Morgunblaðið - 21.03.2009, Page 32
Rökleysur í
stjórnlagafrumvarpi
FYRIR skömmu skrifaði ég Morgunblaðs-
grein þar sem ég gagnrýndi harðlega aðdrag-
anda stjórnlagafrumvarpsins sem nú er til
meðferðar á Alþingi, skort á pólitísku samráði
og fyrirætlanir um að keyra málið í gegn á ör-
fáum vikum. Ekki hef ég orðið var við að
helstu talsmenn frumvarpsins hafi gert tilraun
til að svara þessari grein minni.
Ég hef heldur ekki orðið var við að þessir
talsmenn hafi reynt að útskýra hrópandi mót-
sagnir í frumvarpinu sjálfu. Ekki hefur verið
útskýrt hvers vegna þar eru annars vegar
lagðar til þrjár veigamiklar efnisbreytingar á stjórn-
arskránni samhliða því að gerð er tillaga um sérstakt
stjórnlagaþing, sem á að hafa það hlutverk að endurskoða
stjórnarskrána í heild. Frumvarpið gerir ráð fyrir að
stjórnlagaþingið taki til starfa síðar á þessu ári. Í ljósi þess
hefði auðvitað verið rökréttara að bíða með þessar tilteknu
breytingar og fela stjórnlagaþinginu að taka afstöðu til
þessara ákvæða eins og annarra umdeildra atriða í stjórn-
arskránni.
Mér hefur skilist að hugmyndin um stjórn-
lagaþing byggist á því, að ekki sé heppilegt að
alþingismenn taki ákvarðanir um stjórn-
arskrárbreytingar. Betra sé að fela öðrum það
hlutverk. Því sé nauðsynlegt að stofna sérstakt
stjórnlagaþing og tryggja að þar eigi engir al-
þingismenn sæti. Það vekur óneitanlega furðu,
að sama fólk og flytur tillögu á þessum for-
sendum skuli um leið ætlast til þess að alþing-
ismenn geri þrjár veigamiklar breytingar á
stjórnarskránni nú fyrir vorið. Er það rökrétt?
Og að lokum: Hver er meiningin með því að
setja á næstu vikum nýja reglu um það hvernig
breyta eigi stjórnarskránni og stofna um leið til
stjórnlagaþings, sem taka mun afstöðu til þess hvernig
stjórnarskrárbreytingar verða afgreiddar í framtíðinni?
Hafa tillöguflytjendur einhver áform um að gera stjórn-
arskrárbreytingar á meðan stjórnlagaþingið er enn að
störfum? Er virkilega ætlunin að breyta stjórnarskránni
með tveimur mismunandi aðferðum á sama tíma? Er ekki
eitthvað meira en lítið bogið við slíkar ráðagerðir?
Eftir Birgi Ármannsson
Birgir Ármannsson
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
mbl.is verður með viðtalsþátt tileinkaðan
kosningabaráttunni. Þátturinn heitir Zetan
og þar munu formenn stjórnmálaflokkanna
sitja fyrir svörum í beinni útsendingu.
Fyrsta útsendingin er mánudaginn 23.
mars kl. 12:00 en þá mætir Steingrímur J.
Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar,
græns framboðs í Zetuna. Strax kl. 14:00
sama dag kemur Þór Saari, hagfræðingur
og talsmaður Borgarahreyfingarinnar.
Forsvarsmenn flokkanna koma í Zetuna
næstu mánudaga og hægt verður að horfa
á þættina á mbl.is þegar hverjum og einum
hentar. Það eru blaðamennirnir Þóra Kristín
Ásgeirsdóttir, Agnes Bragadóttir, Björn
Vignir Sigurvinsson og Karl Blöndal sem
hafa umsjón með þáttunum.
Kraumandi
kosningabarátta á mbl.is
Zetan
Kosningar
2009
32 UmræðanKOSNINGAR 2009
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2009
UPPBYGGING samfélags okkar er
brýnasta verkefni stjórnmálanna. Þrátt
fyrir áföll síðustu mánaða blasa möguleik-
arnir við ef vel er á málum haldið. Þar
mun miklu valda hver á heldur. Í slíku
uppbyggingarstarfi verðum við að leiða
saman reynslu og þekkingu, nýjar hug-
myndir og frjóa hugsun. Í prófkjöri okkar
sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi
blasir við mikil endurnýjun.
Tveir þingmanna okkar hafa ákveðið að
láta af störfum eftir farsælt og gott starf.
Nú ríður því á að sú reynsla og þekking
sem hefur byggst upp skili sér áfram inn í þau mik-
ilvægu verkefni sem sinna þarf í kjördæminu. Norð-
vesturkjördæmið er margbrotið á alla lund; ekki ein-
asta landfræðilega vegna stærðar sinnar og
stórbrotinnar náttúru, heldur vegna þeirrar fjöl-
breytni sem einkennir það. Þessu hefur verið lær-
dómsríkt að kynnast með samstarfi við fólk úr kjör-
dæminu öllu.
