Morgunblaðið - 20.03.2009, Page 25

Morgunblaðið - 20.03.2009, Page 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009 Júlíus Á vettvangi Lögreglumenn önnum kafnir við að mynda sönnunargögn uppi á Kjalarnesmelum. Ómar Ragnarsson | 19. mars Man einhver eftir Sighvati ? Á samdráttarskeiðinu 1991-1995 var Sighvati Björgvinssyni þáverandi heil- brigðisráðherra gert að skera harka- lega niður í heilbrigðisþjónustunni. Þetta var stefna þáverandi ríkisstjórnar í viðleitni hennar til niðurskurðar yfir alla línuna og þar var ekkert ráðuneyti undanskilið. Fyrir þennan niðurskurð mátti Sighvatur þola miklar ákúrur, meðal annars frá þingmönnum sem nú eru ráðherrar og verða að skera niður í enn hraðari samdrætti. Núverandi fjármálaráðherra er þeirra á meðal og má kannski segja að með sam- anburði á hlutskiptum Ögmundar og Sighvats fái hinn síðarnefndi nokkra uppreisn æru. Sighvatur var gagn- rýndur fyrir að úthugsa ekki nógu vel aðgerðir sínar og ég var einn þeirra svonefndu gárunga sem fannst hann liggja vel við höggi af þessum sökum, einkum eftir að hann beinbrotnaði tvívegis og varð að fá heil- brigðisþjónustu vegna þess. Þá varð til þessi vísa: Beinbrotin fjölmörg hefur hlotið. Helvíti er mögnuð veilan. En eitt hefur Sighvatur aldrei brotið: hefur aldrei brotið heilann. Meira: omarragnarsson.blog.is FLESTIR stjórnmálafræðingar eru sammála um að lýðræðið þurfi að leita uppruna síns og núverandi fulltrúakerfi sé barns síns tíma er henti ekki í nútíma upplýsinga- samfélagi. Íslenskt fulltrúalýðræði þróaðist í flokksræði með gróðrarstíu spill- ingar. Í bakherbergjum Alþingis eru þingmenn hvattir til hlýðni við flokkslínur sem oft á tíðum eru lagðar í stjórnarherbergjum fyr- irtækja er maka síðan krókinn á ákvörðun Alþingis. Stjórnmálaflokkar eru oft kenndir við flokkseigendafélög eða hags- munaklíku fárra einstaklinga sem hafa náð undirtökunum og stýra þingmönnum flokksins eins og peðum á skákborði. Slík útfærsla á lýð- ræði getur aldrei verið í þágu lýðsins. Í besta falli fær lýðurinn, þjóðin, þú og ég, einhverja mylsnu af veisluborði hinna útvöldu í lýðræði flokkseigendafélaga. Ófreskjur lýðskrumara Því miður hafa flestir íslensku stjórn- málaflokkanna þróast í slíkar ófreskjur lýð- skrumara. Nánast er sama hvort litið er til hægri, vinstri eða miðju. Flokkarnir eru upp fyrir haus í fyrirgreiðslupólitík og gegnsýrðir spillingu. Þetta afhjúpast nú í kjölfar banka- hrunsins. Fjórflokkurinn boðaði til kosninga undir þeim formerkjum að skipta út liðinu á Alþingi. Þjóðin vildi hreinsa út gömlu mislukkuðu tugg- ur gamla tímans. Vandamálið er ekki aðeins hjá þessu annars ágæta fólki á þingi. Rót vandans liggur í sjálfu flokkskerfinu. Nýliðar eru mótaðir í gamla formið þegar þeir ganga í flokkinn. Enginn fer á þing fyrir fjórflokkinn nema aðlaga sig flokknum og sýna undirgefni við flokkslínuna. Öðrum er varpað út á gaddinn. Flokkseigenda- félagið og klíkur þeirra í uppstillingarnefndum og prófkjörum sjá um það. Eftir kosningar vitum við lítið hvaða mynstur verður á Alþingi. Kosningaloforð verða að engu í hrossakaupum flokkana um ráð- herrastóla og völd. Einstaklingur kosinn með nokkur hundruð at- kvæðum á flokksþingi getur end- að sem forsætisráðherra. Þjóðin kaus hann ekki og flest okkar jafnvel treysta ráðherranum ekki fyrir lífsafkomu okkar og fram- tíð. En vegna gallanna í kerfinu hefur flokksvélin tekið af okkur völdin. Er til betri leið? Er ekki til betri leið til að stjórna samfélaginu? Einfald- ari, ódýrari og öruggari leið fyrir lífsstarf okkar og fjölskyldu? Viljum við aftur í gömlu hjólför- in, pólitík gærdagsins, sem kom þjóðinni á hausinn? Eða lærum við nú af mistökunum og fyrirbyggjum að slíkur útafakstur og hrun geti endurtekið sig? Beint og milliliðalaust lýðræði