Morgunblaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009 ✝ Ragnar JónGunnarsson, arki- tekt og skipulags- fræðingur, fæddist í Reykjavík 20. janúar 1957. Hann lést á heimili sínu 4. mars 2009. Foreldrar hans voru Guðný Ingibjörg Jónsdóttir húsmóðir, f. 22.6. 1927, d. 25.1. 1979, og Gunnar G. Einarsson innanhúss- arkitekt fæddur 5.5. 1929. Systkini Ragn- ars eru Einar Berg Gunnarsson verslunarmaður, f. 16.8. 1958, Þórey Björg Gunn- arsdóttir leikskólakennari, f. 28.8. 1960, og Hafdís Lilja Gunn- arsdóttir þroskaþjálfi, f. 11.4. 1965. Fyrri kona Ragnars var Helga Birna Björnsdóttir, þau slitu sam- vistum. Seinni kona Ragnars var Guð- laug Erna Jónsdóttir arkitekt, þau slitu samvistum árið 2004. Synir þeirra eru Hilmir Berg Ragn- arsson nemi í Kvikmyndaskóla Ís- lands, f. 13.9. 1986, og Arnar Jón Ragnarsson, nemi í Tækniskóla Ís- lands, f. 16.7. 1989. Sonur Guð- laugar Ernu og stjúpsonur Ragn- ars er Janus Christiansen lífefnafræðingur, f. 14.2. 1979, kvæntur Birgittu Baldursdóttur kennara, f. 11.11. 1975. Ragnar útskrif- aðist sem stúdent frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1977 og sem arkitekt frá Kunstakademiets Arkitektskole í Kaup- mannahöfn árið 1983. Ragnar starfaði sem arkitekt og skipu- lagsfræðingur fram til dánardags og nú síðast hjá Húsafriðun ríkisins frá árinu 2003. Áður hafði Ragnar m.a. starfað hjá Húsameistara ríkisins, VT-teiknistofunni á Akranesi, Skipulagsstofnun, á skipulagssviði Reykjavíkurborgar auk þess að hafa starfað sjálfstætt að fjölmörg- um verkefnum, m.a. á sviði skipu- lagsmála, landupplýsingakerfa og við tölvukennslu. Ragnar sá um út- varpsþætti hjá RÚV árið 1985 sem fjölluðu m.a. um skipulagsmál. Ragnar var virkur í skátahreyfing- unni sem barn og unglingur en ár- ið 1985 gekk hann í Frímúr- araregluna og var virkur þar á meðan heilsan leyfði en hann greindist með MS-sjúkdóminn árið 2000. Ragnar verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju í dag, 20. mars, kl. 13. Ég ætla að minnast hans Ragnars Jóns með fáeinum orðum. Það eru rúmlega 30 ár síðan ég hitti Ragnar fyrst, eftir að ég kynnt- ist Einari bróður hans. Ég fann strax hvað Ragnar var mikið ljúf- menni. Rólegur var hann og yfirveg- aður og bar með sér svo miklar sköpunargáfur. Í minningunni sé ég hann alltaf fyrir mér svolítið heim- spekilegan með bók í hendi eða að skrifa eitthvað niður á blað. Um þetta leyti bjó Ragnar með Helgu Birnu fyrri konu sinni í Kaupmanna- höfn og stundaði þar nám. Við Einar heimsóttum hann og var sú ferð eft- irminnileg, ekki bara vegna þess að þetta var mín fyrsta utanlandsferð, heldur líka hvað Ragnar var góður gestgjafi og naut þess að sýna okkur hvað borgin hafði upp á að bjóða. Þessi ferð vekur góðar minningar. Eftir að Ragnar flytur heim og stofnar fjölskyldu með Ernu seinni konu sinni verða samskipti okkar meiri, sérstaklega eftir að strák- arnir fæðast. Það var unun að sjá hvað hann var stoltur af drengjun- um sínum og hvað hann bar hag þeirra fyrir brjósti. Systkinabörnin í fjölskyldunni nutu þess einnig hvað hann var barngóður og oft var glatt á hjalla í fjölskylduboðum. Ragnar var mikill fjölskyldumaður og naut þess að ferðast með fjölskyldunni bæði innanlands sem utan. Hann var mikill náttúruunnandi og áhuga- samur um náttúru landsins. Fórum við í nokkur ferðalög saman og það var ómetanlegt að njóta leiðsagnar hans, hann var svo fróður um alla hluti. Ragnar var mjög vinnusamur, skipulag og byggingarlist var hon- um hugstæð. Ragnar var mjög hæfi- leikaríkur og hafði mikinn áhuga á list hvers konar tónlist og myndlist, enda var hann mjög góður teiknari. Bókalestur var honum hugleikinn og sé ég hann fyrir mér á öðrum stað, með bók í hendi. Síðasta utanlands- ferðin okkar saman var líka farin til Kaupmannahafnar. Ragnar var hress og gekk með okkur um stræti borgarinnar og sagði okkur sögu borgarinnar. Hann var svo fróður að hann virtist þekkja hvert hús og hverja götu. Ég