Morgunblaðið - 20.03.2009, Síða 8

Morgunblaðið - 20.03.2009, Síða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009 Eftir Andra Karl andri@mbl.is KANNABISRÆKTUN á Íslandi er í miklum blóma ef marka má fjölda þeirra plantna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á það sem af er ári. Þó svo að ræktendur hafi orðið fyrir höggi – á þriðja tug ræktana hafi verið upprættur það sem af er ári – er alls óvíst um áhrifin á framboðið. Þegar blaðamaður mætti að iðn- aðarhúsnæði við Lækjarmel á Kjal- arnesi var fátt sem benti til að stórfelld kannabisræktun hefði far- ið þar fram. Inni voru lög- reglumenn að störfum við að telja plönturnar, mæla hæð þeirra og pakka í kassa. Áætlað var að dag- urinn færi í verkið og síðdegis lá heildarmagnið fyrir; 621 planta, 4,8 kg af maríjúana og fimm kíló af kannabislaufi. Á meðan talið var og mælt skoðaði blaðamaður aðstæður. Reikningar og dagbækur Í bílskúrnum sjálfum var stór moldarhrúga og ónotaðir blóma- pottar. Og þótt kannabisræktun eigi að heita arðbær var það ekki að sjá á fjölda ógreiddra reikninga sem lágu á víð og dreif um gólfið. Einnig voru þar nokkrar dagbækur ræktenda. Þrátt fyrir að trassa greiðslur voru greinilega engir viðvaningar á ferð. Til að komast að plöntunum þurfti að fara í gegnum litlar leyni- dyr. Að baki þeim var rækt- unarsvæðið á tveimur hæðum. Lítið en vel nýtt rými var á efri hæð, þar sem græðlingarnir voru geymdir. Þeir voru síðar færðir niður á neðri hæðina. Aðeins pottarnir stóðu eftir um miðjan dag í gær en enn var kannabislauf um öll gólf. Sjálfvirka vökvunarkerfið var aftengt og slökkt á sterkum gróðurhúsalömp- unum. Inn af rýminu var svo sérstakt herbergi þar sem plönturnar voru þurrkaðar. Lögreglan hafði enn ekki komist í að tæma það. Í her- berginu héngu um þrjátíu plöntur á lokastigi og því sem næst tilbúnar til pökkunar. Varlega áætlað, miðað við stærð og umfang, hefðu fengist um 150 grömm af hverri; um 4,5 kg. Samkvæmt síðustu verðkönnun SÁÁ kostar gramm af maríjúana að meðaltali 3.380 krónur. Verð- mæti plantnanna í herberginu var því um fimmtán milljónir kr. Þar að auki voru um fjögur hundruð grömm sem þegar var búið að pakka inn og líklega yfir kíló af laufi á gólfinu. Sami fjöldi undanfarin ár Segja má að kannabisræktun hafi hafist fyrir alvöru hér á landi um síðustu aldamót. Um það leyti sem Íslendingar fóru að nýta sér veraldarvefinn í meira mæli til kaupa á ýmiss konar smávörum nýttu fíkniefnaneytendur vefversl- anir til að ná sér í tæki og tól tengd fíkniefnaneyslu og -fram- leiðslu. Þannig er t.a.m. hægt að fá send heim að dyrum kannabisfræ í formi geisladisks – fari svo að sendingin sé ekki stöðvuð í toll- inum. Sú kenning helst í hendur við upplýsingar sem finna má í árs- skýrslum ríkislögreglustjóra. Þar má sjá að árið 1999 var ekki ein einasta planta gerð upptæk og að- eins um 500 grömm af maríjúana. Með árunum fjölgaði plöntunum og magninu af maríjúana en á sama tíma var sífellt lagt hald á minna af hassi. Áætlað er að um og yfir þrjú þúsund stórnotendur á kannabis séu á Íslandi og að fjöldinn hafi haldist stöðugur undanfarin fjögur til fimm ár. Að sögn Þórarins Tyrf- ingssonar, yfirlæknis á Vogi, virðist þó sem aldurinn sé að færast ofar og fleiri noti kannabis í minna mæli. Ljóst er að framboðið á marí- júana hefur verið gríðarlegt að undanförnu. Þó svo að lögregla hafi tekið um eða yfir 3.000 plöntur það sem af er þessu ári segja heimild- armenn Morgunblaðsins að enn hafi það ekki leitt til verðhækk- unar. Haldi lögregla áfram á sömu braut fer það þó greinilega að koma niður á framboði til neyt- enda. Morgunblaðið/Júlíus Heljarmikil ræktun  Á sjötta hundrað kannabisplöntur voru í ræktun í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi  Yfirlæknir á Vogi merkir fjölgun eldri neytenda sem nota efnið í minna mæli Þurrkun Gríðarlegt magn fannst.                                                                           ! "    „ÉG er undrandi á þessum um- mælum Sig- mundar og fyrir mér er þetta inn- antómt orðagjálf- ur,“ segir Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um ummæli Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Fram- sóknarflokksins, þess efnis að Sam- fylkingin væri „loftbóluflokkur“ sem væri ekki traustsins verður í samstarfi og hugsaði ekki nægilega mikið um pólitík. Jóhanna segir Samfylkinguna hafa staðið við allt sitt í sam- skiptum við Framsóknarflokkinn. Samfylkingin hafi verið burðarás í þeim úrbótum sem ráðist hafi verið í vegna efnahagsörðugleika að und- anförnu. Sigmundur Davíð sagði á fundi með framsóknarmönnum á Hilton Reykjavík Nordica Hótel að Sam- fylkingin væri afsprengi „loftbólu- hagkerfisins“ og reyndi sífellt að hanna atburðarás og umræðu. Hann talaði með öðrum hætti um Vinstri græn sem mynda rík- isstjórn með Samfylkingunni, sem Framsóknarflokkur ver falli. Sig- mundur Davíð sagði Vinstri græn vera traust í samstarfi og við- ræðum, það stæði sem sagt væri í þeirra herbúðum. Sigmundur Davíð sagði á fundinum að kosningabar- áttan væri hafin. Undrandi á orðum Sig- mundar Samfylkingin burð- arás í stjórnarstarfi Jóhanna Sigurðardóttir NÚ um helgina fer fram sjötti landsfundur Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs. Full- trúarnir koma frá alls 32 svæð- isfélögum víða um landið og meira að segja utan landsteinanna en nýj- asta svæðisfélagið í Kaupmanna- höfn og Suður-Svíþjóð sendir full- trúa. Á fundinum verða lagðar línur fyrir komandi kosningar og helstu baráttumálin rædd. Fyrir hann verða m.a. lagðar tillögur um stefnu flokksins í heilbrigðismálum og sjávarútvegsmálum en auk þess verður kosið í embætti og stjórn flokksins. Fundurinn hefst í dag, föstudag, kl. 15:00 og vænta má að ræða formannsins, Steingríms J. Sigfússonar, hefjist um 17:45. VG með landsfund Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár- málaráðherra hefur gert þær breyt- ingar á ákvæðum um stjórn Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins að stjórnarmönnum er fjölgað út þrem- ur í fimm. Jafnframt hefur hann skipað nýja stjórn til ársloka 2009. Þannig háttar til að engin stjórn hefur verið yfir stofnuninni í rúmt ár eða síðan 1. febrúar 2008. Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráð- herra, skipaði ekki nýja stjórn þegar skipunartími þeirrar gömlu rann út. Í henni sátu Hildur Petersen for- maður, Sigurður M. Magnússon varaformaður og Anna Mar- grét Jóhannes- dóttir. Eftirtaldir einstaklingar voru skipaðir í stjórn ÁTVR nú: Aðalmenn: Aðalheiður Héð- insdóttir formaður, Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir varaformaður, Eyj- ólfur Eysteinsson, Sigurður M. Magnússon og Maríanna Jónasdótt- ir. Varamenn: Guðrún Ágústa Guð- mundsdóttir, Helga A. Erlingsdótt- ir, Bryndís Friðgeirdóttir, Dögg Pálsdóttir og Þórður Reynisson. Þá hefur fjármálaráðherra ákveð- ið að skipa starfshóp sem hefur það hlutverk að gera heildstæða úttekt á áfengislöggjöfinni. Meðal verkefna starfshópsins er að leggja mat á lagaumhverfi Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins, áfengisauglýsing- ar og markaðssetningu áfengis. Starfshópurinn mun verða undir forystu fjármálaráðuneytisins en í starfshópnum eiga einnig sæti fulltrúar dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins og heilbrigðisráðuneytis- ins. Miðað er við að starfshópurinn skili tillögum sínum til fjármálaráð- herra fyrir lok september næstkom- andi. ÁTVR hefur fengið stjórn eftir rúmlega árs hlé Fjármálaráðherra lætur gera úttekt á áfengislöggjöfinni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.