Morgunblaðið - 24.03.2009, Side 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009
SVEFNSÓFA
20 - 30% AFSLÁTTUR!
H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík
588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16
EITT MESTA ÚRVAL LANDSINS
AF SVEFNSÓFUM! Verð frá 37.840 kr.
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
ÁSTÆÐAN fyrir því að lyfið tysabri var ekki gefið jafn-
mörgum MS-sjúklingum í fyrra og áætlað var er sú að
farið er varlega í sakirnar vegna hættu á alvarlegum
aukaverkunum. Ástæðan er hvorki fjárskortur né
menntunarstig sjúklingsins. Þetta segir Björn Zoëga,
framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum.
Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kvaðst í
viðtali við Stöð 2 um helgina hafa heyrt að menntun gæti
verið atriði sem tæki einstakling fram fyrir annan í röð-
inni. „Þetta er mjög alvarleg aðdróttun og það er furðu-
legt að segja svona sögu sem engin rök eru fyrir,“ segir
Björn.
Þegar innleiðing meðferðarinnar með tysabri, sem
MS-sjúklingar binda miklar vonir við, hófst í janúar í
fyrra hafði verið áætlað gróflega að um 50 einstaklingar,
sem samkvæmt rannsóknum voru taldir hafa gagn af
lyfinu, gætu fengið það á árinu. Nú hafa um 45 fengið
lyfið.
„Á meðan á innleiðingu á meðferð-
inni hefur staðið hafa komið ýmsar
upplýsingar að utan, meðal annars frá
Lyfjastofnun Evrópu, um að fara eigi
varlega. Lyfjastofnunin hefur verið
með þetta lyf í skoðun vegna lífs-
hættulegra aukaverkana. Það gerði
það að verkum að við ákváðum að
fara varlega og gera þetta vel og fag-
mannlega. Það hafa komið upp auka-
verkanir í sjúklingum hér þannig að
þeir hafa þurft að hætta meðferð og svo hafa líka aðrir
hætt meðferð vegna þess að lyfið hefur ekki haft áhrif,“
greinir Björn frá.
Miðað við höfðatölu er meira gefið af tysabri á Íslandi
en annars staðar á Norðurlöndunum, að sögn Björns.
„Núna er gefið tvisvar sinna meira af lyfinu hér en þar
sem mest er gefið af því en það er í Danmörku. Þegar
fyrsta áfanga verður náð, það er að 50 manns fái lyfið,
verður þörfin endurmetin og það er unnið að því að bæta
aðstöðuna með það í huga.“
Alvarleg aðdróttun
Lyfjagjöf MS-sjúklinga tengist ekki menntun þeirra, að sögn framkvæmda-
stjóra lækninga Varlega farið í sakirnar vegna hættu á aukaverkunum
Í HNOTSKURN
»MS er taugasjúkdómur semgetur valdið fötlun.
»Vonir eru bundnar við aðlyfið tysabri taki öðrum
lyfjum við sjúkdómnum fram.
Komið hafa upp dæmi um lífs-
hættulegar aukaverkanir af
lyfinu.
»Í upphafi var gert ráð fyrirað kostnaður vegna tysabri
fyrir 50 sjúklinga á ári yrði um
120 milljónir króna. Nú er
hann um 250 milljónir króna
vegna gengishrunsins. Kostn-
aður hefur ekki verið hindrun
hér, að sögn Björns Zoëga.
Björn Zoëga
ÞÝSKA skólaskipið Gorch Fock sigldi út Ísa-
fjarðardjúp í gær og kemur til Reykjavíkur á
fimmtudag. Skipið er 90 metra langt, þriggja
mastra seglskip sem tekið var í notkun 1958. Um
borð er um 60 manna áhöfn og 145 liðsfor-
ingjaefni. Það hefur nokkrum sinnum áður kom-
ið hingað til lands. Skipið kom frá Bergen og áð-
ur en það sigldi inn í Ísafjarðardjúp fór það
norður fyrir heimskautsbaug til að sjóa mann-
skapinn. Skólaskipið er væntanlegt til Reykja-
víkur klukkan 10 á fimmtudag og mun liggja við
Miðbakka. Það verður opið almenningi um
helgina frá 14-17. Verið er að skipuleggja knatt-
spyrnuleik milli liðs áhafnar skipsins og starfs-
fólks Landhelgisgæslunnar.
