Morgunblaðið - 20.03.2009, Qupperneq 36
Mig langar í örfá-
um orðum að kveðja
Áslaugu systur mína
sem lést langt um
aldur fram eftir langa
og erfiða baráttu við MS-sjúkdóm-
inn.
Áslaug var sterk og dugleg kona
sem bjó yfir einstakri jákvæðni.
Þegar hún var spurð hvernig hún
hefði það brosti hún og svaraði jafn-
an: „Ég hef það fínt.“ Þegar ég
eignaðist mitt fyrsta barn var ég
svo heppin að eiga Áslaugu að til að
passa, þá aðeins 10 ára. Hún gerði
það af einstakri umhyggju og natni,
það var eins og hún væri með sitt
eigið barn þrátt fyrir ungan aldur.
Það kom ekki á óvart að hún skyldi
giftast og eignast börn ung, en hún
var búin að eiga sín þrjú börn að-
eins 23 ára gömul.
Áslaug var alltaf hress og kát,
þrátt fyrir að lífið væri ekki alltaf
auðvelt. Hún lagði mikið upp úr að
eignast eigið húsnæði og lögðu þau
Siggi hart að sér í vinnu til að svo
gæti orðið. Áslaug var mikil
mamma og hélt vel utan um fjöl-
skyldu sína. Undanfarin ár glímdi
Áslaug við erfið veikindi og var
aðdáunarvert að fylgjast með af
hversu mikilli alúð og væntumþykju
börnin sinntu henni og var það
henni ómetanlegt.
Ég trúi því að þú sért nú komin á
betri stað, laus við fjötra og sjúk-
dóma, megir þú hvíla í friði kæra
systir.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Anna Guðmundsdóttir.
Áslaug
Guðmundsdóttir
✝ Áslaug Guð-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
15. apríl 1958. Hún
lést á hjúkrunarheim-
ilinu Skógarbæ 11.
mars sl. Útför Ás-
laugar var gerð frá
Langholtskirkju 19.
mars.
Elsku Áslaug mín,
nú er kallið komið.
Þín bíða önnur verk-
efni á betri stað. Þú
varst sú sjötta í röð-
inni af okkur átta
systkinunum. Fórst
snemma að búa og
eignast börn. Áttir
góðan eiginmann,
Sigurð. Þótt leiðir
ykkar skildi síðar
slitnaði kærleiks-
strengurinn aldrei á
milli ykkar en hélst
til hinstu stundar.
Heppin varstu einnig með tengda-
foreldra sem reyndust þér sem aðr-
ir foreldrar, þau Halldóra (látin) og
Einar. Alla tíð voru þau í sambandi
við þig. Þú hafðir góða nærveru,
varst kærleiksrík og glaðleg. Elsk-
aðir veislur og að vera innan um
fullt af fólki. Þegar þú komst í heim-
sókn þá var gaman. Já það er margs
að minnast. Þú varst mikil prjóna-
og saumakona hér áður. Lék allt í
höndunum á þér. Brauðterturnar
þínar voru sko þær flottustu og
bestu, líka smurbrauðið og terturn-
ar. Ég lærði þetta allt af þér. Lífið
fer mismjúkum höndum um okkur.
Það fékkst þú að reyna með þín al-
varlegu veikindi, sem voru mjög
ströng. En það birti nú alltaf yfir
þér þegar ég fór að tala um börnin
þín og barnabörnin. Þau voru það
sem skipti máli og tengdabörnin
líka. Heppin varstu að eiga þennan
samhenta hóp. Þau sinntu þér svo
vel upp á hvern einasta dag og af
mikilli alúð.
Elsku Áslaug mín, þú kunnir sko
að meta það að fá heimsóknir. Vil ég
þakka öllum þeim sem hlúðu að þér
og heimsóttu þig.
Þú gengin ert hugglöð á frelsarans
fund
og fagnar með útvaldra skara,
þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver
und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún)
Ég bið Guð og góðar vættir að
vaka yfir börnunum þínum og
þeirra fjölskyldum. Hjartans þakk-
ir fyrir allt kæra systir. Kveðja
Ólöf og fjölskylda.
