Morgunblaðið - 20.03.2009, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Götur, ljósa-staurar,hringtorg
og undirgöng, en
lítið sem ekkert
mannlíf. Bæj-
arfélögin á höfuðborgarsvæð-
inu súpa nú seyðið af offjárfest-
ingu í byggingariðnaðinum
undanfarin ár.
Skortur á samráði sveitarfé-
laganna á suðvesturhorninu
hefur leitt af sér að bæj-
arstjórnir hafa lagt þúsundir
milljóna króna í jörð, þær verða
ekki grafnar upp. Þetta eru
peningar sem betur færu í
mannaflsfreku framkvæmd-
irnar sem þær vilja nú ráðast í
en geta ekki vegna fjárskorts
og lánsfjárleysis. Þetta eru pen-
ingar sem ekki er hægt að
ávaxta og ein ástæða þess að
sveitarfélögin leita nú lánafyr-
irgreiðslu.
„Sveitarfélög á höfuðborg-
arsvæðinu verða að fara vand-
lega yfir það hvernig staðið var
að uppbyggingu nýrra hverfa á
síðustu árum. Það var aug-
ljóslega alltof hratt farið og það
er mikill samfélagslegur kostn-
aður sem hefur hlotist af þess-
um mikla hraða,“ segir Hjör-
leifur Kvaran, forstjóri
Orkuveitu Reykjavíkur, í viðtali
við Magnús Halldórsson sem,
ásamt Ragnari Axelssyni ljós-
myndara, hefur síðustu daga
varpað ljósi á eftirstöðvar „fast-
eignabólunnar“ á höfuðborg-
arsvæðinu. Óhætt er að sam-
sinna Hjörleifi.
Niðurstöðuna má
ekki fegra og fela.
Þrír milljarðar
úr sjóðum Orku-
veitunnar hafa far-
ið í vinnu í nýjum hverfum
Reykjavíkurborgar, þar sem
lítil sem engin uppbygging
hefur átt sér stað, eða í það
minnsta þar sem fáir eða
nokkrir búa.
Frá því á haustmánuðum í
fyrra hafa sveitarfélögin þurft
að endurgreiða þeim sem hafa
skilað lóðum rúmlega 10 millj-
arða króna. Þó geta ekki allar
fjölskyldur skilað lóðum sínum
í Reykjavík. Þær standa uppi
með svartapétur. Þeim er gert
að byggja þar sem borgin býð-
ur ekki nærþjónustu. Margar
þeirra stefna í þrot losni þær
ekki undan lóðakvöðunum.
Málsóknir eru á næsta leiti.
Sveitarfélögin kepptust við
að útbúa byggingarsvæði
þrátt fyrir að engar upplýs-
ingar lægju fyrir um raun-
verulega þörf og hvort tækist
að manna hverfin.
Þessi gríðarlegu fjárútlát
sveitarfélaganna og kostn-
aðurinn sem af þeim hlýst
hrópar á aukna samvinnu
sveitarfélaganna og hagræð-
ingu. Þau verða að vinna sam-
an að því að greiða úr vand-
anum og byggja upp á þeim
stöðum þar sem peningarnir
liggja steyptir í jörðu – um
ókomin ár.
Niðurstaðan hrópar
á aukna samvinnu
sveitarfélaganna.}
Steyptu fé niður í jörð
Innan verka-lýðshreyfing-
arinnar eru nú til
umræðu hug-
myndir um að
sjóðfélagar í líf-
eyrissjóðum fái sjálfir að ráða
því hverjir sitja í stjórnum
sjóðanna og fara með peninga
fólksins, sem borgað hefur í
þá. Slíkt fyrirkomulag kæmi í
stað núverandi skipunar
mála, þar sem verkalýðsfor-
ingjar og atvinnurekendur
taka að sér að ákveða fyrir
launþega hverjir eigi að sitja í
stjórnum lífeyrissjóðanna.
Þetta eru hugmyndir, sem
Morgunblaðið hefur talað fyr-
ir áratugum saman.
Vilhjálmi Egilssyni, fram-
kvæmdastjóra Samtaka at-
vinnulífsins, lízt ekki á þær
fremur en neinum forvera
hans. Hann segir í Morg-
unblaðinu í gær að þetta sé
„ótæk hugmynd“. Og bætir
við: „Fyrirtækin hafa byggt
upp lífeyrissjóðina.“
Er það svo að það séu fyr-
irtækin, sem hafa byggt upp
lífeyrissjóðina? Hafa ekki
eigendur þeirra, sjóðfélag-
arnir, byggt þá
upp?
Launþegi borg-
ar af launum sín-
um í lífeyrissjóð.
Vinnuveitandi
hans greiðir sömuleiðis
ákveðið hlutfall af launum
starfsmannsins í sjóðinn. Á
þá vinnuveitandinn pen-
ingana? Nei, þeir eru hluti af
starfskjörum launþegans og
hann á þá eins og önnur laun
sem hann fær greidd. Hann
þarf ekki hjálp verkalýðs-
forkólfa og vinnuveitenda við
að ákveða hvernig þessir pen-
ingar eru fjárfestir fremur en
hann þarf að hafa þá með sér í
bankann eða út í búð þegar
hann ráðstafar peningunum
sínum.
