Morgunblaðið - 20.03.2009, Side 29
Umræðan 29BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009
hinna umsækjendanna myndi sinna
starfi framkvæmastjóra SHÍ til 1.
september en þá myndi hún taka
við starfinu. Ráðið er til eins árs í
stöðu framkvæmdastjóra SHÍ svo
ráðningartímabilið yrði hálfnað er
Júlía hæfi störf að fullu. Það er
óheppilegt.
Í yfirlýsingum sínum hefur
Röskva haldið því fram að ráðningu
Jóhanns Más megi einvörðungu
rekja til þess að hann sé kærasti
formanns SHÍ, Hildar Björns-
dóttur, og að ekki hafi verið tekið
mið af hæfi hans. Þykir undirrit-
uðum það miður og ómaklegt að
ekki hafi komið fram í yfirlýsingum
Röskvu að Júlía og formaður SHÍ
eru tengdar nánum fjölskyldubönd-
um, en eiginmaður Júlíu er ná-
frændi Hildar og uppeldisbróðir
móður hennar.
Vegna ofangreindra tengsla for-
manns SHÍ við þau bæði, Jóhann
Má og Júlíu, sagði hún sig strax al-
farið frá ráðningarferlinu og kom
hvergi nálægt því. Þetta vissu þau
bæði Jóhann og Júlía. Þetta vita
einnig þeir fulltrúar Röskvu sem nú
halda því fram að ófagleg sjónarmið
hafi verið höfð uppi við ráðningu í
stöðuna. Formaður SHÍ vissi sem
var að yrði annað hvort þeirra Jó-
hanns eða Júlíu fyrir valinu sem
framkvæmdastjóri SHÍ myndi
koma fram gagnrýni vegna per-
sónutengsla. Í stað formanns SHÍ í
valnefndina (stjórn SHÍ) kom því
inn varamaður frá Vöku.
Sú staðreynd að Jóhann Már og
formaður SHÍ eru í sambandi (en
ekki sambúð) var tekin til greina í
ráðningarferlinu en var ekki talin
vinna gegn ráðningunni. Vaka, sem
stýrir nú starfi Stúdentaráðs, hefur
ætíð lagt áherslu á að velja fólk
ekki eftir kyni, kynþætti, þjóðerni,
kynhneigð, mökum eða öðrum fjöl-
skylduhögum – hæfasti aðilinn skal
ætíð verða fyrir valinu. Samræmist
ofangreind ráðning þeirri stefnu
fullkomlega.
Það er sama hvort þeirra hefði
verið ráðið, Jóhann eða Júlía,
Röskva hefði líklega málað upp
spillingarmynd og reynt að grafa
undan trúverðugleika Stúdentaráðs.
Það er sorglegt að sjá hvernig
kjörnir fulltrúar stúdenta verja
tíma sínum og tækifærum í minni-
hluta ráðsins. Vissulega er það hlut-
verk minnihluta SHÍ að gagnrýna
og veita meirihlutanum aðhald.
Ómakleg og ómálefnanleg gagnrýni
verður þó að teljast tímasóun. Það
er hagur stúdenta við Háskóla Ís-
lands að hagsmunum þeirra sé unn-
ið brautargengi á erfiðum tímum í
þjóðfélaginu. Mikilvægt er að fylk-
ingar Stúdentaráðs snúi bökum
saman á erfiðum tímum og vinni
saman að bættum hag stúdenta.
Það er verðugur málstaður öllum til
sóma.
Hildur Björnsdóttir,
formaður Stúdentaráðs,
Ingólfur Birgir Sigurgeirsson,
Aðalbjörg Ósk Gunnarsdóttir,
Jens Fjalar Skaptason,
María Finnsdóttir,
öll í stjórn Stúdentaráðs HÍ.
RÖSKVA hefur síðustu daga sent
frá sér yfirlýsingar um nýlega ráðn-
ingu framkvæmdastjóra Stúd-
entaráðs Háskóla Íslands. Yfirlýs-
ingarnar eru því miður svo
uppfullar af röngum staðhæfingum
og ómerkilegum málflutningi, sem
nú hefur ratað í fjölmiðla, að óhjá-
kvæmilegt er orðið að svara honum
og leiðrétta með þessari yfirlýsingu.
