Morgunblaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is STEINGRÍMUR J. Sigfússon, fjár- mála-, sjávarútvegs-, og landbún- aðarráðherra, segir íslensk stjórn- völd hafa fullan hug á því að rannsaka til hlítar hvernig íslensk fjármálafyrirtæki, með starfsstöðvar hér á landi sem og erlendis, hafa staðið að stofnun félaga í skatta- skjólum erlendis fyrir viðskiptavini sína. Sérstaklega sé mikilvægt í gera þetta núna í ljósi erfiðrar stöðu hér á landi og erlendis. „Ríkisstjórnin og íslensk stofnanir hafa fullan hug á því að reyna til hlítar að komast til botns í þessum málum og fá við því skýr svör hvort fyrirtæki og einstaklingar hafa fært fé úr landi gagngert til þess að komast hjá skattgreiðslum hér á landi. Það er margt sem bendir til þess að svo hafi verið. Stjórnvöld í öðrum löndum, í Bandaríkjunum og Bretlandi þar á meðal, hafa verið að taka þessi mál föstum tökum og það er full ástæða til þess að gera það hér líka.“ Í Morgunblaðinu undanfarnar tvær vikur hefur ítarlega verið fjallað um hundruð félaga í eigu Íslendinga, einkum á eyjunni Tortola sem er hluti af Bresku Jómfrúaeyjum. Ís- lensk fjármálafyrirtæki, einkum bankarnir sem nú eru fallnir, Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn, voru þar langsamlega umfangsmest í stofnun þeirra fyrir viðskiptavini. Í Morgunblaðinu í gær kom meðal annars fram að fé Íslendinga í skattaskjólum hafi fimmtíufaldast á árunum 2002 til 2007. Beinar pen- ingalegar eignir Íslendinga í skatta- skjólum voru 43,7 milljarðar árið 2007. Lögin verða styrkt Steingrímur segir unnið að því á vettvangi ríkisstjórnarinnar að styrkja lagaheimildir og úrræði til þess að endurheimta eignir sem „sannarlega“ ættu að vera inni í ís- lensku hagkerfi. „Við í Vinstri græn- um höfum talað fyrir því að styrkja heimildir til þess að frysta eignir og vilji ríkisstjórnarinnar stendur til þess. Það voru nú margir sem höfðu miklar efasemdir um þær hugmyndir í upphafi, en víðast hvar erlendis hafa stjórnvöld einmitt verið að grípa til þessara ráðstafana.“ Steingrímur segist reikna með því að frumvarp verði afgreitt út úr rík- isstjórn í næstu viku þar sem laga- heimildir skattayfirvalda eru styrkt- ar til þess að auðveldara sé að nálgast upplýsingar um íslenskar eignir í skattaskjólum. „Fyrri rík- isstjórnir hafa ekki hlustað nægilega vel á forystumenn skattayfirvalda í landinu undanfarin ár sem hafa talað fyrir meira aðgengi að upplýsingum um eignir Íslendinga erlendis. Það er aðkallandi þörf á því að fá fram skýr- ar upplýsingar um þessi mál.“ Fái ekki að skjóta undan  Ríkisstjórn hyggst styrkja lagaheimildir til að ná í upplýsingar um eignir Íslend- inga í skattaskjólum  Stjórnvöld erlendis krefjast upplýsinga um eignir ÖLLUM starfs- mönnum Frétta- blaðsins verður gert að minnka starfshlutfall sitt niður í 90% um næstu mán- aðamót. Sú ákvörðun gildir til 1. september. Þá var fjórum blaðamönnum sagt upp í gær í hag- ræðingarskyni. „Það eru nokkrir tugir milljóna sem við spörum á árinu 2009 með þessum aðgerðum á Fréttablaðinu. Við erum ekki að leggja niður neina starfsemi hjá okkur. Við hlúum að flaggskipunum okkar en við erum stöðugt að velta öllum steinum til þess að leita leiða til að spara og hagræða,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla. Hann segir að síðasta rúma árið hafi stöðu- gildum hjá miðlum 365 fækkað úr 370 í tæplega 300. Sunnudagsútgáfu Fréttablaðsins var hætt á dögunum og starfsmenn með 300 þúsund í mánaðarlaun og þar yfir tóku á sig launalækkun í október. the@mbl.is Frétta- blaðið hagræðir Fjórum sagt upp og starfshlutfall í 90% Ari Edwald Bandarísk og bresk stjórnvöld hafa krafist þess að fá í sínar hendur upplýsingar um viðskiptavini alþjóðlegra banka, einkum svissneskra, sem talið er að bankarnir hafi aðstoðað við að borga lægri skatta með því að færa fé þeirra inn í félög í þekktum skattaskjólum. Helstu röksemdir stjórnvalda fyrir aðgerðum sínum séu öðru fremur þær að almannahagsmunir krefjist þeirra í ljósi erfiðs árferðis á alþjóðamörkuðum. Auk þess sé uppi