Morgunblaðið - 21.03.2009, Síða 52
52 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2009
Í blússandi sveiflu Brown University Jazz Band mun leika nýjar og klassískar útsetningar kunnra djasslaga í dag.
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
„ÞAÐ er sjaldgæft og gleðilegt að fá
stórsveit í heimsókn,“ segir Sig-
urður Flosason, saxófónleikari og
yfirkennari djassdeildar FÍH.
Brown University Jazz Band, stór-
sveit hins kunna háskóla á Rhode
Island í Bandaríkjunum, heldur tón-
leika í Hátíðarsal FÍH í Rauðagerði
27 í dag, laugardag, klukkan 15.
Sigurður tekur fram að vissulega
sé um skólasveit að ræða en það
verði spennandi að heyra í henni.
Ýmsir þekktir gestir úr djass-
heimum hafa komið fram með sveit-
inni, þ.á m. Clark Terry, Tito Puente
og Gerry Mulligan.
„Á liðnum árum hafa þau leikið
víða, m.a. í Japan, á Ítalíu og á
Spáni. Nú vildu þau koma til Íslands
– ég veit ekki hvort því veldur lækk-
andi kostaður vegna bankahruns eða
áhugi á landi og þjóð,“ segir Sig-
urður og hlær.
Matthew McGarrell, stjórnandi
stórsveitar Brown-háskólans, gaf
ekkert út á það heldur sagði hljóm-
sveitarmeðlimi njóta þess að heim-
sækja ný lönd og leika tónlist.
„Það er frábært tækifæri fyrir
nemendurna til að upplifa ólíka
menningu, leika tónlist og hitta aðra
tónlistarmenn,“ segir hann.
Um 1.400 nemendur eru í tónlist-
arnámi við Brown-háskólann.
McCarrell segir að um 100 þeirra
hyggi á atvinnumennsku í tónlist.
Við skólann er stór klassísk hljóm-
sveit, djassstórsveitin og margar
minni hljómsveitir.
Stórsveit Tónlistarskóla FÍH
kemur fram í opnunaratriði á tón-
leikunum. „Þau spila eitt eða tvö lög
í byrjun til að ná sambandi við gest-
ina, enda er mikilvægt að láta þessa
krakka hittast,“ segir Sigurður.
„Þetta fólk er á sama aldri og að
gera svipaða hluti. Við McCarrell
höfum sett saman dagskrá þar sem
þau gera ýmislegt saman.“
Hluti af því er djammsessjón í
kjallara Cultura Café á Hverfisgötu
18 á þriðjudagskvöldið kemur klukk-
an 21. „Allir úr okkar skóla sem vilja
spila með hinum eru velkomnir, svo
ræðst hvað gerist,“ segir Sigurður.
Stórsveit Brown-háskólans á Rhode Island er í heimsókn og leikur í Hátíðarsal FÍH í dag
Tvær djassstórsveitir mætast
ÁRLEG ráðstefna um
barna- og unglingabók-
menntir verður haldin í 11.
sinn í Gerðubergi í dag,
laugardag, milli kl. 10.30 og
13.15. Er hún haldin í sam-
starfi við Borgarbókasafnið,
IBBY, Síung, Skólasafna-
miðstöð Reykjavíkur, Upp-
lýsingu – Félag bókasafns-
og upplýsingafræða og Fé-
lag fagfólks á skólasöfnum.
Erindi flytja Halla Kjartansdóttir, Guðlaug
Richter, Ingibjörg Baldursdóttir og Brynhild-
ur Þórarinsdóttir. Fundarstjóri er Silja Að-
alsteinsdóttir.
Bókmenntir
Bókaormaeldi í
Gerðubergi
Fjallað verður um
lestur barna.
UPPHAFSDAGUR Opið –
til eru hræ í Kling & Bang,
Hverfisgötu 42, er í dag,
laugardag, klukkan 17.
Meðal þeirra sem þá koma
fram er Hreyfiþróun-
arsamsteypan.
Opið – til eru hræ er í
grunninn vinnuaðsetur
fjögurra listamanna, Evu
Signýjar Berger, Katrínar
I. Jónsdóttur, Rakelar
McMahon og Unu Bjarkar Sigurðardóttur.
Kjarni sýningarrýmis Kling&Bang verður
vettvangur skapandi athafna en mun ekki
gegna hlutverki hefðbundins sýningarrýmis.
Myndlist
„Til eru hræ“ í
Kling & Bang
Rakel McMahon
fremur gjörning.
LJÓSMYNDARINN Cinzia D’Ambrosi opnar í dag
klukkan 14 sýninguna Myrkur sannleikur í Gerðubergi.
