Morgunblaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 Sigurvegarar Þessar vösku konur sigruðu í keppni milli deilda um hver væri fljótastur að búa um rúm, í 60 ára afmæli Kvennadeildar Landspítalans í gær. RAX Ransu | 20. febrúar 2009 Fyrst þarf að sigta Krist- ján og Kjarval frá áhuga- mönnum Auðvitað var það furðu- legt á sínum tíma þegar listaverkin fylgdu með bönkunum í kaupbæti. En nú eru bankarnir aftur komnir í ríkiseigu og lista- verkin með. Samkvæmt plani verða bankarnir seldir einhvern tímann seinna. Allavega þegar XD kemst aftur til valda. Og þá þarf að passa að endurtaka ekki sömu vitleysuna og gleyma menning- arverðmætum sem bönkunum hafa áskotnast gegnum tíðina. … Listasafn Íslands er auðvitað ekki geymsla og því þyrfti fyrst að fara í gegnum safneign bankanna, verk fyrir verk, sigta Kristján og Kjarval frá áhuga- mönnum og meta hvað eigi heima í safn- eign höfuðlistasafnsins og hvað ekki. Meira: ransu.blog.is Felix Gunnar Sigurðsson | 20. febrúar Hvar er aðstoðin frá yfirvöldunum? Nú fjölgar þeim tilfellum á hverjum degi þar sem við heyrum af fólki sem er að missa eða er búið að missa húsnæðið sitt vegna kreppunnar. Því verður manni oft hugsað til ríkisstjórn- arinnar sem er nýtekin við völdum og vill að sjálfsögðu allt fyrir alla gera. En það er eins og ekkert sé gert, bankarnir vaða yfir allan almenning og um leið og fólk er komið í vanskil þá er húsið hirt af fjöl- skyldunni. Þetta er svolítið hjákátlegt í ljósi þeirrar staðreyndar að nú á ríkið þrjá stærstu bankana og því ættu að vera hæg heimatökin hjá henni að stjórna þessu. Meira: felli.blog.is Gestur Guðjónsson | 20. febrúar 2009 Vandasöm forgangsröðun Það er rétt og göfugt markmið að ætla sér að reyna að fækka banaslys- um í umferðinni og með til þess að gera litlum til- kostnaði mætti ná mikl- um árangri … En ef út- rýma á banaslysum algerlega er ég sannfærður um að þeim fjármunum sem þyrfti að nota í að bjarga síðustu manns- lífunum í umferðarslysum væri betur varið í að bjarga mannslífum annars staðar í samfélaginu. Meira: gesturgudjonsson.blog.is STJÓRN Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var mynduð við svo óvenjulegar aðstæður að þær eiga sér engan líka á seinni tím- um. Efnahagslegt hrun, gjald- eyriskreppa, stjórnarkreppa, aukið atvinnuleysi, fjárhagsleg gjaldþrot heimila, upplausn, óánægja, reiði – allt eru þetta orð sem eiga einkar vel við það ástand sem ríkt hefur und- anfarna mánuði. Ný ríkisstjórn hefur sagt þessu ástandi stríð á hendur undir merkjum verkgleði og samstöðu. Á þeim fáu dögum sem hún hefur setið við völd hefur henni tekist að hrinda í framkvæmd fjölmörgum málum sem miklu skipta. Hún hefur unnið hratt og fumlaust að brýnum verkefnum sem þola enga bið, að lausnum sem skipt geta sköpum fyrir fjöl- skyldur og fyrirtæki. Leggjumst öll á árarnar Mikilvægasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að endurreisa traust í samfélaginu, end- urvekja traust á stofnunum samfélagsins, traust á hinu opinbera, traust á atvinnu- og efnahagslífinu en umfram allt er verkefni hennar að sameina krafta alls almennings með það eitt að markmiði að koma þjóðinni út úr þeim vanda sem við blasir. Á þeim rétt rúma hálfa mánuði sem liðinn er frá stjórnarskiptum hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á að koma fram mikilvægum um- bótamálum fyrir heimilin í land- inu, úrræði til að efla atvinnulífið, undirbúning áframhaldandi sam- starfs við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn, að hraða endurreisn fjár- málakerfisins auk margvíslegra lýðræðis- og réttlætismála. Á fyrstu 19 dögunum hefur rík- isstjórnin samþykkt að leggja til við Alþingi breytingar á 17 lögum, afgreitt 10 stefnu- markandi ákvarðanir auk fjölda annarra mála. Þau mikilvægustu eru þessi:  Lagt fram frumvarp um frestun nauðung- arsölu íbúðarhúsnæðis fram til hausts sem tryggir íbúum búsetu til a.m.k. 12 mánaða eft- ir uppboð.  