er eina raun- hæfa lausnin. Slík uppstokkun á stjórnkerfinu mun moka út spillingunni. Beint lýðræði mun uppræta skúmaskot og hrossakaup á Alþingi. Þingmenn sem ekki hlusta á þjóð sína í beinu lýðræði verða valdalausir. Lýðræðishreyfingin er kosningabandalag óháðra frambjóðenda sem vinna sjálfstætt með sín pólitísku stefnumál án flokkafjötra. Þannig rúmar kosningabandalag okkar fólk úr öllum áttum og andstæður í umdeildum málum, vinstrimenn, hægrimenn og allt þar á milli sem sameinast í baráttunni um beint og milliliða- laust lýðræði. Við viljum færa þér, ein- staklingnum, valdið til að kjósa um einstök mál á Alþingi óskir þú þess: Stefnuskrá Lýðræðishreyfingarinnar Beint og milliliðalaust lýðræði: Allir íslenskir ríkisborgarar geti sent Alþingi tillögu að nýju lagafrumvarpi sem skal tekið til umfjöllunar ef stutt undirskriftum 1% kjósenda. Alþing- ismenn og ráðherrar geti einnig átt frumkvæði að nýjum frumvörpum. Þingmenn fari með um- ræðu og nefndarstörf vegna frumvarpa á Al- þingi og kynni fyrir þjóðinni m.a. á rafrænu þjóðþingi og vefsvæði. Tilbúin frumvörp verði lögð fyrir þjóðþing Alþingis til atkvæðagreiðslu t.d. 1. maí og 1. desember ár hvert. Hrað- bankakerfið (sem nú er eign ríkisins) verði nýtt sem kjörklefar fyrir rafrænt þjóðþing. Ef nauð- syn krefur geti Alþingi samþykkt bráðabirgða- lög sem gilda fram að næsta þjóðþingi. Þing- menn fara með atkvæði þeirra sem ekki óska að neyta atkvæðisréttar á þjóðþingi Alþingis. 2. Tillaga að breytingum á Alþingi og rík- isstjórn: Þingmönnum fækkað í 31. Landið verði eitt kjördæmi. Þingmenn verði valdir í persónukosningum. Alþingi velur ráðherraefni á faglegum forsendum. Forseti, sem þjóðkjör- inn umboðsmaður lýðsins og eftirlitsaðili fyrir virkt lýðræði, skipar síðan ráðherra og veitir þeim lausn eins og nú er. Ráðherrar sitji ekki á Alþingi. Ráðning dómara og æðstu embættis- manna verði staðfest af þjóðþingi Alþingis. Leggja fram nýtt frumvarp. Hver man ekki eft- ir umfangsmiklum undirskriftasöfnunum, mót- mælum og greinaskrifum almennings um heit mál. Hvers vegna ættum við, þjóðin, að standa úti í kuldanum og mótmæla við Alþingishúsið? Við eigum mun einfaldari og betri leið. Hafi ein- staklingurinn leið til að fá nýtt mál sé tekið fyrir á Alþingi má losna við háværar og tímafrekar búsáhaldabyltingar í eitt skipti fyrir öll. Til að koma í veg fyrir misnotkun er eðlilegt að krafa um að taka mál á dagskrá Alþingis sé studd með einhverjum fjölda undirskrifta t.d. 1% kjósenda sem eru nú rúm 2.000 nöfn. Hvernig þú virkjar þitt atkvæði á Alþingi Þingmenn fari með atkvæði á Alþingi nema kjósandi taki atkvæðið til sín í einstökum mál- um. Það gerir kjósandinn yfir rafrænt þjóðþing sem starfar frá Alþingi yfir netið. Þar fari einn- ig fram borgarafundir, nefndarfundir, mál- efnahópar og önnur störf þingsins sem þjóðin getur fylgst með yfir netið og þar spunnist jafn- vel umræðuhópar almennings. Hvers vegna kjósa í hraðbönkum? Eitt helsta vandamálið sem kemur upp í um- ræðunni um beint lýðræði um netið er að fólk sé ekki í lokuðum kjörklefa þegar greitt er at- kvæði heima í tölvunni. Þannig geti fjölskyldu- meðlimir haft áhrif á kjósandann og jafnvel stýrt því hvernig kosið er á heimilinu. Leysa má úr þessu með að nýta hraðbanka sem kjörklefa. Fólk getur á leið sinni um bæinn kosið í næsta hraðbanka. Kosningar gætu farið fram yfir fleiri daga svipað háttað er með utan- kjörstaðakosningar. Daglega sýslum við með trúnaðarupplýsingar og viðkvæm gögn í hrað- bönkum. Einfalt er að útfæra kosningar um þetta kerfi sem tryggir að kosningin sé leyni- leg, og hver einstaklingur geti aðeins kosið einu sinni í hverju máli. Þingmönnum verði fækkað í 31 og ríkisstjórn sé skipuð fagfólki sem sótt er utan þingsins. Ráðherrar sitji ekki á þingi