Morgunblaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 1
STARFSMENN SPRON mættu í gærmorgun á starfsstöðvar sínar og sóttu persónulega muni. Öll útibú, fyrir utan útibúið í Borgartúni, voru lokuð í gær í þeim skilningi að engin viðskipti voru í útibúunum en viðskiptavinum SPRON gafst kostur á að koma og kveðja starfsfólkið. Á myndinni sjást starfsmenn útibús SPRON við Skólavörðustíg yfirgefa vinnustað sinn síð- degis í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kveðja eftir langan starfsferil Þ R I Ð J U D A G U R 2 4. M A R S 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 81. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «UNGIR GÍTARLEIKARAR FÓRU PÍLAGRÍMSFÖR Á HEIMASLÓÐIR GÍTARSINS «ÍSLANDSMÓT FATLAÐRA 350 KEPPENDUR Í FIMM GREINUM segðu smápestum stríð á hendur! Fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt. Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is ÞÖRFIN fyrir stóra kjölfestufjárfesta var ofmetin við einkavæðingu bankanna segir Bjarni Benediktsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks. Hann vill reglur sem kveða á um hámarkseignarhlut í fjármálafyrirtæki. „Það mætti hugsa sér 20% hlut í þeim efnum.“ Jafnframt þurfi strangari reglur um viðskipti eigenda fjármálafyrirtækja við þau. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi viðskiptaráðherra, telur ljóst að einhver mistök hafi verið gerð við einkavæð- inguna. „Hins vegar er ómögulegt að fullyrða að þau hafi verið svo alvarleg að það hefði breytt einhverju um það sem við stöndum frammi fyrir núna.“ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra telur hins vegar ekki vafa á að rekja megi bankahrunið í haust að ein- hverju leyti til einkavæðingar bankanna. | 15 Segja að mistök hafi verið gerð við einkavæðingu bankanna Hámarkshlutur verði 20% Valgerður Sverrisdóttir Bjarni Benediktsson Steingrímur J. Sigfússon Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is MARGEIR Pétursson, stjórnarfor- maður MP banka, segir það bera vott um „ótrúlegt siðleysi“ að VBS fjárfestingarbanki hafi sett sig í samband við skilanefnd SPRON til þess að hefja viðræður um kaup á Netbankanum, nb.is, dótturfélagi SPRON, þegar blekið er vart þornað á samningi VBS við ríkissjóð vegna 26 milljarða skuldar sem varð til í svokölluðum endurhverfum við- skiptum VBS við Seðlabankann. Hann segist orðlaus og á ekki von á öðru en að þetta verði stöðvað, en MP hefur lýst yfir áhuga á Netbank- anum og hluta af útibúaneti SPRON. Rétt eins og innstæður á reikning- um hjá SPRON voru allar innstæður Netbankans færðar yfir til Nýja Kaupþings í gær. Þrjú önnur fjár- málafyrirtæki hafa sett sig í sam- band við skilanefnd SPRON og lýst yfir áhuga á að kaupa eignir. Jón Þórisson, forstjóri VBS fjár- festingarbanka, segir að með kaup- um á Netbankanum yrði styrkari stoðum skotið undir rekstur bank- ans. „Bætir það rekstrargrundvöll VBS og verðmæti. Þá eykur það möguleika okkar til að greiða lánið frá ríkinu til baka. Ætti lánveitand- inn að vera ánægður með það.“ Samdi um 26 milljarða lán og vill kaupa Netbankann  MP gagnrýnir tilboð VBS harðlega  Eykur möguleika á að greiða lánið Í HNOTSKURN »SPRON verður ekki endurvakinn í núverandi mynd. »Fimm fjármálafyrirtækihafa sett sig í samband við skilanefndina og lýst yfir áhuga á eignum SPRON. »Skilanefnd vill að áhuga-samir kaupendur hafi sam- band fyrir kl. tólf í dag.  Ber vott um | 16  SÉRSTAKUR tekjuskattur sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur hug á að taka upp að nýju mun leggjast á þær tekjur ein- staklinga sem fara yfir 500 þúsund á mánuði en milljón hjá hjónum. 3% skattur yrði innheimtur og síðan 8% hátekjuskattur á tekjur sem fara yfir 700-800 þúsund kr. Tekjur liðlega átta þúsund ein- staklinga ná upp í efra skattþrepið. Þingmenn VG áætla að þessar til- lögur skili á ári um 3,5 milljörðum kr. Líkur eru á því að skera þurfi niður útgjöld hjá ríkissjóði um 35 til 55 milljarða á næsta ári. »| 2, 14 VG vill leggja aukaskatt á tekjur yfir 500 þúsund kr. VG Málin rædd á landsfundi.  HELSTU hlutabréfa- vísitölur heims hækkuðu í gær eftir að Banda- ríkjastjórn skýrði frá því að hún hygðist í samstarfi við einkaaðila taka yfir verðlitlar eignir og lán sem ekki er staðið í skilum við fyrir allt að 1.000 milljarða dala, eða fyrir sem svarar um 113.000 milljörðum króna. Má þar nefna að Dow Jones- hlutabréfavísitalan hækkaði um tæp 7%. Á sama tíma er útlit fyrir mesta samdrátt í heimsversluninni frá síðari heimsstyrjöldinni. »17 Hlutabréfavísitölur hækka í kjölfar bankaáætlunar Markaðir tóku við sér í gær.  AUGU jarðvísindamanna víða um heim munu verða á Íslandi á næst- unni því í dag hefst einstakt til- raunaverkefni með djúpborun í Vítismóum við Kröflu. Ætlunin er að bora allt að 4.500 metra djúpa borholu og í framtíðinni verður hugsanlega hannað tilraunaorku- ver ofan á hana. Kostnaður er um 2,3 milljarðar kr. »8 Byrjað á 4.500 metra djúpri borholu í Vítismóum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.