Morgunblaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 28
28 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 ER EKKI komið nóg af ófaglegum ákvarðanatökum? Getur það verið að endurtaka sig að fyrr- verandi sjávarútvegs- ráðherra láti undan þrýstingi lítils hóps hagsmunaaðila við ákvarðanatöku er varðar ímynd landsins og hag komandi kynslóða? Án nokkurs sýnilegs undirbúnings né fyrirvara á að ryðjast af stað í vanhugsaða aðgerð sem kemur til með að hafa slæmar afleiðingar í för með sér. Enn og aftur gerist það að dæm- ið er ekki reiknað til enda. Við verðum að gera meiri kröfur til fagþekkingar þeirra er veljast til að stjórna landinu! Það þarf ekki mikla yfirlegu til að sjá hverju hér er verið að bjarga. Hagsmunum Kristjáns Loftssonar og örfárra hrefnuveiðimanna. Á kostnað hvers? Á kostnað þess að kalla yfir sig reiði alþjóðasamfélagsins? Á kostnað þess að stefna í hættu mörkuðum fyrir íslenskar afurðir? Á kostnað þess að gríðarleg verð- mæti þjóðarbúsins vegna ferða- þjónustu og hvalaskoðunar tapist? Á kostnað þess að Ísland fái á sig fleiri stimpla fyrir „hryðjuverka- starfsemi“? Er það bara okkar einkamál að hefja hvaladráp á 750 langreyðum, spendýri í útrýming- arhættu? Hvalir tilheyra villtum spendýr- um og eiga hér aðeins viðdvöl stuttan tíma ár hvert. Með veiðinni hér er því verið að hafa óbein áhrif á möguleika annarra þjóða til að njóta þessara villtu dýra hafsins í hvalaskoðunarferðum. Látum ekki fáfræði varða leiðina til glötunar. Tökum ákvarðanir byggðar á upp- lýstum rökum. Náttúrulífsferðir skilja eftir mestar tekjur Náttúru- og ævintýraferða- mennska nýtur mikilla vinsælda á heimsvísu. Loftslags- og hávaða- mengun og röskun umhverfisins af mannavöldum sem einkennir flestöll nú- tímaþjóðfélög veldur því að fólk sækir í auknum mæli í and- stæðuna – ósnortna náttúru, hreinleika, víðerni og kyrrð. Fyr- ir þetta er fólk tilbúið að greiða háar fjár- hæðir. Áfangastaðir eins og Galapagos- eyjar, Alaska, Ant- arktíka, Ástralía og Patagónía skipa sér í þennan flokk og þar hefur ferð- mennska þróast af virðingu fyrir villtu dýralífi og náttúruundrum er skapa miklar tekjur fyrir heima- menn. Samkvæmt Charles Darwin- rannsóknarstöðinni á Galapagos- eyjum sköpuðu heimsóknir um 60.000 ferðamanna árið 2001 rúm- lega 100 milljónir Bandaríkjadala í tekjur til þjóðarbús Ekvadors. Náttúrulífsferðamennska vex hraðast í heiminum í dag og skilur eftir sig mestu tekjurnar. Því er spáð að til framtíðar litið muni um 60% allra ferðalaga í heiminum á einn eða annan hátt tengjast nátt- úruskoðun. Ísland á því gríð- arlegra hagsmuna að gæta hvað snertir þennan ört vaxandi mark- hóp. Flestir þessara ferðamanna láta sig náttúru- og umhverf- isvernd varða. Það er því alveg ljóst að land sem stendur fyrir hvaladrápi í svo stórum stíl er hér hefur verið lagt upp með, mun eiga undir högg að sækja í markaðs- setningu náttúrulífsferða í sam- keppni við leiðandi þjóðir á þessu sviði. Það að villtir hvalastofnar halda sig við landið ákveðinn tíma ár hvert, er því gríðarlega verð- mætt tækifæri fyrir framtíðar ferðamennsku í landi þar sem er tegundafæð villtra dýra. Einbeitum okkur að því að auka fræðslu um hvali og lífríki hafsins. Byggjum upp fræðslu- og vísinda- ferðamennsku á því sviði. Ísland tekið út af lista ferða- skrifstofanna Undirrituð hefur starfað sem ferðaráðgjafi fyrir leiðandi nátt- úrulífsferðaskrifstofur m.a. í Bandaríkjunum. Skilaboðin eru skýr frá þessum aðilum. Ef stór- felldar hvalveiðar hefjast hér á næstunni mun draga úr áhuga þeirra á að selja ferðir til Íslands. Rökin gegn hvalveiðum