Morgunblaðið - 24.03.2009, Side 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
FRESTUR til að skila skatt-
framtölum einstaklinga rann út á
miðnætti síðastliðnu. Fyrr á árum
var örtröð við skattstofur landsins
þegar fólk var að skila framtölum á
síðustu stundu. Það er liðin tíð og
má segja að tölvuver ríkisskatt-
stjóra hafi tekið við af bréfalúgum
skattstjóranna, því nær 95% fram-
teljenda skila nú framtölum sínum
rafrænt.
Að sögn Karls Ó. Magnússonar,
deildarstjóra álagningardeildar
RSK, hefur hlutfall þeirra sem skila
rafrænt vaxið hröðum skrefum und-
anfarin ár. Á skattskrá að þessu
sinni eru um 266 þúsund manns en
framtöl eru færri, því hjón telja
fram saman. Reynslan er sú, að um
7% af þessum hópi skila ekki fram-
tölum, og eru skattar áætlaðir á
þennan hóp.
Margir skiluðu um helgina
Um miðjan dag í gær voru um 80
þúsund framteljendur búnir að skila
inn framtölum sínum, bæði ein-
staklingar og hjón. Karl segir að
gríðarlega margir hafi skilað fram-
tölum um helgina, eins og ætíð ger-
ist þegar fresturinn er að renna út.
Nefndi Karl sem dæmi, að frá klukk-
an 17 á sunnudag til jafnlengdar í
gær hafi um 15 þúsund framtöl bor-
ist.
Hann segir að einn og einn fram-
teljandi kjósi að skila framtalinu á
pappír eins og áður tíðkaðist enda
hafi ekki allir landsmenn aðgang að
tölvum.
Nú eru innistæður í bönkum og
öðrum fjármálastofnunum forrit-
aðar í framtölin í fyrsta sinn. Það
þýðir að margir framteljendur
þurfa ekki að gera annað en renna
yfir framtalið, staðfesta að upplýs-
ingarnar séu réttar, og senda það
síðan til ríkisskattstjóra. Karl kveðst
reikna með að tugþúsundir framtelj-
enda þurfi ekki að leggja meiri
vinnu í framtalsgerðina en þetta.
Skattstofur eru þegar byrjaðar að
vinna í framtölum sem borist hafa.
Tölvan hefur tekið við
af lúgum skattstjóra
Morgunblaðið/Golli
Nútíminn Karl Ó. Magnússon við tölvubúnað ríkisskattstjóra sem geymir
framtölin sem landsmenn hafa verið að senda undanfarna daga.
Nær 95% skila
skattframtölum
sínum rafrænt
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
LÍKLEGT er að tveir af nýju
bönkunum þremur verði samein-
aðir á næstu vikum eða mánuðum,
samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins. Hugmyndir þess efnis
hafa að undanförnu verið ræddar
innan viðskipta- og fjármálaráðu-
neytis og Fjármálaeftirlits og
Seðlabanka Íslands.
Helst er talið að Íslandsbanki
og NBI, sem stofnaður var utan
um innlenda starfsemi gamla
Landsbankans, verði sameinaðir
en kröfuhafar gamla Kaupþings,
með þýska bankann Deutsche
Bank sem einn stærsta einstaka
kröfuhafann, eignist Nýja Kaup-
þing að öllu leyti eða a.m.k. að
stærstum hluta. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins hefur skila-
nefnd Kaupþings greint stjórn-
völdum frá því að það væri
skynsamlegast að kröfuhafarnir
eignuðust Nýja Kaupþing að fullu.
Staða NBI er verst af bönk-
unum þremur en fyrir liggur að
ekki eru til eignir í bankanum sem
duga upp í forgangskröfur. Ekki
er því eftir miklu að slægjast fyrir
kröfuhafa í þeim banka, miðað við
hina. Þá er staða nokkurra fyr-
irtækja sem eru viðskiptavinir
NBI erfið en bankinn hefur lítið
svigrúm til þess að koma til móts
við þá viðskiptavini sem eiga í
mestu vandræðunum.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er talið nauðsynlegt að
gefa bönkunum meira svigrúm til
þess að þjónusta viðskiptavini sína
sem eiga í vandræðum og það er
helst gert með því að sameina tvo
af bönkunum í einn stóran banka.
Þá er einnig talið óumflýjanlegt
að lækka rekstrarkostnað veru-
lega við þessar breytingar til að
styrkja bankana. Það yrði helst
gert með því að fækka starfsfólki
og lækka laun.
Rætt hefur verið sérstaklega
hvernig mögulegt verði að stíga
þessi skref, með tilliti til sam-
keppnissjónarmiða en endanlegar
útfærslur liggja ekki fyrir.
Tveir bankar
í stað þriggja
Tveir af nýju bönkunum líklega sameinaðir
Í HNOTSKURN
» NBI, sem stofnaður var ágrunni innlendrar starf-
semi gamla Landsbankans, er
með stærsta efnhagsreikning-
inn af bönkunum þremur.
» Stefnt er að því að efna-hagsreikningar nýju bank-
anna þriggja liggi fyrir 15.
apríl, þegar mati á eignum og
skuldum er lokið. Ríkið hefur
heimild til að leggja bönk-
unum til 385 milljarða eigið fé.
Hafa margir fengið frest?
Búið var að sækja um viðbót-
arfrestfrest fyrir nálægt 43 þúsund
framtöl í gær og þar að baki gætu
verið um 55 þúsund framteljendur.
