Morgunblaðið - 20.03.2009, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 20.03.2009, Qupperneq 37
saman í sumarbústað hér og þar í nágrenni Reykjavíkur, við í líkams- rækt allar saman, við að búa til komfekt fyrir jólin, við í undirbún- ingi fyrir slúttið, mála okkur og greiða með Dr.Hook á fóninum. Við saman úti að borða í okkar fínasta pússi, við að stjórna hljómsveitinni á ballinu. Þetta voru góðar stundir. Við þökkum Áslaugu samfylgdina og allar minningarnar á þessum 30 árum. Elsku Þurý, Jón, Dóra og Siggi, við viljum votta ykkur og fjöl- skyldum ykkar innilega samúð okk- ar á þessari erfiðu stundu. Ása, Björk, Elfa, Emelía, Kristín, Ragna og Rósa. Elsku frænka, það er ótrúlega skrítið til þess að hugsa að þú sért farin frá okkur. Við erum varla búin að átta okkur á þessu ennþá. Við vissum að það gæti brugðið til beggja vona hjá þér þar sem þú varst orðin svo mikið veik og þér hrakaði svo mikið undanfarið. En við áttum nú alls ekki von á því að þú færir alveg svona fljótt. Þér hrakaði einnig mikið í nóvember síðastliðnum og þú varst alveg við það að kveðja þá. En svo ákvaðstu að þrauka aðeins lengur fyrir fjöl- skylduna þína til að vera með þeim um jólin. Þér líður eflaust mikið betur núna, laus við alla þjáningu og alla erfiðleikana sem fylgdu sjúkdómi þínum. Nú geturðu loks- ins hreyft þig aftur, gengið og talað. Þú varst einmitt mikil selskapskona og elskaðir að tala þannig að þú ert eflaust mjög fegin að geta tjáð þig á ný. Þú varst alveg rosalega sterk og dugleg að þrauka svona lengi þrátt fyrir allt og án efa hefurðu gert það fyrir fjölskylduna þína sem þú lifðir fyrir. Elsku frænka, það var alveg rosalega erfitt að horfa upp á þig svona veika og maður reyndi ávallt að halda í vonina um að þér myndi batna. Ég á margar gamlar góðar minningar frá ferðalögum með ykk- ur fjölskyldunni og hundinum ykk- ar honum Bóbó, austur undir Eyja- fjöll. En þangað fór ég stundum með ykkur fjölskyldunni á sumrin í denn. Það var alveg rosalega gaman og mikið ævintýri sem ég gleymi aldrei. Þar var sko ýmislegt skemmtilegt brallað. Áður en þið fjölskyldan byggðuð ykkur sum- arbústaðinn Gljábakka var gist í Vesturholti en svo þegar fallegi sumarbústaðurinn ykkar var tilbú- inn þá var að sjálfsögðu gist þar. Það var mjög skemmtilegt og öðru- vísi að gista í sumarbústaðnum ykk- ar og stemmningin þar minnti mann soldið á gamla daga. En í upphafi var þar t.d. ekkert rafmagn og ekkert rennandi vatn sem gaf dvölinni mjög skemmtilegan og sveitalegan blæ. Þær eru sem betur fer margar minningarnar frá því í denn sem hægt er að ylja sér við á svona stundu. Við látum þessa fal- legu vísu fylgja með að lokum. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku frænka, við vonum að þú hafir það sem allra best á nýjum stað. Megi englar Guðs vaka yfir þér. Guð blessi og styrki börnin þín og fjölskyldur þeirra. Kveðja. Berglind og Alex Breki. Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009 Atvinnuauglýsingar Háseti óskast Háseta, vanan netaveiðum, vantar á Mörtu Ágústsdóttur GK-14 frá Grindavík. Upplýsingar í síma 894 2013 og 426 8286. Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Skákmót Vals - Hrókurinn verður haldið miðvikudaginn 25. mars og hefst kl. 20.00. Ekkert þátttökugjald. Áhugasamir þurfa að skrá sig hjá sigga@valur.is. Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Reyðarkvísl 3, 204-3961, Reykjavík, þingl. eig. Ragnar Bragason og Kristín Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur G.Sölva ehf, Kaupþing banki hf, Nýi Glitnir banki hf, Reykjavíkurborg ogTollstjóraembættið, þriðjudaginn 24. mars 2009 kl. 11:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 19. mars 2009. Félagslíf I.O.O.F. 12  190032081/2  O Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Bækur Kaupi bækur Kaupi bækur og bókasöfn. Upplýsingar í síma 898 9475, Þorvaldur. Ferðalög Ferðaþjónustan Bakkaflöt Skagafirði sími 453 8245 www.bakkaflot.com www.riverrafting.is Hljóðfæri Dúndurtilboð Kassagítarar: 1/4 stærð kr. 10.900 pakkinn með poka, strengjasetti og stilliflautu. 