nema á sérstökum fundum þegar þeir gefa skýrslur um störf sín til þingsins. Ráðning ráðherra gildi ekki lengur en fram að næstu kosningum. Ráðning dómara og annarra sem skipa æðstu embætti þurfi samþykkt frá Alþingi og jafnvel staðfestingu þjóðþingsins (í hraðbankakosn- ingu) til að tryggja að ekki sé hægt að nota slík embætti sem pólitíska bitlinga. Umboðsmaður lýðsins Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá er for- seti Íslands í raun þjóðkjörinn umboðsmaður lýðsins. Forsetinn gæti sem slíkur orðið virkari öryggisventill en hann er í dag í nýju stjórn- kerfi sem byggist á beinu lýðræði. Til að koma á virku lýðræði þurfa fjölmiðlar að vera opnir og lýðræðislegir. Styrkja þarf lög og reglur um fjölmiðla og tryggja að öllum stjórnmálaöflum sé gert jafnt undir höfði í um- fjöllun. Kynntu þér málið nánar á vefnum: www.lyd- veldi.is og í síma 4500500. Athygli er vakin á Lýðvarpinu, nýjum fjölmiðli á FM100.5 og www.frettavakt.is Taktu þátt í prófkjöri á vefn- um www.austurvollur.is Eftir Ástþór Magnússon » Lýðræðishreyfingin er kosningabandalag óháðra frambjóðenda sem vinna sjálf- stætt með sín pólitísku stefnu- mál án flokkafjötra. Ástþór Magnússon Höfundur er talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar. Mun þjóðin kjósa um einstök mál í hraðbönkum? BLOG.IS Elliði Vignisson | 19. mars Hag- og siðfræðileg greining á stöðunni: „Helvítis fokking fokk“ Ísland á í erfiðum málum. Efnahag- urinn er erfiðari en áður hefur verið. Sennilegt er að staða Íslands sé með því sem verst gerist í hinum vestræna heimi. Þjóðin situr ringluð og botnar hvorki upp né niður í stöðunni. Geng- isvísitalan hangir í 200, stýrivextir eru 18% og vísitala neysluverðs hefur hækkað um 17,6% á 12 mánuðum. Best hefur ástandinu verið lýst með orðunum „Helvítis fokking fokk“. Stjónmálamönnum er ákveðin vorkunn. Þeir eru hluti af þjóðinni og sama hvar í flokki þeir eru þá höfðu þeir hreinlega ekki hugmynd um það sem í vændum var. Að halda öðru fram er moðreykur. Frasar eins og „þetta gerðist á ykkar vakt“ ná auð- veldlega eyrum fólks en flestir vita sem er að þing- menn, ráðherrar, embættismenn og aðrir eru nátt- úrlega allir á sömu vaktinni. Hver vakt varir að jafnaði í fjögur ár og þá er þeim sem eru þreyttir skipt út. Hinir halda áfram. Fáránleiki þessa frasa er alger. . . . Meira: ellidiv.blog.is GEFUM okkur að þrír ímyndaðir menn eigi í viðskiptum. Köllum þá t.d. Tryggva, Þór og Herbert. Tryggvi og Þór skulda hvor um sig Herberti 10 milljónir. Tryggvi er vel stæður, með góðar tekjur og á ekki í neinum vandræðum með að standa í skilum. Þór er hins vegar afar illa stæður og fyrirséð að hann mun ekki geta greitt neitt af láni sínu. Það er því ljóst að af þeim 20 milljónum sem þeir fé- lagar skulda samanlagt munu einungis 10 milljónir innheimtast. Herbert veit þetta vel, enda keypti hann skuldabréf þeirra Tryggva og Þórs á hálfu nafnverði, vit- andi að helmingur skuldarinnar væri tap- aður. Nú bregður svo við að fyrirskipun kem- ur frá stjórnvöldum um að afskrifa skuli 20% allra skulda. Því fagnar Tryggvi, enda fær hann þá tvær milljónir gefnar frá Herberti, sem hann þó hafði enga þörf fyrir. Hann fer að velta því fyrir sér hvort hann ætti frekar að kaupa sér vél- sleða eða mótorhjól. Þór lætur sér fátt um finnast enda er hann í jafnslæmum málum hvort sem hann skuldar átta eða 10 milljónir sem hann getur ekki greitt. Vandi hans er áfram óleystur. Nú hefur hins vegar bæst við vandi Herberts, sem hefur tapað tveimur milljónum. Hann klórar sér í hausnum yfir því, enda skilur hann ekki hvernig hann á að nota tapaða kröfu á Þór til að finna tvær milljónir til að gefa Tryggva. Gylfi Magnússon Lán og lánleysi Höfundur er viðskiptaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.