Morgunblaðið - 21.03.2009, Síða 36

Morgunblaðið - 21.03.2009, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2009 Í GREIN sinni í Mbl. laugardaginn 28. febrúar sl. undir fyr- irsögninni „Kirkju- menningarhús í Mos- fellsbæ?“ greinir Kristín Ingibjörg Pálsdóttir, bók- menntafræðingur, frá skoðun sinni og við- horfum til byggingar nýrrar kirkju, safnaðarheimilis og menn- ingarhúss í Mosfellsbæ. Sem sókn- arprestur Mosfellsprestakalls fagna ég grein hennar, að hún láti sig málið varða og skuli tjá sig um það á opinberum vettvangi. Kristín segir m.a. eftirfarandi í grein sinni: „Kirkjurnar tvær í Mosfellsbæ eru litlar og rúma ekki stærri athafnir, því er eðlilegt að kirkjan vilji stækka við sig og sannarlega er vilji til þess meðal bæjarbúa. En það er hins vegar ekki víst að besta lausnin sé að steypa þeim framkvæmdum saman við byggingu menningarhúss.“ Þessu er ég sammála. Ég er ekki enn sannfærð um að þetta sé besta lausnin, þótt ég styðji hugmyndina sem slíka. Á næstu misserum liggur fyrir að ganga frá nýju deiliskipulagi fyrir miðbæ Mosfellsbæjar. Þar hafa menn séð fyrir sér að rísa ætti kirkja og safnaðarheimili og einnig fjölhliða menningarhús. Sóknarnefnd Lágafellssóknar og bæjarfélagið hafa rætt hvort hugs- anlegt væri að þessir aðilar gætu átt samleið í undirbúningi, hönnun, framkvæmdum og síðan við rekst- ur þessara bygginga. Meginhvati viðræðunnar milli kirkjunnar og bæjarfélagsins um þessa hugmynd var sá að varpa ljósi á það hvort þessi samvinna gæti leitt af sér öfl- ugra, fjölbreyttara og betra menn- ingar- og kirkjustarf og þar með bætt mannlífið almennt í bæj- arfélaginu. Samvinna milli kirkjunnar og veraldlegra stofnana samfélagsins er ekki ný af nálinni. Hugmyndin sem hér er á ferðinni er hins vegar sjaldgæf og ögrandi. Hún er djörf og vand- meðfarin út frá hag- nýtum, fjárhagslegum, guðfræðilegum, fé- lagslegum og menn- ingarlegum sjón- armiðum. Mitt mat sem sóknarprests og guðfræðings er það að hún sé hvort tveggja í senn spennandi og framsækin. En er hún rétt og gengur hún upp? Það er of snemmt á þessu stigi að svara þeim spurningum, vinnan með hug- myndina er enn að mínu mati ein- faldlega of skammt á veg komin. Hér er ýmislegt sem þarf að skoða og hafa í huga. Hugmyndir okkar um kirkjurýmið og safnaðarheim- ilið breytast og þróast í takt við tímann og allt það sem honum fylgir eins og allar aðrar byggingar og mannanna verk. Táknheimur kirkjunnar þróast og breytist, trú- in og iðkun hennar tekur breyt- ingum frá einni öld til annarrar, guðfræðin og túlkun hennar breyt- ist frá einum tíma til annars. Kirkja og menningarhús, hvernig verður þeirri sambúð háttað? Verð- ur það sambýli sem hverfist um sameiginlegan þjónustukjarna eða verður það samruni? Í kristnum helgidómi eru tvö tákn sem eiga sinn óhagganlega stað í rýminu. Það eru altarið og krossinn. Nú verður það glíma safnaðar Lágafellssóknar að svara því hvernig hin nýja kirkjubygging á að vera. Á hún að vera helgidóm- ur eða konsertsalur, eða hvort tveggja? Eiga altarið og krossinn að vera á hjólum eða eiga þau að skipa fastan sess í rýminu? Á safn- aðarheimilið að vera samfélagsvett- vangur um trúna, lífið og tilveruna, aðgengilegt og opið í nánum tengslum við síbreytilegt mannlíf bæjarins eða hulið sjónum flestra? „Kirkjan sem íhaldssamur og valdamikill aðili,“ segir Kristín um kirkjuna í fyrrnefndri grein sinni. Þau orð eru að mínu mati úrelt ímynd og stöðnuð klisja. Kirkjan í dag er framsækin og vill vera þar sem fólkið er, vera aðgengileg og þjónandi, sýnilegur hluti af sam- félaginu, í tengslum við straum lífsins. Hún er ekki lokuð, hún er fólkið, við öll og kallar okkur til samfundar við Guð og við hvert annað. Kirkjan er opin öllum sem til hennar leita. Hvort kirkjan eða söfnuður hennar opnar helgidóm sinn fyrir öðrum trúarhópum verð- ur að meta hverju sinni, ef eftir því er leitað. Innan hinnar íslensku þjóðkirkju er hefð fyrir slíku um- burðarlyndi – t.d. þegar útfarir á vegum annarra trúarhópa fara fram í kirkjum á höfuðborgarsvæð- inu. Kirkjurýmið er hins vegar byggt á forsendum kristinnar trú- ariðkunar. Nú hefur sóknarnefnd Lágafells- sóknar ásamt bæjarstjórn Mos- fellsbæjar efnt til hugmynda- samkeppni um byggingu kirkju, safnaðarheimilis og