D’Ambrosi, sem er búsett í London, er „fótósjúrnalisti“;
vinnur sjálfstæðar myndafrásagnir til birtingar í blöðum
og tímaritum, frásagnir sem iðulega tekur nokkurn tíma
að gera. Efni mynda hennar eru til að mynda mannrétt-
indi, flóttamenn og vinnuskilyrði verkamanna víða um
heim. D’Ambrosi hefur skrásett í myndum félagsleg áhrif
átaka á Balkanskaga í myndröðunum „Stríðsekkjur í Kos-
ovo“, „Ungmenni í Sarajevo“ og „Sígaunar í Kosovo og
Bosníu“. Þá hefur hún til að mynda ljósmyndað kolanámu-
menn í Kína, ítalska verkamenn og byggingu Kára-
hnjúkavirkjunar.
Helstu viðskiptavinir D’Ambrosi eru góðgerðarstofn-
anir, félagasamtök og önnur samtök sem eru rekin af sjálf-
boðaliðum, en myndir hennar af kolanámumönnum í Kína
voru notaðar af Réttlætis- og friðarráði kaþólska bisk-
upsdæmisins í Hong Kong í baráttu þess fyrir bættu ör-
yggi á vinnustöðum, í háskólum og opinberum stofnunum.
Á mánudaginn hefst jafnframt í Gerðubergi ljósmynda-
námskeið þar sem Cinzia D’Ambrosi verður leiðbeinandi.
Námskeiðið verður í þrjár vikur, á mánudögum og mið-
vikudögum, og er fyrir fólk á aldrinum 17 til 25 ára.
Þátttakendur öðlast skilning á grunnatriðum ljósmynd-
unar og á því hvernig finna skal viðfangsefni, ljósmynda
þau og setja síðan saman frásögn þar sem myndir gegna
stærra hlutverki en ritað mál. Þátttakendur fá þjálfun í
heimildarljósmyndun, rannsóknaraðferðum, myndskurði,
ritun skýringatexta, ritun markmiðslýsingar og sögu.
Cinzia D’Ambrosi sýnir og heldur námskeið í Gerðubergi
Ljósmyndar
verkafólk
Ljósmynd/Cinzia D’Ambrosi
Sígaunar Ein af ljósmyndum D’Ambrosi af samfélagi
Roma-fólksins í Bosníu, en það nýtur lítilla réttinda.
LISTAKONURNAR
Bryndís og Dósla opna
samsýninguna Átök í Graf-
íksafni Íslands, sal Ís-
lenskrar grafíkur við
Tryggvagötu 17 (hafn-
armegin), í dag, laugardag,
klukkan 14.
Þetta er í þriðja sinn sem
Bryndís og Dósla sýna sam-
an, áður sýndu þær í Lista-
safni Skagafjarðar árið
2001 og í Kirkjuhvoli á
Akranesi árið 2006. Báðar eiga að baki einka-
sýningar og samsýningar. Bryndís fæst við
upphaf lífs en Dósla fjallar um niðurbrot.
Myndlist
Átök Bryndísar
og Dóslu
Bryndís Siemsen
og Dósla – Hjördís
Bergsdóttir.
SÖNGKONAN Urður Há-
konardóttir kemur fram á
tónleikum á Jacobsen í
Austurstræti í kvöld. Þar
syngur hún með DJ Mar-
geiri og hluta af Sinfón-
íuhljómsveit Íslands sem
stjórnað verður af Samúel
Samúelssyni. Um er að
ræða tónverkasett samið og
útsett fyrir plötuspilara,
söng og strengjasveit.
Það er Jón Jónsson-samsteypan sem stend-
ur fyrir uppákomunni sem hefst á slaginu 22.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir
eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Tónlist
Urður syngur
með Sinfóníunni
Urður
Hákonardóttir
„Eitt verkanna sem við flytjum er útsetning ten-
órsaxófónleikara hjá okkur á „On the Sunny Side of the
Street“ eftir Sonny Stitt. Hann útsetti sóló Stitts fyrir
fimm saxófóna,“ segir Matthew McGarrell, stjórnandi
stórsveitar Brown-háskólans, þegar hann er spurður út
í efnisskrána. „Þá vann ég svolítið með útsetningu
Franks Fosters á lagi Duke Ellingtons, In a Mellow
Tone, svo það hæfði söngkonunni, sem heitir Rosalind
Schonwald, sem kemur fram í hluta dagskrárinnar.
Einnig leikum við nokkrar útsetningar frægra tónlist-
armanna sem hafa heimsótt háskólann, til dæmis stór-
sveitarútsetningu Jimmy Heaths á Gingerbread Boy.
Margir kunnir djasstónlistarmenn sem hafa heimsótt
okkur gegnum tíðina hafa skilið útsetningar eftir.“
Útsetningar nemenda og meistaraListaháskóli
Íslands
Umsóknir
27.03.09
Arkitektúr
Hönnun
Myndlist
Tónlist
Rafrænar umsóknir
og nánari upplýsingar
eru á www.lhi.is
30.04.09 Listkennsla