Morgunblaðið - 21.03.2009, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.03.2009, Qupperneq 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2009 Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is HVORKI starfsmenn fjármálaráðuneytisins né alþingismenn ræddu þann möguleika að breyt- ingar sem gerðar voru á lögum um lífeyrissjóði fyrir síðustu jól og var ætlað að bregðast við af- leiðingum bankahrunsins gætu haft þau áhrif að brot gegn lögunum sem hugsanlega voru framin löngu fyrir bankahrunið yrðu þar með gerð refsilaus. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á fimmtudag voru heimildir lífeyrissjóða til fjár- festinga í óskráðum verðbréfum hækkaðar úr 10% í 20% með lögum sem voru samþykkt 22. desember. Jafnframt voru lögfestar reglur um meðferð séreignarsparnaðar en með þeim voru heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta fyrir sér- eignarsjóði sína í verðbréfum sama aðila rýmk- aðar úr 10% í 20%. Tekju- og lagaskrifstofa fjármálaráðuneyt- isins undirbjó frumvarpið til flutnings á Alþingi. Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri tekju- og lagaskrifstofu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hún vissi ekki til þess að frumvarpið hefði verið rætt með tilliti til þess að brot sem hugsanlega voru framin löngu fyrir bankahrun- ið yrðu gerð refsilaus með lagabreytingunni. Ástæðan fyrir því að heimildir til fjárfestinga í óskráðum félögum hefðu verið rýmkaðar, væru aðstæður á hlutabréfamarkaði. Um mitt ár 2008 hefði verið ljóst að skráðum félögum hefði fækk- að mjög og þeim hefði síðan fækkað enn við bankahrunið. Frumvarpið hefði reyndar gert ráð fyrir hækkun upp í 15% en þegar frum- varpið var til meðferðar hjá Alþingi hefði efna- hags- og skattanefnd tekið tillit til ábendinga líf- eyrissjóða um að nauðsynlegt væri að hækka hlutfallið enn frekar. Breytingar á ákvæðum um séreignarsjóði hefðu verið lengi í farvatninu og væri ætlað að koma á jafnræði milli lífeyr- issjóða og annarra vörsluaðila séreignarsjóða. Greiða fyrir stofnun endurreisnarsjóðs Pétur H. Blöndal þingmaður var formaður efnahags- og skattanefndar þegar nefndin fjallaði um frumvarpið. Nefndin skilaði sameig- inlegu áliti, þ.e. fulltrúar allra flokka voru sam- mála. Pétur sagði að megintilgangurinn með því að rýmka heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta í óskráðum verðbréfum úr 10% í 20% hefði verið að greiða fyrir stofnun endurreisnarsjóðs líf- eyrissjóðanna, sem reyndar hefur ekki enn verið stofnaður. „Þetta var markmiðið en ekki að gera einhver brot sem voru framin áður refsilaus,“ sagði hann. Frumvarpið hefði aldrei verið rætt í því samhengi. Pétur efast raunar um að lagabreytingin muni gera það að verkum að brot sem voru framin fyrir gildistöku lag- anna verði refsilaus. Ræddu ekki um afnám refsingar  Frumvarp um breytingar á lögum um lífeyrissjóði hafði afleiðingar sem hvorki ráðuneyti né al- þingismenn gerðu ráð fyrir  Gerðu hugsanleg brot sem framin voru fyrir bankahrunið refsilaus Í HNOTSKURN » Í hegningarlögum er kveðið á umað einungis sé hægt að dæma menn til refsingar fyrir brot sem eru bönnuð samkvæmt gildandi lögum. » Því gæti rýmkun á heimildum líf-eyrissjóða til fjárfestinga haft þau áhrif að ekki væri hægt að dæma þá til refsingar sem hefðu hugsanlega brotið gegn ákvæðum eldri laganna, svo lengi sem háttsemi þeirra rúm- aðist innan nýju laganna. Maríanna Jónasdóttir Pétur H. Blöndal HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vestfjarða sem felldi úr gildi úrskurð skattstjórans í Vestfjarðaumdæmi 6. apríl 2005 um að hækka laun trillusjómanns í skattskilum trillubáts vegna rekstr- arársins 2002. Sá úrskurður var síð- ar staðfestur með úrskurði yfir- skattanefndar 21. júní 2006. Íslenska ríkinu var gert að greiða sakarkostn- að í héraði og fyrir Hæstarétti. Laut ágreiningurinn einkum að því hvort nægileg lagastoð væri fyrir ákvæði í reglum