Gengur fyrir seglum út Djúpið
Ljósmynd/Ágúst G. Atlason
VEGAGERÐIN hefur auglýst útboð Bræðratunguvegar
frá Skeiða- og Hrunamannavegi að Biskupstungnabraut.
Verkið felst í nýbyggingu Bræðratunguvegar frá Skeiða-
og Hrunamannavegi og vestur fyrir brú á Tungufljóti
ásamt tilheyrandi tengingum og smíði nýrrar brúar á
Hvítá. Lengd útboðskaflans er 7,16 km. Þetta er ný leið
sem tengir saman þjónustusvæðin Flúðir og Reykholt.
Til þessa hefur þurft að fara um Skálholt eða um gamla
og lélega brú við Brúarhlöð. Nýja tengingin styttir þessa
leið um 20 kílómetra og er því ljóst að hún verður mikil
samgöngubót fyrir þá sem leið eiga um Suðurland.
Nýja Hvítárbrúin verður 270 metra löng, steypt eft-
irspennt bitabrú í 6 höfum, 25 metra endahöf, og fjögur
millihöf 55 metra löng. Tvær akbrautir verða á brúnni og
er rýmd þeirra með öxlum 9,0 metrar. Auk þess verður
tveggja metra breið göngu- og reiðleið yfir brúna. Skila á
tilboðum í verkið fyrir klukkan 14 þriðjudaginn 5. maí nk.
og verða tilboðin opnuð þann sama dag. Útboðið er einnig
auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Verkinu á að skila
fullbúnu fyrir 15. júní 2011 . sisi@mbl.is
Ný brú yfir Hvítá boðin út
Tölvumynd/Brúardeild Vegagerðarinnar
Hvítárbrúin Nýja brúin yfir Hvíta verður mikið mannvirki, alls 270 metrar að lengd og borin uppi af fimm stöplum.
Brúin á að verða tilbúin til notkunar um mitt sumar 2011
VERIÐ er að
endurskoða regl-
ur um utanlands-
ferðir hjá Sam-
einaða lífeyris-
sjóðnum og Gildi
þannig að boðs-
ferðir verði úr
sögunni. Þetta
segir Guðmundur
Ragnarsson, for-
maður Félags
vélstjóra og málmtæknimanna
(VM).
Guðmundur hefur fengið svör frá
lífeyrissjóðunum tveimur um boðs-
ferðir, gjafir og annað sem stjórn-
endur sjóðanna þáðu á undanförnum
árum. Í svari Sameinaða lífeyris-
sjóðarins kemur fram að stjórn-
endur sjóðsins hafi samtals farið 62
sinnum til útlanda á vegum sjóðsins
á sex ára tímabili, og var um helm-
ingur ferðanna boðsferðir. Sama
fólk þáði sex veiðiferðir síðastliðin
þrjú ár.
Guðmundur segist sáttur við svör-
in og telur þau heiðarlega unnin.
„Þetta endurspeglar tíðarandann
sem gilti þarna. Við kölluðum eftir
þessu því það er alltaf verið að gefa í
skyn að forystumenn lífeyrissjóð-
anna hafi verið að taka þátt í hinu og
þessu, þiggja golfferðir og skíðaferð-
ir og fleira í þeim dúr. Mér sýnist af
þessum svörum að þarna hafi ekki
verið um slíkt að ræða.“
Hann segir að þegar hafi verið
hafist handa við endurskoðun reglna
er lúta að slíkum ferðum hjá lífeyr-
issjóðunum tveimur. „Þar er búið að
ákveða að ef framkvæmdastjórnin
telur það þjóna hagsmunum lífeyr-
issjóðsins að maður sé sendur til út-
landa verði það eftirleiðis á kostnað
sjóðsins.“ Þannig verði slíkar boðs-
ferðir úr sögunni. ben@mbl.is
Boðsferðir
verði úr
sögunni
Formaður VM sáttur
við svör lífeyrissjóða
Guðmundur
Ragnarsson
BRIM hefur líkt og HB-Grandi
ákveðið að greiða starfsfólki launa-
hækkun sem átti að taka gildi 1.
mars sl. Samtök atvinnulífsins og
ASÍ sömdu um að fresta þessari
hækkun vegna erfiðleika í íslensku
atvinnulífi. Launin hækka því um
13.500 krónur.
Samkvæmt upplýsingum frá Ein-
ingu-Iðju eru fleiri fyrirtæki í Eyja-
firði að velta fyrir sér að fara sömu
leið.
Brim hækk-
ar launin