vega þyngra í heildarmyndinni. Það er ljóst að markaðir fyrir hvalkjöt eru af skornum skammti og þeim mun fækka þegar fram í sækir. Sam- kvæmt tölfræðilegum upplýsingum frá Japan, sitja Japanar uppi með 3000 tonna birgðir af hvalkjöti frá síðustu veiðum. Rannsóknir sýna að hvalir eru meðal þeirra lífvera sem safnað geta kvikasilfri yfir leyfilegt hámarksgildi. Hvalkjöt getur þar að auki innihaldið tals- vert magn af kadmíni sem er einn snefilmálmanna. Það þykir því varasamt að neyta hvalkjöts í of miklu mæli. Samkvæmt könnun Gallups árið 2006 neytir aðeins rúmlega 1% þjóðarinnar hvalkjöts vikulega eða svo. Fátæk samfélög veiðimanna og frumbyggja er veiða hvali til að lifa af njóta skilnings fyrir sjálfbæra veiði. Rök þeirra, sem fylgjandi eru stórfelldum veið- um, að viðhalda lífríki hafsins eru ekki sannfærandi. Það er ekkert sem sannar að fæðuuppistaða hrefnu og langreyðar sé nytja- fiskar nema síður sé. Rannsóknir hafa leitt hið gagnstæða í ljós. Það er fremur inngrip mannsins í vistfræði hafsins, mengun og breytingar hafsstrauma sem eru ráðandi þættir í ástandi fiski- stofna. Ferðaiðnaður er stærsti atvinnu- veitandi í heimi og mikilvægt að leggja áherslu á veg ferðamennsku og vöxt hér á landi nú sem aldrei fyrr. Hlúa þarf að sprotafyr- irtækjum í ferðamennsku, auka af- þreyingarmöguleika á landsbyggð- inni utan aðalferðamannatímans og búa landið okkar undir stóraukna náttúrulífsferðamennsku. Þar liggja sóknarfærin! Fórnum ekki meiri hagsmunum fyrir minni. Ingiveig Gunn- arsdóttir leggur til að við skoðum hvali en skjótum þá ekki » Látum ekki fáfræði varða leiðina til glöt- unar. Tökum ákvarðanir byggðar á upplýstum rökum. Ingiveig Gunnarsdóttir Höfundur er ferðamálafræðingur og leiðsögumaður. Á TÍMUM kreppu eru framkvæmda- og löggjafarvald landsins gagnrýnd fyrir and- varaleysi. Rætt er um að sannleikurinn þurfi að koma í ljós og rétt- læti eigi að ríkja. Á þann veg einan getum við skapað velsæld og hamingju. Mörgum er tíðrætt um að þjóðin sé vinnusöm, vandvirk og sam- viskusöm þannig að upprisa úr nið- urlægingunni sé væntanlega innan seilingar. Þriðja stoð ríkisvaldsins eru dóm- stólar. Það þarf varla að fjölyrða um gildi þess fyrir þjóð að hafa skilvirkt og réttlátt dómskerfi. Sameiginlega á hið þrískipta rík- isvald að skapa hverjum ein- staklingi, þjóðinni, kost á að höndla hamingjuna. Hamingju þjóðar verð- ur að reisa á réttlæti sem byggist á sannleikanum. Stundum orkar tví- mælis hvaða leið sé réttlát, en rétt- læti getur aldrei byggst á fals- rökum og lygum. Hinn 2. okt. 2008 kvað Hæstirétt- ur Íslands upp dóm í málinu 610/ 2007 um eignarhlutföll á Sólheimatorfu í Mýr- dal. Lítill hluti þjóð- arinnar býr í sveitum landsins þannig að mál þetta hefur ekki með þeim hætti skírskotun til almennings. Okkur kemur hins vegar öll- um við hvort æðsti dómstóll þjóðarinnar vinnur af trúmennsku við sannleikann eða gerist þjónn lyginnar. Ef Hæstiréttur byggir dóm í einu máli á falsrökum hvers megum við þá vænta í næsta máli? Í málsskjölum eru sannanir þess að dómsorð réttarins eru byggð á fals- rökum. Eigendur jarðarinnar Ytri- Sólheima 3 gerðu þá dómkröfu að viðurkennt væri að þau væru eig- endur að 25% af óskiptri sameign Sólheimatorfu . Kröfu sína byggðu þau á þinglýstum skjölum um að jörðin er 25 hndr. að fornu mati og að torfan öll er 100 hundruð forn að dýrleika. Skjöl þessi eru m.a. afsöl, veðsetningar og fasteignamatsgögn. Á móti dómkröfunni standa eig- endur Sólheimahjáleigu sem í 50 ár hafa krafist þess að hjáleigan fengi aukið eignarhlut sinn úr 7,33% í 15,5% á kostnað annarra sameig- enda. Dómstólar túlka landskiptalög á þann veg að aðeins megi skipta landi samkvæmt jarðabók frá 1847 eða síðari jarðabókum. Sækjendur, eigendur Ytri-Sólheima 3 bentu á víðtækar sannanir um eignarhlut forvera sinna og gerðu þá kröfu að viðurkennt væri með dómi að eign- arhlutur þeirra væri varinn með eignarréttarákvæðum Stjórn- arskrárinnar. Eignir færast frá einni hendi til annarar fyrir arf eða skipti, svo og með kaupmála; kaup- um eða gjöf. Ennfremur við eign- arnám eða nauðungarsölu. Ekkert af þessu hefur rýrt hlut Ytri- Sólheima 3. Líklegt er að dómarar Hæsta- réttar hafi talið vondan kost að fall- ast á dómkröfu stefnenda fyrir þá sök að hún gengi í berhögg við fyrri dóma um landskipti. Sannanir fyrir því að jörð stefnenda er 25 hundruð forn voru hins vegar of víðtækar til þess að þær yrðu virtar að vettugi. Fyrir dómstólnum lá þá að beygja sig fyrir Stjórnarskránni ef ekki dygðu önnur ráð. Og þau ráð dóm- stólsins voru tvíþætt: · xÍ fyrsta lagi vitna dómarar í villu í jarðabók Johnsens frá 1847 um að torfan sé skráð 107,5 hndr. árið 1806. · xÍ öðru lagi láta dómarar að því liggja að jarðamat árið 1685 sé hið forna mat frá 1096. Þannig telja dómararnir að þeir sýni fram á að vafi leiki á að Sól- heimatorfa sé 100 hundruð að fornu mati og því sé eignarhlutur stefn- enda; 25 hundruð forn, óljós. Hið forna mat er frá upphafi tí- undar á Íslandi árið 1096. Í máls- skjölum er tugur heimilda um að Sólheimatorfa er 100 hundruð að fornu mati. Árið 1685 var skráð jarðamat á Íslandi að boði og með reiknireglu konungs. Í því mati er Sólheimatorfa skráð 120 1/6 H. Í málsgögnum er skýrsla Óbyggða- nefndar um Ytri-Sólheima, þar kemur fram að jarðamatið 1685 er ekki hið forna mat. Fyrir nið- urstöðu Óbyggðanefndar liggja sagnfræðilegar og lögfræðilegar heimildir. Danskir embættismenn skráðu dýrleika Sólheimatorfu árið 1806. Skráningin er glögg og kemur þar fram eignarhluti sérhvers eiganda. Heildardýrleiki torfunnar er þar 100 hndr.; „med hjalige“. Frum- heimildin er í málsskjölum. Í fyrr- nefndu málsskjali frá Óbyggða- nefnd er niðurstaðan sú sama að Sólheimatorfa öll er 100 hndr. að fornu mati árið 1806. Árið 1847 gaf J. Johnsen út jarðatal. Í formála kemur glöggt fram að Johnsen vinnur jarðabók sína eingöngu upp úr handritum fyrri alda. Formáli Johnsens er í málsgögnum. Það hljómar því falskt þegar Hæstiréttur dregur þá álykt- un að jarðabók Johnsens sé örugg heimild, en öll eldri gögn – þau sem hann byggir jarðabókina á – séu ótrúverðug. Niðurstaða Hæstaréttar gengur í berhögg við fræðistörf Óbyggða- nefndar sem hefur rannsókn- arskyldu og er dómstólsígildi. Svo er að sjá að dómarar Hæsta- réttar hafi ekki ómakað sig á að skoða þær heimildir sem þeir byggja dóm sinn á. Brot Hæsta- réttar er stórt að byggja dóm sinn á falsrökum sem eru rekjanleg í málsskjölum. Hvar erum við stödd þegar æðsti dómstóll þjóðarinnar dæmir með rangfærslum eignir af fólki og milljóna málskostnað á hendur því? Er ekki þörf á að end- urskoða vinnubrögð dómstóla landsins? Hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sig- urbjörnsson hafa ekki staðið undir væntingum mínum að verja sann- leikann. Glámskyggn heimildarýni Hæstaréttar Tómas Ísleifsson skrifar um dóm Hæstaréttar um eignarhlutföll á Sól- heimatorfu í Mýrdal » Brot Hæstaréttar er stórt að byggja dóm sinn á falsrökum sem eru rekjanleg í máls- skjölum. Tómas Ísleifsson Höfundur er líffræðingur. NÚ HLÝTUR það að vera í kvíðakasti tónlistarhúsið á hafn- arbakkanum. „Verð ég hjúpað gleri eins og til stóð eða látið norpa berrassað í norðanátt- inni? Kemur einhver breskur lagerstjóri og tekur mig yfir eins og Þjóðleikhúsið forðum?“ Það yrðu hrikaleg vonbrigði að horfa upp á þessa stórframkvæmd daga uppi sem draugaborg – minn- isvarða um mesta niðurlæging- artímabil lýðveldisins. Sem betur fer virðist hún einmana, hjáróma röddin eins þingmanns Reykvíkinga að þjóðinni sé fyrir bestu að hafa fyrir augunum hálfkaraða byggingu til áminningar. Bæði mennta- málaráðherra og borgarstjóri hafa þegar lýst yfir vilja til að klára dæmið. Þetta hlýtur að þýða að ríki og borg standi við sínar skuldbind- ingar um framlög til reksturs húss- ins. Við stöndum á bryggjusporðinum án kúts og korks og verðum að hrökkva eða stökkva. Ef einhvern tíma hefur verið lag að ná áttum varðandi hlutverk tón- listar- og ráðstefnuhúss þá er það núna, þegar blasir við tækifæri til að gera hafnarbakkann að mið- punkti hugmyndaríks frumkvöðla- starfs í tónlist og tengdum greinum. Þar þarf að efla tengingar lista- lífsins við borgarana með það að leiðarljósi að listin er eðlilegur hluti lífsins, hrista saman ýmsar fjár- sveltar stofnanir í tónlist og sam- eina starf þeirra í Tónlistarmiðstöð, með aðsetur við höfnina. Nýta þekk- ingu og reynslu allra þeirra ótal bandalaga og ráða sem hafa verið stofnuð í tengslum við tónlistina en birtast okkur helst sem óuppfærðar heimasíður. Því hefur verið haldið fram að ráðstefnurnar sem vonast er eftir að haldnar verði í húsinu muni koma í veg fyrir að tónlistin komist þar að. Þetta er vænisjúkt kjaftæði. Það þarf að reka húsið, og ef plássfrekir hópar á einhverju sviði þurfa að tala saman, hljótum við að vona að þeir noti í sem mestu mæli til þess gert tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykja- vík! Húsið þarf fyrst og fremst að vera fyrir alla tónlist! Við erum svo heppin að hafa þegar til að dreifa fyr- irbæri sem stendur undir því að vera kjöl- festan í svona bygg- ingu. Með Sinfón- íuhljómsveit Íslands sem aðalleigjanda er sú klassíska áhersla sem kallað hefur verið eftir alveg nógu sterk. Það er varhugavert að setja frekari kvóta varðandi tónlistarstefnur, enda mörk þeirra í sífelldu upp- námi. Ekkert er eins ömurlegt og þegar almenningi finnst listin ekki koma honum við. Hvort sem er – sú af- staða að venjulegu fólki finnist það ekki hafa vit á listinni, eða að hún sé fyrir einhverja aðra – kemur út á eitt ef niðurstaðan er sú listin missir marks. Ítreka þarf við fólk að hafa skoðun á listinni (helst með því að fylgjast með henni) og hika ekki við að láta þá skoðun í ljósi. Það stenst ekki að samhliða hinu margumtal- aða háa menntunarstigi liggi ekki vit á list. Kannski þarf að minna fólk á að þó hægt sé að hafa vit á list get- ur hún líka verið ósköp vitlaus. Það er óviðunandi fyrir listamenn að sitja undir því að ekki einasta sé hægt að fresta byggingu tónlistar- húss, heldur sé einfaldlega hægt að leggja listina niður „í ljósi að- stæðna“. Auðvitað er það ekki á færi embættismanna að leggja listina niður, þó að þeir geti skorið niður einhverjar af örfáum stofn- unum hennar. Sá niðurskurður og afleiðingar hans eiga eftir að koma í ljós. Það sem þarf að gera „í ljósi aðstæðna“ er að undirbúa starfsemi Tónlistarhússins þannig að hún end- urspegli tónlistarlífið á Íslandi, efli það og bæti og komi okkur öllum við. Húsið er að gráta Pétur Grétarsson fjallar um tónlistar- húsið á hafnarbakk- anum Pétur Grétarsson »Hvort þurfum við? Lifandi vettvang fyrir tónlist og fjöl- breytta menningu, eða minnisvarða um aum- ingjaskap? Höfundur er hljómlistarmaður og áhugamaður um tónlist í húsum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.