Morgunblaðið - 20.03.2009, Qupperneq 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
NÝJUM tímum fylgja nýjar áskor-
anir og á það við um grunnskólana
eins og aðra. Morgunblaðið hefur
síðustu daga sagt frá óánægju meðal
10. bekkinga í grunnskólum með
reglur um farsímanotkun, sem þeim
finnst mörgum hverjum vera of
strangar og ganga á rétt þeirra.
Morgunblaðinu hafa m.a. borist
ábendingar frá grunnskólanemum
um að í raun sé heimilt að mæta með
myndavél í skólann, bréfsefni, skeið-
klukku og vekjaraklukku, dagatal og
jafnvel upptökutæki. Þegar þetta
sameinist í eitt tæki sé það hins veg-
ar allt í einu bannað, sem orki tví-
mælis. Að sögn Bjarkar Einisdóttur,
framkvæmdastjóra Samtaka heim-
ilis og skóla, hefur hver og einn skóli
sett sér sínar reglur í þessum efnum.
„Það er mjög algengt að bannað
sé að nota símana og ef nemandi
verður uppvís að því að brjóta reglur
skólans er síminn tekinn af honum
þar til skólinn er búinn. Ef nemandi
verður uppvís að því þrívegis er for-
eldri kallað til,“ segir Björk. Við-
urlög við brotinu eru þó ekki alls
staðar með sama hætti.
Níels Þóroddsson, nemandi í
Álftanesskóla, benti t.d. á það í
Morgunblaðinu í gær að þar væru
foreldrar beðnir að sækja síma
barna sinna strax við fyrsta brot,
sem honum þykir of harkaleg við-
brögð. „Við vitum til þess að það var
úrskurðað í svona máli í Svíþjóð, þar
sem sett var út á að kennarar tækju
síma af börnunum, en úrskurðurinn
hljóðaði á þá leið að þeir hefðu rétt á
því í samræmi við þær reglur sem í
skólanum giltu,“ segir Björk.
Reglur sem þessar eru að sjálf-
sögðu ekki settar að ástæðulausu. Í
mörgum skólum hafa komið upp mál
þar sem nemendur misnota tæknina
og staðfesti Björk að slík tilfelli
væru því miður algeng, m.a. í einelt-
ismálum þar sem jafnvel hefur kom-
ið fyrir að myndir séu teknar á síma
í sturtuklefum. „Við þurfum að
spyrja okkur hver sé tilgangurinn
með því að börnin noti símana í tíma
og ótíma,“ segir Björk.
„En það sem mér finnst skipta
máli í þessu er að nemendur komi að
því að semja skólareglurnar, það sé
lýðræðisleg umræða og málin rök-
studd. Það er svo mikið nám fólgið
einmitt í því að þau fái tækifæri til að
móta reglurnar. Þá er líka meiri von
til þess að þau fari eftir þeim.“
Deildar meiningar um gemsana
Mikilvægt að börnin taki þátt í að móta
skólareglur með lýðræðislegri umræðu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gemsinn Reynslan sýnir að sum börn þekkja ekki muninn á réttri og rangri
notkun tækninnar. Deila má um hvort algjört bann leysi þann vanda.
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
HIN nýja peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands til-
kynnti í gær að hún hefði ákveðið að lækka stýrivexti
bankans um eitt prósentustig í 17,0%. Það jákvæða við
þessa tilkynningu er að vaxtalækkunarferli er þar með
hafið. Í annan stað felast hugsanlega skilaboð um frekari
vaxtalækkun í þeirri ákvörðun nefndarinnar, að bæta við
vaxtaákvörðunardegi eftir einungis tæpar þrjár vikur, eða
hinn 8. apríl næstkomandi.
Vaxtalækkun Seðlabankans er varfærnisleg. Í yfirlýs-
ingu peningastefnunefndarinnar segist hún einmitt telja
rétt af fara varlega við upphaf vaxtalækkunarferlisins og
haga vaxtabreytingum með hliðsjón af tíðu endurmati á
stöðunni eftir því sem efnahagslegur stöðugleiki eykst. Í
því ljósi hafi nefndin ákveðið að bæta við vaxtaákvörð-
unarfundi en áður hafði verið boðað að næsti vaxtaákvörð-
unardagur bankans yrði hinn 25. júní.