man að ég sagði honum að hann væri kjörinn leið- sögumaður fyrir Íslendinga í borg- inni. Ragnar brosti bara að þessu var hógværðin uppmáluð. Þessi ferð var eftirminnileg og geymist í huga okkar. Eftir að Ragnar veiktist af MS sjúkdómnum fyrir nokkrum árum fór að halla undir fæti hjá honum. Honum gekk illa að hafa stjórn á lífi sínu, smám saman. Þetta voru erf- iðleikatímar hjá honum og fjölskyld- unni. Aðstandendur sitja eftir með mikla reynslu. En góðu stundirnar voru margar og ætlum við að muna eftir þeim. Elsku Hilmir, Arnar, Janus, Erna, Gunnar faðir hans og systkini og fjölskyldan öll. Minningin um góðan dreng mun lifa með okkur og standa vörð um drengina hans sem hann elskaði svo mikið, svo og alla fjölskylduna. Hvert sem leiðin þín liggur um lönd eða höf; berðu sérhverjum sumar og sólskin að gjöf. (Stephan G. Stephansson.) Hvíl í friði. Svandís Karlsdóttir. Elsku hjartans Ragnar Jón, syst- ursonur minn. Að kveðja þig, sem ég hef þekkt frá fæðingu, er erfitt. Ragnar Jón var elsti sonur systur minnar. Hann var yndislegur dreng- ur. Þegar hann var 7 ára fluttist fjöl- skyldan til Danmerkur, Gunnar var að fara í nám. Það var erfitt að horfa á eftir ykk- ur fara um borð í skipið sem flutti ykkur þangað. Vera ykkar þar varði í 4 ár. Þú varst búinn að læra heil- mikið í dönsku í barnaskólanum þegar þið komuð heim. Svo liggur það fyrir þér að fara sömu leið og faðir þinn í nám til Kaupmannahafnar, í arkitektúr, giftir þig, eignast 2 syni og stjúpson, en heilsan brast. Ég kveð þig með miklum söknuði og þú munt ávallt eiga stóran stað í hjarta mínu. Guðbjörg (Bugga frænka). Ég var að flytja úr Kópavoginum niður í Hlíðar. Ég kynntist Ragga við afgreiðsluborðið á söluturninum Teningnum við Snorrabraut. Við mændum hvor á annan á meðan við mældum hvor annan út. Við drukk- um kókómjólk.Við vorum nefnilega báðir að bíða eftir því að komast í sundtíma í Sundhöllinni. Þetta var í september 1970 og við vorum 13 ára vikugamlir bekkjabræður. Ég virti þennan strák fyrir mér, sem var svona tveimur höfðum hærri en ég og grannur sem ljósastaur. Þegar hann svo opnaði munninn kom í ljós að Raggi var í mútum þannig að verri útreið í gelgjunni getur vart nokkur maður orðið fyrir. Eftir þennan dag urðum við óaðskiljan- legir bestu vinir til margra ára. Raggi dró mig í skátafélagið Hamrabúa þar sem við áttum saman frábær unglingsár. Raggi var alger fjallageit, naut sín best upp á Hellis- heiði, í skátaskálanum, hlaupandi upp og niður brattar brekkur og klífandi alla hamra sem fyrir honum urðu. Það lýsir Ragga líklega nokk- uð vel, en fyrir honum var hamar áskorun og eitthvað sem þurfti að klífa framan frá en ekki sneiða framhjá. Raggi var skarpgreindur strákur og það voru ófáar næturnar sem við sátum inni í eldhúsi og leystum allar gátur heimsins. Raggi var nefnilega einstakur rökhyggju- maður með fullkomnunaráráttu jafnframt því að vera næm tilfinn- ingavera. Það var ótrúlega gefandi að fara í þessa rökhyggjuleiðangra með honum, þó að útkoman morg- uninn eftir hafi ekki alltaf verið jafn rökrétt og hún virtist nóttina áður. Þá var bara að endurtaka leikinn kvöldið eftir og sjá hvað kæmi út úr því. Ein næturniðurstaðan var sú að það lægi fyrir okkur að verða arki- tektar. Þar sem þetta var rökrétt niðurstaða, varð ekki aftur snúið og við fórum báðir til Kaupmannahafn- ar, hann þó ári á undan. Við áttum mörg frábær ár í Kaupmannahöfn og héldum áfram fyrri iðju. Raggi kláraði á undan mér og fór strax aft- ur til Íslands. Ég var einhverjum ár- um lengur í Danmörku og samband okkar minnkaði upp frá því. Engu að síður mótuðumst við Raggi sam- an. Við mótuðum að mörgu leyti hvor annan. Hann er og verður þannig alltaf hluti af mér. Nú kveð ég þenn- an gamla æskuvin og varðveiti hann innra með mér eins og að framan er lýst. Ég votta hans nánustu mína innilegustu samúð. Jakob Emil Líndal. Ragnar Jón Gunnarsson, arkitekt og skipulagsfræðingur, var starfs- maður