Morgunblaðið - 20.03.2009, Síða 31

Morgunblaðið - 20.03.2009, Síða 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009 Við förum til fljótsins breiða fetum þar sama veginn. Þangað sem bróðir bíður á bakkanum hinum megin. (Hákon Aðalsteinsson.) Elsku mágkona, hafðu þökk fyrir allt. Guðrún Sesselja Guðmundsdóttir. Elsku amma. Daginn sem þú fórst hafði ég hugs- að mikið til þín. Hvað ég saknaði þess að spila ólsen-ólsen við þig. Hvað mig langaði til þess að baka möndluköku með bleiku kremi handa þér, eins og þú bakaðir alltaf fyrir okkur. Hvað mig langaði að sýna Viktori hversu skemmtilega ömmu ég ætti. Því mér þótti þú alltaf lang- skemmtilegasta amman, þrátt fyrir að ég hafi kvartað yfir því að vera í pössun hjá þér þegar ég var lítil. Jafnvel á meðan þú varst mikið veik seinasta haust fékkstu mig samt til að brosa. Frá Sléttuveginum á ég margar minningar. Þegar við lögðum saman kapal um það hvort mamma væri að koma að sækja mig á næstu mínútum eða ekki. Beddinn sem ég gisti á þeg- ar ég kom í pössun. Þegar ég spurði þig á meðan þú reyktir, af hverju þú hættir ekki að reykja, og þú sagðir við mig, lítið barn, að það tæki því ekki. Þessi hreinskilni þín fær mig oft til að brosa. Líka þegar þú fussum- sveiar yfir því að ég skuli vera að læra lögfræði. Þegar þú tókst úr þér tennurnar fyrir mig, það þótti mér alltaf fyndið. Þegar við tókum saman strætó niður í bæ. Þegar ég sagði við þig að ég vildi aldrei verða gömul, því ég vildi ekki fá hrukkur eins og þú. Þetta rifjaðir þú upp fyrir mig mörg- um árum seinna og ég hálfskamm- aðist mín fyrir að hafa sagt þetta. Alltaf þegar við kíktum í heimsókn þá reifstu upp kex og ost, gos og mjólk og fórst jafnvel að baka pönnu- kökur. Og afi á eftir okkur krökk- unum með handryksuguna. Þegar ég verð sorgmædd reyni ég að hugsa um að þú hafðir lengi beðið eftir að komast á þann stað sem þú ert á núna. Elsku amma, þín er sárt saknað. Katrín. Tíminn flýgur hratt, það eru liðin 40 ár síðan ég var kostgangari hjá Sigríði og Jóni í Hvammsgerðinu. Síðasta árið mitt í menntaskóla skutu þau heiðurshjón yfir mig skjólshúsi þegar ég utanbæjardrengurinn var í vandræðum með húsnæði. Þetta ár sem ég dvaldi hjá þeim og börnum þeirra bjó ég við gott atlæti og var tekinn inn í fjölskylduna sem einn af þeim. Það eru góðar minningar sem ég á um þennan vetur, þær fjölmörgu stundir sem setið var við eldhúsborð- ið í Hvammsgerðinu. Rætt um lands- ins gagn og nauðsynjar, lífið og til- veruna, svo ekki sé minnst á framtíðardrauma okkar unga fólks- ins. Þar var Sigga í essinu sínu og gaf okkur innsýn inn í þann heim sem hennar kynslóð lifði, allt var fengið með mikilli vinnu og frístundirnar voru notaðar til að búa fjölskyldunni húsaskjól. Þegar móðir Siggu veikt- ist þennan vetur var hún tekin inn á heimilið og sinnt af sömu alúð og um- hyggju. Ekki var það neitt tiltökumál að fá skólafélagana í heimsókn, á móti þeim var alltaf afar vel tekið. Út- skriftarvorið bauð Sigga öllum bekkjarfélögum mínum í morgun- kaffi, henni fannst ómögulegt að ég hefði ekki sömu tækifærin og