Morgunblaðið - 21.03.2009, Síða 27
hafnamenn, en ótrúlega margir slík-
ir tóku þátt í útrásinni og eiga mörg
félög. Það er erfitt að skilja flóruna
í þessum félögum því þar eru gríð-
arlega flókin eignatengsl. Í grein-
ingu hjá Ríkisskattstjóra hefur
komið í ljós að menn eiga til dæmis
í félagi A og B og síðan á félag B í
félagi A og síðan í félagi C og koll
af kolli. Það virðist ekki vera nein
heildstæð brú í þessu og þær spurn-
ingar vakna hvort þetta flækjustig
sé til þess að fela eitthvað, ekki
endilega einungis gagnvart skatt-
yfirvöldum heldur líka fyrir sam-
keppnisaðilum eða meðeigendum.
Það sýndi sig á árum áður að eng-
inn vissi hver átti fyrirtækið Fjár-
far, sem kom við sögu í Baugsmál-
inu. Fyrir nokkrum árum vissi
enginn hver átti Fréttablaðið. Voru
þetta óeðlilegir viðskiptahættir?
Verðum við ekki að gera þá kröfu
til manna sem eru í viðskiptum að
þeir hafi almennt gagnsæi og gott
siðferði að leiðarljósi.“
Heldurðu að það hafi verið nauð-
synlegt að verða fyrir áfalli eins og í
haust til að tekið væri á þessu um-
hverfi? Hefðu menn ekki bara hald-
ið áfram eins og ekkert væri eins
lengi og þeir hefðu komist upp með
það?
„Ef þetta er rétt ályktun hjá þér
er það mjög nöturlegt að heil þjóð
þurfi að fara á hnén til að menn sjái
að sér. Og jafnvel þótt þjóðin sé
komin á hnén eru menn samt að
reyna að koma í veg fyrir gagnsæi.“
Hvernig er að standa í baráttu
eins og þessari?
„Afar margir eru ánægðir með að
skattyfirvöld séu að knýja fram
gagnsæi. Skattyfirvöld hafa í aðal-
atriðum tvö meginmarkmið: að
tryggja að allir greiði rétta skatta
og gera það eins auðvelt og þægi-
legt og unnt er að telja rétt fram.
Seinna markmiðið er komið vel
áleiðis, og vonandi tekst á næstu
tveimur árum, að gera skil skatt-
framtala þannig að jafnvel 50-60
prósent þjóðarinnar þurfi ekkert
annað að gera en að staðfesta fram-
talið. Hitt markmiðið, að allir greiði
rétta skatta er aðalmarkmiðið en
bæði flóknara og erfiðara. Þar
verða menn að knýja á um gagnsæi
og tryggja að eftirlit sé virkt. Sú
klisja heyrist iðulega að eftirlit
beinist ætíð að smærri aðilum. Það
er ekki rétt. Það hefur verið stefna
skattyfirvalda að eftirlit eigi að
langmestu leyti að beinast að stærri
rekstraraðilum en í takmörkuðum
mæli að launþegum eða fólki sem er
með minni háttar atvinnurekstur.
Veltan er hjá stóru aðilunum og þar
er ákveðin tilhneiging til að haga
skattskilum þannig að reyni á ýtr-
asta þanþol skattalaga.
Ég hef líka oft velt fyrir mér
hvers vegna sumir vilja alltaf láta
reyna á skattalögin í stað þess að
fara beinu brautina. Alltof oft telja
of margir að ef eitthvað sé ekki
beinlínis bannað í skattalögum sé
það leyfilegt. Það er ekki endilega
víst að svo sé. Ef þú mátt alls ekki
fara út af götunni af hverju geng-
urðu þá alltaf á jaðrinum öðrum
megin? Of oft eru menn því komnir
út á gráa svæðið þannig að það
jaðrar við að það sé ólöglegt.