menningar- húss. Það er einlæg von mín að dómnefndin, sem hefur þó engum guðfræðingi eða presti á að skipa, beri gæfu til að sameinast um til- lögu sem Mosfellingum muni falla í geð og þeir geri að sinni. Þetta á að vera kirkja fólksins, ekki arki- tektanna eða nefndanna; þetta á að vera menningarhús fólksins, ekki arkitektanna eða nefndanna. Til þess að svo geti orðið þarf að skapa vettvang þar sem fólk kem- ur saman, hlýtur fræðslu og ræðir málin. Kalla ég sem sóknarprestur eftir opinni umræðu um niðurstöðu dómnefndar þegar hún liggur fyrir. Legg ég til að hún verði vandlega skoðuð og að hugmyndir fái að þróast áfram í hljómfalli við raddir og óskir íbúa Mosfellsbæjar og peningastefnu sem ber vott um ábyrgð og vönduð vinnubrögð. Kirkja, safnaðarheimili og menningarhús í Mosfellsbæ Ragnheiður Jóns- dóttir skrifar um byggingu kirkju í Mosfellsbæ »Kirkja og menning- arhús, hvernig verð- ur þeirri sambúð hátt- að? Verður það sambýli sem hverfist um sam- eiginlegan þjónustu- kjarna eða verður það samruni? Ragnheiður Jónsdóttir Höfundur er sóknarprestur. SAMEIGINLEG forsjá var fyrst gerð möguleg við skilnað á Íslandi árið 1992, löngu eftir að ná- grannaþjóðir okkar höfðu stigið það skref. Nú, sautján árum síð- ar, hafa dómarar hér á landi ekki enn heim- ild til að dæma jafn- hæfa foreldra í sam- eiginlega forsjá. Sýnt hefur verið fram á með ítarlegum rannsóknum, innlendum og erlendum, að reynsl- an af sameiginlegri forsjá er góð og í raun bestu hagsmunir skiln- aðarbarna. Þar að auki hafa allar aðrar Norðurlandaþjóðir en Ísland tekið þetta ákvæði upp. Dómarar hafa sem sé ekki aðra úrkosti en að dæma fulla forsjá til annars for- eldris. Annað foreldrið er svipt for- sjánni sem það hafði í upphafi og hlutverk þess í lífi barnsins er gengisfellt. Staðreyndin er sem sé sú að Ísland er eina V-Evrópuríkið sem svona er fyrir komið. Því miður eru ennþá til staðar gamaldags og úrelt sjónarmið um að þetta eigi að vera svona. Á móti hlýtur maður að spyrja beint: Hvers vegna ætti ekki að vera hægt að dæma í sam- eiginlega forsjá á Ís- landi á sama tíma og það er hægt hjá ná- grönnum okkar og raunar víðast hvar í Evrópu? Er íslenskt samfélag eitthvað öðruvísi hvað þetta varðar? Augljóslega er svarið nei. Það eru úr- elt og gamaldags sjón- armið sem binda hendur dómara og byggjast oftar en ekki á því að verja núgild- andi fyrirkomulag vegna jaðarhópa sem eru sáralítið brot af heildinni. Það þarf varla að taka það fram að heimild til að dæma í sameiginlega forsjá á einungis við þegar báðir foreldrar eru hæfir. Hér er sem sé verið að bæta við þriðja mögu- leikanum. Mikilvægt er að dómari hefur áfram val um að dæma ein- ungis öðru foreldrinu forsjá séu það hagsmunir barns. Því hefur verið varpað fram að erfitt sé að neyða fólk í sameig- inlega forsjá, talað um þvingaða forsjá. En er þá réttlætanlegt að neyða fólk til þess að missa for- sjána frekar? Reynsla annarra landa sýnir nefnilega að líkur á samstarfs- og sáttavilja eykst eftir að dómarar fá heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Það er eðlilegt enda ljóst að enginn fer sigurviss í forsjárdeilu lengur. Núna þegar mikið umrót er í ís- lensku efnahagslífi er ekki ólíklegt að skilnuðum muni fjölga, jafnvel verulega. Þá stöndum við frammi fyrir því að dómarar þurfa að gengisfella hlutverk annars for- eldris, séu foreldrar ekki sammála um forsjá, og neyða viðkomandi foreldri að afsala sér forsjánni. Það hlýtur að vera vilji yfirvalda í þessu landi að tryggja hagsmuni barnanna sem best. Rétt er því að stíga skrefið og samþykkja sem fyrst heimild dómara til að úr- skurða að báðir foreldrar beri jafn- mikla ábyrgð og séu þannig hvort um sig jafnmikilvæg í lífi barnsins. Ef við viljum ná jafnrétti og standa jafnfætis öðrum þjóðum í velferð barna okkar á að sjálfsögðu að vera hægt að dæma í sameiginlega forsjá hér á landi líkt og annars staðar. Annað er ekki í takt við tíð- arandann. Vitum við Íslendingar best? Karvel Aðalsteinn Jónsson skrifar um forsjármál »Dómarar hafa sem sé ekki aðra úrkosti en að dæma fulla forsjá til annars foreldris. Karvel Aðalsteinn Jónsson Höfundur er framhaldsnemi í félagsfræði við HÍ og í stjórn Félags um foreldrajafnrétti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.