vinirn- ir, með fjölskyldu mína víðs fjarri. Með þessum orðum vil ég þakka Sigríði Kamillu fyrir yndislegan tíma á mínum uppvaxtarárum, kynni mín af henni og fjölskyldunni voru mér gott vegarnesti út í lífið. Í vináttu gegnum tíðina við félaga minn Ágúst Inga, hef ég getað fylgst með fjöl- skyldunni og ávallt hef ég fundið fyr- ir umhyggju Siggu og þeirra í minn garð. Við hjónin viljum votta Jóni, Val- gerði, Ágústi Inga, Gísla Hafþóri, Ás- rúnu og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Heimir Sigurðsson. ✝ RagnheiðurMagnúsdóttir sjúkraliði fæddist á Siglufirði 1. sept- ember 1932. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 13. mars 2009. For- eldrar Ragnheiðar voru Magnús Jóhann Þorvarðarson sjó- maður, f. 27.8. 1907, d. 28.2. 1940 og Jó- hanna Vilmund- ardóttir húsmóðir, f. 18.10. 1909, d. 30. 9. 1998. Eiginmaður Jóhönnu var Kristinn Guðjónsson, f. 9.11. 1915, d. 14.12. 2004. Systir Ragnheiðar samfeðra er Sjöfn Hólm, f. 24. ágúst 1937. Eiginmaður Ragnheiðar var Haukur Morthens söngvari, f. 17. 5. 1924, d. 13.10. 1992. Þau giftu sig 24. 12. 1952. Foreldrar Hauks voru Edvard Morthens, f. 15.5. 1882, d. 12.5. 1963 og Rósa Guð- brandsdóttir, f. 28.10. 1892, d. 10.6. 1980 Synir þeirra Ragnheiðar og Hauks eru: 1) Ómar þjónn, búsettur í Reykjavík, f. 4.12. 1953. Hann á þrjár dætur og fjögur barnabörn. Sam- býliskona Ómars er Kolbrún Björns- dóttir, hún á tvö börn og 2 barna- börn. 2) Heimir pípulagningameist- ari, búsettur í Reykjavík, f. 23. 3. 1956, kvæntur Þóru Kristínu Sig- ursveinsdóttur, þau eiga þrjá syni og þrjú barnabörn. 3) Gústaf Haukur arkitekt, búsettur í Osló í Noregi, f. 23. 7. 1962, sambýlis- kona Hanne Grethe Torkildsen, þau eiga tvö börn. Útför Ragnheiðar verður gerð frá Áskirkju í dag, 20. mars, og hefst athöfnin kl. 15. Í dag kveð ég vinkonu mína Ragn- heiði Magnúsdóttur, Rannsý. Þá er mér efst í huga tryggð hennar við mig. Glöggt mat hennar á mannleg- um samskiptum er ég naut góðs af. Kynni okkar hófust er við vorum 19 ára og hafa haldist þar til nú að leið- ir skilur. Rannsý hreif alla sem kynntust henni fyrir glaðlega og örugga framkomu. Rannsý var mjög réttsýn, sanngjörn og hjálpleg þeg- ar til hennar var leitað. Þegar börn okkar voru ung að aldri voru vina- böndin hvað tryggust. Áttum við ótaldar ferðir út úr bænum með börnin, okkur mæðrunum og börn- um til ómældrar ánægju. Rannsý var mjög umhugað um íslenska tungu og menningu. Henni lá hátt rómur og var haft við orð hvað hún talaði fallega íslensku. Rannsý las mikið íslenskar bækur og skiptumst við oft á skoðunum um ágæti þeirra. Við Rannsý vorum í bridgespila- klúbbi með vinkonum okkar í nokk- ur ár og höfðum allar ánægju af. Rannsý var fædd á Siglufirði og ólst þar upp. Tryggð hennar við Siglu- fjörð hélst fram á síðustu ár og var það ósjaldan sem hún keyrði ein í bifreið sinni til æskustöðvanna. Eig- inmaður Rannsýjar var Haukur Morthens söngvari, landsþekktur og sívinsæll. Lagið „Ó borg mín borg“ eftir Hauk Morthens er greypt í hjörtu þjóðarinnar. Við Hermann sendum Ómari, Heimi og Gústafi