Morgunblaðið - 20.03.2009, Side 26
26 UmræðanKOSNINGAR 2009
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009
Á LANDSÞINGI Frjáls-
lynda flokksins síðastliðna
helgi var samþykkt að krefj-
ast þess að verðtryggingin
yrði aflögð. Íslensk stjórn-
völd hafa ekki fulla stjórn á
efnahagsmálum þjóðarinnar.
Undanfarna áratugi hafa
stjórnvöld notað íslensku
krónuna sem stjórntæki til
að rétta af þjóðarskútuna
þegar siglt hefur verið af leið
og ávallt á kostnað almennings.
Heimilin hafa mátt blæða í óðaverð-
bólgu, undir okurvöxtum og geng-
ishruni og verðtrygging peningalána
hefur fyrst og fremst tekið tillit til
hagtalna í rekstri lánveitenda en
ekki lántakenda. Til að stofna heim-
ili hefur fólk notið liðsinnis lána-
stofnana og veðsett tíma sinn og
framtíð við að greiða skuldir sínar.
Það er hins vegar óviðunandi að til
að greiða lán þurfi fólk lengri vinnu-
dag og fleiri æviár en um var samið
og til stóð við töku láns. Fólk vill
standa í skilum en það vill ekki vera
þrælar þeirrar efnahagsófreskju
sem tröllríður þjóðlífinu og stjórn-
völd ráða ekki við.
Það er nauðsynlegt að grípa til að-
gerða sem duga. Almenningur
treystir ekki núverandi stjórnvöld-
um og meðferð þeirra á íslensku
krónunni. Því ber að taka upp – ein-
hliða – stöðugri mynt þeirra landa
sem við eigum mest viðskipti við.
Um leið þarf að færa öll lán á gengi
launavísitölu þess
dags er þau voru tek-
in. Gengi íslensku
krónunnar við inn-
köllun þarf að vera
meðalgengi fyrir þann
tíma er bankarnir
hrundu. Vextir þurfa
að vera til samræmis
við það sem gerist í
viðskiptalöndum okk-
ar og verðtrygging
verður aflögð. Við
þessa breytingu verð-
ur verðbólgan svipuð
því sem gerist í nágrannalöndum.
Myntbreytingu er hægt að fram-
kvæma án aðildar að ESB, en kostar
að halli á viðskiptum við útlönd
heyrir sögunni til.
Úrlausnarefni efnahagskrepp-
unnar á Íslandi eru í meginatriðum
tvíþætt; annars vegar að koma fjár-
streymi samfélagsins hér innan-
lands í eðlilegt horf og hins vegar að
semja við útlönd vegna þeirra gríð-
arlegu skulda sem þar hefur verið
stofnað til í nafni þjóðarinnar. Fram-
kvæmdin er í höndum íslenskra
stjórnvalda og ber að fara í að leysa
úr málum strax á meðan flestir
bankar og lánastofnanir eru enn í
ríkiseigu.
Við í Frjálslynda flokknum erum
sannfærð um það að almenningur
hafi fengið nóg af þessu ástandi.
Þjóðin vill stöðugleika í efnahags-
málum.
Eftir Ásgerði Jónu
Flosadóttur
Ásgerður Jóna
Flosadóttir
Höfundur er varaformaður
Frjálslynda flokksins.
Verðtrygginguna burt,
róttækar lausnir strax
GAMALKUNN-
UGUR darraðardans er
nú á lokadögum Al-
þingis, þ.e. hvaða mál
fari í gegn fyrir þing-
lok.
Við sjálfstæðismenn
höfum margsagt að við
munum greiða fyrir öll-
um góðum málum sem
stuðla að því að styrkja
heimilin og efla at-
vinnulíf. Það höfum við sýnt í
verki á síðustu dögum og vikum í
þinginu. Hefur það orðið okkar
hlutskipti að greiða fyrir málum
þegar stuðningsmenn stjórn-
arinnar hafa mætt seint og illa í
atkvæðagreiðslur. Nú er þörf á að
árétta þetta boð okkar þegar for-
gangsraða þarf tíma þingsins.
