Morgunblaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 42
42 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009 Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „VIÐ eigum sameiginlega þörfina fyrir að gera hlutina sjálf og að okkar sköpun sé ekki háð ut- anaðkomandi öflum, við erum tilbúin að sýna hvar sem er og vilj- um vinna list okkar inn í sam- félagið beint,“ segir Páll Haukur Björnsson sem er hluti af tíu manna hópi ungra myndlist- armanna sem halda nú sýningu á Háskólatorgi Háskóla Íslands. Sýningin nefnist Rifrildi: Lægsti sameiginlegi samnefnari og stend- ur til 25. mars. „Þetta er myndlistarsýning og ekkert óvenjuleg sem slík. En að- almálið hjá okkur var að finna vettvang til að sýna á. Við komum okkur saman um að frumforsendan fyrir því að sýna væri að vera keyrð áfram á okkar eigin skap- andi krafti. Okkur langaði að fara með listina inn í nýtt umhverfi, fara til áhorfandans í stað þess að hann þurfi að sækja listamanninn heim. Á þann hátt velur listamað- urinn sér sína áhorfendur og mæt- ir þeim í þeirra umhverfi,“ segir Páll en nemendum, starfsmönnum og gestum Háskóla Íslands verður m.a. boðið upp á vídeóverk, skúlp- túra, ljósmyndir og gjörninga og er verkunum dreift um torgið og lóðina í kring. Nútíminn víður snertiflötur Listamennirnir kusu að fjalla um nútímann í verkum sínum. „Við erum öll saman í umræðu- hópi þar sem við höfum m.a. verið að rífast um gildi myndlistar. Eitt af því sem við komumst að var að okkur langar til þess að gera myndlist sem fjallar um eitthvað og sem skiptir máli frekar en að vera í sjálfsprottnum naflaskoð- unum. Nútíminn er víður snerti- flötur og misjafnlega túlkaður eftir listamönnunum en við teljum okk- ur öll vera að tengjast því sem hef- ur verið að gerast í þjóðfélaginu upp á síðkastið.“ Sami tíu manna hópur vinnur einnig að því að koma af stað mál- þingi eftir sýninguna um það sama og hún snertir á. „Við viljum ræða um til hvers myndlist er, hvort hún sé aðeins til að fara að skoða á sunnudögum eða hvort hún gegnir einhverju veigameira hlutverki og hvort það sé hægt að nýta hana og koma henni fyrir annars staðar en í hinu hefðbundna starfsumhverfi listamannsins,“ segir Páll að lok- um. Keyrð áfram af krafti  Tíu listamenn sýna Rifrildi á Háskólatorgi  Vilja vinna listina beint inn í samfélagið  Verkin tengjast því sem hefur verið að gerast í þjóðfélaginu Morgunblaðið/Kristinn Þrír af tíu Listamennirnir Brynja Björnsdóttir, Páll Haukur Björnsson og Logi Bjarnason á Háskólatorgi. Fólk AF einhverjum sökum er óvenjumikið um tón- leikahald þessa helgina og ekki forsvaranlegt annað en að tæpa á þeim helstu. GusGus á NASA, í kvöld Sveitin hélt síðast tónleika á Airwaves og gerði þá allt vitlaust. Mikið stendur til í þetta skiptið en sveitin mun í fyrsta sinn leika lög af væntanlegri plötu sinni, 24/7, fyrir landann en platan kemur út í júlí undir merkjum hinnar virtu útgáfu Kompakt. GusGus gerir svo víðreist í sumar og spilar m.a. á Sonar-hátíðinni í Barce- lona og um líkt leyti mun Kompakt gefa út end- urhljóðblöndun