ríkisskattstjóra um reiknað endurgjald vegna starfa á því ári, en samkvæmt því skyldi reiknað endurgjald vera 40% af afla- verðmæti báts. Í þágildandi lögum um tekjuskatt og eignarskatt með síðari breyting- um var kveðið á um að ríkisskatt- stjóri skyldi við upphaf hvers tekju- árs setja reglur um reiknað endurgjald, en við ákvörðun á lág- marki endurgjaldsins skyldi höfð hliðsjón af „raunverulegum tekjum fyrir sambærileg störf“. Hæstiréttur taldi að íslenska ríkið hefði ekki vísað til neinnar viðmið- unar, sem stutt gæti að raunveruleg- ar tekjur sjómanna fyrir sambærileg störf á þessum tíma hefðu samsvar- að 40% af heildarverðmæti afla. Var því ekki talið sýnt fram á að þessi viðmiðun hefði haft næga stoð í lögum. Hafði ekki næga stoð í lögum Morgunblaðið/Þorkell „LÖGMENN segja okkur að þetta hafi ótvírætt fordæm- isgildi. Það eru því tugir smábátasjómanna sem eiga rétt á endurgreiðslu frá ríkinu vegna oftekinna skatta,“ sagði Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smá- bátaeigenda (LS), í samtali við fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, í kjölfar dóms Hæstaréttar. „Við erum auðvitað mjög kátir með dóminn. Þessi 40% regla hefur verið notuð af skattayfirvöldum og það hefur verið lagt á menn samkvæmt henni. Þessi mismunur ætti því samkvæmt dómi Hæstaréttar að vera ólögleg gjald- taka. Þarna er dómurinn alveg skýr um það að skatta- yfirvöldum sé ekki heimilt að beita 40% reglunni, það er að segja, hafi smábátasjómenn reiknað sér lægri tekjur en sem nemur 40% af innkomunni, þá er skattayfirvöldum ekki heimilt að reikna þeim hærri laun.“ Örn telur að tugir smábátasjómanna muni fylgja í kjölfarið og höfða mál en tekur fram að erfitt sé að segja til um það hversu háar fjárhæðir um sé að ræða. Stjórn LS studdi málareksturinn þar sem málið snerti hagsmuni svo margra félagsmanna. Örn segir að nú þurfi væntanlega að stefna ríkinu á nýjan leik, til að innheimta oftekna skatta í þessu máli, auk vaxta og kostn- aðar. Tugir fylgja í kjölfarið Örn Pálsson ÞEMADAGAR hafa staðið yfir í 5.-7. bekk í Ölduselsskóla undanfarna viku. Börnin hafa lært um heimsálfurnar Asíu, Ástralíu, N-Ameríku, S- Ameríku og Afríku á þemadögunum og þekking hefur bæst jafnt og þétt í viskubrunninn. Í skólann komu gestafyrirlesarar, börnin fengu kennslu í afródans og bambusdansi, auk þess sem þau fengu tilsögn í ávaxtaskurði. Kennararnir sýndu á sér nýjar hliðar og brugðu út af daglegum vana með því að kenna börnunum hafnabolta, að búa til hljóðfæri, útbúa boomerang og fleira skemmtilegt. Í gær var svo foreldrum og forráðamönnum boðið í heimsókn í skólann til að sjá afrakstur þemavinnu barnanna í liðinni viku. Morgunblaðið/Kristinn Troðið í viskubrunninn á þemadögum LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði á fimmtudag aðra um- fangsmikla kannabisræktun í iðn- aðarhúsnæði á Esjumelum í Kjalarneshreppi. Ræktunin er steinsnar frá annarri sem fannst á miðvikudag. Ekki er talið að málin tengist. Ræktunin var afar þróuð og töluvert tæknivæddari en sú sem fannst á miðvikudag. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu voru um 1.000 plöntur í rækt- un, en þar af voru um 700 sem voru á fyrstu stigum ræktunar – hálf- gerðir græðlingar. Er því talið að ræktunin hafi aðeins staðið stutt. Karl um fertugt var handtekinn og yfirheyrður í þágu rannsókn- arinnar. Honum var í kjölfarið sleppt úr haldi. Hann hefur ekki áð- ur komið við sögu hjá lögreglu. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hefur því lagt hald á yfir fjögur þúsund kannabisplöntur það sem af er ári. Ef miðað er við að um 150 grömm hefðu fengist af hverri plöntu er ljóst að um 600 þúsund söluskammtar komust því ekki í umferð. Söluverð á einu grammi er að meðaltali 3.380 krónur skv. upp- lýsingum frá SÁÁ. andri@mbl.is Enn finn- ast kanna- bisplöntur Önnur umfangsmikil ræktun á Esjumelum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.