Sjóðfélagar eiga lífeyr-
issjóðina og það er sjálfsögð
krafa að þeir fái að velja
stjórn þeirra sjálfir með lýð-
ræðislegum hætti. Núverandi
fyrirkomulag er fyrst og
fremst bandalag verkalýðs-
forystunnar og vinnuveitenda
um völd í atvinnulífinu í krafti
peninganna, sem launþegar
eiga.
Núverandi fyrir-
komulag er aðallega
bandalag um völd}
Hver á lífeyrissjóðina?
L
engi vel þótti mér alþjóðavæðing
lítið annað en froðusnakk. Ég
vildi ekki heyra á þetta hugtak
minnst. Mér fannst það inni-
haldslaust blaður frjáls-
hyggjusauðnauta og hugsjónalausra stjórn-
málamanna. Í besta falli sá ég fyrir mér að
alþjóðavæðing væri dulmál yfir rétt amer-
ískra stórfyrirtækja til að eyðileggja venjur
siðaðra þjóða víðsvegar um heiminn. Að al-
þjóðavæðing stæði fyrir McDonald’s-
malbikun. Að alþjóðavæðing væri fyrirbæri
sem hratt og örugglega breytti grónum mið-
bæjum Evrópu í Skeifur og Smáratorg.
Hægt og rólega braut ég odd af oflæti
mínu. Ég hugsaði um alþjóðavæðingu í víðara
og stærra samhengi. Alþjóðavæðing hlýtur að snúast
um eitthvað meira en gráðugan kapítalisma. Það snýst
jafnvel um miklu meira en viðskipti. Það snýst um af-
nám úreltra gilda þjóðríkisins, frjálsa för fólks milli
landa, rétt til þess að lifa, starfa og hugsa sjálfstætt
hvar sem er í heiminum. Þetta var frelsun fyrir mig. Ég
var ekki lengur uppfullur af gremju út í síbreytilegan
heim. Ég sætti mig við að landið mitt og ég sjálfur vær-
um ekki lengur ákveðnir fastar sem heimurinn ætti að
snúast í kringum. Þvert á móti værum við bara litlir
deplar sem snerust í kringum eitthvað miklu stærra og
meira. Og þetta stóra og meira sem við snerumst öll í
kringum væru ekki malbikaðir verslunarkjarnar í út-
hverfum eða sameiginleg ást á óskarsverðlaunamynd
hvers árs. Þetta stóra og meira væri hin
sameiginlega þrá allra jarðarbúa til að hugsa
sjálfstætt og vera frjáls. Á þessum tíma-
punkti sætti ég mig við alþjóðavæðinguna
(jafnvel þótt mér finnist nafnið á þessu hug-
taki ennþá klisjulegt).
En nánast á sama tíma og ég sætti mig við
alþjóðavæðinguna virtist eins og drifkraftur
hennar, sem eru milliríkjaviðskiptin, biði
skipbrot. Hið gagnkvæma traust sem sprott-
ið hafði upp milli ríkja hefur nú dofnað. Ég
hafði kastað, að því er mér þótti úreldum
gildum, fyrir róða, en sit nú með sárt ennið.
Ég var búinn að sætta mig við, og fagna því,
að vera ekki endilega Íslendingur heldur
einstaklingur í alþjóðasamfélagi. Í dag er
ekki mikið gefið fyrir slíkt. Ef ég nýt ekki trausts frá
mínu eigin landi þá mun ekkert alþjóðasamfélag taka
við mér. Nú erum við öll, hvort sem við stundum við-
skipti eða eitthvað annað, háð þjóðerni okkar.
Allt þetta knýr fram hugmyndafræðilegan hausverk.
Það er svekkjandi að fylgjast með fyrirbæri eins og al-
þjóðavæðingu þróast. Þröngva sig til að horfa framhjá
göllum þess en sættast við heildarmyndina, aðeins til
þess að sjá svo gallana tortíma því. Eftir stend ég með
þurran og súran McDonald’s-borgara í höndunum og
stari ofan í malbikið sem þekur fósturjörð mína. Nú
mun ég leggjast í egilska kör. Ég lofa að láta ykkur vita
ef það birtir til í huga mínum.
bergur.ebbi.benediktsson@gmail.com
Bergur Ebbi
Pistill
Alþjóðavæðingin og ég
FRÉTTASKÝRING
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
F
rambjóðendum í próf-
kjörum stjórn-
málaflokkanna stóð sú
þjónusta til boða á sjón-
varpsstöðinni ÍNN að
kaupa sér hálftíma af útsending-
artíma stöðvarinnar til að kynna
sjálfa sig og málefni sín.
Að mati Ingva Hrafns Jónssonar,
sjónvarpsstjóra ÍNN, telst slík dag-
skrá ekki auglýsing og ekki sé heldur
um það að ræða að viðtöl séu seld,
heldur aðeins útsendingartímar.