grunur um að ekki hafi verið farið að lög- um. Svissneski bankinn UBS hefur raunar fallist á að greiða bandarískum stjórnvöldum 780 milljóna dollara sekt, jafnvirði um 88,9 milljarða króna, vegna ásakana um að bankinn hafi hjálpað viðskiptavinum sínum að borga lægri skatta og nýta til þess félög í þekktum skattaskjólum, þar á meðal á Bresku Jómfrúaeyjunum, Lúxemborg og Sviss. Upplýsingar um skattaskjól komi fram Barack Obama Í gærkvöldi voru margir á ferð í Víðidalnum, enda veðrið ekki amalegt fyrir þá sem eru svo lánsamir að eiga reiðskjóta og geta skellt sér í hnakk og látið gamminn geisa. Draumurinn um vorið góða og hlýja og grænt gras í haganum hefur eflaust látið á sér kræla hjá hrossunum og ekki síður mannfólkinu sem finnur fyrir því á hverjum degi hvernig birtan sigrar myrkrið, smátt og smátt. Útivist gleður klárlega andann. Morgunblaðið/Kristinn Hófaljón og knapar nutu góða veðursins í gærkvöldi Hólmfríður Bjarnadóttir, eða Hófý eins og við flest þekkjum hana, fararstjóri Bændaferða, verður á skrifstofu Bændaferða mánudaginn 23. febrúar til föstudagsins 27. febrúar frá kl. 9.00 - 16.00. Hún mun kynna sínar ferðir og svara spurningum, svo það er alveg upplagt að kíkja í Síðumúlann í kaffi, hitta Hófý og fá upplýsingar um ferðirnar. Sp ör - Ra gn he ið ur In gu nn Ág ús ts dó tti r s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Hófý, fararstjóri Bændaferða verður á skrifstofunni 23. - 27. febrúar Bændaferðir • Síðumúla 2 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is TVÆR konur slösuðust alvarlega þegar lok af mæjonest- unnu þeyttist í andlit þeirra í Kartöfluverksmiðjunni í Þykkvabæ í gær. Þær voru fluttar með þyrlu Landhelg- isgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi og þurftu báðar að undirgangast aðgerð vegna slyssins. Tilkynnt var um slysið um tvöleytið í gær að sögn Auð- uns Arnar Gunnarssonar verksmiðjustjóra. „Það var ver- ið að dæla mæjónesi úr tunnu þegar lokið springur af henni og lendir í tveimur starfsstúlkum hérna.“ Hann segir tunnurnar sérútbúnar til verksins. „Við höfuð notað þessar tunnur í fjölda ára en þetta er í fyrsta sinn sem eitthvað slíkt gerist.“ Aðspurður segir hann ekkert tjón hafa orðið í verksmiðjunni sjálfri vegna atviksins. Lögreglan á Hvolsvelli segir ekki vitað hvað olli sprengingunni en bæði lögregla frá rannsóknardeildinni á Selfossi og Vinnueftirlitið hafi komið á staðinn og kann- að aðstæður. Að sögn læknis á slysadeildinni í Fossvogi voru kon- urnar alvarlega slasaðar í andliti og þurftu báðar að und- irgangast aðgerð. Var önnur þeirra komin á gjörgæslu- deild um kvöldmatarleytið í gær en hin var á leiðinni í aðgerð. Heilmikill viðbúnaður var vegna slyssins og voru tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-EIR og TF-GNA, kallaðar á vettvang. Var ákveðið að flytja konurnar með TF-GNA til borgarinnar. Alvarlega slasaðar eftir sprengingu í verksmiðju Morgunblaðið/Árni Sæberg Útkall Konurnar voru fluttar með TF-GNA á Landspít- alann í Fossvogi þar sem gert er að sárum þeirra. FASTEIGNASALA hefur fengið til sölu um það bil þrjátíu fasteignir frá banka. Sölumaðurinn segir í tölvupósti til samstarfsfólks að eignirnar fáist á góðu verði. Ingi Már Grétarsson, sölufulltrúi hjá fasteignasölunni RE/MAX Bær, segir aðspurður að margar eign- irnar hafi verið til sölu annars stað- ar í marga mánuði og auglýstar á fasteignavefjum. Viðkomandi banki vilji reyna nýja sölu og hafi komið til sín. Ingi Már gefur ekki upp hvaða banki á í hlut og heldur ekki um hvaða eignir er að ræða. Í tölvu- bréfi hans kemur fram að þarna eru ýmsar gerðir af íbúðarhúsnæði, sumarhús og iðnðarhúsnæði, allt frá fokheldu og upp í tilbúið, á Reykjavíkursvæðinu og úti á landi. Þótt talað sé um gott verð þvertek- ur Ingi Már fyrir að um svokallaða brunaútsölu sé að ræða. Segist reikna með meirihluti eignanna seljist á því verði sem gerist og gengur á markaðnum. helgi@mbl.is Eignir „á góðu verði“ Ónefndur banki vill selja um 30 fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.