Morgunblaðið - 21.03.2009, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2009
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Spádómar
! "#$
%&' ()*)
+++,-$ ,
Hljóðfæri
Dúndurtilboð
Kassagítarar: 1/4 stærð kr.
10.900 pakkinn með poka,
strengjasetti og stilliflautu. 1/2
stærð kr. 7.900. Full stærð kr.
12.900. 3/4 kr. 10.900. 4/4 kr.
12.900. Rafmagnsgítarpakkar frá
kr. 29.900. Hljómborð frá kr.
17.900. Trommusett kr. 49.900
með öllu.
Gítarinn, Stórhöfða 27
sími 552 2125
www.gitarinn.is
Hljómtæki
Heyrnartól Koss- gæðaheyrnartól
Koss heyrnartól, margar gerðir, verð
frá 999 kr. Eigum til fín heyrnartól
sem víbra, í tölvuleikina. Rafgrein,
Skipholti 9. www.rafgrein.is
Húsnæði í boði
Íbúð til leigu
Björt og góð 2ja herb. íbúð í lyftuhúsi
til leigu, er laus og leigist til lengri
tíma. Er í póstnr. 104. Uppl. í síma
867-9486.
Til leigu 2- herb. íbúð á Álftanesi.
Íbúðin er í Birkiholti á 3.hæð 76,3 fm.
þvottahús á hæð, sérinngangur úr
stigahúsi, stórar svalir. Geymsla á
jarðhæð. Leiga 90þús.+ Hússj. 5þús.
Upplýsingar í síma 822 3811.
Spánn - Alicante
Meðeigandi óskast að fallegu
raðhúsi í Torrevieja. Upplagt fyrir
starfsmanna- og félagasamtök.
S. 899 2940.
Apartment on Grettisgata
weekend / week. Apartment for
rent in a quiet place in 101 Reykjavík.
www.rentin101reykjavik.com
Húsnæði óskast
Lítil einstaklingsíbúð óskast
fyrir mann á fertugsaldri. Keflavík,
Hafnarfjörður og nágrenni.
Uppl. í síma: 869 9330 / 848 0484.
Atvinnuhúsnæði
Fornubúðir 10 HF
Iðnaðarhúsnæði til leigu um66m2,
neðri hæð 40m2 með 3 m lofthæð,
efri hæð eitt herbergi ásmt slerni,
eldhúskrók og geymslu.
Myndir á www.enta.is upplýsingar í
síma 8976240 og 8211173 eða
tölvupóst enta@enta.is .
Enta ehf.
Bakkabraut 5a,
200 Kópavogi.
www.enta.is, sími 821 1170.
Sumarhús
Álftavatn
Óska eftir sumarhúsi við Álftavatn í
Grímsnesi.
Upplýsingar í síma 822 2233
Sumarhús - orlofshús
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbúin
hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Til sölu
Útsala -- For sale
Nuddstofan lokar - allt á að
seljast : Bekkir, púðar,
innanstokksmunir og fleira.
Everything from a massage
practice must be sold out :
benches, cushions etc.
Sími: 588 1404 / 895 9404.
D85EX/PX-15
Til sölu KOMAT'SU jarðýta
Árg. 2007, notkun 1450 vinnustundir.
Upplýsingar í síma 892-0111.
Bókhald
Bókhald, vsk.-skil, skattframtal
og kærur fyrir einstaklinga með
rekstur og félög. Aðstoðum við kærur,
stofnun ehf. og léna og gerð heima-
síðna. Áralöng reynsla.
Dignus ehf. - dignus.is - s: 699-5023.
Skattframtöl
Framtalsþjónusta 2009
Skattaframtöl fyrir einstaklinga,
einstaklinga með rekstur og félög.
Einnig bókhald. Hagstætt verð -
vönduð vinna. Sæki um frest.
Sími 517 3977 - framtal@visir.is
Viðskipti
Atvinna í boði
Óska að ráða manneskju með reynslu
af markaðsmálum og sölumennsku.
Góð tungumálakunnátta og tölvu-
kunnátta er nauðsynleg. Starfað er
samkvæmt árangurstengdri sölu.
Fjölbreytt og spennandi starf. Um
mjög góð laun getur verið að ræða og
vinnutími getur verið sveigjanlegur.