Kaupandanum er hins vegar í sjálfs-
vald sett hvert umfjöllunarefnið er
skv. þessu tilboði, hverjir viðmæl-
endur eða spyrlar eru og hvaða
spurningar eru lagðar fram.
Þessi dagskrárgerðaraðferð stöðv-
arinnar er á gráu svæði að ýmsu leyti.
M.a. má færa má rök fyrir því að
tekjuöflun af þessu tagi stangist á við
útvarpslög nr. 53/2000 sem tilgreina
að aðeins sé heimilt að afla tekna með
afnotagjaldi, áskriftargjaldi, auglýs-
ingum, fjarsöluinnskotum, kostun og
sölu eða leigu á vörum. Hulda Árna-
dóttir lögfræðingur bendir á að út-
varps- og sjónvarpsstöðvum séu sett-
ar þessar skorður m.a. til að vernda
ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra.
Sjálfstæði ritstjórna er ekki fyr-
irskipað með lögum, en skýrar reglur
um bæði eignarhald og rekstur geta
þó stuðlað að því að það sé tryggt.
Verður að vera skýrt afmarkað
Raunar er óljóst undir hvaða skil-
greiningu þessi dagskrárgerð ÍNN
flokkast. Samkvæmt útvarpslögum
gildir þó einu hvort prófkjörsþættir
stöðvarinnar teljast auglýsing, kost-
uð framleiðsla eða fjarsöluþættir, því
í öllum tilfellum þurfa þeir að vera
auðþekkjanlegir sem slíkir og af-
markaðir frá öðru dagskrárefni með
myndskilti eða hljóðmerki fyrir og
eftir þáttinn, enda eru duldar auglýs-
ingar bannaðar með lögum.
Með þessu á að vera tryggt að
áhorfendur velkist ekki í neinum vafa
um að ekki sé um sjálfstæða dag-
skrárgerð að ræða. Deila má um
hvort þessu hafi verið fylgt á ÍNN.
„Okkur kemur ekki við hvernig próf-
kjörsmeðlimir nýta þetta,“ segir
Ingvi Hrafn Jónsson. Sjónvarps-
stöðin ritstýri í engu því sem kaup-
endur þessara dagskrárliða setja
fram í þáttunum öðru en því að æru-
meiðandi efni sé ekki sent út.
„Þeir kaupa þarna hálftímalangan
upptökutíma í stúdíói án allra skuld-
bindinga. Að okkar mati er þetta
langódýrasta auglýsingin sem völ er á
og við höfum boðið stjórnmálaflokk-
unum þetta líka þegar líður að kosn-
ingum og við höfum fengið fyr-
irspurnir frá mörgum flokkum.“
Dögg Pálsdóttir, einn þeirra fram-
bjóðenda sem nýttu sér tilboð ÍNN,
vakti í kjölfarið máls á því að fá önnur
úrræði stæðu þeim frambjóðendum
til boða sem ekki hefðu „ókeypis
áskrift að reglulegum viðtölum“ í
þáttum sem kostaðir eru af skatt-
greiðendum, Silfri Egils og Kastljósi.
Á hinn bóginn hlýtur það að teljast
ekki síður andlýðræðislegt að efna-
hagur frambjóðenda eða aðgangur
þeirra að fjármagni ráði því hversu
vel þeir geta komið sjálfum sér á
framfæri fyrir kosningar.
Nú er unnið að endurskoðun út-
varpslaga, enda talið að þau séu að
mörgu leyti orðin úrelt í heimi þar
sem miðlun upplýsinga tekur sífellt á
sig nýjar myndir. Hugsast getur að
skýrar lagaheimildir verði þá fyrir
dagskrárgerð líkt og þeirri sem ÍNN
býður nú til sölu, en hún virðist ekki
rúmast innan núgildandi laga.
Keypt aðgengi að
fjölmiðlum vafasamt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ljósvakinn Óheimilt er að kosta fréttatengt efni skv. útvarpslögum og
skulu auglýsingar og kostað efni vera skýrt afmarkað frá annarri dagskrá.
ÁSTÆÐA er til að gjalda varhug við
dagskrárgerð með þessum hætti að
mati Gísla Tryggvasonar, talsmanns
neytenda. Í tilfelli prófkjörsþáttanna
á ÍNN sé um að ræða pólitíska kynn-
ingu og því um hagsmuni kjósenda
að ræða. Ef grunur vaknaði um að
markaðsaðilar greiddu með sama
hætti fyrir umfjöllun sem á að vera
sjálfstæð, og brytu beinlínis á hags-
munum neytenda, myndi hann íhuga
kæru.
„Aðalmálið er að það dyljist engum
að það sé auglýsing, því það er hluti
af tjáningarfrelsinu að vita hverjir
eru að tjá sig og hvers vegna,“ segir
Gísli. „Mér virðist þetta staðfesta
það sem ég hef lengi talið að hér þarf
sterka fjölmiðlastofnun sem hefur
eftirlit með fjölmiðlum og hags-
munum neytenda, enda hefur mér
fundist útvarpsréttarnefnd rög við að
beita þeim valdheimildum sem hún
hefur.“
FRELSIÐ
TIL AÐ VITA