Skipulagsstofnunar með hléum á árunum 1986–1993. Ragnar Jón var mikill frumkvöðull, hug- myndaríkur og ótrúlega öflugur í því að greina aðstæður og leggja til tæknilegar lausnir. Hann var því mikill fengur fyrir stofnunina þegar hann réðst þar til starfa. Á árunum 92–93 stjórnaði Ragnar Jón nýju þróunar- og gæðasviði stofnunarinn- ar þar sem gerðar voru tilraunir með aðferðir í skipulagsgerð og notkun upplýsingatækni. Ragnar Jón var svo áhugasamur um þau verkefni sem hann vann við að hann átti það til að gleyma því að gera hlé á vinnu og varð því stundum úr- vinda. Enda varð hann fljótlega meðal helstu sérfræðinga í land- fræðilegum upplýsingakerfum á þeim árum sem hann vann hjá Skipulagsstofnun. Þegar litið er til- baka til þessara ára er með ólík- indum að sjá hversu framsýnn Ragnar Jón var og hversu vel hon- um tókst til við ýmis sérhæfð verk- efni eins og t.d greiningu skipulags- áætlana, notkun landslagslíkana og tilraunir með mat á umhverfisáhrif- um framkvæmda. Á árunum 1991–93 var Ragnar Jón fulltrúi stofnunarinnar í vinnu- hópi um landfræðileg upplýsinga- kerfi sem var einn af 8 hópum sem tóku þátt í tilraunaverkefni um- hverfisráðuneytisins um gerð stað- fræðikorta, gróðurkorta og um land- fræðileg upplýsingakerfi. Á grundvelli niðurstaðna úr 8 vinnu- hópum lagði stýrihópur verkefnisins til ákveðið framhald sem því miður varð ekki af m.a. vegna mikils kostn- aðar. Sú niðurstaða olli starfsfólki Skipulagsstofnunar miklum von- brigðum, ekki síst Ragnari Jóni, sem hafði átt þar stóran hlut að máli. Við andlát Ragnars Jóns minnist ég hans sem mikils hugsuðar sem átti afgerandi erindi í heim skipu- lagsmála á Íslandi en ég minnist hans líka sem góðrar manneskju með miklar og heitar tilfinningar. Ég vil fyrir hönd starfsmanna Skipulagsstofnunar senda fjölskyldu Ragnars Jóns innilegar samúðar- kveðjur. Stefán Thors. Meira: mbl.is/minningar Ragnar Jón Gunnarsson ✝ JÓHANN SIGMUNDSSON, Lindargötu 57, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti mánudaginn 16. mars. Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 23. mars kl. 15.00. Sigríður Jóhannsdóttir, Haraldur Hermannsson, Sigurdís Haraldsdóttir, Svava Jóhanna Haraldsdóttir, Jóhann Haraldsson, Vilborg Áslaug Sigurðardóttir, Guðrún Karla Sigurðardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Kristjana Ósk Sigurðardóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, VALDIMAR ÞÓRÐARSON húsasmíðameistari, Heiðarvegi 4, Selfossi, lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum Selfossi þriðjudaginn 17. mars. Útför hans verður auglýst síðar. Helga Jóhannesdóttir, Jónína Valdimarsdóttir, Guðmundur Baldursson, Björgvin Þ. Valdimarsson, Sigríður Magnea Njálsdóttir, Guðrún Valdimarsdóttir, Sigurður Bragason, Magnea Kristín Valdimarsdóttir, Sigurður Rúnar Sigurðsson, Björk Valdimarsdóttir, Oddný Magnúsdóttir, Emil Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar og systir, AUÐBJÖRG PÉTURSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Nausti Þórshöfn mánudaginn 16. mars. Kveðjuathöfn fer fram frá Þórshafnarkirkju mánudaginn 23. mars kl. 14.00. Jarðsungið verður frá Hvammstangakirkju þriðjudaginn 24. mars kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hennar láti dvalarheimilið Naust njóta þess. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Oddný Snorradóttir, Gunnlaugur Snorrason, Stefanía Jónína Snorradóttir, Hólmfríður Stefánsdóttir, Þórarinn Jónas Stefánsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR, lést á Hrafnistu Víðinesi þriðjudaginn 17. mars. Útför verður auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR frá Efra-Hóli, Staðarsveit, síðar búsett á Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki miðvikudaginn 11. mars. Jarðsett verður á Staðarstað laugardaginn 21. mars kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Friðjón Jónsson, Hanna Olgeirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.