Morgunblaðið - 21.03.2009, Page 41

Morgunblaðið - 21.03.2009, Page 41
Minningar 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2009 ✝ Helgi SigurðurJónasson fæddist í Ásseli á Langanesi 2. ágúst 1932. Hann lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum 6. mars 2009. Helgi var sonur hjónanna Jón- asar Aðalsteins Helgasonar og Hólm- fríðar Sóleyjar Hjart- ardóttur, hann var næstelstur 5 systkina en elstur er Hjörtur, f. 1931, síðan kom Helgi, svo komu Kristján Össur, f. 1934, Sigríður, f. 1939 d. 8. mars 2007 og yngstur þeirra systkina Páll, f. 1947. Öll systkinin nema Páll eru fædd í Ásseli en þaðan fluttist fjölskyldan á fardögum 1942 að Hlíð á Langanesi. Hætt er við að stór fjölskylda hafi í kjölfar kreppunnar miklu ekki haft úr miklu að moða en aldrei skorti þau systkin mat í uppvextinum. Á þeim árum sem þau systkin voru að alast upp var grunnskóla- menntun ekki jafn sjálfsagður hlut- ur og í dag, því lauk Helgi grunn- síðan kemur Jóhann Helgi, f. 1959, þá Páll Hinrik, f. 1964 og að síðustu Þórir Jökull, f. 1965. Helgi var laginn og var iðulega að brasa við bíla í bílskúrnum og var alltaf til í að hjálpa sonum sín- um þegar þeir fóru að koma sér upp eigin bílum. Helgi var mikill hagyrðingur og eftir hann liggur mikill fjöldi kvæða og hafa kvæði hans birst í blöðum og einnig ligg- ur eftir hann bókin Stjarnljóð með völdum kvæðum. Helgi var snar að svara fyrir sig með stökum og fleygar urðu margar stökur sem hann orti fyrir munn annarra. Helgi hafði yndi af söng og á góð- um stundum voru lög eins og Dalakofinn, Ökuljóð og Blessuð sértu sveitin mín alltaf ofarlega á blaði. Helgi og Dísa byrjuðu sinn búskap á Ljósvallagötu en fluttu síðan í Smálönd og þaðan í Vorsa- bæ 10 í Árbænum þar sem þau bjuggu lengst af og voru ófáar vinnustundirnar við að koma því húsi upp. Eftir að Helgi hætti störfum fluttu þau í Hveragerði þar sem þau bjuggu uns Helgi lagðist inn á Hjúkrunar- og dval- arheimili Klausturhóla. Helgi verður nú lagður til hinstu hvílu í sveitinni heima, sveitinni sem alltaf var honum svo kær. Hann verður jarðsunginn frá Sauðaneskirkju á Langanesi í dag, 21. mars. skólaprófi á Ólafsfirði, en þangað fór hann með Þórði móðurbróður sínum sem var kennari. Helgi lauk síðan landsprófi frá Laug- um í Aðaldal 1952. Árið eftir var hann við nám í smíðadeild í sama skóla. Á þess- um tíma eignaðist Helgi gamlan Ford vörubíl og stundaði með bústörfum og öðru akstur, meðal annars við vegagerð á Heiðarfjalli. En eftir það lá leiðin, eins og hjá svo mörgum, suður til Reykjavík- ur. Þar hóf hann störf hjá lögregl- unni í Reykjavík þar sem hann starfaði uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Helgi eignaðist þar góða vini sem voru honum kærir alla tíð. Helgi kynntist eiginkonu sinni Vigdísi Þórkötlu Jóhannsdóttur 1957 þau giftu sig síðan 4. apríl 1959. Þau hjón eiga fjóra syni, elstur er Jónas Aðalsteinn, f. 1958, Faxi, stóri Faxi, ég flýg til þín í kveld, ber þú mig á baki er burt ég þreyttur held, láttu í grjóti lifna löngu dáinn eld. Stóri Faxi, stökktu og stefndu í norðurátt, lýsa stjörnur ljósar um loftið fagurblátt, himnar þöglir hlýða á hófa þinna slátt. Stökktu, láttu storminn strjúka hár mín grá, hraðar láttu hófa hörpu vegar slá, borg í fjarlægð birtist byggð af eftirsjá. Hesturinn minn hvíti í hljóðri draumaborg reikum við í rústum um rökkvuð stræti og torg þar er geymd mín gæfa gleði mín og sorg. (Helgi Sigurður Jónasson) Þá er síðasta ferðin norður að baki og kominn tími á að leggjast til hinstu hvílu í íslensku moldinni sem alla tíð var þér svo kær. Það er held- ur ekki í kot vísað næst foreldrum og skyldmennum. Við sem eftir sitjum hefðum kannski kosið að vegferðin