Það er í rauninni ótrúlegt hvað
krafan um þjónustu hins opinbera
er rík en á sama tíma sjá sömu
menn eftir hverri krónu til hinna
sameiginlegu þarfa þjóðfélagsins.
Og hvað eru skattar? Því var eitt
sinn haldið fram að það væri það
gjald sem menn greiddu fyrir að
vera í siðuðu samfélagi. Ég held að
fleiri þurfi að hafa það hugfast að
hlutir verða ekki til af sjálfu sér.
Heilbrigðisþjónusta, menntun og
samgöngur kosta fjármuni, til þess-
ara þarfa er óhjákvæmilegt að inn-
heimta skatta, svo einfaldur er nú
sá sannleikur.“
Heldurðu að það verði varanlegar
breytingar á þjóðfélaginu eftir
bankahrunið?
„Ég held að menn eigi eftir að
tala um tímann fyrir og eftir banka-
hrunið. Skuldaaukningin síðustu tvö
árin sýnir að of marga bar af leið.
Sannur listamaður ofhleður ekki
myndflötinn var einhvern tíma sagt.
Því miður held ég að á komandi ár-
um muni samfélag okkar líða fyrir
græðisvæðinguna. Menn tóku of
mikið af lánum og of margir fylltust
græðgi. Þess eru dæmi að fólk á
miðjum aldri, og jafnvel ekki orðið
fertugt, skuldi mörg hundruð millj-
ónir eða jafnvel mörg þúsund millj-
ónir. Það fjárfesti í bréfum í þeirri
von að geta grætt en stofnaði um
leið persónulegum hagsmunum sín-
um í hættu og reyndin virðist vera
sú að samfélagið sjálf tók einnig
dýfu vegna þess hve margir áttu í
hlut. Þarna dönsuðu menn á línu án
forsjár, jafnvægisstangar og örygg-
isnets. Voru menn þarna að spila
með fjöregg þjóðarinnar jafn-
áhyggjulaust og þeir væru að spila í
lottói? Ég held að á næstu árum
hljóti menn að taka mið af þessari
dýrkeyptu reynslu sem skall á þjóð-
inni fyrir fáum mánuðum.“
Morgunblaðið/Kristinn
laust og þeir væru að spila í lottó?“
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2009
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Fáðu þér miða á www.hhi.is
TB
W
A\
R
EY
KJ
AV
ÍK
\0
94
23
6
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Sevilla
23.-26. apríl
Hin glæsta höfuðborg
Andalúsíu!
Frábært sértilboð - mjög fá sæti í boði!
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Heimsferðir bjóða nú frábæra helgarferð, á sumardaginn fyrsta til
Sevilla höfuðborgar hins einstaka Andalúsíuhéraðs á Spáni. Sevilla
er einstaklega fögur borg, rík af sögu og stórfenglegum byggingum,
s.s. Dómkirkjunni með Giraldaturninn þeirri þriðju stærstu í heimi. Í
miðborginni og hinum eldri hlutum borgarinnar er einstök
stemmning, þröngar götur, veitinga- og kaffihús og heillandi torg.
Auk þess er óendanlegt úrval verslana í borginni. Vorið bregður
Sevilla í sinn fegursta búning og hún skartar öllu sem hún hefur til
að bera. Bjóðum frábært sértilboð á góðri gistingu, Suites Vega del
Rey. Gríptu þetta einstaka tækifæri og smelltu þér í einstaka
helgarferð þar sem tíminn nýtist
einstalega vel, en flogið er út að
morgni fimmtudags
(sumardagsins fyrsta) og komið
heim að kvöldi sunnudags (aðeins
einn vinnudagur).
Beint morgunflug
- á sumardaginn fyrsta
Verð frá kr. 69.990
Netverð á mann. Sértilboð. Flug, skattar
og gisting í tvíbýli á Suites Vega del Rey
með morgunverði í 3 nætur. Aukagjald
fyrir hálft fæði kr. 5.900. Aukagjald fyrir
einbýli kr. 14.200.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn