Morgunblaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 2
SÓLIN er nú beint yfir miðbaugi jarðar og er dagurinn því jafnlangur nótt- unni hvar sem er á jörðinni. Þetta gerist tvisvar á ári og er nefnt jafndægur. Í dag eru vorjafndægur og vorlegt um að litast í borginni þessa dagana. Dagur jafnlangur nóttu Morgunblaðið/Kristinn 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009 Aðalfundur VR verður haldinn á Hilton Nordica hótel, fimmtudaginn 2. apríl nk. og hefst kl. 19:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Innborgun í VR varasjóð Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is „MÉR finnst athyglisverðast að þessi könnun gefur í grófum drátt- um svipaða mynd og kannanir und- anfarnar fjórar vikur, þ.e. þessa miklu vinstri sveiflu og sömuleiðis mjög góða stöðu ríkisstjórnarinn- ar,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, pró- fessor í stjórnmálafræði, um nið- urstöður nýrrar könnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Morg- unblaðið og Ríkisútvarpið á fylgi stjórnmálaflokkanna. Samkvæmt könnuninni fengju ríkisstjórnarflokkarnir 38 þing- menn, þ.e. Samfylking 21 og VG 17. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 18 þing- menn, Framsókn 7 en önnur fram- boð næðu ekki manni á þing. „Ríkisstjórnin er augljóslega ennþá að njóta hveitibrauðsdaga. Hins vegar eru fimm vikur til kosn- inga þannig að það er allt opið ennþá,“ heldur Ólafur áfram. Yrðu þetta niðurstöður kosning- anna í apríl væri það í fyrsta sinn í sögunni sem hægt yrði að mynda tveggja flokka meirihlutastjórn til vinstri. „Á lýðveldistímanum hefur bara einu sinni verið hægt að mynda tveggja flokka meirihluta- stjórn án Sjálfstæðisflokksins og það var eftir kosningarnar 2003.“ Þá kaus Framsóknarflokkur að halda áfram meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í stað þess að mynda stjórn með Samfylking- unni. „Þessar niðurstöður eru mjög óhefðbundnar og væru grundvall- arbreyting á valdahlutföllum í ís- lenskum stjórnmálum,“ segir Ólaf- ur. „Í hverri viku sem þetta helst er það í rauninni merkilegt.“ Samkvæmt könnuninni er Sam- fylkingin nú stærsti stjórnmála- flokkurinn og eykur fylgi sitt um tæp þrjú prósentustig frá fyrri viku. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dal- ar um rúm tvö prósentustig, fylgi VG er um einu prósentustigi minna en í vikunni á undan og fylgi Fram- sóknar dalar um 1,3 prósentustig. Vinstri sveiflan helst fjórðu vikuna í röð „Stjórnin nýtur enn hveitibrauðsdaga“ Í HNOTSKURN » 64,3% segjast styðja rík-isstjórnina sem er sex pró- sentustiga aukning frá í síð- ustu viku. » Borgarahreyfingin mælistmeð 2,5%, L-listinn með 1,9% og Frjálslyndi flokkurinn með 1,3%. »Tæp 79% telja miklar líkurá að þau kjósi í vor.                                                     Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is FÉLAG íslenskra atvinnuflug- manna (FÍA) fundaði í gærkvöld um málefni Eftirlaunasjóðs FÍA. Flug- menn eru uggandi yfir óvissunni sem ríkir um framtíð sjóðsins. Sjóðurinn er einn fimm lífeyr- issjóða sem nú eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna bankahrunsins út af grun um að far- ið hafi verið út fyrir ramma laga um fjárfestingar slíkra sjóða. Stjórnum og framkvæmdastjór- um sjóðanna hefur verið vikið frá en allir voru þeir í eignastýringu hjá gamla Landsbankanum. Örnólfur