yrði lengri en þegar heilsan er að þrotum komin og stundirnar inni í óminnis- landi Alzheimer-sjúkdómsins orðnar lengri og lengri, þá er ég þess viss að þú ert hvíldinni feginn. Og þegar við kveðjum í bili í kaldri norðannepj- unni er gott til þess að hugsa að það styttist í vorið þegar allt lifnar og grær og við verðum að trúa því að eins sé með okkur mannfólkið, að við lifnum og döfnum að nýju í eilífu vori almættisins. Lengi hef ég dvalist leitað þín og hrakist, yfir fjöll og heiðar, yfir sollin höf. Veður töfðu för mína, vindar hröktu knörr minn þó er ég hér kominn þiggðu mína gjöf. Færi ég þér ást mína, færi ég þér sorg mína, gleði mína og hryggð mína, gættu þeirra vel. Færi ég þér von mína, færi ég þér þrá mína, löngun mína, drauma mína, leggi mína og skel. (Helgi Sigurður Jónasson) Góða ferð pabbi. Jónas Aðalsteinn, Jóhann Helgi, Páll Hinrik og Þórir Jökull. Elsku afi Helgi. Nú þegar þú ert farinn rifjast upp margar minningar. Fyrsta minningin sem kemur upp í hugann er þegar við vorum litlar og fórum í heimsókn til þín og ömmu í Vorsabæ að tína vínber og leika við hundana. Það var alltaf gaman að koma til ykkar ömmu, þar sem tekið var vel á móti manni með kökum og fleira góðgæti. Seinna þegar þið fluttuð í Hveragerði var svo dásam- legt að koma inn í notalega húsið ykkar og finna ástina og kærleikann sem sveif yfir húsinu. Við munum alltaf geyma þig í hjörtum okkar og minnumst þín að eilífu. Að lokum viljum við láta hérna okkar uppáhaldsljóð eftir þig. Ást- arkveðjur: Manstu sól á vori, manstu bjartar nætur, blöð þín lukust sundur, brostu rauð og smá. Margir fóru veginn, margir komu til þín, fóru síðan aftur fylltir eftirsjá. Dagar komu og nætur, drauma þína fagra, rós mín, hefir enginn ráðið nema ég. Dagar komu og nætur, drúpa tókstu höfði, héla fór um garða, haustið fór um veg. Blöð þín tóku vindar báru langa vegu, stóðstu eftir hnípin, stöngull þinn var ber. Grát þú eigi rós, gleym þú eigi rós mín, blöðin þín sem fuku búa í hjarta mér. (Helgi Sigurður Jónasson) Eydís Ósk og Konný Björg. Helgi Sigurður Jónasson Nú er litli bróðir minn, Bjarni, dá- inn, hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hinn 6. mars sl. Bjarni átti við mikla fjölfötlun að stríða vegna súrefnisskorts við fæðingu. Hann átti heimili sitt fyrri hluta æv- innar á Sólborg á Akureyri, en þang- að flutti hann aðeins 3ja ára að aldri. Á þeim tíma var ekki boðið uppá önn- ur úrræði og þótti sjálfsagt að vista fjölfatlaða einstaklinga sem fyrst á stofnun. Ég fór með mömmu og pabba þegar hann fluttist inn á Sól- borg og það voru þung spor þegar hann var skilinn eftir, svo lítill. Á Sól- borg unnu á þessum árum yndislegar manneskjur og Bjarni var hvers manns hugljúfi með sitt góða skap alla tíð og stutt í brosið og þótti öllum vænt um hann. Ég kynntist starfseminni á Sól- borg mest eftir að ég flutti til Ak- ureyrar 1976 og gat þá sótt gleðskap sem haldinn var s.s. um jól og afmæli og einnig gat ég veitt aðstoð í veik- indum hans sem voru tíð á þessum ár- um. Alltaf var jafn gott að koma á Sólborg og maður hafði það á tilfinn- ingunni að Bjarni væri í góðum hönd- um. Haustið 1994, en þá var lokun Sól- borgar framundan, fluttist Bjarni í sína heimabyggð, til Húsavíkur. Þetta var foreldrum mínum mikið ánægjuefni en því miður auðnaðist þeim ekki að njóta þess því þau létust ’94 og ’96. Bjarni átti góða daga á Húsavík, í Pálsgarði 2, þar sem er virkilegt heimili og enginn stofnanabragur. Þar var hægt að sinna betur einstak- ✝ Bjarni Ólafssonfæddist á Húsa- vík 24. ágúst 1968. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Þing- eyinga föstudaginn 6. mars 2009. Foreldrar Bjarna voru Ólafur Bjarna- son og Guðný Sig- urðardóttir, sem bæði eru látin. Systkini Bjarna eru Anna f. 1954, Sigurður Rúnar f. 1958, Sólveig f. 1962 og Berglind f. 1967. Bjarni var til heimilis að Vistheim- ilinu Sólborg á Ak- ureyri frá 3ja ára aldri þar til hann flutti aftur til Húsa- víkur árið 1995. Hann bjó að Páls- garði þar sem hann naut góðrar vináttu og umönnunar. Útför Bjarna fer fram frá Húsavík- urkirkju í dag, 21. mars, kl. 14. lingsþörfum og var það gert. Bjarni var mikið fyrir allskyns dekur, naut þess að fara í heita pottinn, fá nudd, liggja í hægindastól með nuddi og hlusta á tónlist, svo ekki sé talað um að borða góðan mat, því það elskaði hann. Hann fékk einnig tækifæri til að fara á hestbak, í sumarbústaði og hvað eina sem því hugmyndaríka og frábæra starfsfólki í Pálsgarði datt í hug, hafi þau þökk fyrir. Sl. sumar áttum við systkinin, ættingjar, íbúar og starfsfólk Pálsgarðs yndislega stund saman þegar Bjarni bauð til veislu í tilefni 40 ára afmælis síns sem verður ógleymanleg. Ekki má gleyma Litlu jólunum þegar fjöl- skyldur allra íbúanna komu saman og skáru út laufabrauð og borðuðu veislumat. Þessara stunda verður saknað. Ég veit að Bjarni var saddur líf- daga nú, lungnabólgurnar voru orðn- ar tíðar og erfiðara að ná sér upp eftir hver veikindi. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk með honum og mér hefur lærst að þeir sem eru fjöl- fatlaðir hafa alveg ótrúlega mikið að gefa því „eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt“ og það kallar fram allt hið góða í manneskjunni. Hvíl þú í friði, elsku bróðir minn, ég veit það hefur verið tekið vel á móti þér. Þín systir Anna. Nú er Bjarni frændi minn farinn, og það allt of snemma finnst mér. Ég man hvað það var alltaf þægi- legt og rólegt að koma í Pálsgarð, í allar þær veislur sem okkur í fjöl- skyldunni var boðið í. Ég gleymi aldr- ei þeim stundum sem ég átti á þessu rólega og þægilega heimili hans Bjarna. Sérstaklega man ég eftir laufabrauðsgerðinni fyrir jól, sem og afmælisdögum Bjarna þar sem öll fjölskyldan okkar kom saman til að eyða tíma saman í ró og næði með Bjarna og öðrum íbúum í Pálsgarði. Mér fannst alltaf eins og öllum í fjöl- skyldunni okkar liði svo vel og oft mun betur þegar við vorum í Páls- garði með Bjarna en í öllu amstri dagsins. Ég efast ekki um að Bjarni er kom- inn á betri stað, þar sem honum líður vel og hann hefur fengið að hitta besta og mikilvægasta fólk sem ég hef átt í mínu lífi, móður sína og föð- ur, ömmu mína og afa, og munu þau örugglega hugsa vel um hann í því nýja lífi sem tekur nú við hjá honum. Hvíldu í friði. Mikael. Elsku Bjarni. Nú ert þú farinn frá okkur og það allt of fljótt. Samt erum við svo þakk- lát fyrir að nú líður þér vel, laus við alla þá fjötra sem heftu þig og bundu hendur þínar. Það hefur verið sárt fyrir foreldra þína og fjölskyldu, er þú 3ja ára, yf- irgafst heimilið og fluttir á Sólborg. Þess vegna var mikil tilhlökkun og gleði er þú varst að flytja heim aftur á nýbyggt sambýli á Húsavík, haustið 1994. Þar undir þú þér vel ásamt vinum þínum Atla, Áslaugu, Gumma og Gísla. Við gerðum ýmislegt skemmtilegt saman, s.s. að fara sumarbústaða- ferðir, halda þorrablót, litlu jól, grill og uppskeruhátíð. Einnig fórum við, á sumrin, marg- ar nestisferðir út í náttúruna, á fal- lega staði, s.s. Ásbyrgi, Mývatnssveit og Laxárdal. Þið voruð svo heppin að geta keypt ykkur eigin bíl, sem er algjör nauð- syn þeim er fatlaðir eru. Það voru mikil gleðihljóð sem komu frá þér þegar búið var að spenna þig í sætið. Þá var og skemmtilegt er þú, af rausn, hélst upp á 40 ára afmælið þitt síðastliðið sumar, þar sem þið gátuð átt góða stund saman systkinin. Elsku Bjarni, það var svo gott að fá að kynnast þér, þú