Morgunblaðið - 20.03.2009, Síða 21

Morgunblaðið - 20.03.2009, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is JOSEF Fritzl, 73 ára Austurríkis- maður, var í gær dæmdur til ævi- langrar vistunar á stofnun fyrir geð- sjúka afbrotamenn eða í fangelsi eftir að átta manna kviðdómur úr- skurðaði hann sekan um barnsmorð, þrælahald, nauðganir, sifjaspell og fleiri glæpi. Fritzl var sakfelldur fyrir að hafa haldið dóttur sinni, Elisabeth, fang- inni í kjallaradýflissu í 24 ár. Á þess- um tíma ól hún sjö börn og þrjú þeirra kúldruðust hjá henni í glugga- lausum kjallara þar til þau fundust þar fyrir tæpu ári. Fritzl var dæmdur til vistunar á geðlækningastofnun og ef læknar komast að þeirri niðurstöðu síðar að ekki stafi lengur hætta af honum á hann að sitja í fangelsi það sem eftir er ævinnar. Fritzl kvaðst sætta sig við dóminn og ekki ætla að áfrýja honum. Verj- andi hans, Rudolf Mayer, sagði hann telja dóminn „sanngjarnan“. „Sýndi ekki snefil af iðrun“ Áður en dómurinn var kveðinn upp sagði Fritzl fyrir réttinum að hann iðraðist gerða sinna. „Ég sé innilega eftir því sem ég gerði fjöl- skyldu minni,“ sagði hann við kvið- dóminn áður en réttarhöldunum lauk. „En því miður get ég ekki breytt neinu núna.“ Aðalsaksóknarinn Christiane Burkheiser sagði að ekkert væri að marka iðrunarorð Fritzl. „Ekki trúa honum, hann hefur sýnt sitt rétta andlit með því að reyna að notfæra sér trúgirni fólks,“ sagði hún. Elisabeth Fritzl, sem er nú 42 ára, fór í réttarsalinn á þriðjudag til að fylgjast með viðbrögðum föður síns við vitnisburði hennar sem var tek- inn upp á myndband og sýndur við réttarhöldin. Lögmaður hennar, Eva Plaz, hvatti kviðdóminn til að láta ekki blekkjast af iðrunarorðunum og sagði að Elisabeth vildi að Fritzl yrði í haldi til æviloka. „Hann hefur ekki sýnt snefil af iðrun,“ sagði lögmað- urinn. Geðlæknir, sem rannsakaði Fitzl, lagði til að hann yrði vistaður á geð- lækningastofnun þar sem hætta væri á að hann fremdi glæpina aftur. Dæmdur til ævilangrar vistunar á geðsjúkrahúsi Reuters Iðrunarlaus? Lítil svipbrigði sáust á Josef Fritzl í réttarsalnum í gær þegar hann var dæmdur fyrir barnsmorð, þrælahald, nauðganir og sifjaspell. Í HNOTSKURN »Fritzl var m.a. sakfelldur fyr-ir að hafa valdið dauða barns sem dó í kjallaraprísundinni skömmu eftir fæðingu. »Kviðdómurinn úrskurðaði aðhægt hefði verið að bjarga barninu ef Fritzl hefði orðið við beiðni dóttur sinnar um að koma barninu undir læknishendur. »Réttarhöldin voru sögulegvegna þess m.a. að þetta er fyrsta saksóknin fyrir þrælahald í Austurríki. Aðalfundur Vaka fiskeldiskerfa hf. verður haldinn í húsa- kynnum félagsins aðAkralind 4 í Kópavogi föstudaginn 27. mars næstkomandi og hefst kl. 17:00. Dagskrá: 1.Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14.gr. samþykkta félagsins. 2.Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutabréfum. 3.Önnur mál löglega upp borin. Reikningar félagsins ásamt dagskrá fundarins og endanlegum tillögum liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðalfundur 2008 AKRALIND 4 | 201 KÓPAVOGUR | SÍMI 595 3000 | FAX 595 3001 | VAKI@VAKI.IS | WWW.VAKI.IS Food & Fun Rauðará kynnir með ánægju John Mooney meistarakokk frá Florida 18-22 mars 2009 M A T S E Ð I L L Asískt Perusalat með hunangsristuðum pekanhnetum og gráðosti F Gin og Tonic Ristaður Lax með karamelluðu blómkáli og Lime-smjörsósu F Grillað Dádýr með sætkartöflumauki, baconrósakáli og Rósmarínsósu F Hvítsúkkulaði Cremé brullée með ferskum berjum og pistasíú-ís R a u ð a r á s t i g 3 9 . S í m i 5 6 2 - 6 7 6 6 . r a u d a r a @ r a u d a r a . i s Verið hj artanleg a velkom in starfsfó lk Rauð ará Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.