Morgunblaðið - 21.03.2009, Síða 26

Morgunblaðið - 21.03.2009, Síða 26
26 Daglegt lífVIÐTAL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2009 Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Þ egar manni blöskrar verður leiðari eins og þessi til. Maður telur sig knúinn til þess að tala tæpitungulaust um þau öfl sem skattkerfið á við að etja. Ég verð að viðurkenna að bæði mér og samstarfsmönnum mínum hjá Rík- isskattstjóra hefur þótt með ólík- indum hvað menn hafa verið að að- hafast samkvæmt því sem upplýst hefur verið undanfarið,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri um harðorðan leiðara sem hann skrifaði ásamt Ingvari J. Rögn- valdssyni vararíkisskattstjóra í blaðið Tíund, sem gefið er út af embætti Ríkisskattstjóra. Í leið- aranum er vitnað til þess að í fjöl- miðlum sé því haldið fram að Ís- lands sjálftökumenn hafi leikið lausum hala og sagt að ef ekki náist tekjur og eignir úr skattaskjólum ásamt því að eignir bankanna standi undir skuldbindingum muni al- menningur sem enga ábyrgð bar á bankahruninu þurfa að greiða aukna skatta vegna afdrifaríkra meðferða fjármuna nokkurra tuga manna sem höfðu yfir sér huliðs- hjálm bankaleyndar og skatta- skjóla. Þjóð komin á heljarþröm Af hverju hefur ekki tekist að létta bankaleyndinni í þessu erfiða ástandi? „Á undanförnum árum hafa skattayfirvöld hvað eftir annað vak- ið athygli á þeirri nauðsyn að gagnsæi sé í öllu regluverkinu og að skatturinn fái allar upplýsingar. Þegar heil þjóð er komin á helj- arþröm er það eins og köld vatns- gusa að samt skuli haldið í leynd gagnvart skattyfirvöldum. Nú er ég ekki að tala um að rjúfa banka- leyndina almennt heldur einungis að skattyfirvöld fái upplýsingar. Skattyfirvöld eru bundin gríðarlegi trúnaðarskyldu og þess er vandlega gætt að enginn komist í framtölin. En alltaf kemur þetta svar við beiðni um auknar heimildir skatt- yfirvalda: Skýrt og skorinorð Nei. Í frumvarpi fjármálaráðherra sem nú liggur fyrir Alþingi um leið- ir til að bæta skattskil er af- skaplega kurteislegt ákvæði um að tryggja eigi að skattayfirvöld fái upplýsingar um allar skuldir beint frá fjármálastofnunum. Samtök fjármálafyrirtækja brugðust harka- lega við og lögðust eindregið gegn þessu. Það er líka umhugsunarefni að samtök eins og Samtök atvinnu- lífsins séu þessu andsnúin en á sama tíma mæla endurskoðunarfyr- irtækin þessu ekki í mót. Garðar Valdimarsson, löggiltur endurskoð- andi hjá Deloitte, mælti með því við þingið að þessar upplýsingar yrðu veittar. KPMG, stærsta endurskoð- endaskrifstofan, segist ekki gera neinar athugasemdir við þetta. Þannig að það eru ekki endurskoð- endur sem hafa verið því andsnúnir að skattyfirvöld fái nauðsynlegar upplýsingar. Auk eftirlitssjón- armiða sjá væntanlega allir að sjálf- virk upplýsingagjöf um eignir og skuldir einfaldar mjög alla fram- talsgerð. Grundvallaratriðið er að Rík- isskattstjóri fái allar upplýsingar um eignir og skuldir. Leyndin er, og hefur verið, meginvandamálið. Fjölmargir eiga félög og fyrirtæki erlendis og það er ekkert at- hugavert við það meðan viðkomandi aðilar gera grein fyrir því á fram- tölum sínum. Annað mál er svo: Af hverju eru menn að stofna fyrirtæki erlendis sem einungis virðist vera geymsla á óskilgreindum eignum. Í stjórnir slíkra fyrirtæka setjast þeir jafnvel ekki sjálfir heldur sest fulltrúi banka ásamt einhverjum tveimur öðrum fulltrúum, jafnvel eru það félög sem sitja í stjórnum slíkra félaga. Enginn utanaðkom- andi og þar með talið skattyfirvöld vita fyrir hverju þessi félög standa og hvað fer fram í þeim. Þarna get- ur skapast aðstaða til brota gegn skattalögum, samkeppnislögum og fleiru ef menn eru innstilltir á slíkt. Það verður því að lyfta þessum hul- iðshjálmi eða spyrna við fæti með öðrum aðgerðum, eins og verið er að gera á alþjóðavettvangi.“ Hver er siðferðisafstaðan? Er hægt að hafa uppi á öllum þessum fjármunum? „Það er allt annað mál. Menn hafa velt fyrir sér hvort það eigi að bjóða þeim einstaklingum sem eru með eignir erlendis og hafa ekki sætt skattlagningu að koma með þá fjármuni til Íslands. Lausleg um- ræða hefur verið um það hvort eigi að opna möguleika til þess að menn sjái hag í því að koma með fjármuni til skattlagningar hérlendis til dæmis með því að þeir greiði skatta ásamt skattsektum en án frekari viðurlaga. Eins og staðan í þjóð- félaginu er nú, er ekki ólíklegt að menn velti þessum möguleika fyrir sér.