Ég ætla að skrifa hérna fáeinar
línur til að minnast elskulegrar
mágkonu minnar, Áslaugar Guð-
mundsdóttur, sem var aðeins 50 ára
að aldri þegar hún kvaddi þennan
heim eftir mikil og alvarleg veik-
indi. Þegar ég hugsa til Áslaugar þá
sé ég hana fyrir mér, eins og ég sá
hana fyrst þegar ég kom á Lang-
holtsveg 95, glaðhlakkalega, svolítið
frakka, aðeins 14 ára gamla, mér
fannst hún vera einhvern veginn í
forsvari fyrir systkini sín. Einlæg
og opin, alltaf í góðu skapi. Þannig
var Áslaug, líka sem fullorðin
manneskja, reyndi að sjá björtu
hliðarnar á lífinu, hláturmild og
geislandi. Þó er ekki hægt að segja
að lífið hafi farið um hana mjúkum
höndum. Hún var mjög ung, aðeins
15 ára, þegar hún kynntist fyrrver-
andi manni sínum, Sigurði Einars-
syni, og átti með honum þrjú ynd-
isleg börn. Þessi ungu hjón börðust
fyrir afkomu sinni eins og algengt
var á þeim tíma. Oft unnu þau á
fleiri en einum vinnustað samtímis
til að ná endum saman, eignast þak
yfir höfuðið og sjá börnum sínum
farborða. En þau voru tiltölulega
ung þegar þau veikjast bæði, hann
berst við alvarleg andleg veikindi
og hún við MS (heila- og mænu-
sigg). Það er ómögulegt að segja
hvernig þeirra samvistum hefði
reitt af ef þessi þungbæru veikindi
hefðu ekki barið að dyrum.
En sólargeislarnir í lífi þeirra
beggja eru samt sem áður börnin
þeirra þrjú, Þuríður, Jón og Hall-
dóra, og svo auðvitað barnabörnin.
En ég leyfi mér að segja, að öllum
öðrum ólöstuðum, að þessi þrjú
börn eru engum öðrum lík, þau hafa
á öllum tímum sólarhringsins verið
boðin og búin að annast móður sína
og aldrei sleppt úr degi. Alltaf var
eitthvert þeirra á staðnum, ef ekki
öll. Mikið var hún Áslaug rík, enda
kunni hún að meta það, hún var svo
stolt af þeim og hvað þau voru dug-
leg að læra og bjarga sér. Þetta
sagði hún mér sjálf á góðri stundu
þegar öll voru komin með fjölskyldu
og í framhaldsnám, hún hreinlega
lifði fyrir börnin sín.
Ég vil senda börnum hennar,
tengdabörnum, barnabörnum, föð-
ur þeirra Sigurði, afa Einari og
systkinum innilegar samúðarkveðj-
ur. Mig langar að kveðja þessa
elskulegu konu og enda þessa grein
með ljóðinu um rósina sem mér
finnst vera ljóðið hennar Áslaugar.
Undir háu hamrabelti
höfði drúpir lítil rós.
Þráir lífsins vængja víddir
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan
hjartasláttinn rósin mín.
Er kristallstærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað,
krjúpa niður, kyssa blómið,
hversu dýrðlegt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei, það er minning þín.
(Guðmundur G. Halldórsson)
Margrét Brynjólfsdóttir.
Elsku hjartans Áslaug mín.
