Morgunblaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 45
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
MIKIÐ hefur verið fjallað um sam-
skiptavefinn Facebook, enda gerð-
ist það fyrir skemmstu að skil-
málum vefsins var breytt á þann
hátt að margra mati að verið væri
að taka af þeim höfundarréttinn á
því sem þeir setja þar inn, þ.e.
myndir, texti og annað væri eign
aðstandenda Facebook sem mættu
svo sýsla með það eins og þeim
sýndist. Eftir nokkurt þref dró fyr-
irtækið fyrirhugaðar breytingar til
baka, í bili að minnsta kosti.
Í þessu máli var aðallega deilt
um höfundarrétt, en ýmsir hafa
bent á að það hangi meira á spýt-
unni því skilmálabreytingarnar
hefðu líka haft áhrif á það hvað yrði
um umrædd gögn sem væru í
mörgum tilfellum persónulegar og
jafnvel viðkvæmar upplýsingar.
Sumir hafa þó bent á að þessi deila
sé eiginlega stormur í vatnsglasi
því allajafna virðist sem fólki sé al-
mennt sama um persónuupplýs-
ingar sínar.
Facebook er nefnilega ekki bara
dauðar vefsíður með upplýsingum
heldur hefur skapast í kringum vef-
inn fjölskrúðugt umhverfi viðbót-
arforrita t.a.m. Visual Bookshelf,
Pirates, (Lil) Green Patch og Grow-
ing Gifts, svo dæmi séu tekin um
vinsælar viðbætur. Alls munu
17.000 viðbætur vera til og fjölgar
óðfluga.
Enginn les skilmála
Í ljósi þess að enginn les skilmála
þegar hann setur upp hugbúnað
eða skráir sig í netþjónustu þykir
mér líklegt að fáir geri sér grein
fyrir því að með því að samþykkja
viðbót er maður um leið að gefa
höfundum viðbótarinnar aðgang að
ýmsum persónugreinanlegum upp-
lýsingum sem skráðar eru á síðuna.
Allajafna fá viðkomandi fyrirtæki,
sem fæst eru í eigu aðstandenda
Facebook, aðgang að öllum upplýs-
ingum sem til eru um viðkomandi
hjá Facebook; það eina sem þeir
ekki fá er innihald skilaboða og lyk-
ilorð. Hvað þeir síðan mega gera
með upplýsingarnar er vissulega
takmarkað, en enginn fylgist með
því.
Það er ekkert nýtt að vefir sanki
að sér upplýsingum um fólk og ekki
heldur að þær upplýsingar séu
nýttar í viðskiptalegum tilgangi.
Þannig hefur Google til að mynda
haldið utan um leitarsögu ein-
staklinga og síðan birt auglýsingar
eftir áhugamálum viðkomandi – sá
sem hefur til að mynda áhuga á
hestaíþróttum skoðar gjarna slíkar
síður og leitar að þess háttar upp-
lýsingum. Það kemur honum vænt-
anlega ekki á óvart að fá upp aug-
lýsingar varðandi áhugamál sitt um
leið og hann fær upp leitarnið-
urstöður og líkast til finnst honum
það hið besta mál og hefur ekki
áhyggjur af því þó upplýsingar um
þetta áhugamál sitt fari víðar.
Annað gæti verið upp á ten-
ingnum ef hann væri áhugamaður
um kannabisræktun og sífellt að
leita sér upplýsinga um slíkt eða
álíka, eða myndi ekki koma sér illa
fyrir mann eða konu á framabraut
að birtar yrðu gamlar myndir af
viðkomandi fáklæddum, ælandi á
fylliríi eða að fletta upp um sig á
balli?
Gömul kynni gleymast ei
Facebook nýtur gríðarlegra vin-
sælda nú um stundir og ekki er
langt síðan vefurinn skákaði MyS-
pace sem vinsælasti samfélagsvefur
heims. Þeir sem skrá sig þar inn
eiga líka auðveldara fyrir vikið með
að fylgjast með því sem ættingjar
og vinir eru að gera (svo fram-
arlega sem þeir eru líka á Facebo-
ok), hægt er að rifja upp gömul
kynni og eignast nýja vinnu, finna
sér maka eða ástmann / -konu.
Það er ekkert að því í sjálfu sér
að fólk samþykki að upplýsingar
um það séu öllum aðgengilegar og
þeir sem búa í litlu landi hafa minni
áhyggjur af því en tíðkast meðal
milljónaþjóða. Hver kynslóð skapar
aftur á móti sín viðmið og þótt þeir
séu margir sem býsnast yfir því að
fólk fari svo glannalega með per-
sónuupplýsingar hefur tæknin
skapað nýja tíma og gert okkur öll
að litla bróður.
Litli bróðir tekur völdin
Er ástæða til að
hræðast skilmála
Snjáldurskjóð-
unnar?
Morgunblaðið/Kristinn
Kristján IX „Þið ættuð kannski að lesa skilmálana áður en þið skrifið undir,
kæru þegnar.“ Þeir eru margvíslegir skilmálarnir sem við skrifum undir á
lífsleiðinni. Sumir þeirra hafa lítið að segja en aðrir geta reynst afdrifaríkir.
Hart í bak (Stóra sviðið)
Skoppa og Skrítla í söng-leik (Kúlan)
Heiður (Kassinn)
Kardemommubærinn (Stóra sviðið)
Fim 26/2 kl. 20:00 Ö
Fös 27/2 kl. 20:00 Ö
Lau 28/2 kl. 13:00 U
Lau 7/3 kl. 13:00 U
Lau 28/2 kl. 20:00 Ö
Fim 5/3 kl. 20:00 aukasýn.
Fös 6/3 kl. 20:00 Ö
Lau 14/3 kl. 13:00 Ö
Lau 21/3 kl. 13:00
Lau 14/3 kl. 20:00 Ö
Mið 18/3 kl. 20:00 aukasýn.
Lau 28/3 kl. 13:00 U
Sýningum lýkur 18. mars
Örfáar aukasýningar með bestu vinkonum barnanna
Síðasta sýning
Sýningar í maí komnar í sölu, sjá www.leikhusid.is
Lau 14/3 kl. 14:00 U
Sun 15/3 kl. 14:00 U
Sun 15/3 kl. 17:00 U
Lau 21/3 kl. 14:00 U
Lau 21/3 kl. 17:00 U
Sun 22/3 kl. 14:00 U
Sun 22/3 kl. 17:00 U
Lau 28/3 kl. 14:00 U
Lau 28/3 kl. 17:00 U
Sun 29/3 kl. 14:00 U
Sun 29/3 kl. 17:00 U
Lau 4/4 kl. 14:00 U
Lau 21/2 kl. 14:00 frums. U
Lau 21/2 kl. 17:00 U
Sun 22/2 kl. 14:00 U
Sun 22/2 kl. 17:00 U
Lau 28/2 kl. 14:00 U
Lau 28/2 kl. 17:00 U
Sun 1/3 kl. 14:00 U
Sun 1/3 kl. 17:00 U
Lau 7/3 kl. 14:00 U
Lau 7/3 kl. 17:00 U
Sun 8/3 kl. 14:00 U
Sun 8/3 kl. 17:00 U
Lau 4/4 kl. 14:00 U
Sun 5/4 kl. 17:00 U
Sun 5/4 kl. 17:00 U
Lau 18/4 kl. 14:00 U
Lau 18/4 kl. 17:00 U
Sun 19/4 kl. 14:00 U
Sun 19/4 kl. 17:00 U
Lau 25/4 kl. 14:00 U
Lau 25/4 kl. 17:00 U
Sun 26/4 kl. 14:00 U
Sun 26/4 kl. 17:00 U
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is
Yfir 130 uppseldar sýningar. Áhorfendasýning ársins 2008.
Fló á skinni (Stóra sviðið)
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Fim 26/2 kl. 20.00
Fös 27/2 kl. 20.00
Lau 28/2 kl. 20.00
Fim 5/3 kl. 20.00
Fös 6/3 kl. 20.00
Lau 7/3 kl. 20.00
Sun 8/3 kl. 20.00
Ath! Bannað innan 16 ára. Ekki fyrir viðkvæma. Síðasta sýning 15. mars.
.
Lau 21.2 kl. 19:00 8. kort
Lau 21/2 kl. 22:00aukas.
Sun 22/2 kl. 20:00 9. kort
Mið 25/2 kl. 20:0010. kort
Fim 26/2 kl. 20:00
Fös 27/2 kl. 19:00
Fös 27/2 kl. 19.00
Lau 28/2 kl. 19.00
Lau 28/2 kl. 22.00
Sun 1/3 kl. 20.00
Fös 6/3 kl. 19.00
Fös 6/3 kl. 22.00
Leiklestrar á verkum Söru Kane. Þrá - 24. febrúar. 4:48 geðtruflun - 3. mars – 1.500 kr.
Sannleikurinn, einleikur Péturs Jóhanns (Litla sviðið)
Fim 12/3 kl. 20.00
Fös 13/3 kl. 20.00
Lau 14/3 kl. 20.00
Sun 15/3 kl. 20.00 (síð.sýn.)
Fös 13/3 kl. 19.00
Fös 13/3 kl. 22.00
Lau 14/3 kl. 19.00
Lau 14/3 kl. 22.00
Fim 26/2 kl. 20.00 fors
Fös 27/2 kl. 20.00 frums
Lau 28/2 kl. 20.00 2kort
Mið 4/3 kl. 20.00 aukas
Fim5/3 kl. 20.00 3kort
Fös 6/3 kl. 20.00 4kort
Mið 11/3 kl. 20.00 5kort
Fim 12/3 kl. 20.00 6kort
Sun 15/3 kl. 20.00 7kort
Fim 19/3 kl. 20.00 8kort
Fös 20/3 kl. 20.00 9kort
Fim 26/3 kl. 20.00 10kort
Milljarðamærin snýr aftur (Stóra sviðið)
Æðisgengið leikrit um græðgi, hatur og ást.
Sun 1/3 kl. 20.00
Fló á skinni – „mígandi drepfyndið" GEJ RÚV
Síðustu sýningar.
Fólkið í blokkinni (Stóra sviðið)
Lau 21/2 kl. 19:00 Lau 21/2 kl. 22:00 síð. sýn.
Fös 20/2 kl. 19.00
Lau 7/3 kl. 19:00
Fös 13/3 kl. 19.00
Lau 14/3 kl. 19.00
Sun 22/3 kl. 19.00
Lau 28/3 kl. 19.00
Lau 21/3 kl. 19.00
Fös 20/2 kl. 22.00 aukas
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009
Íslenski dansflokkurinn
568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Velkomin heim - Febrúarsýning2009 (Stóra sviðið)
Sun 22/2 kl. 20:00
Sun 1/3 kl. 20:00
Sun 8/3 kl. 20:00
Landnámssetrið í Borgarnesi
437 1600 | landnamssetur@landnam.is
BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið - Sala
á sýningar í maí hafin)
Sun 22/2 aukas. kl. 16:00 U Lau 28/2 kl. 17:00 U
síðasta sýn. í vetur - ath sýningatíma
Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið
Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson
(Söguloftið - sýningum lýkur í vor)
Lau 21/2 kl. 17:00 U
Fös 27/2 kl. 20:00 U
Lau 7/3 kl. 16:00 U
Fös 13/3 kl. 20:00 U
Lau 14/3 kl. 16:00 U
Fim 19/3 kl. 20:00 U
Lau 21/3 kl. 16:00 U
Fim 26/3 kl. 20:00 U
Lau 28/3 kl. 16:00 U
Tvær Grímur 2007 - Besti leikari - Besta handritið
Sturlunga Einars Kárasonar (Söguloftið)
Fös 6/3 frums. kl. 20:00 Ö
Forsýning
Íslenska óperan
511 4200 | midasala@opera.is
Óperuperlur - Diddú, Bjarni Thor, Sigríður, Ágúst og
Antonía
Lau 21/2 kl. 20:00
Sun 1/3 kl. 20:00 U
Sun 8/3 aukas. kl. 20:00
Fjórar stjörnur í Morgunblaðinu!
Hafnarfjarðarleikhúsið
555 2222 | theater@vortex.is
Dubbeldusch (Hafnarfjarðarleikhúsið)
Lau 21/2 kl. 20:00 Ö
Fös 27/2 kl. 20:00 Ö
Fös 6/3 kl. 20:00
Fös 13/3 kl. 20:00
Salka Valka (Hafnarfjarðarleikhúsið)
Lau 28/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00
Iðnó
562 9700 | idno@xnet.is
Systur
Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00
Dómur Morgunblaðsins
,,Líf í tuskunum ”Snúður og snælda . Leikfélag eldri
borgara
Sun 22/2 kl. 14:00
Fim 26/2 kl. 14:00
Sun 1/3 kl. 14:00
Samkvæmt skilmálum Facebook fá
höfundar forrita sem einstaklingur
bætir við á síðu sína: Allar upplýs-
ingar sem viðkomandi hefur skráð
um sig og sýnilegar eru á síðu hans
eða heimilisfang, símanúmer eða
netfang.
Nafn viðkomandi, höfund-
armynd, kyn, afmælisdag, heima-
borg (borg, ríki, land), núverandi
staðsetningu (borg, ríki, land),
stjórnmálaskoðanir, iðju, áhugamál,
tónlistarsmekk, sjónvarpsþætti,
kvikmyndir og bækur sem viðkom-
andi hefur áhuga á, uppáhalds-
tilvitnanir, textann í „About Me“,
hjúskaparstöðu, áhuga fyrir stefnu-
mótum, upplýsingar um hvernig
sambandi viðkomandi sækist eftir,
fyrirhugað sumarfrí, Facebook-
vinalista, menntunarsögu, atvinnu-
sögu, afrit af myndum í albúmum
og upplýsingar um þær myndir
(hvenær settar inn, heiti albúma,
myndatextar og athugasemdir ann-
arra), fjöldi skilaboða sem maður
hefur sent, tekið við, fjöldi ólesinna
skilaboða, fjöldi „pota“ / „pokes“
sem maður hefur sent eða fengið,
fjöldi Wall-skilaboða, listi yfir not-
endur sem tengst hafa þér, hvað þú
ert með á döfinni og hvaða atburði
þú hefur skráð á síðuna.
Semsagt: allt.
Höfundar forrita verða síðan að
lúta þessum reglum: Þeir mega
ekki framselja þessar upplýsingar
til þriðja aðila (en Facebook má það
reyndar) og ekki birta meira af
þeim opinberlega en viðkomandi
vill samkvæmt stillingum á síðunni.
Facebook tekur þó enga ábyrgð á
því hvað menn gera við gögnin og
fylgist ekki með því. Þess má geta
að fjölmörg dæmi eru um að menn
hafi skrifað hugbúnað sem les Fa-
cebook-síður og safnar megninu af
þessum upplýsingum sjálfkrafa í
leyfisleysi.
Allt, takk fyrir
Hann líka Barack Obama er einn
fjölmargra á Facebook.