Hauki, eiginkon- um, börnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Anna Guðný Ármannsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Látin er vinkona mín Ragnheiður Magnúsdóttir eða Rannsý eins og ég kýs að nefna hana, ekkja Hauks Morthens. Mikil vinátta hefur hald- ist á milli okkar allt frá því að þau Haukur byrjuðu að vera saman. Það var afar gott að vera samvistum við þau hjón. Rannsý mín, það er margs að minnast frá þeim árum. Við fórum nokkrar ferðir með orlofi húsmæðra bæði að Laugum í Dalasýslu og til Akureyrar, þá skemmtum við okkur vel. Núna síðari árin eftir að þú flutt- ir á Sléttuveginn fórum við oft í Þjóðleikhúsið og höfðum gaman af. Nú munuð þið Haukur hvíla hlið við hlið í Gufuneskirkjugarði. Ég veit að hann tekur vel á móti þér Rannsý mín og þú mátt bera honum kveðju frá mér. Öllum ástvinum Rannsýjar sendi ég einlægar samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni og einnig frá systkinum mínum þeim Braga og Jonnu í Santa Barbara. Nú þegar ég kveð þig í hinsta sinn Rannsý mín, þá segi ég: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Fríða. Mig langar að minnast Ragnheið- ar með fáeinum orðum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Ragnheiði í gegnum sameiginlega vinkonu okkar, Ingv- eldi. Þær stöllur voru duglegar að ferðast bæði innanlands og utan, og komst ég með þeim í nokkrar góðar ferðir. Þessi ferðalög voru ávallt vel skipulögð þegar kom að viðkomu- stöðum og ríkulegur bókakostur hafður meðferðis sem geymdi fróð- leik um hvern stað. Ein slík ferð leiddi okkur á heima- slóðir Ragnheiðar, sem er Siglu- fjörður, en þar sleit hún barnsskón- um og kynntist mannsefni sínu. Ragnheiður fylgdi okkur um fallegar æskuslóðir sínar og rakti sögu bæj- arins. Sérhvert hús og sérhver gata átti sér nafn og minningar í hennar huga, og var unun að upplifa þær með henni á ný. Þá var einnig gaman að standa álengdar og fylgjast með Ragnheiði heilsa gömlum vinum og kunningjum á förnum vegi, því þá var eins og Reykjavíkurmærin hefði aldrei farið úr sveitinni sinni. Ragnheiður fylgdist stolt með af- komendum sínum og ljómaði gleði og eftirvænting úr andliti hennar þegar hún talaði um þau yngstu í fjölskyldunni. Þegar fjölgunar var von sá maður litlar flíkur verða til á prjónum, og hún var þakklát fyrir hve fjölskyldan var henni góð. Ég veit að ég er ein svo ótal margra sem telja sig ríkari fyrir að hafa fengið að ganga spölkorn með Ragnheiði um lífsins veg. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ég bið Guð að blessa minningu hennar og veita ástvinum hennar huggun. Hulda Gunnarsdóttir á Sauðárkróki. Þegar ég lít til baka og minnist Rögnu frænku minnar koma þrjú orð upp í hugann; kjarkur, æðruleysi og gamansemi. Við vorum systra- dætur og að miklu leyti aldar upp í sama húsi á Siglufirði. Systir mín Baldvinna, sem lést fyrir 20 árum, var besta vinkona Ransýjar og á erf- iðum tíma í lífi hennar reyndust Ransý og Haukur henni frábærlega vel. Þegar Ransý var búin að koma upp sonum sínum dreif hún síg í sjúkraliðanám og stóð sig með ágæt- um og