Núna þegar þú hefur kvatt okkur
eftir löng og erfið veikindi vakna
margar góðar og gamlar minningar,
en líka sorg og söknuður. Við höfum
þekkst í 35 ár, og verið mágkonur í
tæp 34 ár. Saman stofnuðum við
saumaklúbb, ásamt nokkrum stelp-
um, sem er orðinn 30 ára. Okkar
samskipti hafa öll verið á einn veg,
engan skugga hefur borið þar á. Ég
var að rifja það upp að okkur varð
aldrei sundurorða, við áttum vel
skap saman. Okkar fjölskyldur
höfðu alla tíð mikil samskipti, börn-
in okkar á sama aldri og góð vinátta
þar. Oft var gaman á árum áður
þegar þið Siggi buðuð okkur austur
í sumarbústað. Það var grillað og
skemmt sér og endað á göngu í
sandfjörunni. Síðan var sungið og
haft gaman. Sumarbústaðurinn var
stór þáttur í lífi ykkar og tengdafor-
eldra þinna Halldóru og Einars. Þú
reyndist foreldrum þínum vel og
sérstaklega Þuríði mömmu þinni,
eftir að pabbi þinn dó. Þú varst ekki
róleg nema þú kæmir við hjá henni
daglega. Þú misstir mikið þegar
hún dó. Einnig reyndust Halldóra
og Einar þér vel, eftir að þið Siggi
skilduð, þau litu alltaf á þig sem
tengdadóttur sína og þú kallaðir
þau alltaf tengdó. Þú saknaðir Hall-
dóru mikið eftir að hún dó. Seinustu
ár hafa verið erfið þar sem sjúk-
dómurinn tók smám saman völdin,
en þú varst alltaf bjartsýn, glöð og
skemmtileg.
Kæru Þurí, Jón og Dóra. Þið haf-
ið reynst mömmu ykkar frábærlega
vel. Það leið aldrei sá dagur að þið
færuð ekki í heimsókn til hennar,
eða tækjuð hana heim í heimsókn,
afmæli eða jafnvel í leikhús og
fleira. Hún var líka endalaust stolt
og ánægð með ykkur, börnin sín,
tengdabörn og ekki síst barnabörn-
in. Við fjölskyldan sendum innileg-
ar samúðarkveðjur til ykkar allra.
Elsku Áslaug, ég kveð þig eins og
ég sagði svo oft þegar ég kvaddi
þig, hvíldu þig núna, við sjáumst
seinna. Guð varðveiti þig og styrki
eftirlifendur í sorginni.
Þín mágkona og vinkona,
Emilía Guðrún.
Elsku Áslaug. Ég man svo vel
eftir þér í Flúðaselinu. Þú varst svo
góð og yndisleg. Eitt sinn var ég að
teikna mynd af hundi og mér fannst
hundurinn vera alveg eins og Bóbó,
heimilishundurinn þinn í Flúðasel-
inu. Ég ákvað að gefa þér myndina
og bað um að hún yrði sett upp hjá
honum Bóbó. Þú varst voða glöð og
gerðir eins og ég bað um. Ég held
að myndin hafi glatt okkur báðar
mikið því þú ljómaðir öll þegar þú
fékkst hana.
Elsku frænka mín, þú varst alltaf
svo blíð og góð. Ég var alltaf svo
hjartanlega velkomin á heimili þitt.
Þegar þú varst ung hlustaðir þú
mikið á hljómsveitirnar Abba og
Dr. Hook. Þú giftist ung og eign-
aðist falleg börn. Þú glímdir við erf-
ið veikindi síðustu æviárin þín á
stofnun, en ég sá bara alltaf hina
góðu og skemmtilegu frænku mína
þegar ég hitti þig þar. Ég mun allt-
af hugsa fallega um þig. Þú varst
svo góð frænka. Nú ertu farin til
foreldra þinna og kannski heilsar
heimilishundurinn, hann Bóbó, þér
á þeim stað sem þú ert nú á. Ég á
minningu um frábæra frænku.
Sigurlaug Sara Jónsdóttir.
Þegar við fréttum af fráfalli Ás-
laugar vinkonu okkar og sauma-
klúbbsfélaga hvarflaði hugurinn til
baka og minningarnar streymdu
fram.