Leitað er að snyrtilegum einstaklingi
með góða söluhæfileika og góða
framkomu. Konur á aldrinum 35-45
ára eru sérstaklega hvattar til þess
að sækja um. Áhugasamir/ar
vinsamlegast sendið nauðsynlegar
upplýsingar á smida@simnet.is fyrir
26. mars.
Þjónusta
GULLSKARTGRIPIR - GULL
Kaupum til bræðslu allar tegundir
gullskartgripa, gamla, nýlega, ónýta,
gegn staðgreiðslu. demantar.is
Magnús Steinþórsson,
Pósthússtræti 13, sími: 699-8000.
Einbýlishúsa- og
sumarhúsaeigendur
Tek að mér allt viðhald og
nýsmíði á sumarhúsum og
sólpöllum. Vönduð vinnubrögð
Haddi smiður
899-7569 / 555-3126
Bátar
Vegna sérstakra ástæðna er eitt
fegursta fley landsins til sölu,
Síldin RE 26. Upplýsingar í síma
696 2265 og í heimasíma 517 4935.
Vegna sérstakra ástæðna er eitt
fegursta fley landsins til sölu,
Síldin RE 26. Upplýsingar í síma
696 2265 og í heimasíma 517 4935.
Trefjaplastviðgerðir - breytingar -
nýsmíði. Tek að mér trefjaplast-
viðgerðir, breytingar og lakksprautun
á bátum og hlutum úr trefjaplasti.
Einnig hef ég áhuga á að kaupa
skemmda báta, vélar og drif.
Upplýsingar í síma 869 9330.
Bella 530 2007 40 hö.
Mercury 2 stroke
Vel með farinn lítið notaður bátur,
keyrslutími 20 klst. Kerra, blæja yfir
dekk og 40 ha. mótor fylgja með.
Ásett verð 2,9 m. Tilboð 2,4 m. stgr.
Nývirði 4,7 m. Uppl. í síma 691-4441,
skoða skipti.
Sendibílar
Sendibíll til sölu
VW Transporter, 2007, Ek. 26 þús.
km. Með talstöð - mæli - sumar- +
vetrardekk. Gott tækifæri til að skapa
sér vinnu. Fæst á yfirtöku láns. Uppl.
í gsm: 699-4166.
Bílaþjónusta
SEINNI hluti Íslandsmóts tafl-
félaga fyrir tímabilið 2008/2009
hófst í Brekkuskóla á Akureyri í
gærkvöldi. Teflt er í öllum fjórum
deildum og er þetta í fyrsta skipti
sem keppni í öllum deildum er háð
samtímis utan höfuðborgarinnar.
Íslandsmót taflfélaga hefur fyrir
löngu unnið sér sess sem ein vin-
sælasta reglulega skákkeppnin
hérlendis. Þarna er ekkert kyn-
slóðabil, hörð keppni þar sem
meira en 300 skákmenn taka þátt
ár hvert.
Að venju beinast sjónir manna
mjög að keppni í 1. deild en þar
bregður svo við að Taflfélag Bol-
ungarvíkur hefur náð öruggri for-
ystu. Bolvíkingar sömdu við
nokkra unga og upprennandi
skákmenn sl. haust og fengu einn-
ig til liðs við sig hinn þrautreynda
stórmeistara Jón L. Árnason og
þrjá öfluga skákmenn frá Úkra-
ínu. Þessir samningar voru gerðir
fyrir „Hrunið mikla“ sl. haust.
Reikna má með að útlendingum
fækki eitthvað á komandi miss-
erum en þeir hafa flestir sett
skemmtilegan svip á keppnina.
Staðan í 1. deild fyrir 5. umferð
keppninnar var þessi:
1. Taflfélag Bolungarvíkur 24½
v. 2.-3. Taflfélagið Hellir og Skák-
deild Fjölnis 21½ v. 4. Taflfélag
Reykjavíkur 15½ v. 5.-7. Skák-
félag Akureyrar Taflfélagið Hellir
(b- sveit) og Skákdeild Hauka 11½
v. 8. Taflfélag Reykjavíkur (b-
sveit) 10½ v.
Eins og mörg undanfarin ár er
efsta deild Íslandsmóts Skák-
félaga að hnoðast með a- og b-lið
inn í þessari merku keppni. Þessi
lið tefla í fyrstu umferðunum og
er undirliggjandi einhver óljós er
pressa á b-liðinu að tapa með sem
mestum mun fyrir a-liðinu. Þessu
fyrirkomulagi þarf að breyta. Það
þekkist ekki í öðrum keppn-
isgreinum hér á landi.
