Morgunblaðið - 21.03.2009, Síða 31
31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2009
Lokasprettur Landssöfnun Rauða krossins og Hjálparstarfs kirkjunnar sem haldin er undir einkunnarorðunum Stöndum saman, gefum hundraðkall á
haus lýkur nú um helgina. Ráðherrar ríkisstjórnar Íslands lögðu sína hundraðkalla fram í gær og hér leggur Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra í púkkið.
Ómar
Eggert Þór Aðalsteinsson | 20. mars
Bónus fjarlægist
uppruna sinn
Ég fór í Bónus í dag sem
er svo ekki frásögur fær-
andi. Mér blöskrar eins og
öllum neytendum hvað
verðið hefur verið að
hækka en matarkassinn
kostaði mig 8.300 krónur. Þarna var ekk-
ert kjöt en reyndar álegg og ostur sem er
að verða einhvers konar lúxusvara. Ég
velti því aðeins fyrir mér hvernig mat-
vöruverslanir eru reknar. … Í kreppunni
hlýtur krafan að verða sú að matvöruverð
lækki og það verður ekki gert með óþarfa
yfirbyggingu og miklum kostnaði.
Meira: eggman.blog.is
Í UMRÓTINU liðinn vetur
hittist hópur kvenna og karla
reglulega á loftinu á Lækj-
arbrekku í Reykjavík til að
ræða málefni líðandi stundar,
hrun íslenska hagkerfisins og
framtíðina. Hópurinn fór
smátt og smátt stækkandi og í
hann bættist fólk af öllu litrófi
stjórnmálanna. Með hækkandi
sól afréð hópurinn að bjóða
fram til Alþingis, safnaði til þess tilskildum
undirskriftum og fékk úthlutað listabók-
stafnum L. Framboðið heitir nú „L-listi full-
veldissinna“.
En hvað er það sem knýr okkur sem að list-
anum stöndum til þessa verks? L-listi fullveld-
issinna er ekki flokkur í hefðbundinni merk-
ingu enda höfnum við því flokksræði sem
tröllriðið hefur landinu. Hrunið hér á landi á
liðnu hausti stafaði meðal annars af því að sitj-
andi flokkar á Alþingi brugðust ekki við
hættumerkjunum. Og þingmennirnir tóku þátt
í veislunni. Enda hafa þeir verið múlbundnir af
flokksræðinu og þorðu á engan hátt að standa
á móti vilja ráðherranna. Því fór sem fór. Nú
er þörf fyrir agaða og siðvædda stjórnarhætti.
Til að þeir fái dafnað þarf raunverulega end-
urnýjun á Alþingi. Og það þarf um leið að kalla
til aðstoðar bestu sérfræðinga hér heima og á
heimsvísu til stuðnings.
Lýðræðisafl sem hafnar ESB
L-listi fullveldissinna vill því endurreisa lýð-
ræðisleg vinnubrögð Alþingis með framboði
frjálsra manna og kvenna sem láta verkin tala
máli sinna kjósenda og færa ákvörðunarstað
löggjafarinnar úr flokksherbúðum inn á Alþingi
sjálft. Þetta er ein af grunnstoðum framboðsins
– lýðræðisvakning. Þess vegna hafnar L-listi
fullveldissinna líka umsókn um og inngöngu í
Evrópusambandið. Það verður ekki lýðræði
íbúa Íslands yfir sínum málum ef löggjaf-
arvaldið er flutt úr landi. L-listinn stendur vörð
um fullveldi, sjálfstæði og þjóðfrelsi Íslands.
En til þess að lýðræðið megi dafna þarf að
endurskoða stjórnskipan Íslands með nýrri
stjórnarskrá sem eflir vald kjósenda og trygg-
ir betur en nú aðskilnað löggjafar- og fram-
kvæmdavalds
Fulltrúar gömlu flokkanna hafa sagt að
ESB sé ekki kosningamál nú. Þeir leyna því
þar með að upp er að renna ögurstund fyrir
hið unga lýðveldi. Allir flokkar aðrir en L-listi
fullveldissinna eru meira eða minna hallir
undir eða opnir fyrir umræðu um innlimun í
ESB. Okkur hættir stundum til að tala aðeins
um málefni ESB út frá efnahagslegum for-
sendum líðandi stundar. En ESB er svo
miklu meira en peningar og viðskipti. ESB er
fyrst og fremst endurfæðing á 1.000 ára stór-
veldisdraumum Evrópumanna. Spurningin er
hvort sá draumur sé líka okkar draumur?
Evrópa stefnir hraðbyri til algerrar samein-
ingar. Innan þess ofurríkis sem tekið er að
móta fyrir verður Ísland lítið annað en hjá-
róma nýlenda þegar til lengdar lætur. Við
þekkjum af okkar eigin sögu hvað það þýðir
að þurfa að sækja allt í greipar erlends valds.
Fullveldisafsal er skilyrði fyrir inngöngu í
bandalagið. L-listi fullveldissinna hafnar al-
farið slíku fullveldisafsali og þar með aðild-
arumsókn eins og fyrr segir, því endur-
uppbygging landsins verður að grundvallast
á frelsi þeirra sem hér búa. Innganga í ESB
myndi auk þess vega að grunni íslensks land-
búnaðar og þar með stefna sjálfri lífsafkomu
og fæðuöryggi þjóðarinnar í hættu. Það kom
berlega í ljós hvað er í húfi á liðnu hausti þeg-
ar Evrópuþjóðir beittu okkur
hryðjuverkalögum og einöngr-
uðu landið um tíma. Þjóðin
þarf sjálf að ráða yfir auðlind-
um sínum. Og hún þarf að hafa
óhindraðan aðgang að öllum
mörkuðum heimsins. Því vill
L-listi fullveldissinna stuðla að
aukinni fríverslun og við telj-
um mikilvægt að Íslendingar
haldi sjálfir á rétti sínum til
samninga og fríverslunar við
aðrar þjóðir.
Kreppusjóður komi
heimilum til bjargar
Þeir flokkar sem nú vilja leiða okkur inn í
ESB kölluðu fjármálahrun yfir þjóðina. Í
fjármálum heimila og fyrirtækja vilja fulltrú-
ar fullveldissinna tryggja til frambúðar eðli-
leg vaxtakjör, koma fjármagni í umferð á ný
og huga að endurskoðun verðtryggingar. Við
teljum að koma eigi á sjóði sem líkt og
Kreppulánasjóður millistríðsáranna leysi til
sín tímabundið eignir heimila sem ofhlaðin
eru skuldum.
Sjóðurinn gæti orðið heimilum til bjargar
og komið fótunum undir efnahag einstaklinga
á ný. Endanlegt markmið væri að ríkið seldi
aftur eignirnar til fyrri eigenda. En þar til
um hægðist myndi starfsemi sjóðsins skapa
illa stöddum heimilum skjól og umfram allt
varðveita sæmd einstaklinganna, reisn og
eignir.
Endurreisn atvinnulífsins
Við viljum endurreisa atvinnulífið með arð-
bærum framkvæmdum, nýtingu auðlinda,
nýjungum og eflingu atvinnufrelsis. Jafn-
framt teljum við að eignarhald ríkis á fyr-
irtækjum eigi rétt á sér en leggjum áherslu á
jafnræði og gagnsæi þar sem til einkavæð-
ingar kemur.
Atvinnuleysið nálgast nú 20.000 manns.
Með öllum ráðum þarf að snúa þessari þróun
við. Ríki og sveitarfélög verða að axla ábyrgð
sína með auknum framkvæmdum og skapa
þarf atvinnuvegunum raunverulegt svigrúm
til endurreisnar.
Grasrótarsamtök og öllum opin
L-listi fullveldissinna eru grasrótarsamtök
öllum opinn og að mótun starfsins hafa komið
hundruð Íslendinga. Frambjóðendur L-lista
fullveldissinna hafna hinni hefðbundnu
flokksuppbyggingu stjórnmálanna. Þetta
kerfi sem er löngu vaxið lýðræðinu yfir höfuð
gerir ráð fyrir að bak við kjörna fulltrúa á Al-
þingi sé eignarhaldsfélag sem getur ráðskast
með sannfæringu og atkvæði þingmanna. All-
ar hugmyndir um að stjórnmálaflokkar séu
lýðræðislegar stofnanir stangast á við raun-
veruleikann.