Lagt fram frumvarp um breytingu á gjald- þrotalögum til að styrkja stöðu skuldara, stytta fyrningarfresti í tvö ár o.fl.  Lagt fram frumvarp um lengingu aðfara- frests úr 15 dögum í 40.  Lagt fram frumvarp um greiðsluaðlögun, nýtt úrræði til að auðvelda skuldurum að tak- ast á við mikla skuldabyrði, meðal annars með þvingaðri niðurfellingu skulda, lengingu lána o.fl.  Lagt fram frumvarp um útborgun allt að einnar milljónar króna af séreignarsparnaði fólks og tveggja milljóna hjá hjónum.  Settur á fót vinnuhópur til að meta áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna.  Stofnuð velferðarvakt í samvinnu ríkis, sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins og fleiri aðila til að fylgjast með félagslegum og fjár- hagslegum afleiðingum bankahrunsins á ein- staklinga og fjölskyldur og gera tillögur um viðbrögð.  Tilmælum beint til fjármálastofnana um að frysta gengisbundin lán meðan unnið er að framtíðarlausn slíkra lána.  Hafið vinnu við langtímaáætlun til að bregðast við skuldavanda heimilanna sem verður kynnt fyrir lok mars.  Lagt fram frumvarp um persónukjör.  Lagt fram frumvarp um stjórnlagaþing og ýmsar mikilvægar breytingar á stjórnarskrá, meðal annars vegna auðlinda í eigu þjóð- arinnar, þjóðaratkvæðagreiðslu vegna stjórn- arskrárbreytinga.  Lagt fram frumvarp um Seðlabanka Ís- lands.  Lagt fram frumvarp um afnám sérkjara ráðamanna til eftirlauna.  Samþykkt og lagt fram opinbera stefnu- mörkun um endurreisn fjármálakerfis og efnahagslífs byggða á tillögum sérfræðinga- nefndar undir forystu Mats Josepssonar.  Tekið ákvörðun um stofnun opinbers eignasýslufélags til að taka yfir skuldsett en mikilvæg fyrirtæki sem eiga í vandræðum þannig að þau geti starfað áfram.  Tekið ákvörðun um að leita til erlendra sérfræðinga til að gæta hagsmuna skattgreið- enda í samningaviðræðum við lánardrottna gömlu bankanna, skilanefndir og nýju bank- anna.  Skipað nýja stjórn Fjármálaeftirlitsins og auglýst stöðu forstjóra Fjármálaeftirlitsins.  Aukið upplýsingagjöf ríkisstjórnar frá því sem áður var, meðal annars með vikulegum blaðamannafundum ríkisstjórnar og heima- síðu þar sem stöðugt er hægt að fylgjast með framgangi þeirra verkefna sem kveðið er á um í verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar.  Útlánareglur og fjölgun lánaflokka hjá Íbúðalánasjóði til að auðvelda viðhaldsverk- efni og styrkja byggingariðnað.  Lagt fram frumvarp til að hækka endur- greiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við við- haldsverkefni úr 60% í 100%.  Innritunargjöld á sjúkrahús og heilbrigð- isstofnanir felld niður.  Skipað sérstaka framkvæmdanefnd efna- hagsstefnunnar með aðild ráðuneyta, þing- manna og lykilaðila í framkvæmd hennar. Íslendingar eru í erfiðri stöðu. Efnahags- kreppan er dýpri en gert hefur verið ráð fyrir, áhrif hennar djúpstæðari og viðfangsefnin erf- iðari. Engin ástæða er til að fela þessar stað- reyndir. Ríkisstjórnin horfist í auga við verk- efnið og blæs til sóknar til að snúa stöðunni við. Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur »Ný ríkisstjórn hefur sagt þessu ástandi stríð á hend- ur undir merkjum verkgleði og samstöðu. Jóhanna Sigurðardóttir Úr vörn í sókn Höfundur er forsætisráðherra. ÞEGAR fjármálahrunið varð í haust var töluvert rætt um þá ein- staklinga sem báru ábyrgð á hvern- ig fór og ráðamennina sem áttu lög- um samkvæmt að tryggja að öryggisnet okkar virkaði. Reyndar virðist enn ekki alveg ljóst hverjir þeir voru. Það fer hins vegar ekki á milli mála að sárafáar konur voru í þeim hópi og nokkuð ljóst að öðru- vísi hefði farið ef fleiri konur hefðu verið í forsvari í fjármálafyr- irtækjum og opinberum stofnunum en raun bar vitni. Í kjölfarið vaknaði töluverð um- ræða um ólík viðhorf kynjanna og mikilvægi þess að sjónarmið og reynsla beggja kynja fengi notið sín land og þjóð til hagsbóta. Menn lögðu á það áherslu að konur væru ekki eins áhættusæknar og karlarnir, þær væru vandvirkari og færu var- legar. Til þess að þetta væru ekki bara orðin tóm var ákveðið að konur skyldu stýra tveimur af þremur nýju bankanna. Og það sem meira var: Þær voru ekki kornungar og með meistarapróf í vasanum. Þær áttu það hins vegar sameiginlegt að búa yfir mikilli þekkingu og reynslu sem hafði reyndar ekki dugað til þess að þær yrðu banka- stjórar í „gamla“ kerfinu þar sem „strákarnir“ réðu öllu. Ég sá því fyrir mér að loks- ins færi jafnréttisbarátta undanfar- inna ára að skila sér og meira jafn- vægi yrði milli kynjanna í áhrifa- og ábyrgðarstöðum. Við höfum líka átt margar og frábærar konur sem hafa staðið sig með miklum glæsibrag í störfum sínum og sýnt að konur eru fyllilega færar um að gegna æðstu embættum þjóðfélagsins. Nægir í því sambandi að nefna Vigdísi Finn- bogadóttur sem án efa er fremst meðal jafningja í þeirra hópi. Hvern- ig sem á því stendur hefur þessi um- ræða lognast út af og því miður ótt- ast ég að ef ekkert verður að gert muni ekki verða sú breyting á þjóðfélaginu sem nauðsynleg er. Nú fer að styttast í kosningar og stjórn- málaflokkarnir eru farnir að viðra hugmyndir sín- ar um prófkjör og niðurröðun á lista. Þó að ekki hafi endanlega verið gengið frá neinum listum er ljóst að margir einstaklingar með mikla reynslu og þekkingu á stjórnmálum hafa ákveðið að bjóða sig ekki fram og þeir sem þegar hafa lýst yfir áhuga sínum á að setjast í efstu sæti listanna eru fyrst og fremst karlmenn á „besta“ aldri. Ég verð að viðurkenna að mér hugnast ekki sú framtíð- arsýn. Ef einhver siðbót og breyting á að verða á samfélaginu verður alþingi að endurspegla þjóðfé- lagið. Við þurfum á alþingi fólk af báðum kynjum, fólk með reynslu og þekkingu af þingstörfum og einstaklinga með nýjar og ferskar hugmyndir. Til að svo megi verða þarf að verða ákveðin viðhorfs- breyting. Ekki aðeins innan stjórnmálaflokkanna heldur í þjóðfélaginu öllu. Stjórnmálaflokkarnir verða að sjá til þess að á listunum verði eðlilegt jafnvægi milli kynjanna og að tillit verði tekið til kröfu um endurnýjun en jafnframt verði séð til þess að reynsla og þekking skili sér áfram. En það dugir ekki til að jafnmargar konur og karlar bjóði sig fram í prófkjöri ef þeir sem taka þátt í próf- kjörinu velja fyrst og fremst karlmenn í efstu sæt- in. Og það dugir heldur ekki til að jafnmargar konur og karlar séu á listunum ef körlum er raðað í efstu sætin. Ef hér verður ekki viðhorfsbreyting er ég hrædd um að við munum áfram sitja uppi með svipaða ráðamenn og verið hefur. Er það sú fram- tíð sem við viljum sjá fyrir okkur? Eftir Gullveigu Sæmundsdóttur »Ef hér verður ekki viðhorfs- breyting er ég hrædd um að við munum áfram sitja uppi með svipaða ráðamenn og verið hefur. Gullveig Sæmundsdóttir Höfundur er fyrrverandi ritstjóri. Konur og karlar BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.