Forsendur hafa verið að skapast
Aðilar vinnumarkaðarins og ýmis önnur hagsmunasam-
tök hafa í langan tíma kallað eftir vaxtalækkun Seðlabank-
ans. Stýrivextir hér á landi hafa verið með því allra hæsta
sem þekkist í heiminum. Hafa verður þá í huga að þensla
hefur óvíða verið meiri en einmitt hér. En nú hefur orðið
þar breyting á því flestir hagvísar benda til þess að veru-
lega hafi dregið úr verðbólguþrýstingi, eftirspurn og við-
skiptahalla, auk þess sem atvinnuleysi hefur aukist gríð-
arlega. Forsendur fyrir stýrivaxtalækkun eru því margar
til staðar. Svein Harald Øygard seðlabankastjóri sagði
hins vegar á fréttamannafundi í gær, þegar ákvörðun pen-
ingastefnuefndar bankans var kynnt, að þrátt fyrir þessar
staðreyndir þætti nauðsynlegt að beita áfram aðhaldi í
peningamálastefnunni.
Gengismarkmið við núverandi aðstæður
Segir í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar að mik-
ilvægt sé að halda gengi krónunnar stöðugu í ljósi þess hve
efnahagur heimila, fyrirtækja og banka sé viðkvæmur
gagnvart gengissveiflum. Fyrir vikið sé óhjákvæmilegt að
peningalegt aðhald sé meira en annars væri.
Þá segir í yfirlýsingunni: „Þótt verðbólgumarkmiðið sé
áfram langtímamarkmið peningastefnunnar er gengis-
stöðugleiki markmið hennar við núverandi aðstæður.
Meginástæðan er nauðsyn þess að verja viðkvæma efna-
hagsreikninga heimila og fyrirtækja á meðan endurreisn
fjármálakerfisins stendur yfir. Fjármagnshöft styðja við
þetta markmið með því að hindra mikið útflæði fjármagns
og verja gjaldeyrisforðann. Höftin verða áfram til staðar
uns talið verður óhætt að afnema þau.“ Þá segir peninga-
stefnunefndin að nokkur óvissa ríki enn um erlendar
skuldir þjóðarbúsins, fjármál hins opinbera og endurreisn
fjármálakerfisins, auk þess sem alþjóðlegar aðstæður séu
óhagfelldar. „Nauðsynleg skilyrði þess að höftunum verði
aflétt eru því ekki enn fyrir hendi,“ segir í yfirlýsingunni.
Lítil lækkun vaxta en
ákveðin skilaboð þó
Vaxtalækkunarferli Seðlabanka er hafið með eins prósentustigs lækkun stýrivaxta
Morgunblaðið/Ómar
Einbeittur Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, ásamt Þórarni G. Péturssyni, aðalhagfræðingi bankans.
ÓLAFUR Darri
Andrason, hag-
fræðingur ASÍ,
segir að eins pró-
sentustigs vaxta-
lækkun Seðla-
bankans sé
langþráð. Hún sé
ekki langt frá því
sem hann hafi
gert ráð fyrir en
ASÍ hafi þó von-
ast eftir meiri lækkun.
„Það er boðaður aukavaxta-
ákvörðunardagur mjög fljótt og því
hef ég væntingar til þess að ætlunin
sé að þá verði stigin næstu skref.
Ég geri ráð fyrir að vilji sé til að
stíga frekar mörg og smærri skref í
stað fárra og stórra, en það sem
skiptir mestu máli er að ná vaxta-
stiginu niður.“
Hann segir að rök Seðlabankans
fyrir vaxtaákvörðun sinni séu fyrst
og fremst að horfa á gjaldeyr-
ismarkaðinn. „Segja má að lítil
lækkun nú sé hluti af kostnaðinum
við krónuna, en háir vextir eru eins
konar birtingarmynd þeirrar gjald-
eyriskreppu sem við erum í.“
Lækkun
vaxta skiptir
mestu máli
Ólafur Darri
Andrason
VILHJÁLMUR
Egilsson, fram-
kvæmdastjóri
Samtaka at-
vinnulífsins, seg-
ir stýrivaxta-
lækkun
Seðlabankans
ótrúlega litla.
„Haft var fyrir
því að skipta um
bankastjóra og
setja upp heila peningastefnunefnd
sem síðan tekur ákvörðun um nán-
ast ekki neitt.“
Hann segist hafa viljað sjá vext-
ina lækka strax í 10% og að þeir
myndu lækka hratt í framhaldinu
og verða komnir á það stig sem er í
nágrannalöndunum innan fárra
mánaða. „Þetta eru því mikil von-
brigði eftir það sem á undan er
gengið. Enn er lélegt verðbólgu-
líkan látið stjórna ferðinni eins og
undanfarin ár.“
Hefði viljað
10% vexti
Vilhjálmur
Egilsson
„ÞETTA eru bara
börn og hluti af
því sem við þurf-
um að kenna þeim
er að kunna að
fara með síma,
tölvur og önnur
fjarskiptatæki,“
segir Fjalar Ein-
arsson, kennari.
Dæmi eru um að
nemendur hafi tekið upp myndskeið
í frímínútum, m.a. af slagsmálum
þar sem kennarar hafa þurft að
skerast í leikinn. „Við getum ekki
stöðvað að svona lagað fari á netið
fyrr en eftir á,“ segir Fjalar. „Auk
þess er skólinn vinnustaður nem-
enda, og það er þannig á mörgum
vinnustöðum, t.d. hjá kennurum. Við
tökum ekki upp símann í kennslunni
né á öðrum tímum í almannarými
heldur gerum það bara í okkar
vinnuaðstöðu. Því er ekki óeðlilegt
að nemendur hlíti sömu reglum.“
Myndskeið úr
skóla á netið
Fjalar Freyr
Einarsson
FRÁ því að vefsíðan matarkarfan.is,
sem greinir frá flestum gildandi til-
boðum matvöruverslana, var aug-
lýst þann 20. febrúar síðastliðinn
hafa 20 þúsund gestir heimsótt síð-
una.
„Viðbrögðin hafa verið mjög góð,
bæði hjá almenningi og versl-
unarstjórum. Mönnum finnst þetta
sniðugt og þarft framtak og fjöldi
heimsóknanna staðfestir það,“ segir
Katrín Jónsdóttir vefstýra.
Markmiðið með vefsíðunni er að
auðvelda neytendum að kynna sér
tilboð eins og helgartilboð, hátíð-
artilboð og þemadaga í mat-
vöruverslunum. „Neytendur geta á
aðeins örfáum mínútum séð nánast
öll gildandi tilboð á matvörumark-
aðnum. Þetta er aðgengilegra held-
ur en þegar fólk fær auglýsingablað
inn um lúguna sem það man svo ekki
hvar það lagði frá sér,“ bendir Katr-
ín á. Hún getur þess reyndar að ekki
sé hægt að fylgjast með sé verði
breytt með nokkurra klukkustunda
millibili. Hins vegar séu oft fleiri til-
boð á vefsíðunni en í auglýsingum.
Vefsíðan er í samstarfi við aðra
vefsíðu, matseðillinn.is. „Þeir búa til
innkaupalista og matseðil sem mið-
ast við að allt sem keypt er nýtist vel.
Með því að nýta sér báðar síðurnar
getur sparnaður neytenda orðið enn
meiri,“ segir Katrín. ingibjorg@mbl.is
Matartilboðin
á vefsíðu
Matarkarfan Samnefnd vefsíða nýt-
ur mikilla vinsælda neytenda og
verslana.
FERMT verður í fyrsta sinn í hinni
nýju Lindakirkju í Kópavogi á
morgun. Safnaðarsalur kirkjunnar
dugar ekki til stærri athafna en
sjálft kirkjuskipið er ekki frágeng-
ið. Fram komu mjög eindregnar
óskir frá fermingarbörnum og for-
eldrum um að fermt yrði í hverf-
iskirkjunni. Við því var orðið og
munu fermingar þessa vors fara
fram í kirkjuskipinu þó enn sé tals-
vert í land með að það verði klárað.
Fermt verður 21. og 28. mars og 4.
apríl kl. 10.30 og 13.30.
Fermingar í
nýrri kirkju