 21A á Landspítalanum fyrir einstaka umhyggju sem Vallý naut í veikindum sínum. Aníta Rut Erlendsdóttir, Sylvía Margrét Cruz, Einar Róbert Árnason, Margrét Guðmundsdóttir, Ingunn St. Einarsdóttir, Þorsteinn Auðunn Pétursson, Margit Elva Einarsdóttir, Guðmundur Emil Jónsson, Róbert Örn Einarsson, B. Anný Baldursdóttir og frændsystkini. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN B. JÓNSSON fyrrverandi flugstjóri Landhelgisgæslunnar, Mánatúni 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 17. febrúar. Karla Jónsdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Kolbeinn Magnússon, Helga Guðjónsdóttir, Steinar Jónsson, Jón Hrafn Guðjónsson, Margrét Torfadóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Kurt A. Rasmussen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Sendum okkar alúðarþakkir þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, sonar og bróður, ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR, Iðalind 1, Kópavogi. Sendum einnig góðar þakkir til þeirra sem veittu aðstoð í veikindum hans. Sigríður Kjartansdóttir, Kristbjörg E. Þorvaldsdóttir, Sigurjón Fjeldsted, Andrea Sif Þorvaldsdóttir, Bjarni R. Garðarsson, Ásdís Björk Þorvaldsdóttir, Björn K. Sigurþórsson, Sara Björk, Þorvaldur Máni, Kjartan Freyr, Baltasar Þór, Erna Gunnarsdóttir, Karl E. Ólafsson og Gunnþóra Ólafsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, Fellsmúla 22, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 16. febrúar. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. febrúar kl. 15.00. Björn Sigurður Benediktsson, Margrét Kristín Finnbogadóttir, Haraldur Benediktsson, Brynja Halldórsdóttir og aðrir ástvinir. ✝ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, VALGERÐUR SÓLEY ÓLAFSDÓTTIR frá Jörfa, sem lést sunnudaginn 8. febrúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. febrúar kl. 13.00. Fyrir hönd ættingja og vina, Sigurður Viggósson, Sigrún Ársælsdóttir, Eiríkur Viggósson, Jóhanna Hauksdóttir, Alda Viggósdóttir, Sigurður P. Sigurjónsson, Björg Viggósdóttir, Ólafur Viggósson, Theódóra Þorsteinsdóttir, Soffía G. Sveinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.