þeirra Gluteus Maximus (Presi- dent Bongo og Jack Schidt) á Sigur Rósar-laginu „Gobbledigook“. Dikta, Jeff Who?, Dr. Spock og fleira … Hljómsveitirnar Dikta, Jeff Who og Sing for me Sandra spila þá á Sódómu Reykjavík í kvöld. Dr. Spock, Nevolution, Bárujárn og akureyrska kreppupönksveitin Nálgunarbann á pabba verða á Dillon, Hafnarfirði, í kvöld og Agent Fresco leikur á Sódómu á laugardag ásamt sjö sveitum öðrum! Annað grasrótarkvöld Reykjavík Grape- vine og Gogoyoko verður þá haldið í Nýlendu- vöruverslun Hemma og Valda í kvöld og Retro Stefson bræður, þeir Unnsteinn og Logi ætla að þeyta skífum á Karamba daginn eftir. Og síðast en alls ekki síst heldur gáfaðasta sveit landsins, hinir ástsælu Spaðar, sitt árlega ball á NASA á morgun. Holskefla af tónleikum um helgina Flottir GusGus-liðar hafa snyrtimennskuna í fyr- irrúmi, nú sem ætíð. Þeir spila á NASA í kvöld.  Hljómsveitakeppnin sívinsæla Músíktilraunir hefst í næstu viku, föstudag, í Íslensku óperunni. Á vef Tilraunanna (www.musiktil- raunir.is) segir m.a.: „Stúlkur eru eindregið hvattar til þátttöku á Músíktilraununum 2009 til að sýna og sanna að „stelpur rokka“. Ekki er enn vitað hvernig sveitir þær sem taka þátt eru skipaðar en tónn- inn hefur þegar verið sleginn með dómnefndinni. Í fyrsta skipti í 27 ára sögu keppninnar eru fleiri kon- ur en karlar í hinni sjö manna dóm- nefnd, en hana skipa þau Árni Matt- híasson, Alexandra Kjeld, Arnar Eggert Thoroddsen, Hildur Guðný Þórhallsdóttir, Kristján „Kiddi Rokk“ Kristjánsson, Margrét Erla Maack og Ragnheiður „Heiða“ Ei- ríksdóttir. Vanalega hefur í mesta lagi ein kona prýtt dómnefndina, þó að þróunin hafi reyndar verið í rétta átt hin síðustu ár. Nú hefur hins vegar sögulegt skref verið stigið og óneitanlega spennandi að velta því fyrir sér hvaða áhrif þetta hefur á útkomuna í keppninni. Vel kvenlægar Músíktilraunir  Nýja Síma-auglýsingin með Hilmi Snæ Guðnasyni ætlar ekki að verða langlíf ef marka má við- brögð hins almenna neytanda við henni. Á meðal þeirra sem gagn- rýna auglýsinguna en tónlistarmað- urinn og frístundablaðamaðurinn Dr. Gunni sem segir hana langa og últraleiðinlega og að meira að segja mömmu hans þyki hún óþolandi. Auglýsingin þykir ágætt dæmi um það sem á ensku er kallað „bunker- mentality“ en það felur í sér til- hneigingu þröngs hóps manna til að verða hugmyndalega samdauna. Dr. Gunni segir að lokum í blogg- færslu sinni að auglýsingin sé svo slæm að hann sé alvarlega að spá í að skipta um símafyrirtæki. Vanda- málið sé bara allt vesenið sem slíkt hefði í för með sér. Já, hver kannast ekki við það? „Últraleiðinleg“ auglýsing Símans Listamennirnir tengja verk sín við það sem hefur verið að gerast í þjóðfélaginu upp á síðkastið, spurður hvort þetta sé þá kreppul- ist svarar Páll: „Já, nei ekki þannig, ekki annað en að við fengum vind í seglin við kreppuna. Kreppan lét mann fá á tilfinninguna að nú þyrfti maður að fara að gera hlutina sjálf- ur. Ég hef upplifað það svolítið und- anfarin ár að fólk hafi verið að bíða eftir að hlutirnir gerðust, það var allt svo gott og í svo miklum blóma. Kreppan vakti fólk kannski úr dvala og maður fékk aftur þá gömlu góðu tilfinningu að nú dygði ekkert ann- að en að gera þetta bara sjálfur frá grunni.