Um stöðu framkvæmdastjóra
SHÍ sóttu þrír einstaklingar. Meðal
þeirra voru þau Jóhann Már Helga-
son og Júlía Þorvaldsdóttir, auk
þriðja aðila sem skal vera ónefndur
en sá aðili hefur kosið að opinbera
ekki umsókn sína. Allir umsækj-
endur voru boðaðir í viðtal þar sem
farið var yfir þau hæfisskilyrði sem
auglýst var eftir – en tekið skal
fram að þau hæfisskilyrði voru
samþykkt einróma af báðum fylk-
ingum innan stjórnar SHÍ. Þrjú at-
riði urðu til þess að Jóhann Már var
ráðinn í starf framkvæmdastjóra
SHÍ umfram Júlíu. Þau atriði voru
eftirfarandi:
Jóhann Már var eini umsækjand-
inn sem uppfyllti allar hæfiskröfur
sem óskað var eftir með fullnægj-
andi hætti. Jóhann hefur góða bók-
haldsþekkingu en hann var áður
ráðinn framkvæmdastjóri garð-
yrkjufyrirtækis sem þá hafði starf-
að í þrjú ár. Jóhann hefur einnig af-
burðareynslu af störfum innan
Háskólans og SHÍ en hann hefur
setið í Stúdentaráði, hags-
munanefnd, samgönguráði, stjórn
Politica og fleiri nefndum á vegum
ráðsins. Einnig sat Jóhann í stórhá-
tíðarnefnd sem stóð að skipulagn-
ingu Októberfest og nýnemadag-
anna sem eru stærstu
stórviðburðirnir á vegum Stúd-
entaráðs og eru stór þáttur í árleg-
um rekstri ráðsins. Á síðastliðnu
starfsári sat Jóhann í stjórn stúd-
entasjóðs en á degi hverjum kemur
fjöldi fyrirspurna til skrifstofu SHÍ
um störf sjóðsins og reglur hans.
Þess skal getið að engar mennt-
unarkröfur voru gerðar til starfsins.
Að ofangreindu metnu varð að taka
tillit til þeirrar afburðareynslu sem
Jóhann hafði af störfum innan SHÍ.
Framkvæmdastjóri SHÍ getur
starfsins vegna þurft að sitja
stjórnarfundi Félagsstofnunar stúd-
enta sem áheyrnarfulltrúi með mál-
frelsis- og tillögurétt. Inn á þá fundi
koma meðal annars ýmis trún-
aðarmál er varða Félagsstofnun
stúdenta, en stofnunin er í ákveð-
inni samkeppni við Byggingarfélag
námsmanna. Júlía Þorvaldsdóttir
situr í stjórn Byggingarfélags
námsmanna. Hér er um hags-
munaárekstur að ræða. Það er
óheppilegt.
Jóhann Már gat hafið störf strax
og var tilbúinn til að vinna mikla yf-
irvinnu launalaust. Aðspurð sagðist
Júlía líklega geta losnað fljótlega úr
starfi framkvæmdastjóra SKHÍ en
hún þyrfti þó svigrúm til að sinna
áfram verkefnum frá fyrra starfi.
Hún kom með þá tillögu að annar
Sá hæfasti var ráðinn
Frá Hildi Björnsdóttur, Ingólfi
Birgi Sigurgeirssyni, Aðalbjörgu
Ósk Gunnarsdóttur, Jens Fjalari
Skaptasyni og Maríu Finnsdóttur.
Morgunblaðið/Ómar
ÉG SET hér fram hugmynd sem
ég tel geta byggt upp fiskstofnana
og leitt okkur út úr ógöngum
kvótakerfisins.
Það eru nú liðin ein 25 ár síðan
kvótakerfið – sem átti aðeins að
vera til skamms tíma – var sett á
til uppbyggingar þorskstofnsins.
Síðan hefur verið stöðug „upp-
bygging“ og er nú svo komið að
nánast allar fiskstegundir við Ís-
land eru komnar í kvóta og þorsk-
stofninn er ekki svipur hjá sjón frá
því sem hann var fyrir kvótasetn-
inguna. Þannig gengur það nú –
enginn segir neitt við ástandinu og
útgerðarmenn hæla kerfinu á
hvert reipi; umræðan er þannig að
allt sé í besta lagi og þetta rétta
leiðin. Sennilega þurfi aðeins
lengri tíma – kannske bara önnur
25 eða 50 ár – og þá verði fisk-
stofnarnir orðnir margfalt stærri?
Eigum við að doka aðeins við
þangað til það verður? Hafa út-
gerðarmenn og stjórnvöld í land-
inu alls engan áhuga á að stækka
fiskstofnana og fá meiri afla og
verðmæti þjóðinni til hagsbóta?
Eða snýst þetta kannski um eitt-
hvað allt annað? Til dæmis eign-
arhald á auðlind þjóðarinnar og
veðsetningu á
henni? Ég tel að
í stórum drátt-
um sé þetta rétt
leið til að ná
þessu markmiði.
Mikilvægt er
að kerfið sé ein-
falt og án und-
anþága ef hægt
er.
Ég hef verið
mörg ár á togurum og er þeirrar
skoðunar að botntrollið sé mikill
skaðvaldur í lífríkinu á botninum
og að nauðsynlegt sé að koma því
að minnsta kosti út fyrir 50 mílur
eða banna alfarið. Sama gildir um
dragnót og þorskanet sem oft
verða eftir á botninum og halda
áfram að „veiða“ þar árum saman.
Gamli góði öngullinn er lausnin,
lína og færi. Þá tel ég það ekkert
annað en glæp að bræða síld og
loðnu. Notkun flottrolls á uppsjáv-
arfisk verður að banna þar sem
mikið af torfunni skaddast – slepp-
ur því aðeins til að drepast auk
þess sem torfurnar virðast
splundrast. Veiðar eiga að vera
frjálsar, en með þeim skilyrðum að
ákveðin svæði verði lokuð til rækt-
unar fisksins.