“ Hvernig hefur gengið að nálgast upplýsingar um félög í eigu Íslend- inga frá löndum eins og Lúx- emborg? „Í Tíund er verið að greina eign- arhaldið í félögum eins og Kaup- þingi og reglulega koma inn í grein- inguna viðskiptafléttur sem enginn kann skil á. Við viljum einfaldlega vita hverjir eiga þarna í hlut – flóknara er dæmið nú ekki.“ Hvað um rannsókn á erlendum krítarkortum sem menn hafa notað? „Sú athugun stendur yfir. Það var mikil andstaða af hálfu stærsta greiðslukortafyrirtækisins að láta þessar upplýsingar af hendi. Þar var því borið við að bankaleyndin væri mikilvægari en upplýsingagjöf til skattyfirvalda. Hæstiréttur hnekkti þessum viðbárum. Hluti af þeim vanda sem við höfum verið að glíma við er að menn bókstaflega reyna allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir að skatturinn fái upplýs- ingar. Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju menn séu að reyna að leyna þessum upplýsingum. Eru viðskiptahagsmunir þar að baki? Ég hlýt líka að spyrja: Hversu langt ganga menn í því að verja mögulega brotastarfsemi til að vernda við- skiptahagsmuni? Eru þar engin sið- ferðileg mörk? Að mínu mati hafa íslenskir bankar og aðrir gengið ansi djarf- lega fram í því að aðstoða menn við að stofna félög á svæðum þar sem er ekki er nokkur möguleiki að komast að því hverjir þar eiga í hlut. Það er ekki bara að bankar hafi aðstoðað menn við þetta, þeir hafa í ákveðnum tilvikum boðið mönnum þetta viðskiptamódel. Við- skiptamódelið er til dæmis þannig að starfsmaður frá dótturfélagi banka í Lúxemborg kemur hingað til lands, fundar með mögulegum viðskiptamönnum og þeir hanna sérstakt kerfi til að halda utan um eignarhaldsfélög, stilla upp og stofna félög sem á þarf að halda. Starfsmaður bankans í Lúxemborg sest svo í stjórn félaga þar sem þörf er á og sér um að skjólstæðingur hans standi að tjaldabaki, en þang- að geta skattyfirvöld eigi skyggnst. Ég spyr: Hver er siðferðisafstaða þessara manna? Er allt leyfilegt í viðskiptum svo framarlega sem það er ekki bannað?“ Flókin eignatengsl Eru það þá bankarnir sem hafa fyrst og fremst brugðist? „Bankahrunið er í rannsókn. Sér- stakur saksóknari hefur það verk- efni að rannsaka saknæma háttsemi sem upplýst verður um. Auðvitað þarf að hafa í huga grundvallarregl- una um að sérhver maður sé sak- laus uns sekt hans er sönnuð. Síðan er búið að stofna rannsóknarnefnd með gríðarlega öfluga menn eins og Pál Hreinsson, og Tryggva Gunn- arsson Þeir ásamt fleirum leita or- saka fyrir hruninu og við verðum hreinlega að bíða eftir niðurstöðu nefndarinnar um þátt bankana. Af- staða skattyfirvalda hefur verið sú að bankar hafa ef til vill farið út fyrir svið hefðbundinnar banka- starfsemi og um of inn á það sem kallað hefur verið skattaráðgjöf.“ Þú hefur verið að lýsa ákveðinni fyrirstöðu, má ekki búast við að þessir menn mæti líka fyrirstöðu? „Ég veit að sérstakur saksóknari hefur mætt fyrirstöðu og það er frumvarp fyrir þinginu til að veita því embætti nauðsynlegar heimildir þannig að markmiðum verði náð. Heldurðu að margir Íslendingar hafi verið að koma fjármunum und- an? „Já, ég hef trú á því að þetta sé nokkuð stór hópur. Árið 2004 gerð- um við Indriði H. Þorláksson og Snorri Olsen úttekt á þessu í skýrslu um umfang skattsvika og það var niðurstaða okkar að þarna væri um gríðarlega fjármuni að ræða. Það er erfitt að slá á tölu en það er alveg ljóst að þetta eru millj- arðar, jafnvel tugir milljarða.“ Hvaða einstaklingar eiga í hlut? „Almennt séð eru þetta ekki venjulegir launþegar. Þetta eru at- S k ú l i E g g e r t Þ ó r ð a r s o n r í k i s s k a t t s t j ó r i Verður að lyfta huliðs- hjálminum Bankahrunið „Voru menn þarna að spila með fjöregg þjóðarinnar jafnáhyggju » Að mínu mati hafa íslenskir bankar og aðrirgengið ansi djarflega fram í því að aðstoða menn við að stofna félög á svæðum þar sem ekki er nokkur möguleiki að komast að því hverjir þar eiga í hlut. Það er ekki bara að bankar hafi aðstoðað menn við þetta, þeir hafa í ákveðnum tilvikum boð- ið mönnum þetta viðskiptamódel. » Hluti af þeim vanda sem við höfum verið aðglíma við er að menn bókstaflega reyna allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir að skatturinn fái upplýsingar. Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju menn séu að reyna að leyna þessum upplýs- ingum. Eru viðskiptahagsmunir þar að baki? Ég hlýt líka að spyrja: Hversu langt ganga menn í því að verja mögulega brotastarfsemi til að vernda við- skiptahagsmuni? Eru þar engin siðferðileg mörk?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.