Það er í anda þeirrar sannfæringar að bak
við L-listann starfar óformlegur félagsskapur
karla og kvenna sem er í engu yfir venjulega
kjósendur hafinn. Samband kjörinna fulltrúa
og kjósenda á að vera milliliðalaust og sú
stéttskipting kjósenda sem flokksræðið skap-
ar er andstæð heilbrigðu lýðræði. L-listi full-
veldissinna á því enga skrá yfir meðlimi og
tryggir þannig jafnrétti allra kjósenda og
jafnan aðgang þeirra að frambjóðendum.
L-listi fullveldissinna þiggur ekki fjár-
framlög til rekstrar, hvorki frá fyrirtækjum
né einstaklingum. Stuðningsmannafélag
listans mun birta auglýsingar til stuðnings
framboðinu og frambjóðendur greiða kostnað
af framboði sínu úr eigin vasa. Framboðið
mun þiggja framlög frá ríkissjóði samkvæmt
reglum þar um. Fjármuni sem þannig verða
að hluta nýttir til að endurgreiða hluta af
kostnaði við kosningar 2009. Með þessu móti
tryggjum við að fulltrúar listans séu óháðir
fyrirtækjum og hagsmunaöflum í samfélag-
inu.
Í anda þess grasrótarstarfs sem einkennir
listann hefur hreyfingin ekki opnað skrifstofu
né lagt í aðra kostnaðarsama kynningu en
hægt er að komast á póstlista okkar með
beiðni þar um á netfangið frjalstfram-
bod@gmail.com og nánari upplýsingar um
framboðið er að finna á síðunni http://l-
listinn.blog.is
Hófsemi og umburðarlyndi
L-listi fullveldissinna byggir málatilbúnað
sinn á hófsömum borgaralegum gildum svo
sem vinnusemi, jafnræðishyggju og umburð-
arlyndi og hafnar öllum öfgum til hægri og
vinstri. Flokkurinn berst fyrir fjölbreyttu
menningarsamfélagi og leggur áherslu á jafn-
an rétt allra þjóðfélagshópa án tillits til t.d.
trúar, uppruna, litarháttar eða kynhneigðar.
Íslandi allt.
Eftir Þórhall Heimisson,
Guðrúnu Guðmunds-
dóttur og Bjarna Harð-
arson
» Og þingmennirnir tóku þátt
í veislunni. Enda hafa þeir
verið múlbundnir af flokks-
ræðinu … Því fór sem fór. Nú
er þörf fyrir agaða stjórn-
arhætti.
Höfundar eru prestur, bóndi og bóksali. Þau
skipa efstu sæti L-lista fullveldissinna í Krag-
anum, Norðvesturkjördæmi og nyrðra Reykja-
víkurkjördæminu.
L-listi fullveldissinna er valkostur gegn flokksræðinu
Þórhallur
Heimisson
Bjarni
Harðarson
Guðrún
Guðmundsdóttir
BLOG.IS
Ingimundur Bergmann | 20. mars 2009
Framsókn eftir lofti
Framsóknarflokkurinn er í
vanda: Guðni er farinn,
Bjarni er farinn, Kristinn
er farinn, Finnur er farinn,
Valgerður er að fara,
Höskuldur var í korter og
er farinn, Björn Ingi er farinn og skildi
eldhúsáhöldin eftir og svona mætti lengi
telja, nánast út í hið óendanlega.
Stefna flokksins er líklega það eina
sem ekki er farið veg allrar veraldar hjá
þeim blessuðum, en af hverju fór hún
ekki bara líka?
Það er náttúrlega vegna þess, að það
sem ekkert er getur ekki farið eitt né
neitt. Og því er það að stefnan fer ekki,
því ef það gerðist þá hyrfi flokkurinn, þar
sem stefna hans er ekki önnur en sú að
vera til. Það er að segja Framsókn-
arflokkurinn er einungis til fyrir sjálfan
sig og sína tilvist, svo loftkennt sem það
er. …
Formaðurinn loftkenndi þyrfti að taka
þetta til athugunar.
Meira: ingimundur.blog.is