Jónsson, fráfarandi formaður stjórn- ar Eftirlaunasjóðs FÍA, segir málið hafa borið brátt að og enn hafi stjórn sjóðsins ekki borist skriflegur rök- stuðningur fyrir aðgerðunum frá fjármálaráðuneytinu, eins og lög kveða á um. „Það er erfitt fyrir okk- ur að tjá okkur meðan stjórnvaldið hefur ekki ennþá sýnt okkur á hverju það byggir,“ segir hann. Eftirlaunasjóðurinn hafi ekki fjár- fest of mikið í skuldabréfum í Lands- bankanum eða tengdum félögum, eins og nefnt hefur verið í fréttum. „Þetta snýst um fjárfestingar á fyrri hluta árs 2008 en við höfðum fjárfest of mikið í Kaupþingi,“ segir Örn- ólfur. „Það var þó afskaplega lítið umfram það sem leyfilegt var og við trúum því ekki að þessar aðgerðir byggist á því lítilræði, enda löngu búið að leiðrétta það.“ Hann bætir því við að Landsbankinn hafi við- urkennt að mistökin væru á sína ábyrgð. „Þetta er það eina sem við vitum að hafi komið upp á og því kemur þetta okkur algerlega í opna skjöldu.“ Að sögn Jóns Harðar Jónssonar flugstjóra brennur óvissan um sjóð- inn á félagsmönnum. „Nýr umsjón- armaður á að gera tillögur um fram- tíð sjóðsins fyrir 1. júlí og samkvæmt lögum er hreinlega hægt að leggja hann niður og setja skilanefnd yfir hann, sameina hann öðrum sjóði eða færa hann í upphaflegt form aftur. Og menn eru uggandi yfir því hvern- ig hann muni skila sjóðnum af sér.“ Fengu ekki rökstuðning  Uggur í félagsmönnum FÍA vegna máls Eftirlaunasjóðsins  Kom fráfarandi sjóðsstjórn algerlega í opna skjöldu JÓHANNA Sig- urðardóttir for- sætisráðherra skýrði frá því síðdegis í gær að hún hygðist gefa kost á sér til for- mennsku í Sam- fylkingunni. „Í ljósi niður- stöðu prófkjörs- ins í Reykjavík 14. mars síðastliðinn og þeirrar miklu hvatningar og eindregnu óska sem ég hef fengið frá félögum mínum um land allt hef ég ákveðið að bjóða mig fram til formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins 27.-29. mars næstkom- andi. Ég er afar þakklát fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt og vil ekki skorast undan því að leggja mitt af mörkum við að leiða flokkinn í einum mikilvægustu kosningum í sögu lýðveldisins,“ sagði í tilkynn- ingu Jóhönnu Sigurðardóttur í gær. Óbreytt varaformannsbarátta Aðspurður hvort þessi ákvörðun Jó- hönnu hefði einhver áhrif á framboð hans til varaformanns Samfylking- arinnar sagði Árni Páll Árnason þingmaður svo ekki vera. „Ég ætla að gefa kost á mér í varaformennsku og held að það geti orðið flokknum styrkur að hafa okkur saman í þessum hlutverkum, formanns og varaformanns.“ Um einn og hálfur mánuður er liðinn frá því Árni Páll skýrði frá framboði sínu hinn 3. febrúar sl. Inntur eftir því sama sagðist Dag- ur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, enn sækjast eftir varaformannsstöðu. Lýstu þeir flokksbræður heils- hugar yfir stuðningi við Jóhönnu. Jóhanna tilbúin til formennsku Jóhanna Sigurðardóttir TVEIR menn á þrítugsaldri sem lögreglan handtók í fyrrakvöld við rannsókn á kannabisræktun í iðn- aðarhúsnæði á Kjalarnesi eru lausir úr haldi. Fannst 621 planta auk tæp- lega 5 kg af marijúana og um 5 kg af laufi. Af aðstæðum innan dyra telur lögreglan sig geta ráðið að um afar umfangsmikla kannabisræktun hafi verið að ræða, svo aldrei hafi neitt sést í líkingu við það. | 8 Ræktendum sleppt úr haldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.