Þegar börnin voru lítil voru
saumaklúbbsstundirnar heilagar og
ekkert mátti koma í veg fyrir mæt-
ingu okkar annan hvern fimmtudag
kl 20 og stóð klúbburinn yfirleitt
langt fram á nótt, enda vorum við
heimavinnandi með lítil börn og
þetta voru okkar gæðastundir án
barnanna. Minningarnar hrannast
upp, mikið hlegið og spjallað og
handavinnan fékk að vera með. Við
36 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009
Fyrstu kynni mín af
Helga Ívarssyni voru
á útmánuðum 1986. Þá
var haldinn fjölmenn-
ur bændafundur í
Njálsbúð og tilefni
fundarins voru skerðingar á fram-
leiðsluheimildum. Á fundinn mættu
m.a. þingmenn kjördæmisins og ráð-
herrar. Þungt hljóð var í bændum.
Helgi tók til máls. Gekk álútur hæg-
um skrefum að pontunni. Honum lá
lágt rómur, en salurinn hljóðnaði og
allir lögðu við hlustir þegar hann hóf
mál sitt sem hann flutti skýrt og
blaðalaust. Fyrst fór hann yfir aðal-
atriði málsins og svo lagði hann mat
á stöðuna í stuttu og hnitmiðuðu
máli. Aðalatriðin lágu ljós fyrir.
Menn biðu eftir því sem Helgi sagði
þegar fundir voru haldnir.
Ég átti því láni að fagna að starfa
með Helga að Rjómabúinu Baugs-
stöðum frá 1992 en með okkur í
stjórn voru Páll Lýðsson og Sigurð-
ur Pálsson húsvörður. Við hittumst
reglulega í Rjómabúinu í kringum
Jónsmessuna. Fróðlegt var að fylgj-
Helgi Ívarsson
✝ Helgi Ívarssonfæddist í Vestur-
Meðalholtum í Gaul-
verjabæjarhreppi 2.
júní 1929. Hann lést
13. febrúar síðastlið-
inn og var jarðsung-
inn frá Gaulverjabæj-
arkirkju 21. febrúar.
ast með þeim Helga og
Páli ræða saman liðna
tíð. Þeir nutu þess
innilega og höfðu gam-
an hvor að öðrum.
Rjómabúið og saga
þess var þeim báðum
hugleikin og til allrar
blessunar skrifuðu
þeir saman sögu
Rjómabúsins í tilefni
af 100 ára afmæli þess
árið 2005. Þar er
merkri sögu Rjóma-
búsins bjargað frá
glatkistunni í litlu
kveri en snotru. Helgi var svo vini
sínum Páli til halds og trausts á vel-
heppnuðum sagnfræðinámskeiðum
sem haldinn voru á vegum Fræðslu-
nets Suðurlands síðustu haust. Sat
honum á hægri hönd og sem fyrr
beið hann til loka tímans og kom þá
gjarnan með viðbót við fróðleikinn
frá Páli. Stundum var Páli farið að
lengja að heyra frá Helga og sagði
þá gjarnan „hvað segir þú, Helgi?“.
Ekki stóð á svari. Samantekt, nið-
urstaða og ályktun ef þess þurfti.
Eftir að Helgi brá búi og flutti á
Selfoss gat hann einbeitt sér að
hugðarefnum sínum sem var þjóð-
legur fróðleikur og sagnfræði. Tím-
inn leið hratt og hann undi hag sín-
um vel. Nú hefur hann lokið jarðvist
sinni og gengið á fund feðra sinna.
Blessuð sé minning hans.
Sveinn Sigurmundsson.
✝ Sigurfinnur Ara-son úrsmiður
fæddist í Reykjavík
13. september 1931.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni 13. mars 2009.
Foreldrar hans voru
Ari Finnsson verka-
maður f. 1899, d.
1974 og Guðlaug
Magnúsdóttir hús-
móðir f. 1898, d.
1941. Sigurfinnur
átti einn bróður,
Pálma, f. 1928, d.
1997.
Sigurfinnur kvæntist 20.9. 1952
Margréti Svövu Matthíasdóttur, d.
1999. Þau slitu samvistum 1971.