Það liggur ljóst fyrir að við
sjálfstæðismenn viljum ná sam-
komulagi um ákveðnar breytingar
á stjórnarskrá svo hæg-
ara verði um vik fyrir
nýtt þing að gera þær
nauðsynlegu stjórn-
arskrárbreytingar sem
Alþingi telur rétt að ráð-
ast í á næsta kjör-
tímabili. Væri ekki einn-
ig réttara eins og sakir
standa að setja t.d. hluta
af þeim miklu fjár-
munum er færu ellegar í
stjórnlagaþingið til
rannsóknar á hruni fjár-
málakerfisins á þeim
forsendum er Eva Joly leggur til?
Það liggur líka fyrir að við viljum
skoða allar breytingar er auka
vægi kjósandans í kjörklefanum.
Það er hins vegar sérstakt að upp-
lifa að það fólk sem hrópaði hvað
hæst að sitjandi þing hefði ekki
lengur umboð frá þjóðinni virðist
ætla að nota þann skamma tíma
sem er til stefnu og knýja í gegn
grundvallarbreytingar á stjórn-
arskrá og kosningalögum án sam-
komulags. Hamagangurinn er
mikill. Að gefinn er t.a.m. mun
styttri frestur til umsagnar á
breytingum um stjórnarskrá en
öðrum málum er óeðlilegt og ávís-
un á óvönduð vinnubrögð og mikla
réttaróvissu.
Vöndum til verka er kemur að
grundvallarlöggjöf okkar og ger-
um það í sátt.
Notum tíma þingsins til að
styðja við heimilin og atvinnulífið.
Það viljum við ítreka.
Ítrekun
Eftir Þorgerði Katr-
ínu Gunnarsdóttur
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Höfundur er varaformaður
Sjálfstæðisflokksins.
Framundan eru kosningar sem geta orðið
einhverjar afdrifaríkustu kosningar sem
gengið hefur verið til á lýðveldistímanum.
Núverandi ríkisstjórn hefur þegar valdið
vonbrigðum með úrræðaleysi sínu og skýr
leiðsögn sjálfstæðismanna út úr vandanum er
afar mikilvæg. Nýrra vinnubragða er þörf í
Alþingishúsinu og nýrra viðhorfa sömuleiðis.
Sókn er besta vörnin í þeim verkefnum sem
bíða okkar og því fyrr sem hafist verður
handa því betra. Hvorki atvinnulífið né heim-
ilin í landinu geta þrifist við núverandi að-
gerðarleysi. Verkefni til framfara í Norðvesturkjördæmi
eru fjölmörg. Ég er reiðubúinn til að leiða þá vinnu sem
sjálfstæðismenn í kjördæminu eiga þegar að hefjast
handa við.
Enda þótt reynsla mín af stjórnmálastarfi á landsvísu
sé ekki mikil er ég sannfærður um að á þeim vettvangi
gilda engin sérstök lögmál umfram þau sem gilda á sviði
sveitarstjórnarmála. Í báðum tilfellum hljóta aðalatriðin
að vera þau að skilja viðfangsefnin, virða ólík sjónarmið,
taka vel ígrundaðar ákvarðanir og – síðast en ekki síst –
koma hlutunum í framkvæmd. Grunnstefin
eru því ekki flókin en væntanlega er ég ekki
einn um þá skoðun að í störfum Alþingis og
stjórnvalda vanti sum þeirra of oft og sér-
staklega á framkvæmdahliðinni. Því vil ég
breyta. Ég vil koma hlutum í verk.
Ég hef kynnt sjónarmið mín og áherslur í
miklum fjölda heimsókna til fólks og fyr-
irtækja í kjördæminu á undanförnum vikum.
Spjallið við þann stóra hóp fólks sem ég hef
hitt hefur bæði verið fróðlegt og hvetjandi. Og
niðurstöðurnar um brýnustu verkefnin eru í
raun einfaldar. Fyrst af öllu þarf að lækka
vexti og endurskipuleggja lánastofnanir. At-
vinnuvegirnir geta einfaldlega ekki beðið lengur eftir
vaxtalækkun og án atvinnulífsins verður styrkur heim-
ilanna aldrei endurheimtur. Endurskipulagning lána-
stofnana þarf að fara fram með þeim hætti að traust al-
mennings á Íslandi og viðskiptalífsins erlendis verði
endurheimt. Grettistaki þarf að lyfta í þeim efnum. Um
það hafa allir viðmælendur mínir verið sammála.
Grettistak
Ásbjörn Óttarsson
Ásbjörn Óttarsson
Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri sjálfstæðismanna í
Norðvesturkjördæmi.
