Morgunblaðið - 20.03.2009, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
ALMANNAÞING nefnist nýtt kerfi
sem „talar við“ vef Alþingis og gefur
almenningi kost á að kjósa um ein-
stök mál, gefa einkunnir, álit o.þ.h.
Eitt markmiðanna er að koma manni
á þing sem gæti kosið eftir niðurstöð-
um almennings.
„Hugmyndin var upphaflega sú að
veita flokkakerfinu aðhald með því
að gera raunveru-
legar kannanir á
vilja almennings á
öllum málum á
Alþingi,“ segir
Daði Ingólfsson,
talsmaður Al-
mannaþings.
„Þarna er náð í öll
mál sem eru á Al-
þingisvefnum og
notendum gert
kleift, eftir að þeir hafa skráð sig inn,
að gera athugasemdir við öll mál og
allar greinar allra laga, spjalla um
þau, gefa þeim mikilvægiseinkunn og
greiða atkvæði um þau.“ Þá verður
hægt að fletta upp öllum umræðum á
vídeóupptökum en þær hafa verið
klipptar niður eftir einstökum ræðu-
mönnum og flokkaðar eftir málum.
Daði nefnir sem dæmi að hafi ein-
hver áhuga á að vita hvað Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráðherra hef-
ur sagt um stjórnlagaþingið þá séu
þau ummæli aðgengileg á Almanna-
þinginu.
Atkvæðum vísað áfram
Daði segir hugmyndina hins vegar
hafa spunnið mikið upp á sig og sé
markmiðið að endurspegla vilja al-
mennings með því að ná manni inn á
þing sem greiði atkvæði í samræmi
við kosningu almennings. Í kjölfarið
hafi komið upp sú gagnrýni að venju-
legur Íslendingur þyrfti alltaf að
vera að kjósa og setja sig inn í ólík
mál, sem hann hefur hvorki vit né
áhuga á, til að nógu mörg atkvæði
fengjust og kosning almennings yrði
marktæk.
„Við erum að þróa virkni sem gerir
notendum kleift að áframvísa at-
kvæði sínu, annaðhvort í einu máli
eða málaflokki. Ég gæti þá t.d. tekið
afstöðu til allra mála um upplýsinga-
tækni eða öryggi skíðafólks, af því ég
hef áhuga á því, en öðrum málaflokk-
um gæti ég áframvísað. T.d. starfar
konan mín í heilbrigðiskerfinu og ég
gæti þá vísað öllum málum sem hafa
með heilbrigðiskerfið að gera áfram
á hana þannig að hún hefði í raun
stjórn yfir mínu atkvæði. Hún myndi
Vilji almennings endur-
speglaður á Alþingi
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Um 20 hugbúnaðarsérfræðingar komu að sköpun Almannaþings.
Markmið að koma manni á þing sem kysi eftir vilja fólksins
Daði Ingólfsson
ekki vita það og hefði enga mögu-
leika á að vita hversu mörg atkvæði
væru á bak við sig,“ segir Daði.
„Þannig gæti orðið gríðarlegur fjöldi
atkvæða bak við sérhvert mál, þótt
fáir tækju beinlínis afstöðu til
þeirra.“
Fjórþætt hlutverk
Tækist að ná manni inn á þing seg-
ir Daði að hlutverk hans yrði fjór-
þætt. Hann myndi kjósa eftir vilja al-
mennings, leggja fram ný frumvörp,
þingsályktunartillögur o.fl., sinna
nefndarstörfum og auk þess vera
talsmaður fyrir beint, rafrænt lýð-
ræði, bæði á Alþingi og í fjölmiðlum.
Almannaþing er nú þegar opið í
hrárri útgáfu á slóðinni beint.lyd-
raedi.is. Hugmyndafræðin á bak við
kerfið verður kynnt formlega í dag í
fyrsta skipti á hádegisverðarfundi á
Grand hóteli og er áhugasömum bent
á að skrá sig á slóðinni www.sky.is.
HÆKKUN há-
markslána Íbúða-
lánasjóðs myndi
virka sem blóð-
gjöf fyrir bygg-
inga- og mann-
virkjagerð í
landinu og stuðla
að því að koma
hjólum atvinnu-
lífsins af stað.
Kom þetta fram á
fundi, sem meistarafélög í bygginga-
og mannvirkjagerð héldu með Ósk-
ari Bergssyni, formanni borgarráðs,
og Kristjáni Erni Sigurðssyni, fram-
kvæmdastjóra Sameinaða lífeyris-
sjóðsins.
Fram kom hjá Kristjáni, að mik-
ilvægt væri fyrir lífeyrissjóðina að
koma peningum inn í efnahagslífið í
því árferði, sem nú ríkti. Stæðu nú
yfir viðræður við borgaryfirvöld um
fjármögnunarþörf borgarinnar og
Óskar sagði, að borgin ætti einnig í
viðræðum við Evrópska þróunar-
bankann. Ljóst væri, að áfram yrði
boðið upp á nýjar lóðir og verið væri
að ræða við ríkið um staðsetningu
samgöngumiðstöðvar. Kvaðst hann
vona, að á því fyndist fljótlega farsæl
lausn.
Vilja hærri
hámarkslán
Byggingariðnaður-
inn er frosinn.
Fréttir á SMS
str. 36-56
Bæjarlind 6 sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
Nýtt frá
HREIN
SNILLD
Drjúgt, fjölhæft og þægilegt...
Gott á:
gler
plast
teppi
flísar
stein
ryðfrítt stál
fatnað
áklæði
tölvuskjái
omfl.
ATH. frábært á
rauðvínsbletti
og tússtöflur
S. 544 5466 • www.kemi.is • kemi@kemi.is
Laugavegi 54,
sími 552 5201
Háar í mittið
Áður kr. 6.990
Nú kr. 4.990
Stærðir 36-46
M
bl
09
85
53
Gallabuxur
og galla-
kvartbuxur
EFTIRLAUNASJÓÐUR
SLÁTURFÉLAGS SUÐURLANDS
Boðað er til ársfundar
Eftirlaunasjóðs Sláturfélags Suðurlands
Fundurinn verður haldinn að Fosshálsi 1, 3. hæð, fimmtudaginn
2. apríl nk. kl. 17.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Kynning ársreiknings, tryggingafræðilegrar úttektar
og fjárfestingastefnu.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
Smáralind - Kringlan
5 sokkapör
1.290
, ,