Þeirra forréttinda hef ég notið í ríkulegum mæli
sem þingmaður kjördæmisins frá því að það varð til
árið 2003. Stjórnmálastarfið er margslungið og ögr-
andi enda eru úrlausnarefnin fjölþætt. Alþingi er líka
einstæður vinnustaður sem vettvangur opinnar um-
ræðu lýðræðislega kjörinna fulltrúa. Hlut-
verk þingsins verður vaxandi á næstunni,
vegna þeirra einstæðu verkefna sem við
okkur blasa.
Sú reynsla sem ég hef aflað mér sem
þingmaður og ráðherra þýðingarmikilla
málaflokka mun án efa nýtast í þessum
uppbyggingarverkefnum. Með skírskotun
til alls þessa býð ég mig fram í 1. sætið í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvest-
urkjördæmi sem fer fram nú í dag.
Okkar sjálfstæðismanna bíður það verk-
efni að setja fram skýra stefnu og tafarlaus
úrræði vegna þeirra vandamála sem hvar-
vetna blasa við. Þá gildir að læra af reynsl-
unni; horfast í augu við þau mistök sem hafa verið
gerð, viðurkenna þau og umfram allt að læra af þeim.
Það minnkar nefnilega enginn af því að viðurkenna
það sem miður hefur farið. En framtíðinni skuldum
við fyrst og síðast það að við leggjum fram trúverð-
ugar tillögur um mótun samfélags okkar, setjum
fram skýra framtíðarsýn.
Ísland er gott samfélag. Unga fólkinu okkar skuld-
um við að móta samfélag, þar sem allir hafi mögu-
leika og tækifæri, óháð stöðu og búsetu. Þannig vilj-
um við að Ísland framtíðarinnar sé.
Reynsla og yfirsýn í öndvegi
Eftir Einar K. Guðfinnsson
Einar K. Guðfinns-
son
Höfundur er alþingismaður.
Með og á móti
Íris Bjarnadóttir | Ungt fólk til forystu,
styðjum Þórdísi Kolbrúnu í 5. sætið
Meira: mbl.is/kosningar
Meira:
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
PRÓFKJÖRIÐ í dag
er gríðarlega mikilvægt
fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn. Flokkurinn er auð-
velt skotmark og aug-
ljóst er að ákveðnir
fjölmiðlar gæta ekki
sanngirni. Það er því
hlutverk Sjálfstæð-
isflokksins að koma
hreint fram, viðurkenna
þau mistök sem hafa
verið gerð og halda því til haga sem
vel hefur verið gert.
Ég vil að gildi sjálfstæðisstefn-
unnar séu höfð í öndvegi. Að ein-
staklingnum sé treyst, að atvinnu-
frelsi sé tryggt og að þeim sé veitt
hjálp sem á henni þurfa að halda.
Ríkisvaldið skapar ekki verðmæti,
það gerum við sjálf. Það eru þess
vegna Íslendingar sem
munu endurreisa Ísland.
Stór hluti ungs fólks hef-
ur misst trúna á Sjálfstæð-
isflokknum. Ímynd hans er
á margan hátt neikvæð og
á flokkurinn þátt í því að
svo varð. Það breytir því
hins vegar ekki að stór
hluti ungs fólks er sam-
mála gildum Sjálfstæð-
isflokksins. Þess vegna er
mikilvægt að ungur ein-
staklingur sé á listanum
fyrir kosningarnar í apríl.
Framboðslistinn á að vera
fjölbreyttur og endurspegla það
mannlíf sem er í kjördæminu. Ungur
frambjóðandi á meira erindi við unga
kjósendur, enda reynsluheimur
þeirra sambærilegur.
Við í stjórn Þórs, Félags ungra
sjálfstæðismanna á Akranesi, höfum
sýnt það og sannað að það er hægt að
fá ungt fólk til að taka þátt í pólitík.
Við endurvöktum félagið í desember
síðastliðnum og hefur það blómstrað
síðan þá. Við höfum fjölgað verulega í
félaginu, gefið út málgagn og haldið
fundi. Fyrir vikið hefur umræða um
gildi hugmyndafræði sjálfstæð-
isstefnunnar aukist til muna meðal
ungs fólks á Akranesi.
Til þess að ég geti unnið að því að
afla fylgis við Sjálfstæðisflokkinn
meðal ungs fólks og sýna fólki fram á
að hugmyndafræði okkar sjálfstæð-
ismanna sé best til þess fallin að
byggja upp landið þarf ég þinn
stuðning. Ég veit að það er hægt þótt
það verði erfitt og ég mun leggja mig
alla fram. Ég vona því að þú setjir
mig í 5. sætið á laugardaginn.
Ungt fólk á listann
Eftir Þórdísi
Kolbrúnu Reykfjörð
Gylfadóttur
Þórdís Kolbrún
Reykfjörð
Gylfadóttir
Höfundur er formaður Þórs og býður
sig fram í 5. sæti á lista Sjálfstæð-
isflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Sími 551 3010