1) Kvótakerfið verði lagt niður
2) Verndarsvæði:
a) Skipuleggja skal verndarsvæði
til hrygningar og vaxtar fisks.
b) Hafrannsóknarstofnun ákveði
stærð og staðsetningu haf-
svæða þar sem allar veiðar séu
bannaðar. Hafró getur stækkað
eða minnkað svæðin eftir þörf-
um.
3) Frjálsar veiðar verði innan
landhelginngar en utan vernd-
arsvæða á línu og
handfæri. Aðeins trillur hafi leyfi
til veiða - td. innan 4ra mílna.
4) Bönnuð sé veiði með trolli og
netum a.m.k. innan 50 mílna
markanna eða
algerlega innan landhelginnar.
5) Veiðar á uppsjávarfiski séu ein-
göngu í nót og til frystingar
eða annarrar
fullvinnslu. Bræðsla á fiski sé
bönnuð.
6) Einu neta- og togveiðar í land-
helgi verði:
a) Rækjuveiðar á bátum sem fari í
ís – ekki notaðir frystitogarar.
b) Grásleppuveiðar í net.
Með þessu móti er kvótakerfið
með öllu orðið óþarft og úrelt.
SKÚLI ÞÓR BRAGASON,
vikingland@simnet.is
vélstjóri og sjómaður til 30 ára.
Nýtt kerfi í fiskveiðistjórnun
og kvótakerfið verður úrelt
Frá Skúla Þór Bragasyni
Skúli Þór
Bragason
BJARNI Harðarson, fyrrverandi
framsóknarmaður og núverandi
fullveldissinni, svarar stuttri grein
minni í Mbl. sem birtist nýlega. Þar
boðar hann að hann muni bráðlega
verða við áskorun minni; að lýsa
framtíðarhorfum okkar Íslendinga
ef við göngum ekki í Evrópusam-
bandið.
Ég bíð spenntur.
Að sinni ætla ég ekki að hafa
mörg orð um svar Bjarna en vil
benda honum á að það er ekki væn-
legur kostur fyrir mann, sem gefur
sig út fyrir að ætla endurnýja og
siðferðisvæða hinn pólitíska vett-
vang, að nota þær gömlu aðferðir
sem rekja má til Hriflutímans; að
uppnefna menn og samtök sem
fjallað er um.
Bjarni segir í grein sinni m. a:
„það er brjóstumkennanlegt að
flokksþrælar reyni að hvítþvo sinn
flokk“, tilvitnun lýkur. Mér mun
ætluð þessi nafngift „flokksþræll“.
Ég býst við að þeir, sem enn eru til
frásagnar frá þeim tíma sem ég var
í pólitík, telji að ég standi illa undir
þessu nafni, var oft æði frekur að
halda fram mínum skoðunum og
voru ýmsir sárir eftir.
Það lýsir ekki sterkri sannfær-
ingu um ágæti eigin málstaðar að
þurfa að grípa til þess að reyna að
lítillækka viðmælendur og þá sem
um er fjallað með uppnefnum. Ég
held að Samfylkingin standi jafn
keik þó þú gangir í smiðju Björns
Bjarnasonar og Davíðs Oddssonar
og notir orðið „Baugsflokkur“ og
reynir eins og þeir að snúa út úr
margumræddri Borgarnesræðu
Ingibjargar Sólrúnar.
Þinn málefnagrundvöllur virðist
ekki vera sterkari en þetta. Það
eina sem ég hef séð dragast upp úr
þínum pólitíska pípuhatti er að af-
nema allt lýðræði við uppstillingu á
framboðslistum, þar skal efsti mað-
ur ráða hverjir fá þá náð að fylgja
honum.
Jafnvel Pútín hefur ekki náð svo
langt, en fyrirrennari hans notaði
svipaða aðferð og þína í öllum kosn-
ingum.
SIGURÐUR GRÉTAR
GUÐMUNDSSON,
Þorlákshöfn.
Nokkur orð frá „flokksþræli“
Frá Sigurði Grétari Guðmundssyni
Taktu þátt í að móta framtíðina
Nánari upplýsingar um fundina og félagsstarf Sjálfstæðisflokksins
má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515 1700.
Endurreisn atvinnulífsins - útgáfa bókarinnar
Í tilefni af útgáfu bókarinnar býður Sjálfstæðisflokkurinn til útgáfuteitis í Valhöll
í dag, föstudaginn 20. mars kl. 17. Allir þeir sem vilja kynna sér tillögur
Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins eru hvattir til þess að mæta.
Endurreisnarnefnd
Sjálfstæðisflokksins
!
"
# # "
#
Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins hefur á undanförnum
vikum mótað tillögur og hugmyndir um uppbyggingu
íslensks efnahagslífs. Mörg hundruð sjálfstæðismenn hafa
sett sitt mark á tillögurnar og komið að vinnslu bókar sem
geymir þessar hugmyndir. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
mun svo taka afstöðu til þessara hugmynda og
sjálfstæðismenn nota hana sem vegvísi í endurreisninni sem
framundan er.