TVÖFÖLDUN Suð-
urlandsvegar frá
Reykjavík að Selfossi,
forgangsverkefni Suð-
urkjördæmis, er nú í
startholunum til fram-
kvæmda. Vegagerðin
leggur til að fyrsti
áfangi, sem á að hefj-
ast á yfirstandandi ári,
verði lagður frá Lög-
bergsbrekkunni 6 km
leið um Sandskeið að Litlu kaffi-
stofunni miðað við það fjármagn
sem stjórnvöld áætla til verksins,
en í byrjun næsta árs er reiknað
með að allri undirbúningsvinnu
tvöföldunar milli Hveragerðis og
Selfoss verði lokið og þá gæti það
verk hafist ef ekkert tefur í beinu
framhaldi af Sandskeiðskaflanum
ella yrði gengið til vegkaflans frá
Litlu kaffistofunni að Hveragerði
sem er nú þegar tilbúinn til út-
boðs. Reiknað er með alls fimm
mislægum gatnamótum á leiðinni
Hveragerði- Selfoss þar sem
slysagildrur hafa reynst mestar,
en ef framvinda þess kafla gengur
upp á næsta ári er reiknað með að
tvenn gatnamótanna yrðu með
hringtorg til bráðabirgða vegna
minni kostnaðar. Stefnt er að því
að tvöföldun Suðurlandsvegar
verði einkaframkvæmd, ef unnt
reynist að ná fjármagni til verk-
efnisins. Fyrsti kaflinn á árinu
sem er að líða yrði þó framkvæmd
á vegum Vegagerðarinnar.
Þessa dagana er verið að bjóða
út stórverkefni með brúarsmíði yf-
ir Hvítá frá Bræðratungu í Bisk-
upstungum að Flúðum í Hruna-
mannahreppi, framkvæmd sem
Vegagerðin áætlar að kosti um 1,5
milljarða króna, en verkinu á að
vera lokið 2010.
Þá verður seinni áfangi Suður-
strandarvegar milli Þorlákshafnar
og Grindavíkur boðinn út seinni
hluta þessa árs, þannig að sú 15
km framkvæmd geti byrjað ekki
síðar en í október nk. og þá vænt-
anlega í samfellu við lok
fyrri áfanga, 35 km, sem
virðist ætla að vera á
undan áætlun hjá ís-
firsku verktökunum
KNH sem vinna verkið
af miklum krafti. Þá er
mjög mikilvægt að ljúka
vegtengingu Suður-
strandarvegar við hafn-
arsvæðið í Þorlákshöfn,
en það hefur dregist úr
hömlu fram og eðlilegt er
að hnýta það verk upp
ekki síðar en með verklokum Suð-
urstrandarvegar.
Ýmsar dyr kunna
að opnast
Vegagerðinni yfir Hornafjarð-
arfljót hefur verið ýtt yfir á árið
2010, en þá er ætlað að lokið verði
skipulags- og kærumálum.
Mörg önnur verkefni eru í
deiglunni, áframhald uppbygg-
ingar Rangárvallavegar og fyr-
irliggjandi eru marksæknar áætl-
anir hjá Vegagerðinni um
uppbyggingu safnvega allvíða með
bundnu slitlagi ef ekki næst að
byggja þá með malarslitlagi. Ef
tilboð og verðþróun framundan
verður hagstæð opnast ýmsir
möguleikar eins og til að mynda
uppbygging vega í Skaftártungu,
Meðallandi og Landbroti í Vestur-
Skaftafellssýslu.
Byggingaáfangar Land-
eyjahafnar ganga vel
Þá eru í fullum gangi fram-
kvæmdir við Landeyjahöfn og nýj-
an veg frá þjóðveginum til strand-
ar. Þá má minna á að á árinu
verður byggð upp Vopnafjarð-
artenging ofan af Möðrudals-
öræfum niður Vesturárdal og um
Hofsárdal til Vopnafjarðar. Þá
gengur vel jarðgangasmíðin um
Héðinsfjörð og til Bolungarvíkur,
en gangagerðinni mun væntanlega
ljúka á miðju næsta ári.