hafðir mannbæt- andi áhrif á alla sem í kringum þig voru og erum við því reynslunni rík- ari. Það er undarleg en um leið góð til- finning að koma inn í herbergið þitt núna, allt svo kyrrt, friðsælt og fal- legt. Við munum lengi sakna þín. Okkur langar að kveðja þig með ljóði sem einn af starfsmönnum Páls- garðs orti og skrifaði í bókina þína. Nú er lokið þínum lífsins hörmum ljóssins þíns við ávallt munum sakna. Og biðjum heitt í mildum móður- örmum megir aftur sæll og glaður vakna. (I.G.) Við sendum systkinum Bjarna og fjölskyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Hvíl í friði, kæri vinur. Fyrir hönd íbúa og starfsfólks í Pálsgarði, Sigurhanna Aðalgeirsdóttir. Mig langar að minnast ótrúlegs manns með örfáum orðum. Bjarni var yndislegur karakter sem ég er svo þakklát fyrir að hafa átt samleið með. Þrátt fyrir að hafa alltaf verið í viðjum eigin líkama gaf Bjarni mikið af sér og hann hafði skemmtilegan persónuleika. Ég á honum svo margt að þakka. Fyrir um það bil 12 árum þá var mér boðið að gerast liðveisla fyrir hann sem og ég þáði. Við áttum góðar stundir saman á þeim tíma. Svo þegar ég fékk vinnu á Pálsgarði fjölg- aði þeim stundum. Ég hef oft sagt að ef ég hefði ekki kynnst Bjarna þá hefði ég örugglega ekki farið að vinna á Pálsgarði og þar af leiðandi ekki valið það nám sem ég er að klára nú í vor. Bjarni hafði yndislega nærveru og það var alltaf svo gott að vera hjá honum. Þó svo að hann hefði ekki mál þá gat hann tjáð sig með öðrum leið- um. Sem dæmi má nefna að honum þótti ekki neitt skemmtilegra en þeg- ar hann lagðist til hvílu á kvöldin. Sú ánægja sem hann gaf frá sér þá gaf mér mjög mikið því oft heyrðist lítið í honum yfir daginn en um leið og höf- uðið snerti koddann þá hló hann svo innilega. Það er svo margt sem mér dettur í hug þegar ég lít til baka eins og ferðin í Eyjafjörðinn, Sulti, fer- tugsafmælið þitt í sumar, allar nest- isferðirnar, pottaferðirnar, festivölin og svo margt fleira en ég læt staðar numið hér. Elsku Anna, Dolla, Begga, Sigurð- ur og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Atli, Áslaug, Gísli, Gummi og starfsfólkið á Páls- garði, stórt skarð hefur verið höggvið í hópinn sem erfitt verður að fylla. Innilegar samúðarkveðjur Anna María Þórðardóttir Elsku Bjarni minn. Ég vil gjarnan þakka þér fyrir þann tíma sem ég átti með þér og að hafa fengið að kynnast þér og eiga hlutdeild í lífi þínu undanfarin 12 ár. Þú varst mikið ljúfmenni, alltaf ánægður með lífið og tilveruna. Þrátt fyrir fötlun þína þá þurfti oft lítið til að ná fram brosi og hlátri. Það var mannbætandi að fá að vinna með þér og ég tel að þeir sem það fengu hafi gengið reynslunni ríkari út í lífið. Megi þér líða vel í faðmi foreldra þinna þar sem þú ert núna. Ég sendi líka innilegustu samúðarkveðjur til þinna aðstandenda og sambýlisfólks þíns og vina á Pálsgarði. Blessuð sé minning þín. Kveðja, Arna Þórarinsdóttir. Gæðum heimsins hefur ávallt verið misskipt og fórst þú ekki varhluta af því, þér var ekki gefið mál eða frelsi til að hlaupa um. En þrátt fyrir mikla fötlun gafstu meira af þér en margur, hlýja nærveru og létta lund. Það að hafa fengið að vera þátttakandi í þínu lífi eru mikil forréttindi. Nú ertu laus úr viðjum allra hafta og hleypur frjáls um nýjar slóðir og heldur áfram að gefa af þér í faðmi þeirra sem unnu þér mest. Hafðu þökk fyrir allt elsku Bjarni, minning þín lifir. Sæll að sinni. Eyrún Dagbjört. Bjarni Ólafsson Elsku Bjarni, nú ert þú frjáls, laus úr hlekkjum fötlunar þinn- ar. Ég þakka þér innilega fyrir þau þrettán ár sem ég fékk að taka þátt í lífi þínu á Pálsgarði. Guð geymi þig. Helga Þuríður Árnadóttir. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.