“ Auk Páls taka eftirtaldir lista- menn þátt í sýningunni: Rakel Mcmahon, Gunnlaugur A. Sigurðs- son, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Eti- enne De France, Logi Bjarnason, Unndór Egill Jónsson, Brynja Björnsdóttir, Una Stígsdóttir og Anik Todd. Jákvæð áhrif kreppunnar Án hvers geturðu ekki verið? Listarinnar. Hvar læturðu helst til þín taka á heimilinu? Í eldhús- inu, mér finnst fátt betra en að gefa góðum gott að borða. Ertu í núinu? (spyr síðasti aðalsmaður, Karl Berndsen, sjónvarpsmaður) Já ég reyni það. Hversu pólitísk ertu á skalanum frá 1-10? Ég sveiflast á bilinu 7,5 til 9,5. Hvernig myndir þú vilja deyja? Sátt við menn og mýs. Hvaða málsháttur á best við þig (þér er frjálst að búa slíkan til)? Enginn fitnar af fögrum orðum. Prófaðu bara! Hvaða persónu myndirðu helst vilja hitta? Hallgerði langbrók af því að mér hefur oft verið líkt við hana. Sem mér finnst mjög fyndið því fólk byggði álit sitt á útliti mínu, ekki innræti. Hverju myndirðu vilja breyta í eigin fari? Væri til í að vera ögn kærulausari. Hver í útskriftarbekknum þínum fer mest í taugarnar á þér? Gukki, hann mætir aldrei. Er Shakespeare ekki bara ofmetinn? Nei, hann er að- gengilegri en margur heldur. Hefurðu lagt í stæði ætlað fötluðum? Nei, svoleiðis gerir maður ekki. Hvað myndirðu gera við 3.200 milljónir (samanlögð laun bankastjóra íslensku bankanna síðustu fimm ár)? Ég myndi deila þeim með íslensku þjóðinni, meg- inpartur í heilbrigðis- og menntakerfið. Hvort er Lilli í Brúðubílnum óþolandi eða yndislegur? Ohh Lilli minn! Lilli er yndislegur og getur ekki verið neitt annað af því að skapari hans er snillingur. Helga hefur kennt mér svo mikið og ég á henni mikið að þakka. Með hvorum myndirðu deila sjeik, Megasi eða Karli Sigurbjörnssyni biskupi? Þeir eru báðir svo hressir að ég bara veit það ekki. Hvaða land hefur þig alltaf langað til að heimsækja? Mig hefur alltaf langað að vera BIG IN JAPAN, og þá meina ég bókstaflega, ég er 181 cm á hæð. Besta bókin? Tímaþjófurinn eftir Steinunni. Svo fal- lega sorgleg. Hvaða plötu hlustar þú mest á þessa dagana? Hún er mjög persónuleg. Ég fékk hana að gjöf eftir frumsýn- inguna á Þrettándakvöldi fyrir viku. Mikið listaverk. Ef þú værir trélitur, hvernig værirðu á litinn? Rauður ekki spurning. Er það satt sem er sagt um rauðhærðar konur? Að við séum í útrýmingarhættu? Já það er satt, þetta er stofn sem þarf að varðveita. Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda? Ætlar þú ekki pottþétt að koma og sjá Þrettándakvöld í Þjóðleikhús- inu? VIGDÍS MÁSDÓTTIR AÐALSMAÐUR VIKUNNAR ÚTSKRIFAST ÚR LEIKLISTARDEILD LHÍ Í VOR OG TEKUR NÚ ÞÁTT Í UPP- FÆRSLU ÞJÓÐLEIKHÚSSINS Á ÞRETTÁNDAKVÖLDI SHAKESPEARES ÁSAMT SKÓLASYSTKINUM SÍNUM. Vigdís Væri til í að vera örlítið kærulaus- ari en hún er í dag. M or gu nb la ði ð/ H ei dd i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.