Hinsvegar bregður svo við að
þegar þessi mál eru rædd virðast
ýmis önnur sjónarmið fá mikið
vægi og eru ráðandi í dag. Einfalt
og gott fyrirkomulagið væri t.d. að
hafa sex lið í efstu deild sem
tefldu tvöfalda umferð yfir þrjár
helgar. Keppni í öllum fjórum
deildunum gæti þá farið fram á
sama stað við upphafs- og loka-
umferðir en þrem aukaumferðum
yrði skotið inn á milli í efstu deild.
Hinsvegar er skemmtileg til-
breyting að fara með Íslandsmótið
út fyrir höfuðborgarsvæðið en það
var síðast gert þegar fyrri hluti
Íslandsmótsins fór fram í Vest-
mannaeyjum haustið 2001. Fram-
kvæmdin þar þótti til mikillar fyr-
irmyndar en veðurguðirnir og
ýmsir aðrir kraftar voru þar í
stórum hlutverkum. Akureyringar
héldu hluta Íslandsmóts skák-
félaga síðast í mars fyrir tíu árum.
Keppnin í öðrum deildum er
hörð en í 2. deild virðist Taflfélag
Vestmannaeyja ætla að end-
urheimta sæti sitt í 1. deild. Tvö
efstu liðin færast upp. Staðan:
1. Taflfélag Vestmannaeyja 19
v. 2. Skákdeild Hauka (b-sveit) 16
v. 3. Skákdeild KR 14½ v. 4.-5.
Skákfélag Selfoss og Taflfélag
Garðabæjar 10½ v. Reykjanes-
bæjar 9 v. 7. Skákfélag Akureyrar
(b-sveit) 8½ v. 8. Taflfélagið Hellir
(c-sveit) 8½ v.
Í 3. deild er b-sveit Taflfélags
Bolungarvíkur í efsta sæti með 6
vinninga forskot á næstu sveit og í
4. deild leiðir hið nýstofnaða tafl-
félag Mátar örugglega en þar tefla
nokkrir skákmenn sem áður voru
virkir fyrr Skákfélag Akureyrar.
Aronjan og Kramnik efstir
á Melody Amber-mótinu
Nær allir bestu skákmenn
heims eru saman komnir á Melody
Amber-skákmótinu sem nú er
haldið í borginni Nice sem liggur
við strendur Miðjarðarhafsins.
Það er haldið af stofnun sem ber
nafn Hollendingsins Max Euwe
sem var heimsmeistari á árunum
1935-’37. Kostunarmaður mótsins
hefur ávallt verið hollenski millj-
arðamæringurinn Joop Van Oste-
rom en mótið ber nafn dóttur
hans, Melody Amber. Tefld er tvö-
föld umferð, ellefu blindskákir 25
20 og ellefu at-skákir 25 10. Þegar
tefldar hafa verið 2x5 umferðir er
staðan þessi:
1.-2. Lev Aronjan (Armeníu) og
Vladimir Kramnik (Rússlandi) 6½
(af 10) 3. Alexander Morozevich
(Rússlandi) 6 v. 4.-5. Wisvanathan
Anand (Indlandi) og Venselin
Topalov (Búlgaríu) 5½ 6.-8. Magn-
ús Carlsen (Noregi), Gata Kamsky
(Bandaríkjunum) og Teimour
Radjabov ( Aserbadsjan ) 6 v. 9.
Peter Leko (Ungverjalandi) 4½ v.
10. Sergei Karjakin (Úkraínu) 4 v.
11. Vasilí Ivantsjúk (Úkraínu ) 3½
v. 12. Yue Wang (Kína) 3 v.
Bolvíkingum spáð sigri á Íslandsmótinu
SKÁK
Brekkuskóli, Akureyri
Íslandsmót skákfélaga – seinni hluti
20.-21. mars 2009
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Velkomnir til Bolungarvíkur Nýir liðsmenn f.v.: Jón Viktor Gunnarsson, Bragi Þorfinnsson, Stefán Arnalds liðs-
stjóri, Jón L. Árnason og Dagur Arngrímsson.