vann upp frá því á Borgarspít- alanum og hafði ánægju af. Við vor- um árum saman hjá Endurmennt- unarstofnun HÍ í Íslendingasögum og fórum nokkrar söguferðir til út- landa. Ógleymanleg er ferðin til Rússlands. Þegar við vorum komin til St. Pétursborgar var Ransý í ess- inu sínu. Hún var svo vel lesin í ævi- sögum Katrínar miklu og Péturs mikla. Hún sagði mjög skemmtilega frá og fann alltaf spaugilegu hliðarnar á öllum hlutum. Þetta erfði hún frá móður sinni, Jóhönnu Vilmundar- dóttur, sem hafði einstaka frásagn- arhæfileika. Síðustu árin hafa verið henni erfið. Hún var komin með súr- efnisvél og kallaði hana kærustuna sína. Hún sagði við mig fyrir skömmu: „Ég hef ekki yfir neinu að kvarta meðan ég hef kærustuna, mat að borða og nóg af bókum í kringum mig.“ Hún kom stundum til okkar í mat, þá helst kjötsúpu, og sagði í gamni að hún væri í áskrift í kjöt- súpu. Hún hringdi fyrir nokkrum dögum og sagði á sinn sérstaka hátt: „Hvernig er það, á ekki að fara að verða kjötsúpa?“ Hún kom en var svo líkamlega aðframkomin að ég hélt að hún mundi ekki hafa það af. En þegar hún var búin að jafna sig og ná andanum komst hún á flug og sagði okkur svo skemmtilega frá mönnum og málefnum að við velt- umst um af hlátri. Undir niðri vissi ég að þetta væri í síðasta skipti sem ég sæi hana. Það reyndist rétt. Tveimur dögum síðar lagðist hún inn á sjúkrahús og háði sína baráttu í viku og andaðist. Hennar er sárt saknað af öllum og við hjónin sendum aðstandendum samúðarkveðjur. Þorgerður Brynjólfsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Ragnheiður Magnúsdóttir Mig langar að minnast vin- konu minnar, Ragnheiðar Magnúsdóttur. Ég þakka henni samfylgdina á lífs- göngunni og alla hvatningu er hún veitti mér á tónlist- arsviðinu. Kveð hana með orðum skáldsins Jónasar Hallgrímssonar: og vinir berast burt á tímans straumi, og blómin fölna á einni hélunótt. – Jón Kr. Ólafsson. HINSTA KVEÐJA Síminn hringdi í þann mund ég sneri lykli í skrá. Nýkeyptar jólagjaf- ir duttu á stéttina til að ég næði símtalinu. Mér var tjáð að hann Jónas okkar hefði andast um nóttina eftir skamma sjúkra- legu. Augu mín leituðu út á stétt þar sem jólagjöfin hans blasti við og hugurinn hvarf til síðustu heim- sóknar minnar til hans, er ég flutti honum þær sorgarfregnir að besti vinur hans og félagi væri horfinn yf- ir móðuna miklu. Þeir félagar heyrðu til kynslóð er mat menn að verðleikum, ekki hvort þú áttir fína drossíu eða flott verðbréf, heldur hvort þú varst drengur góður. Og það var Jónas svo sannarlega og ljúfur vinur fjölskyldunnar frá því ég man eftir mér. Fyrstu ár mín Jónas Jónsson ✝ Jónas Jónssonfæddist í Péturs- borg í Glæsibæj- arhreppi 24. janúar 1922. Hann andaðist á Vífilsstöðum í Garða- bæ 19. desember 2009 og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 9. janúar. man ég eftir honum í heimsóknum oft svo- lítið í kippnum og heillaðist ég sem barn af honum og hændist að, þrátt fyrir að ég skildi nú ekki öll ljóð- in sem hann fór með fyrir mig, né er hann talaði uppúr Grettis- sögu, en ég skildi strax að hér fór