Eftir Árna Johnsen
Árni Johnsen
Höfundur er alþingismaður Sjálf-
stæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Mörg stórverkefni
í Suðurkjördæmi
SKYNSAMLEG auð-
lindastjórn er hagkvæm
nýting á náttúruauðlind-
unum. Bent hefur verið á
að auðlindastjórn verði
best komið með séreign-
arrétti, með grænum
sköttum/kvótum eða
uppbótum. Hin síðari ár
hafa skapast ný réttindi
og óvissa hefur ríkt um
hvaða formi eignarréttar þau til-
heyra. Þessi nýju réttindi, aflaheim-
ildir í sjávarútvegi, greiðslumark í
landbúnaði og losunarheimildir, eiga
það sameiginlegt að til þess að verða
virk þurfa stjórnvöld að úthluta gæð-
um til einstaklinga og fyrirtækja, eft-
ir leikreglum sem þau sjálf setja, í til-
felli losunarheimildanna byggðist
úthlutunin á „mengunarreynslu“.
Þegar Ísland fullgilti Kyoto-
bókunina sem gerð var við Ramma-
samning Sameinuðu þjóðanna, má
segja að orðið hafi til ný eignarrétt-
indi hér á landi á sviði um-
hverfis- og auðlindaréttar
er losunarheimildirnar
fóru að lúta auðlinda-
stjórn. Ísland hefur yfir að
ráða 10.500.000 los-
unarheimildum á skuld-
bindingartímabili bók-
unarinnar.
Við úthlutun los-
unarheimilda hér á landi á
árabilinu 2008 til 2012
ákvað löggjafavaldið að
innheimta hvorki gjald
fyrir nýtingu þeirra né að bjóða þær
til sölu. Með tilkomu losunarheimilda
er eftir verulegum fjármunum að
slægjast á heimsvísu. Við Íslend-
ingar eigum hlutdeild í þessari tak-
mörkuðu alheimsauðlind og skiptir
því miklu að skilgreint verði sem
fyrst hver er raunverulegur eigandi
losunarheimildanna hér á landi. Eru
það fyrirtækin sem áunnið hafa sér
mengunarreynslu í gegnum árin eða
íslenska ríkið?
Fjórðungur losunarheimilda hér á
landi er markaðsvara í þeim skilningi
að þær geta gengið kaupum og sölum
en 75% heimildanna falla undir ís-
lenska ákvæðið og lúta því ekki
markaðslögmálum. Það er ekkert
sem bannar ríkisvaldinu að inn-
heimta leigutekjur af notendum los-
unarheimilda sem renna ættu til ís-
lenska ríkisins í sérstakan
auðlindasjóð, ef vilji löggjafans stæði
í þá átt. Svo virðist sem stefna
Vinstri grænna sé að loka á mögu-
lega þátttöku þjóðarinnar á að eign-
ast enn frekari hlutdeild í þeim verð-
mætum sem útdeila á til þjóða heims
er ákvæði Kyoto-bókunarinnar verða
endurskoðuð í Kaupmannahöfn í lok
árs. Loftslagsheimildir snúast ekki
um álver eins og látið er liggja að í
máli umhverfisráðherra. Íslendingar
verða að tryggja að undanþágu-
ákvæði Kyoto-bókunarinnar sem
fékkst með sértækum aðgerðum
verði framlengt. Í því felast mikil
verðmæti fyrir íslenska þjóð.
Við eigumónýtta auðlind
Eftir Vigdís
Hauksdóttur
Vigdís Hauksdóttir
Höfundur skipar 1. sætið fyrir
Framsóknarflokkinn í Reykjavík-
urkjördæmi suður.
Móttaka að-
sendra greina
MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út-
gáfudaga aðsendar umræðugreinar
frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt
til að hafna greinum, stytta texta í
samráði við höfunda og ákveða hvort
grein birtist í umræðunni, í bréfum
til blaðsins eða á vefnum mbl.is.
Blaðið birtir ekki greinar, sem eru
skrifaðar fyrst og fremst til að
kynna starfsemi einstakra stofnana,
fyrirtækja eða samtaka eða til að
kynna viðburði, svo sem fundi og
ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Formið er undir liðnum „Senda
inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is.
Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein.
Ekki er lengur tekið við greinum
sem sendar eru í tölvupósti.
Nánari upplýsingar gefur starfs-
fólk greinadeildar.
Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is
G
ra
fí
k
a
2
0
0
9
GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA
T E P P I Á H E I M I L I Ð