1/2 stærð kr. 7.900. Full stærð kr. 12.900. 3/4 kr. 10.900. 4/4 kr. 12.900. Rafmagnsgítarpakkar frá kr. 29.900. Hljómborð frá kr. 17.900. Trommusett kr. 49.900 með öllu. Gítarinn, Stórhöfða 27 sími 552 2125 www.gitarinn.is Húsnæði í boði Til leigu 2- herb. íbúð á Álftanesi. Íbúðin er í Birkiholti á 3.hæð 76,3 fm. þvottahús á hæð, sérinngangur úr stigahúsi, stórar svalir. Geymsla á jarðhæð. Leiga 90þús.+ Hússj. 5þús. Upplýsingar í síma 822 3811. Spánn - Alicante Meðeigandi óskast að fallegu raðhúsi í Torrevieja. Upplagt fyrir starfsmanna- og félagasamtök. S. 899 2940. FERMINGARTILBOÐ í Mistyc Tan-brúnkuklefann Verð kr. 2.000. Dalshrauni 11, 220 Hafnarfjörður. 565 6767. Sumarhús Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Gestahús 20 m² Enn á gamla genginu. 44 mm bjálki. Verð kr. 789.000. Spónasalan ehf. Smiðjuvegi 40, gul gata, sími 567 5550. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Verslun Ferming 2009 Fermingargjafir. Gallerí Símón, Laugavegi 72, sími 534-6468. Skattframtöl Framtalsþjónusta 2009 Skattaframtöl fyrir einstaklinga, einstaklinga með rekstur og félög. Einnig bókhald. Hagstætt verð - vönduð vinna. Sæki um frest. Sími 517 3977 - framtal@visir.is Þjónusta GULLSKARTGRIPIR - GULL Kaupum til bræðslu allar tegundir gullskartgripa, gamla, nýlega, ónýta, gegn staðgreiðslu. demantar.is Magnús Steinþórsson, Pósthússtræti 13, sími: 699-8000. Ýmislegt Teg. 84830 - léttfylltur BH - léttfylltur, rómantískur og fallegur á kr. 3.850,- teg. 84831 boxer buxur í stíl á kr. 1.950,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.- fös. 10-18, lau. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Teg. 6560 mjög flottur BH í DE skálum á kr. 3.850,- , mjúkar boxer buxur í stíl á kr. 1.950,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.- fös. 10-18, lau. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Arisona inniskór. Stærðir: 36 - 48, litur: svart. Verð: 10.350.- Profi-Birki vinnuskór Vatnsheldir klossar úr Alpro-foam með lausu fótlaga innleggi. Henta vel í eldhús, matvælaiðnað, þrif og margt fleira. Stærðir: 39 - 47, litir: svart og hvítt. Verð: 10.790.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18. laugard. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Bílaþjónusta Húsviðhald Þarftu að breyta eða bæta heimahjá þér? Eða þarftu aðstoð í nýbyggingunni? Við erum til í að aðstoða þig við alls- konar breytingar. Við erum til í að brjóta niður veggi og byggja upp nýja, breyta lögnum, flísaleggja eða parketleggja og fl. Bjóðum mikla reynslu og góð vinnubrögð. Upplýsingar í síma 899 9825. Tökum að okkur að leggja PVC dúk á þök og bílskúra. Þjónum lands- byggðinni einnig. Erum líka í viðgerðum. Uppl. í síma 659-3598. Sisal teppi Falleg-sterk-náttúruleg. Strönd ehf. Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, s. 533-5800. Ertu að leita þér að vinnu? atvinna Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minn- ingargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að út- för hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur ver- ið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefn- um, www.mbl.is/minningar. Æviá- grip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefn- um. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á net- fangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.