Hugmyndin bak við þennan frest
er sú að allir fá aukahelgi en skilin
munu dreifast á mánudag til mið-
vikudags í næstu viku, svo ekki séu
allir að skila á sama tíma.
Þjónustuver ríkisskattstjóra svar-
ar fyrirspurnum um skattframtölin
alla virka daga klukkan 9-16. Fyrstu
þrjá dagana í næstu viku verður fyr-
irspurnum svarað til klukkan 19.
Símanúmer þjónustuvers ríkisskatt-
stjóra er 511-2250.
S&S
Meiri þægindi og
aukið geymsluþol
Nú er MS rjóminn í ½ l
umbúðum með tappa. 12
daga
geymslu
-
þol
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
9
–
0
4
8
7
FRÉTTASKÝRING
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
ÁLAGNING sérstaks hátekju-
skatts, samkvæmt hugmyndum VG,
gæti skilað ríkissjóði 3,5 milljörðum
kr. á ári. Mikil óvissa er þó um tekju-
auka vegna lækkunar tekna í landinu
og svo hafa tillögurnar ekki verið að
fullu útfærðar. Áætlað er að skatt-
urinn leggist á um 25 þúsund manns.
Samþykkt var á landsfundi VG um
helgina að berjast fyrir því í komandi
kosningum að breyta sköttum. Til-
gangurinn er að dreifa skattbyrðinni
með réttlátum hætti og nota skatt-
kerfið markvisst til tekjujöfnunar,
eins og fram kemur í yfirlýsingunni.
Rætt er um 3% sérstakan tekju-
skatt í milliþrepi og 5% að auki í há-
tekjuþrepi, samtals 8%, til viðbótar
almennum tekjuskatti sem nú er
lagður á. Nánari útfærslu á þessum
hugmyndum má finna í frumvarpi
sem þingmenn VG hafa flutt árlega
um álagningu sérstaks tekjuskatts,
síðast í desember sl. Þar er miðað við
að hátekjuskatturinn leggist á launa-
tekjur sem eru yfir 500 þúsund kr. á
mánuði hjá einstaklingi og tvöfalt
hærri fjárhæð hjá hjónum. Milli-
þrepið er hugsað upp í 700 þúsund
kr. og að 8% leggist ofan á tekjur
sem fara yfir þá fjárhæð. Lilja Mós-
esdóttir, frambjóðandi VG, nefndi
raunar 800 sem mögulegt viðmið,
þegar hún kynnti tillögurnar á lands-
fundinum um helgina.
Lilja segir að það vanti forsendur
til að útfæra tillögurnar, meðal ann-
ars upplýsingar um tekjudreifingu.
Þó er ljóst að hlífa á þeim sem eru
með meðaltekjur og þar undir. Sam-
kvæmt tölum Hagstofu Íslands voru
landsmenn með að meðaltali um 368
þúsund kr. í laun á mánuði 2007.
„Við vitum ekki hver skattaþörfin
er eða hverjir geta borgað,“ segir
Jón Bjarnason, þingmaður VG, og
bætir því við að vega þurfi þessar
breytingar saman við breytingar á
fjármagnstekjuskatti.
VG er með hugmyndir um að
greiddur verði 14% fjármagnstekju-
skattur, í stað 10% nú, en á móti
verði ekki lagður skattur á fyrstu
120 þúsund krónurnar.
Útreikningar sem fylgja frum-
varpi VG benda til að 17.400 einstak-
lingar myndu lenda inn í 3% hátekju-
skattinum og 8.200 í 8% í hærra
þrepinu og þaðan kemur meginhluti
teknanna. Í heildina er þetta svip-
aður fjöldi og greiddi gamla hátekju-
skattinn þegar hann var lagður af.
25 þúsund greiða skattinn
VG endurnýjar tillögur um sérstakan tekjuskatt 3% viðbótarskattur lagður
á tekjur yfir 500 þúsund og 8% á tekjur sem fara yfir 700-800 þúsund á mánuði
!
"## "$%
!
&&' &$'
!
!
HÁTEKJUSKATTUR var inn-
heimtur á árunum 1993 til 2005.
„Sérstakur tekjuskattur manna“,
eins og skatturinn hét í upphafi var
liður í efnahagsráðstöfunum rík-
isstjórnar Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuflokks. Átti að styrkja atvinnu-
lífið og auka vinnu með því að færa
skattbyrði af fyrirtækjum á ein-
staklinga. Skatturinn átti einungis
að leggjast á tekjur áranna 1993 og
1994 en svo fór að erfitt reyndist að
afnema hann, eins og aðra skatta
sem lagðir eru á. Skatturinn var í
upphafi 5%, en var svo 7% þar til rík-
isstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks ákvað að afnema hann.
Var það gert í þremur áföngum.
Skatturinn var einkum gagn-
rýndur vegna þess að laun hækkuðu
meira en skattþrepið þannig að sí-
fellt fleiri þurftu að borga. Þá var
hann sagður leggjast þungt á ungt
fólk sem þyrfti að auka tekjur sínar
á meðan það væri að koma sér þaki
yfir höfuðið. helgi@mbl.is
„Sérstakur
tekjuskattur
manna“
Steingrímur J. í Zetunni, nýjum
viðtalsþætti á mbl.is
MBL.IS | SJÓNVARP