Börn þeirra eru 1) Guðlaug A.,
maki Yngvi Þ. Kristinsson, þau
eiga 3 börn. 2) Jón K., maki Bryn-
dís Þorgeirsdóttir, þau eiga 2
börn. 3) Rúnar P.,
maki Sandra S.
Ragnarsson, þau eiga
1 barn. 4) Ari, maki
Dóra Þórhallsdóttir,
þau eiga 2 börn. 5)
Logi, maki Jónína
Ágústsdóttir, þau
eiga 3 börn. 6) Guð-
rún, maki Gústav
Gústavsson, þau eiga
2 börn.
Þegar Sigurfinnur
lét af störfum sem
úrsmiður hóf hann
störf sem lagerstjóri
á innkaupalager Ríkisskipa þar til
Ríkisskip var lagt niður, hóf hann
þá störf hjá Háskóla Íslands sem
húsvörður í aðalbyggingu og starf-
aði þar til 70 ára aldurs.
Útför Sigurfinns fer fram frá
Neskirkju í dag, 20. mars, og hefst
athöfnin kl. 13.
Elsku afi, um leið og við kveðjum
þig rifjast upp minningarnar sem
við eigum um þig.
Efst í huga okkar eru öll jólin
okkar saman, þú komst alltaf sam-
ferða kirkjuklukkunum á slaginu
sex og eyddir með okkur aðfanga-
dagskvöldi. Þegar við vorum lítil
biðum við með mikilli eftirvæntingu
eftir pakkanum frá afa, ekkert var
til sparað hjá þér þegar kom að því
að gefa gjafir, þú lagðir þig alltaf
allan fram um að gjafirnar frá þér
hittu í mark. Aldrei léstu okkur
systkinin heldur ganga um með úr
sem ekki voru alvöru, og munum
við ekki töluna á öllum þeim glæsi-
legu úrum sem þú gafst okkur,
enda úrsmíðameistari að mennt.
Við munum líka eftir öllum þeim
áramótum sem þú komst keyrandi
inn Nökkvavoginn í gegnum flug-
eldahafið, við hlógum oft mikið að
áhyggjum þínum af því hvort nokk-
uð sæi á bílnum, enda varstu mikill
bíladellukall og lagðir mikið upp úr
því að eiga glæsilega bíla sem iðu-
lega voru stífbónaðir. Samt gerðir
þú þér alltaf ferð til okkar eingöngu
til að kyssa okkur gleðilegt ár og
eiga með okkur góða stund. Það
þótti okkur alltaf mjög vænt um.
Eftir að þú veiktist og jafnvel enn
þann dag í dag söknum við þess að
sjá þig koma keyrandi inn götuna í
gegnum allt eldhafið þegar áramót-
in ganga í garð. Mánudagskvöldin í
Nökkvavoginum eru okkur líka
minnisstæð þar sem þú komst alltaf
og borðaðir með okkur soðna ýsu. Í
öll þau skipti sem þú komst var allt-
af sami hátturinn á, eitt bank og
svo kom „sælt veri fólkið“, þegar
við heyrðum þetta hlupum við fram
á gang og þar stóðstu tilbúinn með
tópas handa okkur. Aldrei leið sá
dagur að afi færi ekki í sund og
gladdi það okkur mjög þegar hann
ákvað að bjóða okkur með, sem
hann gerði stundum, þær ferðir
enduðu alltaf með ís í Vesturbæn-
um, og þótti okkur það alltaf jafn
spennandi. Elsku afi, þú þurftir að
ganga í gegnum mörg erfið ár und-
ir lokin og skiljum við ekki af
hverju sjúkdómur eins og Alzheim-
er er lagður á sumt fólk. Okkur
þótti mjög vænt um stundina sem
við áttum saman tveimur dögum
áður en þú kvaddir þennan heim og
erum við mjög þakklát fyrir að hafa
fengið að kyssa þig bless. Loksins
fékkstu þína hvíld og vonandi líður
þér betur. Minningin um þig lifir í
hjörtum okkar.
Þín barnabörn
Finnur Þór, Kristín Björg og
Margrét Edda.
Sigurfinnur Arason