stór sál. Faðir minn og hann voru félagar úr fim- leikadeild KR. Undir handleiðslu Benedikts Jakobssonar sýndu þeir ásamt öðrum völdum íþróttaköppum um allt land sem og erlendis á helstu hátíðum. Þá voru fimleikar ný íþróttagrein á Íslandi sem víðar og ekki orðin keppnis- grein. Til margra ára sýndu þeir fé- lagar á þjóðhátíð á Arnarhóli og frægt var er Jónas sem var ein- stakur í gólfæfingum, vippaði sér í flikkflakk upp Hverfisgötu og fram hjá Þjóðleikhúsinu. Hann var ein- staklega liðugur og fimur. Jónas hætti að drekka og eign- aðist heimili í sambýli við aðra fé- laga, síðast á Snorrabraut þar sem hann hafði komið sér ósköp nota- lega fyrir í tveimur herbergjum. Ljósmyndir á veggjum af fimleika- flokkum og skólafélögum ásamt kærum ættingjum blöstu við. Vegg- klukku hafði hann keypt sem tifaði kát er við mæðgur komum í heim- sóknir og ævinlega átti hann súkku- laði til að gleðja ungar sálir, jafnt sem eldri. Ég gleymi ekki er hann stakk að mér umslagi til að styrkja mig í námi. Hann stappaði einatt í mig stálinu og lét mig vita að ég væri einstök eins og hann pabbi minn. Þrátt fyrir að Jónas væri útskrif- aður íþróttakennari vann hann sem málari og eins vann hann lengi í súkkulaðiverksmiðjunni Nóa Síríusi. Er hann lét af störfum tók við tíma- bil er hann einbeitti sér að sundi og gönguferðum er hann stundaði á hverjum morgni og var sú venjan að síðan var drukkið morgunkaffi í Prentmótum, fyrirtæki pabba, og var þar margt skrafað. Jónas var á þessum tíma hreystin uppmáluð og var unun að sjá öldung sigla fleyi sínu eins vel í höfn. Einn góðan veðurdag mætti Jón- as ekki í morgunkaffi. Hann hafði fengið heilblóðfall og var vart hugað líf. Þá kom best í ljós sú ósérhlífni og agi er lærst hafði við íþrótta- iðkun á yngri árum. Þrátt fyrir langa sjúkralegu stóð Jónas upp eins og Grettir forðum og barðist við sinn draug. Vífilsstaðir urðu honum nýtt heimili og enn fengum við mæðgur súkkulaði upp úr skúffu og kunn- uglegar myndir brostu við okkur. Fór vel um höfðingja okkar hjá góðu og indælu starfsfólki. Iðinn var hann í endurhæfingu og göngu- túrum og iðulega fór hann út með göngugrind sem hann kallaði Ka- millu því án hennar gat hann ekki gengið sökum jafnvægisleysis. Eitt sinn fórum við í göngutúr og hafði ég varla við honum og Kamillu svo hratt fór hann. Sökum veikinda gátu perluvinir ekki hist lengur en greypt er í sálu er ég fylgdi pabba til hans í fyrra um páskaleytið og að sjá þá félaga rabba saman. Og kveðjast með kossi. Síðasta minning mín um vin- áttu sem aldrei rofnar er sú að sjá hann síðan studdan inn kirkjugólfið því hann vildi fylgja horfnum höfð- ingja síðasta spölinn eins og hann orðaði það. Mynd hans í jakkaföt- unum í Dómkirkjunni mun aldrei gleymast mér og mun ég geyma hana sem dýrmætan sjóð í hjarta. Með hógværð sinni og ósérhlífni ásamt óstjórnlegri löngun til að bæta hvert spor gekk hann síðasta spölinn í þessu lífi óhræddur við framhaldið og viss um kæra endur- fundi. Ég þakka samfylgd við góðan dreng. Halla Margrét Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.